Morgunblaðið - 28.06.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.06.1944, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 28. júní 1944 MORGUNBLÁÐIÐ 5 Ed men Æfisaga Níels Finsen Anker Aggerbo: Niels Finsen, æfisaga. María Hallgrímsdóttir, læknir, þýddi. Formáli eftir dr. med. Gunnl. Claessen. 303 bl. í 4 bl. broti. — Víkingsprent, Rvík. ÞAÐ MÁ HEITA sannkölluð furða, að ekki skuli fyrir löngu hafa birst hjer á landi fullkom- in æfisaga þessa fræga landa okkar. En nú er hún komin, og hefir margt til síns ágætis. Sem kunnugt er, er föðurætt Níelsar Finsen alíslensk. Faðir hans var Hannes Finsen, amtmaður í Færeyjum, og síðar stiptamt- maður í Rípum á Jótlandi, ÓI- afssonar Finsens, assessors við landsyfirrjettinn í Reykjavík, Hannessonar, biskups Finns- sonar í Skálholti. Er ætt sú of kunn til þess að gera hana að nánara umtalsefni hjer. En þó má geta þess, að í ætt þessari er á aldaröðunum mikill fjöldi merkra rithöfunda, lærðra manna, og manna er kafað hafa djúpt í hinum erfiðustu við- fangsefnum vísindanna. Æfi- saga þessi greinir vel og skil- merkilega helstu æfiatriði þessa merka landa okkar og gerðist, sem kunnugt er, að mestu leyti erlendis, og er ekki að efa, að höfundurinn fari rjett með. En eftirtektarverðast er það, og skemtilegast, að höfundur- inn reynir að skýra og skil- greina sálarfar Finsens, sem var nokkuð utan við alfaraveg, og þýðingu þess fyrir afrek hans. Og sjerstaklega er það ánægju- legt, að höfundurinn skuli kom ast að þeirri niðurstöðu, að það sjeu hin andlegu íslensku ætt- areinkenni Finsens, sem gerðu hann að þeim manni er hann var. Þrautseigja hans, eða þrái, hvaðjsem á móti bljes, stæling í hverskonar örðugleikum, eru fyrst og fremst íslensk fyrir- brigði, að þeim eiginleika við- bættum, að halda ótrauður á- fram að settu marki, þó hinir „lærðu teldu öllu í óefni stefnt. Þá er hin eðlilega góðmenska hans íslenskt eðli, og að vísu danskt líka. En fyrirlitning hans á öllu löggiltu, t. d. lækn- isfræðideild háskólans, er al- íslenskt. Þó vil jeg ekki þar með segja ao hann hafi á því sviði haft algjörlega rjett fyrir sjer, en nokkuð er þó til í þvú. Hinir löggiltu lenda inni í mak- ræði fastlaunamannanna, þeir lenda inni í vanabundnum skorðum, og hættir við, að vilja ekki sinna því, sem utan þeirra skorða liggur hafa vingjarnlega fyrirlilningu á því sem lágpróf- að er eða óreynt. Hugmynda- flugsmanninum finst aftur á móti slíkir menn vera f jötur um fót. Og eru þessar andsíæður báðar að vissu leyti nauðsynleg ar svo vel fari. Trjámennirnir, vanamennirnir gjöra sitt gagn, sem hvorki er vinsælt í nútíð eða framtíð, þeir eru hemillinn sem iðulega þarfnast, enda þótt fyrir komi að hann sje lagður nokkuð fast á. Hugmyndaflug- ið, svo ágætt sem það er, er óhemja, og ræður sjer ekki. Finsen var maður hugmynda flugsins, en enginn lærdóms- maður, hæglátt „geni" og það er alveg áreiðanlegt, að hömlur löggildingarmannanna við Kaupmannahafnarháskóla hafa orðið fullharðar í garð snill- ingsins. Að minsta kosti er það danska háskólanum til lítillar sæmdar að láta það farast fyrir að gera Finsen að heiðursdokt- or. Finsen er maður, sem öllum mönnum, þvert og endilangt um þennan hnött, er skylt að vita allmikið um, en engum* þó skyldara en okkur. Og úr þessu er nú bælt, með hinni ágætu bók Aggerbos, læknis. Jeg tel bók þessa hiklaust .eina bestu bók, er jeg lengi hefi lesið. Við kynnumst fyrst amt- mannssyninum unga í Færeyj- um. Hann er góðgjarn og ljúf- ur, alinn upp við lestur hinna íslensku fornsagna, sem lýsa drengskap og ágætum mannein kennum, á þann hátt, að eigi hefir betur verið gert, fyrr nje síðar. Við kynnumst erfiðleik- um hans við námið, bæði hjer við latínuskólann og eins við háskólann í Kaupmannahöfn. Á þeim árum kennir hann hins ægilega sjúkdóms, er löngu síð- ar dró hann til dauða. í bók- inni er