Morgunblaðið - 25.06.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.06.1944, Blaðsíða 4
4 MOi. GUNBLAÐIÐ Sunnudag'ur 25. júní 1944, iKm&tittMftltffr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði ,innanland3. kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið. 50 aura með Lesbók. Itrekaðar tilraunir STRAX eftir haustkosningarnar 1942 átti Sjálfstæðis- flokkurinn frumkvæði að því, að tilraunir væru gerðar til þess að skaþa samstarf allra flokka um stjórn landsins. Þá þegar var ljóst, að ekki myndu duga nema öflug sam-. tök alira flokka til þess að skapa öryggi í efnahagsmálum þjóðarinnar, ráða við dýrtíðina, varðveita verðgildi krón- unnar og tryggja framtíðinni ávexti þess ágóða, er þjöð- inni hafði hlotnast á stríðsárum. Reyndin varð sú, að himim þrem þingflokkunum þóknaðist að víkja Sjáif- stæðisflokknum tii hliðar, — sem þó hafði átt langmestu fylgi að fagna í kosningum, — og gera sjálfir tilraunir til að bræða sig saman um þriggja flokka stjórn. Niðurstað- an varð myndun núverandi stjórnar, sem öllum er fyrir löngu ljóst orðið, að fær ekki við neitt ráðið, enda ekki haft hug á því, að láta til skarar skríða, er til átaka hefir komið. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins, er haldinn var á síð- astliðnu sumri tjáði sig samþykkan samkomulagsti-lraun- um þeim, er miðstjórn og þingflokkur höfðu staðið að og samþykti ályktun á þá leið, að hann teldi æskilegt, að Sjálfstæðisflokkurinn ynni að því áfram, að koma á sem víðfcækastri sjórnmálasamvinnu í landinu og að m-ynduð; yrðí þingræðisstjórn, er nyti stuðnings meirihluta Al- þingis. Það hafa ekki farið leynt þær tilraunir, er að undan- förnu hafa verið gerðar til þess að mynda trausta þing- ræðisstjórn, og mun Sjálfstæðisflokkurinn enn hafa átt þar sinn hlut að máli. Þessum tilraunum hefir verið mis- jafnlega tekið og af sumum blöðum með alvöruieysi. Þeir, sem að þeim hafa staðið, hafa verið sakaðir um hjegóma- skap og valdabrölt. Engin ástæða er til að kippa sjer upp- viS .slíkt. Eftir á mun það augljóst verða og játað, að allar til- raunir til þess að sameina þjóðina nú og koma á pólit- ísku samstarfi voru rjettar. Og því ver mun fara sem leng- ur d -egst, að þær beri árangur. Breytt hugqríar ÞAÐ FER VART hjá því, að menn hafi veitt því eftir- tekt, að hið nýstofnaða lýðveldi hefir gerbreytt hugarfari- fólksms. Aldrei hefir íslenska þjóöin verið eins vel mót- uð tii samheldni og samstarfs og raun varð á vikurnar rneðan verið var að stofna lýðveldið. Og aldrei hefir sundurlyndi og flokkadrættir átt eins lítil ítök í tiuga þjóðarinnar og nú, eftir að lýðveldið var stofnað. Vafalaust munu einhverjir líta svo á, að þessr hugar- farsbreyting þjóðarinnar verði ekki varanleg, heldur sje hún aðeins stundarfyrirbrigði, sernrnuni hverfa jafnskjótt og hátíðarvírpan er runnin af. Það er að visu rjett, að þjóðin er nú í hátíðarskapi, og iýðveid.ið hefir kallað fram alt hið besta og göfugasta, sem í henni býr. En hitt er jafnvíst, að þjóðin vill að upp verði íeknar nýjar leikreglur í hinni pólitísku baráttu. Hún vill að sundrungin hverfi, og að stjórnmálaflokkarnir