Morgunblaðið - 27.06.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.06.1944, Blaðsíða 7
I’riöjuclagur 27. júiií 1944 MORGUNBL/ MÐ T HVAÐ GERÐIST í TEHERAN? ÞANN fyrsta desember sett- ust leiðtogarnir þrír aftur við kringlótta borðið (við kringlótt borð sátu þeir til þess að ekki þyrfti aÖ verða neinn ágrein- ingur um það, hver ætti að sitja í forsæti og er venja að nota slík borð, þegar jafntignir aðilar ræðast við — ath. þýð.) til þess að ræða um skipan mál- anna í framtíðinni, því að kvöld ið áður höfðu þeir lokið hern- aðarumræðum sínum. Fundar- borðinu var komið fyrir í miðju aðalsalsins í rússneska sendi- ráðinu. Það var þá, sem Stalín eitt sinn stóð á fætur til þess að taka í hendina á Roosevelt fyrir tillögu, sem hann setti fram varðandi ákveðið atriði, eftir því sem blaðamenn hafa skýrt frá. Margt bar á góma þenna dag, sem ekki voru neinar ákveðn- ar ákvarðanir teknar um. Við hlið þjóðaleiðtoganna þriggja voru stjórnmálalegir ráðunaut- ar — utanríkisráðherrarnir Molotov og Anthony Eden með Churchill og Stalín, en Harry Hopkins með Roosevelt. For- sætisráðherrar Stóra-Bretlands og Rússlands voru í einkennis- búningum, enda voru þeir báðir gamlir stríðsmenn. Roosevelt var í borgaralegum klæðnaði. Engum tíma var eytt til ónýt is, enda hófst ráðstefnan þegar eftir árdegisverð og stóð til klukkan hálf ellefu um kvöld- ið, að miðdegisverðartímanum einum undanskildum. Sagt hefir verið, að margar ákvarðanir hafi verið teknar þann dag, þar á meðal hafi ver ið ákveðið að skifta Þýskalandi í rússneskt og ensk-amerískt hagsmunasvæði eftir stríð. Mjer hefir aftur á móti verið tjáð á æðstu stöðum í Bandaríkjun- um, að ekkert samkomulag hafi verið gert um örlög Þýska- lands — og reyndar ekki neitt meiri háttar vandamál eftir- stríðstímanna. Á engan hátt var forðast að minnast á ákveðin mál, en endanlegar ákvarðanir um þau voru þó ekki teknar í hinum óþvinguðu umræðum, ef til vill þó að því undanskildu, að ákveðið Var að stuðla að myndun varanlegs bandalags þjóðanna. Um þessa ákvörðun var Stalín marskálkur eins -hjartanlega sammála og hinir. Það má gjarnan leggja á- herslu á það hjer, að sú stund kann að vera skemmra undan landi en menn alment ætla, að hinum lauslegu stríðstímasam- tökum hinna sameinuðu þjóða verði breytt í allsherjarheims- bandalag frjálsra þjóða. Málin stóðu þannig í aprílmánuði síð- astliðnum, að forseti Bandaríkj anna vænti þess, að fyrstu á- hrifaríku skrefin í' þessa átt yrðu stigin á þessu sumri — ef til vill í júlímánuði. Það er einnig eftirtektarvert, að em- bættismenn þeir og sjerfræð- ingar, sem í utanrikisráðuneyti Bandaríkjanna vinna að ráða- gerðunum um heimsbandalag þjóðanna, hafa alment álitið, að í júlímánuði muni hernaðar- þróunin verða komin á það stig, að hægt sje að hefja fram- kvæmd jafn stórkostlegra fyr- irætlana (grein þessi er rituð áður en innrás bandamanna í Vestur-Evrópu hófst - Eftir Forrest Davis Ráðstefnuna í Teheran má tvímælalaust telja merk- asta stjórnmálaviðburð ársins 1943. Þar hittust í fyrsta sinn allir þrír fremstu leiðtogar stórveldanna þriggja — þeir Roosevelt, Churchill og Stalín. Mörgum getum hefir verið að því leitt, hvað hafi í rauninni gerst á þessari ráðstefnu og ýmsar flugufregnir komust á kreik. Nú er það komið á daginn, að