Morgunblaðið - 23.06.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.06.1944, Blaðsíða 12
1944. 12 Árnaðaróskir til * forseta Islands Frá skrifstofu forseta íslands: l’RÁ þessum hæjar- og sveitarstjórnum hafa forseta Islands borist hlýjar kveðjur og árnaðaróskir: Bæjarstjórn Akraness, 'bæj arstjórn Siglufjarðar, bæjar- stjórn Seyðisfjarðar, og íl)ú- um Bessastaðahrepps. Frá hjeraðsnefndum og Jjjóðhátíðarnefndum: Hjeraðsnefnd Austur-IIúna vatnssýslu, Þjóðhátíðarnefnd Eskifjarðar og hátíðargestum. þjóðhátíðarnefnd Norðfjarðar þjóðhátíðarnefnd Fljótsdals- hjeraðs. Frá þessum fjelögum; Det danske Belskab i Reykjavík, Yerkfræðingafjelagi íslands, Bandalagi íslenskra skáta, Færeyingafjelaginu í Reykja- vík, Btúdentafjelagi Biglu- fjarðar. Svifflugfjelagi ís- lands, Leikfjelagi Akureyrar og Sambandi íslenskra karla- *kóra. Eru þá ótaldar kveðjur frá fjöldamorgum einstaklingum. Akranes er miðsiöð bílasamgangna til og frá Suðurlandi AKRANES er orðið að mið- stöð fyrir allar bílasamgöngur railli Suðurlands og annara landshluta, sem bílfært er til á Vestur-, Norður- og Austur- lándi. Á hverjum degi fer skipið Víðir, sem er í þjónustu Akra- nesbæjar, þrjár ferðir fram og til baka milli Reykjavíkur og Akraness, en þaðan leggja bíl- ar svo upp í ferðalög. Það er lauslega áætlað, að um 50.000 ferðamenn muni fara um Akra nes í sumar. Víðir fer hjeðan úr Reykja- vík á hverjum moi'gni kl. 7 í fyrstu ferð dagsins. Frá Akra- nesi til Reykjavíkur kl..-9 að morgni. Kl. 11 aftur til Akra- ness og þaðan kl. 18 til Reykja- víkur. Þriðja ferð dagsins frá Reykjavík er kl. 20 að kvöldi og aftur frá Akranesi kl. 21.30 og kemur hingað laust fyrir klukkan 11 á kvöldin. Á hverjúm degi eru áætlun- arferðir norður til Akureyrar frá Akranesi, eftir fyrstu ferð Víðis og bílar koma að kvöldi frá Akranesi. Alla daga vik- unnar eru fastar áætlunarferð- ir bíla frá Akranesi til Hreða- vatns og fjóra daga vikunnar eru ferðir til Borgarness og Reykholts. Til Ólafsvikur og Stykkishólms eru ferðir frá Akranesi þrisvar í viku og tvær ferðir í viku til Grundarfjarð- ar. Nýlega hefir verið gefin út ferðaáætlun fyrir Víðir og fæst hún á Pósthúsinu. Hermaður lífiátinn. London: — Fyrsti Banda- ríkjahermaðurinn, sem dæmd- ur hefir verið til dauða og líf- Mtinn í Evrópu, var tekinn af lífi í Bretlandi fyrir skömmu. Hafði hann drepið fjelaga sinn. Þeir ssrousl í innrásinni Þetta er ein af fyrstu Ijósmyndunum, sem bárust hingað til lands af innrás bandamanna í Norður-Frakkland. Myndin er tekin um borð í landgöngubát, sem notaður er til að flytja særða hermenn um borð í stærra skip, sem flytur þá til Englands. Sjást særðir hermenn í landgöngubátnum og var verið að hefja tvo særða mcnn upp i stóra skipið á sjúkrabörum, er myndin var tekin. Rússar sækja fram fyrir norðan önega LONDON í gær: — Itússar halda áfrarn sókninni fyrir norðan Önegavatn og hafa unnið nokkuð á. I herstjórnartilkynningu Rússa í kvöld (fimtudag) segir m. a., að Rússar hafi haldið áfram sókn sinni fyr- ir norðan Onega-vatn. Rúss- Heski herinn hefir hrakið Finna framhjá Ostervatni og Kumtsaánni. Rússar hafa tek- ið bæinn Yelikaya Guba og þrjár járnbrautarstöðvar