Morgunblaðið - 25.06.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.06.1944, Blaðsíða 6
MOBOUNBLAÐIÐ Sunnudagur 25. júní 1944, 1AJ. Someróet YJjau^L iam: Sophia MacDurfrane. í leit að lífshamingju - 27 dagur - ,,,-Auðvitað mun jeg sjá um, að óskir þínar verði fram- ft'værrtdar, Elliott. En jeg hygg, að engin þörf sje á að gera slík- ar áætlanix ennþá“. „Jú. nú hefi jeg senn runnið .skeiðið á enda, og, ef satt skal xsegja, verð jeg hvíldinni feg- ixm. Hvernig eru nú þessar ljóð línur Landors? „Jeg vermdi báðar hendur ....“. Jeg á mjög erfitt með að nmna kvæði. Efnið úr þessu Ktla Ijóði var eitthvað á þessa leið: „Jeg reikaði einn, því að enginn var þess verður að reika með mjer. Jeg elskaði náttúr- una, og næst henni listina. Jeg vermdi báðar hendur mínar við elda lífsins. Nú er það á förum •— og jeg er reiðubúinn*'. Jeg gat ekki að því gert, að rnjer kom í hug, að Elliott hlyti að þurfa geysilegt átak ímynd- unaraflsins, til þess að geta heimíært þessa vísu upp á sjálf an sig. „Hún lýsir nákvæmlega til- fínningum mínum“, sagði hann samt sem áður. „Það ér aðeins eitt, sem jeg vildi bæta við, og ■það er, að jeg hefi altaf notið besta samkvæmislífsins í Evr- ópu“. „Það mundi nú verða erfitt að koma því fyrir í ferskeytlu“. „Einu sirtni gerði jeg mjer vonir um, að Ameríka tæki við af Evrópu og skapaði höfðingja stjett, er almúginn liti upp til, en þær vonir hafa brugðist. Veslings ættjörðin mín á nú ekkei-t annað en miðstjett. Það er ótrúlegt, góði minn, en síð- ast, þegar jeg var í Ameríku, ávarpaði bílstjóri einn mig eins og „bróðir“!“ ★ Um haustið ákvað Elliott að dvelja í París um stund, sum- part til þess að sjá, hvernig Isabel, Gray og börnin hefðu það, og sumpart til þess að gera það, sem hann sjálfur kallaði „acte de présence“ í höfuðborg inni. Síðan ætlaði hann að halda til Lundúna til þess að kaupa sjer föt og heilsa upp á gamla vini. Sjálfur ætlaði jeg að halda beina leið til Lundúna, en Elliott bað mig að koma með sjer til Parísar. Jeg fjelst á það, og þegar jeg einu sinni var kominn þangað, sá jeg enga ástæðu til þess að dvelja þar ekki nokkra daga. Hann hafði sagt Isabel frá komu okkar, og var jeg því ekkert hissa á að finna brjef- miða frá henni á gistihúsi mínu. En jeg varð undrandi, þegar jeg las það, sem á honum stóð: „Komdu strax. Dálítið hræði legt hefir komið fyrir. Komdu ekki með Elliott frænda með þjer. I guðs bænum komdu eins fljótt og þú getur'1. Jeg er ekki síður forvitinn en hver annar, en jeg varð að þvo mjer og fara í hreina skyrtu. Þegar jeg hafði lokið því, náði jeg mjer í bíl og ók heim til Isabel. Mjer var vísað inn í dagstofuna. Isabel spratt á fætur, þegar%hún kom auga á mig. „Larry ætlar að giftast Sop- hiu MacDurfrane“. „Hver er það?“ „Láttu ekki eins og fífl“, hrópaði Isabel, og augun leiftr- uðu af reiði. „Það er kvenmað- urinn, sem við hittum, þegar við fórum með þjer á sóðalegu krána, síðast þegar þú varst í borginni. Guð veit, hvernig þjer gat dottið í hug að fara með okkur á slíkan stað. Gray var hneykslaður“. „Ö! Þú átt við vinkonu þína frá Chicago", sagði jeg og ljet sem jeg hefði ekki heyrt hina órjettmætu ásökun hennar. — ..Hvernig veistu það?“ „Hann kom hingað sjálfur og sagði mjer það í gær. Jeg hefi verið í öngum mínum síð- an“. „Hvernig væri það, ef þú settist niður, gæfir mjer tebolla og segðir mjer alt af ljetta?