taki upp náið samstarf um lausn vandamálanna. Þjóðini trúir því, að þetta sje farsæiast fyrir hið unga lýðveldi. Stjórnmálaleiðtogarnir geta mestu um það ráðið, hvort þessar vonir fólksins eigi eftir að rætast. Að sjáifsögðu hafa stjórnmálamennirnir orðið þess varir, hvar hugur fólksins er og hvers það óskar. Og því ber þá líka að íagna, að stjórnmálaleiðtogarnir hafa, eftir stofnun lýðveldisins, hvatt til samheldni og samstarfs flokka og stjetta. En stjórnmálamennirnir mega ekki láta sitja við orðin tóm. Þeír verða að sýna í verki, að þeir hafi meint það, sem þeír hafa verið að segja fólkinu. Næstu vikurnar skera úr um það, hvort stjórnmálaleið- togarnir hafa mælt af heilindum, eða aðeins til að þókn- ast þjóðinni, þegar þeir nú hafa verið að boða náið sarn- starf flokka urn meðferð og lausn vandamálanna. Landhelgi lýðveldisins NOKKRU áður en Alþingis- hátíðin 1930 hófst, var íslensku þjóðinni tilkynt, að þegar Al- þingi kæmi saman á Þingvöll- um og yrði þar sett á þúsund- asta afmælisári sínu, mundi það segja upp og ,,samþykkja einhver þau lög, sem mikils- varðandi eru fyrir þjóðina og eftirtekt vekja *utan lands og innan.“ Þetta var ekki gert. Að vísu var lýst yfir ævar- andi hlulleysi íslands og ís- lensku þjóSarinnar, ep utan- lands þótiu þetta engin eftir- tektarverð tíðindi, því fjöldi smáþjóða hafði þegar áður samþykt slíkar yfirlýsingar og nýafstaðin heimsstyrjöld var búin að sýna það og sanna, að slík löggjöf er að engu höfð, þegar í harðbakkana slær og vopnin eru látin tala. Innanlands vakti þessi yfir- lýsing hvorki eftirtekt nje fögnuð. Og ástæðan var sú, að alla þá stund frá því að Island 1. des. 1918 var viðurkent fujl- valda ríki, höfðu margir Is- lendingar gert sjer vonir um, að efst á dagskrá yrði hjá Al- þingi og ríkisstjórn, að vinna aftur undir ríkið forn rjettindi, sem voru í þann veginn að glat ast og þá einkum og sjer í lagi að fá viðurkenda landhelgina kringum íslands eins og hún var að fornu og á að vera. Þótti þeim, sem um þetta hugsuðu, 1000 ára afmæli Al- þingis sjerstaklega til þess kjörið, að ganga á því þingi frá þessu merka máli og þýðing- armiida fyrir framtíð þjóðar- innar, þar sem mjög svo iík- legt var að aðrar þjóðir — einkum stórþjóðirnar eða stór- veldin svo nefndu, — myndu fallast á löggjöfina sem afrpæl- isgjöf iil elsla þjóðþingsins í heimi, og það ,því fremur, þar sem aðallega valt á atkvæði eða ah'öðu Stóra-Bretlands. 'Vleð fiö’úa lagaákvæða á 18. öld voru takmörkin fyrir versl un og veiði útlendinga á hafinu kringum ísland sett fjórir — 4- mílufjórðungar frá ystu eyjum og annesjum í haf út um stór- straumsfjöru og þcim auk þcss bannað að stunda fiskiveiðar í fjörðum og flóum Islands. Samskonar ákvæði voru í konungsúrskurði 22. febr. 1812 og í brjefi utanríkisráðuneyt- isins 11. des. 1833 og í brjefi dómsmálaráðuneytisins 18. 4. 