og ágætlega lýst erfið- leikum þeim, er hann átti við að stríða, sigrum hans og að- dáun, er hann hlaut síðustu æfi árin. Loks lýsir bókin átakan- lega stríði hans og ástvina hans við hinn erfiða sjúkdóm, og hvernig hann að lokum tók dauða sínum, eins og hraust- menni sómdi. Fjallablóm úr íslenskum jarðvegi, hlaðið ylm og litfegurð, en sett niður í skrautgarð hinnar dönsku menn ingar. Margir íslendingar hafa fyrr og síðar náð frægð og frama erlendis, en hvernig hefðu þeir reynst, og störf þeirra orðið, hefðu þeir heima í ættlandinu átt likum vinnu- skilyrðum að fagna og erlend- is? , Þýðingin er, eftir því sem jeg er fær um að dæma, vel af hendi leyst, og formáli dr. med. Gunnlaugs Claessens, er, eins og við mátti búast, prýðilega ritaður. Frágangur allu'r er ágætur, og leyfi jeg mjer að þakka Vík- ingsútgáfunni fyrir bók þessa, sem mjer hefir verið óblandin ánægja að kynnast. 26. júní 1944. Jónas Sveinsson. „Skaftfellinguru Tekið á móti flutningi til Vest- mannaeyja árdegis í dag. Kennaramót Norðlendinga FYRIR ÁRI síðan stofnuðu kennarafjelög á Norðurlandi með sjer samband til að efla samstarf, fræðslu og kynningu kennara á fjelagssvæðinu. I sambandinu eru öll kennara- fjelög á Norðurlandi, en þau eru 6 að tölu. Þetta ár hefir stjórn sambandsins setið á Ak- ureyri og Snorri Sigfússon ver- ið formaður þess. En svo er á- kveðið í lögum sambandsins, að hvert mót ákveður næsta mótstað, og stjórnin situr altaf þar, sem næsta mót er háð. Fyrsta kennaramót sam- bandsins fór fram á Akureyri dagana 10.—12. júní s.l. Á mót- inu mættu 45 kennarar víðs- vegar að af Norðurlandi. Fund- arstjórar voru Sigurður Gunn- arsson. Húsavík og Gísli Gott- skálksson, Skagafirði. Aðal- umræðuefni mótsins voru móð- urmálskensla, skriftarkensla og reikningskensla. Auk þess var rætt um tillögur milliþinga- nefndar í skólamálum um brejúingu á fræðslulogunum, hvort ástæða væri til að byrja að vinna að stofnun uppeldis- heimilis fyrir vandræðabörn á Norðurlandi, og að fræðslu- málastjórnin skipulegði innan- lands námsferðir kennara með- an leiðir eru lokaðar til annara landa. Á mótinu voru flutt þessi erindi: Geta börn verið taugaveikluð? (Hannes J. Magnússon), Uppeldisáhrif skól anna (Jónas Jónsson frá Brekknakoti), Handavinnu- kensla (Magnús Pjetursson), Lestrarkensla (Egill Þorláks- son). í sambandi við mótið var f jöl breytt sýning á handavinnu, teikningum, vinnubókum og skrift barna frá 7 skólum á sambandssvæðinu. Á sunnudagskvöldið 11. þ.m. var skemtun í samkomuhúsi bæjarins fyrir þátttakendur mótsins. Fór þar fram kórsöng- ur og leiksýningar 8—9 ára barna og kvikmyndasýning. Á eftir var sameiginleg kaffi- drykkja. Næsti mótstaður var ákveð- inn Húsavík. í stjórn voru kosnir: Sigurður Gunnarsson, skólastjóri, Húsavlk, Jóhannes Guðmundsson, kennari, Húsa- vík og Jón Kr. Kristjánsson, kennari,- Víðivöllum. Mótinu var slitið með snjöllu ávarpi af Snorra Sigfússyni um siðalög kennara. Að því loknu fóru þátttakendur skemtiför út í Árskógarskóla og skoðuðu hann. Eftirfarandi tillögur og á- lyktanir voru m. a. samþyktar á mótinu: UppeWisfræðsIa. Fyrsti ársfundur Sambands 'norðlenskra barnakennara, hald inn á Akureyri 10.—12. júní 1944, lætur þá skoðun í ljós, að brýna nauðsyn beri til að hefj- ast handa um stórurn aukna uppeldisfræðslu og leiðbein- ingastarfsemi við barnaupp- eldi. Því skorar fundurinn á kenslumálastjórnina, í fyrsta lagi að rááa í þjónustu sína einn eða fleiri uppeldisfræðinga, er starfi í sambandi við fræðslu- málaskrifstofuna að því að skipuleggja hagnýta uppeldis- Ifræðslu í landinu bæði í skól- um og heimilum, m. a. með námskeiðum, útvarpsfræðslu, útgáfu uppeldisfræðilegra rita fyrir almenning og annari leið- beiningastarfsemi. I öðru lagi, beita sjer fyrir því, að prófessorsembætti í uppeldisfræði verði stofnað við Háskóla íslands svo fljótt, sem auðið er, og að þannig verði að kennurum búið alment, að þeir hafi ráð á að stunda þar nám. Skólar og uppeldi. Fyrsti fundur í Sambandi norðlenskra kennara, haldinn á Akureyri dagana 10.