Morgunblaðið - 28.06.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.06.1944, Blaðsíða 6
6 MOi. GUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 28. júní 1944 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: fvar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, augiýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Frelsi og menning ÞAÐ ER fylsta ástæða til að hvetja menn til þess að skoða sögulegu sýninguna í Mentaskólanum. Enda þótt tíminn væri mjög stuttur til undirbúnings sýningarinnar, er hún stórfróðleg og merkileg. Ber sýningin þess glögg merki, að þar hafa lagt á ráðin menn, sem kunnu full skil á hlutunum, enda mun aðalstarfið hafa hvílt á herðum tveggja ókkar ágætustu fræðimanna, þeim prófessor Ólafi Lárussyni og *dr. Einari Ól. Sveinssyni. Það er leitt, að þessi sýning skuli ekki geta verið hald- in meðan skólarnir starfa. Unga kynslóðin þarf að leggja meiri rækt við sögu þjóðar sinnar, en hún alment gerir. Nákvæm athugun á sýningunni í Mentaskólanum er áreið anlega besta kenslustundin í sögu þjóðarinnar, sem hægt er að fá. Verður þessvegna að finna einhver ráð til þess, að sýningin geti orðið endurtekin næsta haust, þegar skólarnir eru að hefjast. Það myndi glæða ættjarðarást skólafólksins, að kynnast sýningunni, með góðri leiðsögn. ★ Ekki er vafi á því, að margan mun hafa fýst að sjá Þjóðfundarmynd Gunnlaugs Blöndals, listmálara. Þjóð- fundurinn gnæfir hæst í allri frelsisbaráttu þjóðarinnar. Frá honum stafar meiri ljómi en nokkrum öðrum við- burði í okkar stjórnmálasögu. Þar var því tilvalið verk- efni fyrir listmálara. Við því var ekki að búast, að takast myndi að gera þessu verki full skil á þeim stutta tíma, sem hjer var til umráða. Enda er mynd Gunnlaugs Blöndal ekki mynd af Þjóð- fundinum, eins og hann gekk til, heldur hefir listamaður- inn safnað saman ljósmyndum af þeim fulltrúum Þjóð- fundarins, sem til eru og síðan málað þær upp á eina hópmynd. Þjóðfundinum verður að gera betri skil. Það verður að gera málverk af fundinum, eins og menn hugsa sjer að hann hafi verið á því sögulega augnabliki, er fundinum var hleypt upp og Jón Sigurðsson og aðrir þjóðfundar- menn mótmæltu einum rómi. Þessa mynd verður Alþingi að láta gera. Ætti vissulega vel við, að hún yrði fullgerð á næsta ári, en þá eru 100 ár liðin frá því, að Alþingi kom saman, eftir að þingið var endurreist. Gunnlaugur Blöndal listmálari mun áreiðanlega geta gert þessa mynd. En fróðustu menn verða að leggja á ráðin um, hvernig þingskipan hefir verið á fundinum. Alþingi verður að koma þessu í verk. ★ Níunda og síðasta sýningarstofan í Mentaskólanum er ekki mikil yfirferðar, en þó er hún svo merkileg og tákn- ræn, að hún á að verðveitast og fullkomnast. „Sjálffor- ræði“ heitir þessi sýningardeild. Henni er ætlað að sýna nokkuð af þeim breytingum, sem orðið hafa hjer á landi síðan 1874, er íslendingar fengu aftur vald yfir málum sínum innan lands og alt til síðustu ára. Breytingarnar eru sýndar með línuritum, teikningum og ljósmyndum. Sagan, sem skráð er í þessari sýningarstofu er tákn- ræn. Hún sýnir, að sjerhvert skref, sem þjóðin megnaði að stíga til aukins frelsis og sjálfsforræðis, hefir fært henni auknar framfarir á öllum sviðum. Og því stærra, sem frelsisskerfið