1859. Með tilskipun 12. febrúar 1872, sem lögð var fyrir Al- þjngi í frumvarpsformi, var svodyrir rnælt um landhelgina, að takmörk hennar skuli vera „eins og þau eru ákveðin i hin- um almemia þjóðarrjetti, eða kunna að verða sett fyrir ísland með sjerstökum samningum við aðrar þjóðir“. í þjóðarrjeltinum eru engar þjóðrjellarreglur um víðáttu landhelginnar og einungis einn samningur hefir verið gerður milli Danmerkur og Stóra-Brel lands um tilhögun á fiskiveið- um danskra og breskra þegna á hafinu umhverfis Færeyjar og ísland, en í honum er land- helgin talin aðeins „3 fjórðung- ar úr mílu út frá ystu takmörk um, þar er sjór gengur eigi vfir Framh. á bls. T. f\Jí(uerji á(riJo Íl-Á ♦*» ♦*.♦*»•*.t**»**»*M*M*Mj***«***•*M*,*I* ^ / f.f * cic^legcL hj'inu Nýr þjóðsöngur. MARGIR HAFA veitt því eft- irtekt, að íslenska þjóðin er að taka sjer nýjan þjóðsöng. Það hefir ekki farið fram nein sam- kepni um þann söng og engin verðlaun verið veitt og dóm- nefndin er þjóðin sjálf. Hinn nýi þjóðsöngur er „Island ögrum skorið“ eftir Eggert Ólafs son, en lagið er eftir Sigvalda Kaldalóns sem kunnugt er. Þetta lag og ljóð var mest surig ið allra á þjóðhátíðinni og það skeikar ekki, að hvar sem mað- ur kemur þessa dagana og menn taka lagið, skipar „ísland ögrum skorið" heiðurssessinn. Þannig verða þjóð- söngvar tit. EN ER ÞAÐ ekki einmitt á þenna hátt, sem þjóðsöngvar verða til? Þjóðin velur þá sjálf. Þeir koma af sjálfu sjer á eðli- legan hátt, en ekki með því, að einhver nefnd segir: „Þetta á að vera þjóðsöngur ykkar, góðir hálsar og kyrjið nú hver sem betur getur!“ „Island igrum skorið“ er til- valinn þjóðsöngur og hanfi verð- ur það, ef þjóðin ákveður svo sjálf. Lagið hefir flesta þá kosti, sem þjóðsöngvar þurfa að hafa. Það geta allir sungið það en það er atriði, sem er mikils- virði. Hinn gullfallegi þjóðsöng- ur, eða þjóðsálmur okkar „Ó, guð v»rs lands“ hefir ávalt ver- ið erfiður í söng. Það fundu menn best núna á þjóðhátíðinni. Allir vildu syngja með, en það voru ekki nema bestu raddmenn, sem gátu sungið lagið svo vel færi og það er ekki skemtilegt á hátíðlegum stundum að heyra söfnuðinn springa í miðju lagi á sjálfum þjóðsöngnum. Auk þess, sem það eru fjölda margir, sem leggja ekki út í að syngja með megna þess, að þeir vita, að lag- ið er rödd þeirra ofviða. Jeg spái því, að það munu ekki líða mörg ár þar til allir verða sammála um, að „ísland ögrum skorið" sje okkar þjóðsöngur, en það mun þjóðin sjálf ákveða. * • Ómenningarýottur. MAÐUR NOKKUR ferðaðist í bil austur á Þingvöll, þaðan um Sogsveg, ©lfus og vestur yfir Hellisheiði til Reykjavíkur í fyrrahaust. Á þessari leið, sem er eitthvað á annað hundrað kílómetrar, taldi hann rúmlega 100 tómar eða brotnar brenni- vínsflöskur meðfram veginum. Maður þessi var þó engan veg- inn í flöskuleit. Hann var í skemtiferð, en komst ekki hjá að sjá hvernig einn af aðalþjóð- vegum landsins og einn af hin- um fjölfarnari er varðaður. En það eru ekki einungis á- fengisflöskur, sem menn kasta frá sjer við vegina er þeir eru á ferðalagi. Brjefa,rusl, tómir kass- ar og úrgangur allskonar liggur á víð og dreif meðfram þjóðveg- unum á íslandi. Þetta ber vott um ómenningu í hæsta máta og þarf að taka fyrir það hið fyrsta. Hjer duga sennilega engin lög eða reglugerðir, heldur samtök fólksins. Vonandi má ganga út frá, að flestir, ef ekki allir, sem fleygja frá sjer