Morgunblaðið - 25.06.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.06.1944, Blaðsíða 5
Sunnudag'ur 25. júní 1944. Hátíðin. ENN er þjóðhálíðin efst í hug- um manna, sem vonlegt er. — Endurminningarnar frá Þing- völlum 17. júní fyrnast seint. — Jafnvel þeir, sem voru þar ekki, en urðu að láta sjer nægja að hlusta á útvarpsflutninginn þaðan, hafa orðið fyrir svip- aðri hrifningaröldu, eins og hin ir, sem viðstaddir voru. Þingvellir buðu gestum eng- an glæsileik að ytri sýn þenna þjóðhátiðardag. Þoka og rfgn- ing grúfði yfij, völlunum Ekki nema endrum og eins sást upp að Ármannsfelli og spölkorn út á vatnið. Annað útsýni var byrgt þann dag. — Regnið streymd-i úr lofti mikinn hluta dagsins. En hin sunnlenska sumar- rigning hafði engin áhrif á há- tíðargestina. Menn komu ekki til Þingvalla þenna dag til að skemta sjer. Ungir sem gamlir, konur og karlar komu þangað til þess að lifa þar hátíðlegustu stund þjóðaræfinnar, er lýð- 'veldi var stofnað á íslandi að nýju. — Slíkur atburður hefir ekki gerst hjer síðan 930, eða fyrir 1014 árum. Þá var hjer stofnað til stjórnskipunar, -sem varpað hefir ljóma á sögu okk- ar og þjóðina allt fram á þenng dag. Fólkið, sem stóð þögult í Al- mannagjá og á Lögbergi fyrir viku síðan, fann til þess, að á hverjum einstökum hvílir nokk ur hluti ábyrgðarinnar á því, að stofnun lýðveldisins í dag verði þjóðinni til heilla. frama og sóma. Veðrið. JEG er fjölorður um veðrið þenna dag. Hvað kom það mál- inu við. Almenningur sinnti því ekki. Sumir fundu til þess, að vel fór á því, að það var svona vont, því þá kom betur í Ijós, hve mikil alvara var í rnönn- um. Veðrið var prófsteinn á alvöruna. Það geta komið mörg óveður á Islandi. Og margskonar. Við eigum þau jafnvel í vænaum. Veðurspáin á sviði atvinnu- mála, fjármála og ,þjóðfjelags- mála yfirleitt bendir í þá átt. En ef þjóðin verður eins sam stilt í öðrum veðrum eins og hún var á Lögbergi 17. júní, þá stendur hún þau öll af sjer. Þingvallafundur. Við skulum vona að aldrei komi það til aftur meðan ís- lensk lunga er töluð, aldrei eigi það fyrir eftirkoméndunum að liggja að endurreisa íslenskt lýðveldi. Að það sem nú er bygt fái að standa, sem Lögberg sjálft. En höfum við ekki lært það nú, og var okkur ekki á það • benl fyrir 14 árum, að við ætt- um að leggja meiri rækt við Þingvelli, en við höfðum gert. Að efna til funda, halda sam- komur á Þingvöllum, helst á hverju einasta sumri. Halda þar árlega þjóðhátíð. Láta þar koma fram alll það besta, sem við eigum og erindi á til al- mennings. Bestu andans menn okkar flytja þaðan boðskap sinn. Bestu íþróttamenn sýna þar lislir sínar. Ræða þar þau mál, sem eru sameiginleg áhuga mál allra flokka. Efla samhug þjóðarinnar með slíkum þjóð- samkomum. Menn hafa óttast hið mislynda veður. Að slíkar samkomur M" í) E G tj N B L .! M -Ð REYKJAVIKURBRJEF fari út um þúfur, ef eitthvað er að veðri. Veðráttan á Þingvöllum er svipuð því sem hún var á þjóð- 'Veldistímanum. Mjer er ekki kunnugt um, að veður hafi verulega hamlað aðgerðum Al- þingis hins forna. Og nú höfum .við lært, að nútímakynslóðin lætur ekki óveður á sig fá, þeg- ar henni er aivara á Þingvöll- um. Augnablikið. ÞEGAR ómur klukknahring- inganna barst yfir mannsöfnuð- inn, er lýsl hafði verið