—12. júní 1944, er þeirrar skoðunar, að frelsi þjóðarinnar og farsæld í framtíð sje nú meir en áður háð starfi skólanna í landinu og samvinnu þeirra við heimilin. Hann telur því nauðsyn bera til: 1. Að gefa tungu þjóðarinnar og sögu mun meira rúm í náms kerfi skólanna en verið hefir. 2. Að leitast við eftir mætti að styrkja og dýpka skilning allra uppalenda á verðmætum hinnar kristilegu lífsskoðunar til aukinnar andlegrar og sið- legrar farsældar þjóðarinnar. 3. Að gerð sje nú þegar gang- skör að því að bæta húsakost heimangöngúskólanna, bæði í sveit og við sjó, og að reist sjeu skólaheimili í strjálbýlinu, þar sem heimangangan er örðug eða ófær. 4. Að bætt sje og aukin ment un kennaranna og starfsskilyrði og þeim launað svo vel, að þeim sje kleift að gefa sig alla og ó- skifta að hinu þýðingarmikla og vandasama starfi. 5. Að ríkið veiti öflugan fjár- styrk, svo að unt sje að gefa út og relja við vægu verði upp- eldismálarit, er styðji að upp- eldislegri þekkingu heimilanna og samvinnu þeirra við skól- ana í landinu. Fækkun kennara og launakjör þeirra. Fundur í Sambandi norð- lenskra kennara telur alvarlega horfa með kensarastjettina, þar sem útlit er fyrir, að kennurum fækki mjög á næstu árum jafn- framt því, að þörf fyrir fleiri kennara blasir við. Virðist auð- sætt, að hin ljelegu launakjör valdi þessu, og þá einnig hætt við, að aðeins þeir, sem tak- markaða möguleika hafa til annara verkefna, gerist barna- kennarar. Þar sem fundurinn telur þetta háskalegt ástand, skorar hann á löggjafarvald þjóðarinnar að bæta svo launa- kjör kennaranna, að sem fiest- ir úrvalsmenn vilji takast á hendur barnakenslu. Uppeldisheimili fyrir vandræðabörn. Fyrsti ársfundur Sambands norðlenskra barnakennara samþykkir að kjósa þriggja manna • nefnd, til að athuga möguleika og gera tillögur ' m stofnun uppeldisheimilis fyrir vandræðabörn, og leggi hún at- huganir sínar fyrir næsta íund sambandsins. Innanlandsnámsferðir kennara. 1. Fundurinn ályktar a3 sambandið beiti sjer fyrir bví, að innanlands námsferðum kennara verði komið á raeð skipulögðum hætti sem al'ira fyrst. Kýs hann 3ja manna nefnd til þess að undirbúa mál- ið og annast þær framkvæmd- ir, sem tiltækilegar reynast. 2. Fundur Sambands norð- lenskra barnakennara, halaínn á Akureyri 10.—12. júní 1944, skorar á stjórn S. í. B. að at- huga sem allra fyrst möguleika á því, að komið verði á innan- lands námsferðum kennara með opinberum styrk, t. d. á þarm hátt, að fræðslumálastjórnin veiti heimild til að ráða að haustinu einn kennara með launum fyrir hverja þrjá, er ferðaleyfi fengju það ár. Tímarit kennara- samtakanna. Fundur í Sambandi norð- lenskra kennara, haldinn á Ak- ureyri 10.—12. júní 1944, læt- ur í ljós ánægju yfir þe:rri breytingu, sem orðið hefir á út- gáfu ,,Mentamála“. Telur hann miklu skifta, að þetta aðaimál- gagn kennarastjettarinnar =;je jafnan svo vel úr garði gert sem unt er. Einnig þakkar hann „Kenn- arafjelagi Eyjafjarðar“ fyrir útgáfu tímaritsins „Heimili og skóli“. Hvetur hann kennara á sambandssvæðinu til þess að vinna að útbreiðslu þess, og senda því efni til birtingar. «>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦$■•’«» | ^ Skrifstofum vorum ♦ •>£♦ v S •j* ou benzinstöð :> I % verður lokað í dag frá kí. 1,30 til 4,30 e. h. | * vegna jarðarfarar. • | IMafta h.f. Hreyfill s.f. | » ■•>> HÚS TIL SÖLU ! N • Þeir, sem gera vilja tilboð í hús í smíðum í út-; <4 Ijaðri bæjarins, leggi nöfn sín inn á afgr. Mbl.| >fyrir fimtudagskvöld, merkt, „Villa“. V*«**»M** *♦* V VV %"•**«* ♦”« ** ** # V*. vVV VV «* V V *M*M«M* **M» V V % V V V V % * « «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.