á Murm an skbrautin ni, Ennfrem ur segjast Rússar hafa tekið I’octporoszhi og segjast hafa aukið yfirráðasvæði sitt norð an Bvir. Á Kirjálaeiði segjast Rúss ar hafa brotið viðnámm Finna á bak aftur og tekið þar nokkra staði. Engar breyting ar urSu á öðruni vígstöðv- um. Þjóðverjar fluttir frá Suður-Afríku. London í gærkveldi: — Sænska hafskipið Drottningholm er fyr ir nokkru lagt af stað frá Suð- ur-Afríku með þýskt fólk, sem hefir verið kyrsett þar, síðan stríðið byrjaði. Verður ' það flutt til Lissabon, en þar verð- ur skift á því og bresku fólki, sem hefir verið kyrsett í Þýska landi. — Reuter. Sogusýningin í Meniaskóianum - SÖGUSÝNINGIN í Menta- skólanum er nú í fullum gangi. Fjöldi fólks hefir sjeð sýning- una, sem er margra hluta vegna afar merkileg og stórfróðleg. Gefur sýningin yfirlit yfir at- burði liðinna tíma. Saga lands og þjóðar er rakin í myndum alt frá landnámstíð og til þessa dag. Síðasta myndin er t. d. af -þjóðhátíðinni á Þingvöllum 17. júní. Er hún stór og gefur gott yfirlit yfir þann mikla mann- fjölda, sem þar var saman kom- inn. Þeir sem ekki hafa sjeð sýn- inguna þegar, eru hvattir til þess að gera það. Fiugvirki nauðlenda í Svíþjéð Stokkhólmi í gærkveldi. UNDANFARINN sólarhring hafa alls 23 flugvirki og Libe- rator flugvjelar hrapað til jarð ar'hjer í Svíþjóð, og er það hið langflesta slíkra flugvjela, sem hjer hefir nokkru sinni lent. Sumar flugvjelarnar hröpuðu, en aðrar nauðlentu. Flestir flug menn komust af og voru kyr- Settir. Þeir voru alls um 180 að tölu. — Þá hafa borist fregnir um það frá Danmörku, að þar hafi 4 stórar Bandaríkjaflug- vjelar hrapað til jarðar. Allir flugmennirnir voru teknir hönd um. — Reuter. Frá landsfundi kvenna 6. LANDSFUNDUR kvenna var settur mánudaginn 19. júní í hátíðasal Háskólans. Að lok- inni guðsþjónustu í kapellunni, en hana flutti síra Sigurbjörn Einarsson. Formaður undirbúningsnefnd ar fundarins og formaður Kvenrjettindafjelags íslands, frk. Laufey Valdimarsdóttir, setti fundinn, en síðan tók til máls frú Aðalbjörg Sigurðar- dóttir. — Að lokinni fundar- setningu hófst fjölment kaffi- samsæti í Tjarnarcafé. Árdegis á þriðjudag 20. júní var haldið af stað til Þingvalla, en þar skyldi fundurinn hald- inn næstu þrjá daga. Um klukk an 2 e. h. var gengið til fund- ar, og voru mættir 40 fulltrúar frá 38 fjelögum. Nítján fulltrú- anna eru frá Reykjavík og 19 frá fjelögum víðsvegar af land inu, en auk fulltrúa var undir- búningsnefnd fundarins, skip- uð 10 konum. Voru fundarkon- ur því alls 50 talsins. Fundarstjóri var frú Þuríð- ur Friðriksdóttir, fundarritarar frú Ásdís Steinþórsdóttir og frú Aðalheiður Hólm. Fyrir var tekið 1. mál dag- skrár fundarins: „Samvinna í rjettindamálum kvenna“, og var lagt fram frumvarp til laga fyrir Kvenrjettindafjelag Is- lands, samið af undirbúnings- nefnd fundarins. Var síðan rætt um frumvarpið og að því loknu kosin nefnd til þess að athuga það og gera á því þær breytingar, er þurfa þætti. I nefndina voru kosnar: frú Sig- rún Blöndal, Hallormsstað, frú Katrín Pálsdóttir, Reykjavík, frú Elísabet Eirycsdóttir, Akur eyri, frú Sigríður Eiríksdóttir, Reykjavík, og frú Sigríður