innrásin í Vestur-Evrópu var endanlega ákveðin á þessari ráðstefnu. Ameríski blaða- maðurinn Forrest Davis hefir ritað í blað sitt, Saturday Evening Post ítarlega grein, þar sem hann rekur sam- 0 ræður hinna ,,þriggja stóru“ á Teheranráðstefnunni og telur hann sig hafa upplýsingar sínar eftir mjög áreið- anlegum heimildum. Er ekki óljJtdegC að mörgum hjer á Islandi leiki nokkur hugur á að vita, hvað þarna gerð- ist, ekki síst þar sem blaðamaðurinn telur, að ísland hafi borið þar á góma. Morgunblaðið birtir hjer því tvo kafla úr grein Davis, og f jalla þargreindar umræður um eftir- stríðsskipulagið. Fyrri Innrásin var nauðsynlegur undanfari frekari ákvarðana. SJE ÞETTA skýrt frá sjón- arhóli leikmanna, gefur það til kynna, að gengið hafi verið út frá því, að aorar vígstöðvar hefðu verið myndaðar í júlí- mánuði. í öðru lagi bendir það til þess, að Rposevelt hafi að minsta kosti fremur kosið að bíða með ákvarðanir um heims skipulagið, þar til betra jafn- vægi væri komið á hernaðar- aðstöðuna í Evrópu. Það má því álykta sem svo, að þá fyrst væri kominn tími til að taka ákvarðanir um frumdrætti frið arskipulagsins og endurreisn- arskipulagsins, er Þýskaland væri sótt með engu minni krafti úr vestri en austri. Þess má því vænta, að fyrsta skrefið — sennilega allsherjarráðstefna hinna sameinuðu þjóða um frumdrætti heimsskipulagsins — verði stigið í kjölfar innrás- ar bandamanna í Evrópu, en verði ekki undanfari hennar. Eftirstríðsskipulagningará- kvarðanir Bandaríkjastjórnar — sem oft hafa verið taldar æði silalegar — hafa tíðum beð- ið eftir ákveðinni þróun hern- aðarins. Þéssi stefna kom einnig fram í Teheran þar sem Roose- velt, forseti, lagði ákveðið gegn þvi, að endanlegar ákvarðanir yrðu teknar um framtíð Þýska- lands, því að hann taldi slíkar ákvarðanir ekki tímabærar. Hann áleit. að margt gæti breyst í Þýskalandi, áður en herir vestrænu þjóðanna stæðu við landamæri þess. Gerum til dæmis ráð fyrir því, að þýska þjóðin kynni að hefja uppreisn og steypa nasismanum úr valda sessi. Slíkar aðgerðir myndu gera bandamenn fúsari til þess að sýna Þjóðverjum mildi og auðvelda mjög endurskipulagn- ingarstarfið r Þýskalandi.Roose velt sjer ekki neina hættu fel- ast í því, þótt frestað sje að taka ákvarðanir um stefnuna gagnvart Þýskalandi, þar til hernaðarlega er farið að þrengja enn meir að Þjóðverj- um. Hann takrrtarkar heldur ekki þessa biðstefnu sína eingöngu við Þýskaland. Löngunin til þess að taka ákvarðanir í sam- grein ræmi við rás viðburðanna en ekki í andstöðu vio hana. (A frumorsökin að tregðu forset- ans á að fela de Gaulle alger- lega í hendur framtíð Frakk- lands. Sama máli gegnir um Ítalíu. Hann telur meira um vert að laga sig eftir aðstæð- unum en hengja sig í einstreng ingslegar kennisetningar. End- urskipulagning hinna frelsuðu Evrópuþjóða verður áreiðan- lega fjölþætt og mismunandi eftir löndum og legu þeirra. Roosevelt kærir sig því á engan hátt um að setja á pappír á- kvarðanir, sem aðstæðurnar kunna síðar að gera að engu. Samkomulagið á ráðstefnunni. EFTIR ráðstefnuna skýrði Roosevelt blaðamönnum svo frá, að viðræður þeirra Stalíns hefðu gengið vel, því að báðir væru þeir „raunsæismenn“. Þeir höfðu sýnt sig eiga þan'n eiginleika, að miða stefnu sína við hernaðaraðstöðuna. Tregða