“ „Gjörðu svo vel. Þú getur fengið þjer það sjálfur“. Hún settist á móti mjer við teborðið og horfði óþolinmóð- lega á mig, á meðan jeg helti te í bolla minn. Síðan stóð jeg upp og kom mjer þægilega fyr- ir á litlum legubekk við arin- inn. „Við höfum sjeð hann sjald- an í seinni tíð, eða síðan við komum heim frá Dinard. Hann var þar í nokkra daga, en vildi ekki búa hjá okkur. Hann bjó á gistihúsi. Hann var vanur að koma niður til strandarinnar og leika við börnin. Þau til- biðja hann nærri því. Við spil- uðum golf hjá St. Briac. Gray spurði hann einu sinni, hvort hann hefði sjeð Sophiu aftur. „Já. Jeg hefi hitt hana nokkr um sinnum“, sagði hann. „Hvers vegna?“ spurði jeg. „Hún er gamall vinur“, sagði hann. „Ef jeg væri í þínum spor,- um, myndi jeg ekki eyða tíma mínum í að eltast við hana“, sagði jeg. „Þá brosti hann. Þú veist, hvernig hann brosir, eins og honum finnist maður hafa sagt eitthvað skemtilegt, þótt það hafi alls ekki verið neitt skemtilegt“. ,,En nú ert þú ekki í mínum sporum“, sagði hann. „Jeg ypti öxlum og skifti um umræðuefni. Jeg hugsaði síðan ekkert frekar um þetta. Þú getur rjett ímyndað þjer, hvernig mjer varð við, þegar hann kom hingað og sagði mjer, að hann ætlaði að giftast henni. „Þú getur það ekki, Larry“, sagði jeg. „Þú getur þgð ekki“. „Jeg ætla að gera það“, sagði hann eins rólega og hann væri að biðja mig að gefa sjer te- bolla. „Og jeg ætla að biðja þig að vera góða við hana, Isa- bel“. „Það er til of mikils mælst“, sagði jeg. „Þú ert genginn frá vitinu. Hún er vond, vond, vond“. „Hvernig stóð á því, að Larry hitti hana aftur?“ tók jeg fram í fyrir henni. „Hann fann heimilisfang hennar í símaskránni. Hann fór heim til hennar. Hún var veik, og er engin furða þótt hún verði það, af þessu líferni sínu. Hann sótti handa henni lækni og hjúkrunarkonu. Þannig byrjaði það. Hann segir, að hún sje hætt að drekka. Jeg held, að hann sje svo vitlaus að trúa því sjálfur“. „Hefirðu gleymt því, hvað Larry gerði fyrir Gray? Hann læknaði hann, er það ekki?“ „Það kemur ekkert málinu við. Gray vildi fá lækningu. Það vill hún ekki“. „Hvernig veistu það?“ „Vegna þess, að jeg þekki kvenfólkið. Þegar kona fer í hundana, eins og Sophia, er úti um hana. Hún getur aldrei snúið við aftur. Hún eyðilegg- ur lífið fyrir Larry“. „Það er mjög sennilegt. En jeg get ekki sjeð, að neitt sje hægt að gera við því. Larry er fullþroska maður og .sjálfum sjer ráðandi. Hann veit vel, hvað hann er að gera“. „Jeg get ekkert gert, en þú getur það“. „Jeg?“ „Larry ber traust til þín og hlustar á það, sem þú segir. Þu ert eini maðurinn, sem hefir einhver áhrif á hann. Farðu til hans og segðu honum, að hann geti ekki gert sjálfan sig þartn- ig að fífli. Segðu honum, að þetta muni eyðileggja alt hans líf“. ..Hann mundi aðeins svara, að mjer kæmi þetta ekkert við, og hefði hann þar alveg rjett fyrir sjer“. „En þjer þykir vænt um hann — þú hefir a. m. k. á- huga á honum. Þú getur ekki staðið rólegur og horft á hann steypa sjer í glötun“. „Gray er elsti og besti vin- ur hans. Jeg held, að Gray sje eini maðurinn, sem getur talað við hann, þó að jeg sje ekki trúaður á, að það beri neinn árangur“. „Ó, Gray“, sagði hún óþol- inmóðlega. „Svo getur verið, að þetta fari ekki eins illa og þú held- ur“. „Skelfing ertu leiðinlegur. Heldur þú, að jeg hafi fórnað sjálfri mjer til þess, að hann fjelli í hendurnar á slíkri kvensu?“ | „Hverríig fórnaðir þú sjálfri þjer?‘‘ | „Jeg .hætti við Larry ein- ungis vegna þess, að jeg vildi ekki standa í vegi fyrir hon- um“. „Láttu ekki svona, Isabel. Þú hættir við hann vegna safala- skinnkápu og demantshrings“. Jeg hafði varla slept orðinu, þegar diskur með smurðu brauði kom fljúgandi í áttina til mín. Jeg var svo heppinn að geta gripið diskinn á lofti, en smurða brauðið tvístraðist út um alt gólf. Jeg stóð á fæt- ur og setti diskinn aftur á borðið. Matti vitgranni Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. 