Nikulásdóttir, Stórólfshvoli. Var fundi síðan slitið, en um kvöldið skemtu konur sjer við söng og dans fram að miðnætti. Miðvikudaginn 21. júní var fundur settur klukkan 10 ár- degis. Fundarstjóri var frú Guðrún Pjetursdóttir. Teknar voru fyrir tillögur nefndarinn- ar og ræddar til kl. 12 á hádegi, en að loknum hádegisverði gengu fundarkonur um hinn forna þingstað þjóðarinnar und ir leiðsögu Benedikts Sveins- sonar bókavarðar. Kveðja frá Lögþingi Færeyinga ÞESSA KVEÐJU frá Lög- þingi Færeyja las utanríkisráð herra upp á Þingvöllum 17. júní: „Fyrir hönd Lögþings Fær- eyja sendi jeg lýðveldinu ís- landi kveðju með óskum um hamingjuríkar framfarir og blessun til bræðraþjóðarinnar á ókomnum árum. Færeyingar heilsa yður, Is- lendingar, á þessum frelsisdegi yðar. Thorsteinn Petersen, forseti Iögþingsins“. Föstudagur 23. júní Fá 85% landsmanna raforku 1960? RAFORKUMÁLANEFND rík isins hefir gert bráðabirgðaá- ætlun um landsrafveitu, að und anteknum rafveitum Austfjarða og Vestfjarða. , Er ætlunin að rafveita þessi nái til 17 bæja og kauptúna með samtals 70905 íbúum og til sveita í 15 sýslum með sam- tals 19467 þús. manns. Og á þá rafveitan að ná til 90372 manna alls. Raforkumálanefndin gerir ráð fyrir að geta á þessu sumri gengið frá tillögum um öflun fjár til þess að byggja lands- rafveitu. Gerir hún ráð fvrir að heppilegt sje að framkvæmd um verði hraðað eins og unt er eftir að byrjað hefir verið á þeim að stríðinu loknu. Gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið á 10—15 árum frá því að það verður hafið. Ætti landsrafveit- an samkvæmt þvi að vera orðin fullgerð einhverntíma á árun- um 1955—60. Hefðu þá 83—■ 89% af landsmönnum fengið raforku frá landsrafveitunni. Ríkisstjómin hefir samkvæmt tilmælum raforkumálanefndar leitað fyrir sjer hjá sænskum stjórnarvöldum og beðið þau að útvega hingað sjerfræðinga í valnsvirkjunum og flutningi raforku. Sænska raforkumála- stjórnin hefir svarað að hún sje fús til að sjá um útvegun slíkra sjeríræðinga hingað strax þegar þeir gætu komist til íslands. Bandamenn nálgast Ancona á Ítalíu LONDON í gær: — Hersveit- ir bandamanna, sem sækja norð ur eftir Ítalíu, meðfram Adria- hafi, eiga nú eftir ófarna um 50 km. til hafnarborgarinnar Ancona, sem er aðalhafnar- borgin á allri Adriahafsströnd Italíu, milli Brindisi og Ve- nezia. Þrátt fyrir slæm veður hefir sókn bandamanna á Adriahafs- vígstöðvunum verið allhröð síð ustu tvo daga og er nú víglína bandamanna á Ítalíu frá Adria hafi til Liguriahafs nærri bein. Sókn bandamanna hefir verið erfið yfir Appeninafjöllin, aðal lega sökum rigninga. Er aur- leðja mikil á öllum vegum og erfitt yfirferðar. Fluglið bandamanna á Ítalíu hefir ekki haft sig mikið í frammi undanfarna daga fyr en í dag, að harðar árásir voru gerðar á Milano og Torino. — Reuter. „Þakkað Churchillu . London í gærkveldi: — Dr. Dietrich, blaðafulltrúi þýsku stjórnarirmar ljet svo um mælt í gær, að skothríðinni á London með svif sprengj um myndi verða haldið áfram, þar til Bret ar sæju, að loftárásir borguðu sig ekki. „Þetta getið þjer Bret- ar þakkað Churchill", sagði blaðafulltrúinn. —■ Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.