forsetans á að taka ákveðna af- stöðu hefir verið borin saman við einbeittni Stalins, sem studdist við sigra rauða hersins, síðan orustan um Stalingrad var háð. Roosevelt lagði stefnu sína með jafnmiklu raunsæi eft ir hinni smástígu þróun hernað araðgerða bandamanna í Evr- ópu. Auðvitað eru einnig aðrar ástæður til mismunarins á stefnu þessara tveggja þjóða- leiðtoga. Rússarnir hafa barist fyrir því, sem þeir telja hags- rrvuni Sovjetríkjanna, og leggja því beint eða óbeint fram kröf- ur varðandi þau landsvæði i Evrópu, sem þeir telja sín hags munasvæði. Forseti Bandaríkj- anna heíir aftur á móti einskorð að sig við hina „miklu hugsjón“ sína, að fá Sovjetríkin inn í samfjelag þjóðanna til þess síð- ar að gela sett alheimslög um skipan vandamálanna eftir stríð. I grundvallaratriðum eru stefnumiðin frábrugðin. Roose- velt hefir vonað að takast mætti 'að efna til friðsamlegrar sam- vinnu, sem geri alveg óþarfa alla hagsmunasvæða skiftingu. Af þessum sökum var það eins rnikið — ef ekki meir — i þágu Roosevelts og hinna þjóða leiðloganna, að engar endan- legar ávarðanir voru teknar um eftirstríðsskipulagið við kringlótta borðið í Teher- an. Enginn hinna ..þriggja stóru“ hefir sennilega verið und ir það búinn að geta lagt fram ákveðna stefnu varðandi öll atriði, en Roosevelt hefir þó hinum fremur þurft að fá frest. Eftir hans skoðun var höfuð- gildi ráðstefnunnar það, að leið togar stærstu lýðræðisþjóðanna komu þarna saman til við- ræðna, og hann taldi það atriði eitt meira virði fyrir framtíð- arsamstarf þeirra en sjerstakar samþyktir. (Roosevtlt forseti, var frumkvöðull ráðstefnunnar í Teheran, og sendi hann einka- erindreka sinn, Davies, með persónulegt brjef til Stalíns. Lagði hann þar til, að þeir kæmu einhversstaðar saman til skrafs og ráðagerða en. eins og menn muna, fjekst Stalín ekki til þess að taka þátt í ráostefn- unni í Casablanca. Aths. þýð.) Forsetinn hafði ennfremur vissar persónulegar ástæður til þess að vilja ekki um of taka endanlegar ákvarðanir. Þingið takmarkaði vald hans í utan- ríkismálunum, og þar að auki var hann sá eini' þeirra, sem stóð andspænis almennum kosn ingum, sem kynnu að fela öðr- um í hendur „vandamál íram- tíðarinnar“, eins og komist var að orði í Teheranyfirlýsingunni. Þar sem Stalín var leiðtogi ein- ræðisstjórnar hafði hann mun betri aðstöðu til þess að skul'd- binda ríki sitt. Churchill gat einnig skuldbundið Breta, sem eru komnir miklu nær því marki en vjer, að fylgja sam- ræmdri utanríkismálastefnu, þannig, að síðari ákvarðanir eru ekki látnar um of brjóta í bága við fyrri stefnu. Það var aðeins Roosevelt, sem ekki gat mót- að stefnu stjórnar sinnar nema um eins árs slceið. Margt bar á góma — en fáit var ákveðiS. NiÐURSTAÐAN varð því sú, að þessar tíu klukkustunda við- ræður í Teheran leiddu ekki af sjer neinar mikilvægar ákvarð- anir. Um Þýskaland var t. d. rætt frá mörgum sjónarmiðum. Asamt fjölmörgum öðrum 'atr- iðum var um það rætt, hvort sundurliða ætti Þýskaland eða ekki, hvernig væri á virkan hátt auðið að afvopna mikið iðnaðarland og hvernig ætti að tryggja það, að nasistakenning- arnar vöknuðu ekki aftur til lífsins. Fyrir sjónum Rooseveíts, forseta, var kringlótta bc^yðiö nokkurskonar sýningarstaður, þar sem margvísleg áform