lýðve'id- isstofnuninni, fundu m^nn best til hátíðleiks stundarinnar. — Þetta voru tímamótin. Það var eins og elfa tímans staðnæmd- ist augnablik, um leið og lífs- vegur þjóðarinnar fekk aðra stefnu. Skeytið frá Kristjáni kon- ungi X. barst ríkisstjórninni í hendur síðari hluta dagsins. Er Björn Þórðarson skýrði mann- fjöldanum frá því, var boðskap þessum vel tekið. Þetta var á- nægjulegur og óvæntur þáttur í hálíðinni. Fyrirboði góðrar samvmnu við nágrannaþjóðirn- ar á Norðurlöndum. Hjer var eytt misskilningi og kala á einni svipstundu. íslenska þjóð in vill í fullri einlægni halda vináttu við Dani, sem aðrar Norðurlandaþjóðir. Almenn- ingur hjer á landi hefir verið sömu trúar og foringi frjálsra Dana, Christmas Möller og blað hans „Frit Danmark“, í London, að skilnaður þjóðanna á sviði stjórnskipunar efli samhug þeirra í framtíðinni. Sú var raunin á milli Norðmanna og Svía, eins og Christmas Mll- er benti á í skeyti því, er hann sendi Morgunnblaðinu rjett fyr ir hátíðina. Vafalaust eru land- ar hans yfirleitt á sama máli. Þegar mannfjöldinn hiýddi á kveðju Kristjáns Danakonungs í Eangbrekku á Þingvöllum kl. 5 þ. 17. júní, fundu menn e. t. v. belur en á Lögbergi nokkru áour um daginn, að nýr tími var runninn upp. Hin vinsamlega orðsending konungs var að vissu leyti boð frá þeim tíma, sem liðinn var, því hinn virðulega og mikils- metni þjóðhöfðingi var ekki Íengur konungur íslands, þeg- ar orðsending hans barst þjóð- inni. Þjóðleg eining. KROFUR almennings um þjóðlegt samstarf og einingu, hafa sjaldan eða aldrei vérið eins almennar og stei’kar eins og þær eru nú. Fólkið vill sam- starf flokka, alment talað. Ásak anir í garð Alþingis, út af því, að samstarf þingflokkanna skuli ekki takast, svo mynduð verði þingræðisstjóx’n, heyrast úr öllum áttum. En þegar þeir, sem slíkar kröf ur bera fram, heyra það nefnt, að forustumönnum flokkanna hafi komið til hugar, að gera málefnasamning við aðra flokka, þá fellur þeim sam- starfsfúsu allur ketill í eld. Þegar t. d. menn eru að því spurðir, hvort þeir vilji að Sjúlf stæðisflokkurinn , gangi til stjórnarsamvinnu með kommún istum, þá svara þeir „samstarfs fúsu“ því ákveðið neitandi. 24. júní 1944 Sjeu þeir sþurðir, hvort þeir vilji að Sjálfstæðismenn vinni með Framsókn, telja þeir það fjarstæðu eina. þannig stangast þetta í hug- um mai’gra manna, án þess þeir veiti því nægilega eftirtekt. Þeir heimta þjóðareinin'g, að all ir vinni saman, og fordæma þá sem leggja stein í götu sam- starfsins. En sje á það-«iinst, að til þess að koma stamstarfi á, þurfi að sveigja málefnin til í samræmi við vilja anmira flokka, þá er allur samstarfs- viljinn rokinn út úr skilningar- vitum þeirra eins og reykur úr kerlingareldi. Skilyrðin. SKILYRÐIN til þess að mynda þingræðisstjórn og koma á fót samvinnu milli: stjórnmálaflokkanna eru þau, að finna samslarfsgrundvöll, sem hægt er að byggja á fram- tíðar og framfarastarf. Forustumenn flokkanna þurfa að hafa til þess samningalipurð að þetta megi takast, og djörf- ung til að laka á sig óþægindin frá kjósendunum, sem hver úr sínum flokki heimtar samstarf, án þess þeir vilji að flokkai'nir víki hársbreidd frá stefnu sinni. Þingmenn eru skammaðir fyrir að þeir geti ekki komið sjer saman og þinginu er út- húðað fyrir