var, því meiri urðu framfarirnar. í sýningarskránni segir svo m. a. um þenna þátt sýn- ingarinnar: „Árið 1874 eru hjer enn miðaldir, 1944 er hjer nútíðarmenning. Svo mikil eru stakkaskiftin. Hugmynd þessa herbergis er því þessi: „Sú þjóð, sem þetta alt hefur unnið og ekki leitað á aðrar þjóðir, á skilið að vera frjáls og fá að lifa lífi sínu í friði“. Margir þpirra, sem mest og best hafa starfað síðan 1874, eru nú horfnir. En það er verk þessara manna og fjölmargra annara, sem enn eru í fullu fjöri, að okkar ást- kæra land er nú alfrjálst á ný. En nú er það okkar og hinnar upprennandi kynslóðar að sýna næstu áratugina sömu þróun á sviði menningar og framfara og fyrirrennararnir gerðu við sjerhvert nýtt skref, sem stigið ýar til aukins frelsis. Kröfur bifreiða- sijóranna EINS og skýrt hefir verið frá í blöðunum hefir fjelag vöru- bifreiðarstjóra í Reykjavík, Vörubifreiðastöðin Þróttur, sagt upp samningi við Vinnuveit- endafjelag íslands. Samningur hefir ekki tekist á ný og hafa vörubifreiðarstjórar boðað verk fall frá og með 1. n. m. Samningur sá, sem gilt hefir undanfarin ár milli fjelags vörubifreiðastjóra og Vinnuveit endafjelags íslands, hefir verið bygður á tilteknu tímakaupi bifreiðastjóra og greiðslu fyrir bensín, gúmmí, smurningsolíu, viðhald o. fl. samkvæmt grund velli reistum á hlutfallstölum, sem samkomulag hefir verið um, en eftir þeim grundvelli hefir borgun fyrir vörubifreiða keyrsluna hækkað í hlutfalli við hækkun verðs á bensíni, gúmmí o. fl. og hækkun við- haldskostnaðar, og hefir aldrei verið neinn ágreiningur milli aðila á því sviði. Fjelag vörubifreiðastjóra hef ir lagt fram upkast að nýjum samningi, þar sem gerðar eru auknar kröfur frá því, sem ver- ið hefir, og eru þær aðallega þessar: 1) Leigugjald fyrir bifreiðar allt að tveggja tonna hækki úr núverandi grunngjaldi kr. 10.11 um klst. (bifreið kr. 7.61, bíl- stjóri kr. 2.50) upp í kr. 12.50 eða um ca. 23TÆ%. En fyrir bifreiðar stærri en tveggja tonna er krafist kr. 15.20 grunngjálds hvort sem þær eru með afhleðsluvjelum eða ekki og er það ca. 50% hækkun frá því, sem verið hef- ir fyrir slíkar bifreiðar án afhleðsluvjela. 2) Ef ekið er 100 km eða meira á 8 klst. skal greiða við- bótargjald samkv. langferða- taxta fjelagsins fyrir hvern km sem ekið er fram yfir 100 km, kr. 1.38 pr. km fyrir allt að 2 Vi tons bíla og kr. 1.50 pr. km fyrir stærri bíla. 3) Tímakaup bílstjóra reikn- ist kr. 3.25 pr. klst. í stað nú kr. 2.50. Er þetta 30% hækkun á grunnkaupi. Auk þess greið- ist full dýrtíðaruppbót á kaup 4) Samkv. núgildandi samn- ingi er ekki samið um neina sjerstaka kaffitíma. Nú gerir fjelagið kröfu til þess að fá 20 mín. kaffihlje tvisvar í dag- vinnu (kl. 9.40 til kl. 10 árd. og kl. 3 til 3.20 síðd.) og einu sinni 15 mín. í eftirvinnu (kl. 5—5.15 síðd.) og þrjú 15 mín. kaffihlje í næturvinnu. Oll kaffihljein eiga að greið- ast með fullri borgun, og því ekki aðeins fyrir bílstjóra held- ur einnig fyrir bílinn sjálfan. Vinnuveitendafjelag Islands hefir neitað að ganga að þess- um auknu kröfum, en boðið að hækka kaup bifreiðastjóranna sjálfra í samræmi við kaup- hækkun þá, sem samið var um við V.m.f Dagsbrún hjer í bæn um 22. febr. síðastl., en við það var 16.6% hækkun og mundi sá grunnkaup vörubifreiða- stjóra