lágu. Forsetinn kynni að taka eina áætlunina upp og segja við hina: „Þessu geðjast mjer val að“. Forsætisráðherrann kynni að ýta þessari til hliðar, en taka aðra, sem væri betur í sam- ræmi við hans viðhorf. Mar- -skálkurinn kynni aftur á móíi að hafna þessum áætlunum báð um, en taka upp þá þriðju. Djarfmannlega selti síðan hver um sig fram sína skoðun, forð- aðist að segja úrslitaorðið, o« þannig fengju þeir dýrmætt inn Lsýn í hvers annars hug. Vjer skulum til dæinis at- huga meðferð ráðstefnunnar á fyrirspurn Roosevelts umr frelsi Eystrasaltsríkjanna. Hann á- varpaði Stalín og kvaðst gera ráð fyrir því, að Rússum væri mikið kappsmál að halda opn- um aðgangi að hafinu vegna viðskifta sinna og siglinga. Stal ín kvað svo vera, en sagðist ekki vera neitt kvíðinn um leið- ina til Atlantshafsins gegnum Skagerak og Kattegat, því að hann væri sannfærður um það, að Svíar, Norðmenn og Danir myndu framvegis sem hingað til vilja Eystrasaltið frjáíst til umferðar skipum allra þjóða. Út úr þessum orðum las forset- inn þá yfirlýsingu, að Rússar hefðu enga löngun til þess að ganga á rjett þessara þjóða. Kielarskurðurinn. ALLIR fjellust leiðtogarnir á það, að erfiðara væri með syðri leiðina gegnum Kielarskurðinn til Norðursjávarins. Kielar- skurðurinn háfði aldrei verið annað en þýsk skipaleið og háð- ur þýskri stjórnmálastefnu. Það vill svo til, að Roosevelt, forseti, gjörþekkir frá barnæsku Eystra saltsströndina þýsku. Þegar hann var við nám í Þýskalandi, hafði hann eytt leyfisdögum sín um þarna og verið viðstaddur flotasýningar í Kiel. Auk þess hefir forsetinn kynt sjer sögu þessa svæðis. I hinni fornfrjálsu borg Lúbeck, drotningar Hansa staðasambandsins, hafði hann rannsakað minjar hins forna stjórnkerfis hinna sjálfstæðu Eystrasaltsborga. Roosevelt lagði því fram til- lögu um það, að umhverfis Kiel arskurðinn yrði sett á stofn lítið fríriki. Skurðurinn átti að sjálf- sögðu að vera öllum þjóðum frjáls, en falinn eftirliti Kiel- arríkisins, sem vegna eigin ör- yggis og hlutleysis varð að neita um allan herbúnað og sjálfstæða utanríkisstefnu. — Stjórnmálastefnu þess skyldi annaðhvort laga eftir stefnu á- kveðins stórveldis, eoa vera á- kveðin af hinum sameinuðu þjóðum. Stalin varð mjög hrifinn af þessari tillögu. Þegar Roosevelt hafði lokið máli sínu, stóð Stalín á fætur og tók innilega í hönd forsetans og sagði: „Þarna kom lausnin. Þetta þarf að gera“. Churchill var varfærnari. Hann kvað hugmyndina skynsamlega og þess virði, að hun væri írek- ar íhuguð, en bætti við: „Auð- vitað þurfum vjer ekki að taka ákvarðanir um þeRa atriði núna“ «--------------;— Sjera Robert Jack, fyrsti er- lendi maðurinn, sem tekið hefir embættispróf í guðfræði hjer við háskólann og fyrsti erlendi mað- urinn, sem um langt skeið hefir gengið í þjónustu íslensku kirkj- unnar, hefir beðið blaðið að flytja öllum þeim bes'tu þakkir, sem stuðluðu að því, að honum 'var auðið að ná því takmarki að verða prestur á Islandi, en alveg sjerstaklega stjórnarvöldunum, biskupi landsins og Háskólan- um.^Sr. Robert er nú á förum í prestakall sitt, Eydali 1 Suður- Múlasýslu. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Helga Tryggvadóttir frá Þórshöfn og Pjetur P. þtraunfjörð, Sogabletti 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.