sundurlyndi. En ef kjósendur eru spurðir hvort ■þeir vilji skifta um þingmenn, þá svara flestir því neitandi fyrir sig. Og ef hittist á menn, sem vilja fá aðra í staðinn fyr- ir þá, sem þeir hafa kosið, þá er síSur en svo að þeir óski eft- ir að fá inn í þingsalina sam- vinnuliprari menn, en þá, sem fyrir eru. Þá er venjulega yið- kvæðið, að þessi eða hinn sje ekki nægiiega hai'ðsvíraður flokksmaður, sje of eftirlátur við aðra flokka. Þeir vilja góða samvinnu á þingi, en sem harð svíraðasta flokksmenn til þess að koma samstarfinu á fót. Þetta er myndin af kjósend- unum og þinginu í dag. Full af andstæðum og mótsögnum. En samt sönn mynd, eins og hún er, hvort sem mönnum lík- ar betur eða ver. Kveðjurnar. KVEÐJUR erlendra ríkja. er fluttar voru á Þingvöllum, vei’ða öllum viðstöddum og þjóðinni allri minnisstæðar. — Bæði vegna þeirrar vináttu og alúðar, er þær lýstu í okkar garð, og vegna þeii'rar viður- kenningar, sem í þeim fólst, Skjallega hafa Bretar nú viðurkent hið íslenska lýðveldi og viðurkenning Svía var borin fram af setidifulltrúa þeirra, Otto Johansen, á hátíðinnj. En sjerstaka fulltrúa á hátíðinni höfðu, sem kunnugt er þessar þjóðir, og hafa með því og öðru sýnt viðurkenning sína í verki: Bandaríkin, Bi'etland, frjálsir Fi’akkar og Norðmenn. En auk þess sendu stjórnir þessara þjóða sjerstakar kveðjur á há- tíðina, stjórnir Belga, Hol- i^ndinga, og Pólverja, og má telja þær sem viðurkenning þeirra á lýðveldisstofnuninni. Frá Lögþingi Færeyinga kom sjerstök kveðja til hátíðarinnar. Má óhætt fúllyrða, að með engri þjóð hafi samfögnuður verið almennari og einlægari en meðal frænda okkar í Fær- eyjum. Síðan hafa borist kveðjur frá forsetum og utanríkisráðherr- um þessara ríkja: Suður-Amer íku, Brasilíu, Kúba, Guatemala, Nicaragua og Paraguy. Engin stórþjóðann hefir sýnt meiri alúð gagnvart lýðveldis- stofnuninni, en Bandaríkin, enda eru sem stendur nánust og mest viðskifti okkar við þá þjóð. Hefir vináttuhugur íslend inga gagnvart Bandaríkjaþjóð- inni aukist mjög á síðustu ár- um. Ber margt til þess. En greinilega kom í ljós á Lögbergi sá eindrægni þjóðar- vilji, að tryggja sem best í framtíðinni menningarsambönd íslendinga við Norðurlönd. Einkennilegt atvik. ER ÞING kom saman eftir hátíðina, var það fyrsta verk forseta sameinaðs þings að lesa upp fyrir þingmönnum árnað- aróskir Bandaríkja þings, er ný lega höfðu borist símleiðis, til hin nýstofnaða íslenska lýð- veldis. Forsetinn bað þingmenn að rísa úr sætum sínum í viður- kenningarskyni við Bandaríkja þing og kveðjusending þessa og sem volt um samþykki þess, að forseti sameinaðs þings sendi Bandaríkjaþingi þakkir fyrir kveðjuna. Þingmenn risu úr sætum sínum — nema kommúnistar. Sumir kommúnistanna voru þó komnir hálfa leið upp úr sæl- um sínum, er þeir hlömmuðu sjer niður aftur, eins og þeir hefðu snögglega fengið æðri vísbending um að það stríddi gegn kommúnistisku velsæmi, að lyfta sjer augnablik upp úr sætinu, þegar um það var að ræða, að sýna Bandaríkjaþingi kurteisi á þenna hátt. Jeg geri ráð fyrir, að Banda- ríkjamenn, bæði þing og stjórn láti sjer þessa framkomu kom- múnista sjer í ljettu rúmi liggja. En eðlilegt er, að ís- lendingar spyrji hvort hjer hafi verið um að ræða meðfæddan skort á háttvísi, ellegar