2. hvað í kringum eitt fang af heyi, og síðan fengu þeir að fara yfir brúna. Á eftir þeim kom farandsali, sem seldi saumnálar og aðra smáhluti og vildi fá að komast yfir. „Þú færð ekki að fara yfir fyrr en þú hefir goldið toll“, sagði Matti. _ „Jeg á ekkert að borga með“, sagði prangarinn. „Þú hefir þó líklega vörur?“ sagði Matti. Þá gaf farandsalinn honum nokkrar saumnálar, og fjekk að fara yfir. Matti stakk nálunum inn í heyfangið og fór svo heim. Þegar þangað kom, sagði hann við móð- ur sína: „Nú er jeg búinn að fá toll og farinn að græða“. „Hvað fjekkstu?“ spurði móðir hans. „Æ, það komu þrír karlar, hver með sína heylest. Og þeir gáfu mjer svo litla heytuggu hver, svo jeg fjekk fangið fullt; og svo fjekk jeg nokkrar saumnálar hjá farandsala“. „Hvað gerðirðu við heyið?“ spurði móðir Matta. „O, jeg smakkaði nú á því, en það var bara eins og gras á bragðið, svo jeg henti því í ána“, sagði Matti hróð- ugur. Þú hefir átt að breiða hey*ið til þerris á hlöðugólfið“, sagði móðir hans. „Það skal jeg gera næst“, sagði Matti. „En hvað varð um saumnálarnar?“ „Æ, jeg stakk þeim í heyið“. - „Æ, skelfing ertu heimskur“, sagði kerlingin, „þú áttir að stinga þeim í húfuna þína.“ „Ó, vertu nú ekki að þessu mamma mín, það skal jeg gera næst“, sagði Matti. Daginn eftir, þegar Matti var við brúna, kom maður frá myllunni með klyfjaðan hest af mjöli og vildi fá að komast yfir. „Þú kemst ekki yfir, nema þú greiðir toll“, sagði Matti. „Jeg á enga peninga að borga með“, sagði sá, er með mjölið fór. „Jæja, þá kemstu ekki yfir“„ kvað Matti, „en vörur eru góð borgun.“ Þá ljet maðurinn hann hafa eitt pund af mjöli og svo fjekk hann að fara sína leið yfir brúna. Ekki var langt um liðið, uns smiður nokkur kom með smíðisgripi sína og vildi fá að fara yfir, en hafði heldur Prestur: — Hvernig stendur á því, að þjer eruð kominn hingað, góði maður? Fangi: — Það er vegna þess, að jeg ók of hægt í bíl. Prestur: — Þjer eigið sjálf- sagt við, að þjer hafið ekið of hratt? Fangi: — Nei, jeg ók of hægt, því að eigandi bílsins náði í mig. — Pabbi, til hvers eru þess ir þræðir öðrumegin við járn- brautina? — Það er síminn. — En hvernig stendur á því, að ekki eru þræðir hinumegin við járnbrautina? * — Þar er „sá þráðlausi“, svaraði faðirinn. 'k — Mig dreymdi í nótt að jeg væri dauður. Þegar jeg vakn- aði var jeg allur í einu svita- baði — Þá er svo sem auðvitað, að þú hefir verið á heita staðn- um. ★ — Alt tekur enda, sagði kölski á bænadaginn. k — Það hryggú; mig, að þjer hafið orðið að flytja hann föð- urbróður yðar til hinstu hvíld- ar. — Jeg var nauðbeygður til þess, karlinn var steindauður. ★ Hún: -— Hvernig dettur yð- ur í hug að móðga systur mína? Hann: — Móðga hana? Það datt mjer ekki í hug. Jeg sagði bara, að ef andlit hennar væri fjársjóður, þá mætti taka hana fasta fyrir fjársvik. ★ Franskur heimspekiprófess- or sagði eitt sinn eftirfarand? sögu af embættisbróður sínum, Þjóðverjanum Mommsen: Mommsen sat einu sinni í strætisvagni og vantaði þá gler augun sín. Sneri hann út öll- um vösum sínum, en gat þó ekki fundið þau. Við hlið hans sat lítil telpa.Sneri hún sjer að honum og sagði: „Þú ert með þau á enninu“. Mommsen hagræddi gleraug unum, leit á telpuna og sagði: „Þetta er fallega hugsað af þjer, telpa mín. Hvað heit- irðu?“ „Jeg heiti Anna Mommsen, pabbi“, svaraði telpan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.