rusli við þjóðvegina, eða þar sem þeir á úti í náttúrunni, geri það af hugsunarleysi. Það er svo lítil fyrirhöfn fyrir menn, er þeir þurfa að losna við rusl og úrgang á ferðalögum, að grafa það niður, eða stinga því niður í gjótu og setja stein yfir, •>*>*>*>*>*>*>*>*>*>*>*:**>*>*:*4i að ekki ætti að vera til of mikils ætlast, að allir gerðu sjer að skyldu að gera það þegjandi og hljóðalaust. • Ruslið á Þingvöllum. FERÐALANGAR, sem komið hafa á Þingvöll undanfarna daga, virðast hafa áhyggjur af því, hve mikið rusl er þar um Stlla móa. Pappír og spítnabrak og úr- gangar alstaðar, hvar sem litið er. Rjett er það, að ljótt er að sjá, en jeg tel enga ástæðu til að menn þurfi að hafa neinar á- hy.ggjur af þessu. Það er nú heil sveit manna fyr ir austan, sem vinnur að því að taka niður palla og annað, sem sett var upp vegna hátíðahald- anna. Þeir verða sjálfsagt látnir vinna að því að hreinsa til á Þingvöllum. Það er ekki nema eðlilegt, að þess sjáist einhver merki, að þarna voru um 20.000 manns í slæmu veðri. Maðurinn í ópressuðu buxunum, sem gleymdist. Á TÚNBLETTI við Lækjarg. er myndastytta af einu vinsæl- asta þjóðskáldi íslands. Skáld- inu, sem ljúfast hefir kveðið um náttúru íslands og fegurð. Það er stytta Fjölnismannsins, Jónasar Hallgrímssonar. Þarna hefir hann staðið árum saman í „ópressuðu buxunum" sínum og mjer er næst að halda, að margir sjeu þeir Reykvíking- ar, sem ekki hafa hugmynd um, hvaða náungi þetta er, enda er ekkert á fótstalli styttunnar, eða þar í kring, sem bendir til, hver maðurinn sje og hversvegna hon um hefir verið reistur minnis- varði í miðri höfuðborg íslands. Enda fór það svo, að „maður- inn í ópressuðu buxunum" gleymdist, er þjóðin hjelt hátíð sína á dögunum. Kanske var það þó ekki algjör gleymska, en svo mikið er. víst, að hann var lát- inn mæta afgangi. Einn var þó sá maður, sem ekki gleymdi Jónasi Hallgríms- syni. Það var, listamaðurinn Eggert Stefánsson. Hann fór og lagði sveig á leiði skáldsins. Og svo var það ekki fyrr en síðar, að Jónas Hallgrímsson fjekk við urkenningu frá hinu opinbera og sveigur var lagður við fótstall iíkneslýs hans. Líkneski af Skúla Magnússyni. EINHVERSTTAÐAR hefi jeg í riti sjeð Skúla fógeta Magnús- son verið nefndan „föður Reykja víkur“ og ekki mun sagan þar vera misskilin nje úr lagi færð. Þarf ekki að færa að því nánari rök, því án innrjettinganna hans Skúla er mjög vafasamt, hvort Reykjavík hefði orðið sá versl- unarstaður, sem raun vgrð á og síðar höfuðborg landsins þegar Skúli fógeti barðist fyrir „Nýju innrjettingunni" hjer í Reykjey- vík, var Reykjavík aðeins sveita bær, ekki einu sinni verslunar- staður. Minningu Skúla hefir verið of lítið haldið á lofti hjer 1 bænum. Við ættum að heiðra minningu þess mæta manns og viðurkenna starf hans með því að reisa hon- um minnisvarða. í Reykjavík er nú risinn upp allverulegur og myndarlegur vísir að iðnaði og verslun. Samtök þeirra manna, sem að iðnaði og verslun standa, ættu að taka sig saman og láta gera veglegt líkneski af Skúla fógeta og setja það upp á góðan stað hjer í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.