komm- únistar hugsi sjer með þessu að benda þjóðinni á hvert þeir ætli að snúa sjer í ulanríkismálum. Fáninn. ALDREI hafa eins margir ís- lenskir fánar blakt við hún, eins og hina nýafstöðu þjóð- hátíðardaga. Allir kepptust við að sýna íslenska fánar.um virð ingu þessa daga. Oft hefir á því borið, að virðing manna fyrir íslenska fánaum hefir verið ábótavant. Þetta er að breytast, sem betur fer. Og breytist enn þá meira, eftir að hann er orð- inn fáni hins íslenska lýðveldis. Á einum eða tveim stöðum hjer í bænum sást snöggvast bláhvíti fáninn gamli. — Svo langt er nú um liðið síðan ís- lenski fáninn var löggiltur hjer að menn voru búnir að gleyma hvernig gamli fáninn var á svip inn, er hann blakti á stöng. — Ymsar kærar endurminningar úr stjórnmálasögunni eru tengdar við bláhvíta fánann. 5 En þeir munu vera fáir, ef- nokkrir eru, sem láta sjer til hugar koma að breytt verði til og hann tekinn upp í stað nú- - verandi fána. Islenski fáninn er fegurri. Síðan hann blakti á Lögbergi við-lýðveldisstofnun- ina 17. júní, er hann orðinn heiiagt tákn þjóðar. Fór vel á því, að hin nýju fánalög, sem kveða skýrt á um notkun og meðferð þjóðfánans, skuli ein- mitt hafa hlotið staðfesting sama dag. Fastheldni nokkurra manna við bláhvíta fánann studdist að verulegu leyti við hið fagra kvæði Einars Benediktssonar. Hefði hann lifað nú og verið í fullu fjöri, hefði hann verið vís til að yrkja jafnmikið kvæði um þjóðfánann sem nú er. —• Minning þessa höfuðskálds var ekki gleymt á þjóðhátíðinni. — Formaður hátíðarnefndarinnar lagði þann dag blómsveig á leiði hans. Frá landsfundi kvenna SÍÐARI hluta fimtudags 22. júní samþykti fundurinn lög fyrir Kvenrjettindafjelag ís- lands og kaus fulltrúaráð þess, er skipað 16 konum, fjórum úr Reykjavík og þrem úr fyrir hvern landsfjórðung, og jafn- mörgum til vara. Fulltrúaráðið skal vera stjórn fjelagsins til aðstoðar og tengi- liður milli hennar og landshlut anna, en stjórn sína kýs fjelag- ið sjálft á aðalfundi, sem hald- inn skal í Reykjavík. Þetta var síðasti- dagur fund arins á Þinveili og var dvölinni þar slitið með borðhaldi í Val- höll. Undir borðum voru ræður fluttar og sungin ættjarðarljóð, af innilegri gleði og samhug, en fundarkonur höfðu dvalið í Valhöll þrjá unaðslega daga. Fundurinn sendi .skáldkon- unni Huldu, (frú Unni Bjark- lindj'kveðju og árnaðaróskir. Var haldið til Reykjavíkur. Var fundi haldið áfram hjer á föstudag. Fundarstaður var 1. kenslustofa Háskóla Islands. Samþyktar voru ýmsar tillögur og áskoranir um rjettarbætur kvenna, sem nausynlegt er að fá framgengt. 25 þúsund króna bæiur fyrir mannvíg í Hafnarfirði AMERÍSK BLÖÐ skýra frá því, að í Bandaríkjaþingi hafi verið lögð fram bótakrafa, að uppræð kr. 25.000.00, fyrir víg Þórðar Sigui’ðssonar, sem amer ískir hermenn skutu til bana í Hafnarfirði í nóvember 1941. Stimson hermálaráðherra skýrði þingheimi frá tildrög- Vv um kröfunnar, en þau eru þessi: Ryskingar urðu í veit- ingahúsi í Hafnarfirði, og lauk þeim með því, að margir ís- lendingar eltu ameríska her- menn út á götu. Hermennirnir gripu þá til byssna sinna, og lenti eitt skotið í Þórði heitn- um og varð honum að bana. Ekki er þess getið, hverjar undirtektir máfið hlaut á þing- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.