verða kr. 2.92 um klst. Til samanburðar má geta þess að samkvæmt tjeðum samningi við V.m.f. Dagsbrún er grunn- kaup bifreiðastjóra, sem vinna á annara manna bílum, aðeins kr. 2.75 um klst. Eggert Claessen. yjílvct'ji iiriiar: A Y A | % ijr ílcicjleaa líÍinu 4*K“KhK,<,44,M"H',K* Forsetaheitið. ÞAÐ HEFIR tíðkast allmikið hjer á landi, að fjelög og þó eink um fjelagasambönd hafi gefið formönnum sínum nafnið forseti. Virðist þetta ekki hafa farið eftir neinum föstum reglum, þannig, að t. d. fjelagatala rjeði, heldur er að sjá, að tilviljun ein hafi komið til um það, hvort fjelags- formenn eru kallaðir forsetar, eða formenn. Það má segja, að þetta hafi ekki komið að sök undanfarið og litlu máli hafi skipt hvaða nafn fjelagsformönnum var valið. En nú er viðhorfið gjörbreytt. íslendingar hafa nú embættis- mann, sem heitir forseti. Hann er æðsti maður þjóðarinnar og það getur ekki verið nema einn forseti í landinu i einu og sá mað ur er Ríkisforseti Islands. Það er ekki fremur hægt að hafa fleiri forseta í einu landi en hægt er að hafa fleiri en einn konung í seijn. Af þessum ástæðum verða fje- lög öll, sem hafa nefnt formenn sína forseta, að leggja það nafn niður. Hefir nýlega komið fram ályktun um þetta á þingi fjelaga sambands og hlýtur tillagan að fá góðan byr hjá þjóðinni. í nefndri ályktun er að vísu gert ráð fyrir, að alþingisforset- ar haldi sínu nafni óbreyttu, en að mínum dómi getur það verið álitamál. Um þetta mál þyrfti að setja lög hið fyrsta. • Hvernig á að ávarpa forsetann? Á ÍSLANDI hefir ekki verið, fyrr en nú, innlendur þjóðhöfð- ingi og þar af leiðandi eru engar venjur, eða reglur til um, hvern ig á að ávarpa forseta landsins. Um þetta atriði gilda misjafn- ar reglur hjá erlendum þjóðum. Sumsstáðar eru forsetar ávarp- aðir „yðar hágöfgi“, eða „yðar göfgi“. Hjá öðrum þjóðum er for setinn ávarpaður „herra forseti“. Þannig er það t. d. hjá Banda- ríkjamönnum. Vitanlega þarf að setja reglur um það, hvernig ávarpa skuli for setann. Skiptir það í sjálfu sjer ekki mestu máli, hvernig það á- varp er að forminu til á meðan þess er gætt, að það sje virðu- legt, eins og þjóðhöfðingja sæmir Vikulegar Iauna- greiðslur. SKULUM VIÐ NÚ snúa okk- ur að ólíku efni, en það er til- högun á launagreiðslum. í grein, sem jeg skrifaði hjer á dögun- um, mintist jeg lauslega á, að heppilegt væri að taka upp þá venju að greiða laun vikulega, í stað mánaðarlega, eins og nú tíðkast. í sambandi .við þetta hefi jeg fengið mörg brjef og menn hafa talað við mig um, að hjer h.afi verið drepið á nauðsynja- mál, sem myndi gjörbreyta versl unarháttum til hins betra. Meðan mánaðargreiðslu fyrir- komulagið er haft, fer ekki hjá því að allmikið verði um láns- verslun, sem kaupmönnum er eðlilega illa við af ýmsum ástæð um og er óheppileg fyrir við- skiptavinina lika. Mánaðargreiðslu fyrirkomulag ið þykir nú orðið úrelt í mörg- um löndum og jafnvel íhaldsöm þjóð eins og Bretar hafa fyrir alllöngu breytt til hjá sjer og eru laun þar í landi greidd viku- lega í flestum atvinnugreinum. Sömu sögu er að segja frá Banda ríkjunum og fjölda annara þjóða **♦ «*« ♦!♦ »*♦ "1* •** «*♦ HvaS myndi vinnast? MENN, sem ekki hafa kynt sjer þetta mál, eða um það hugs- að, spyrja, hvað myndi vinnast við vikulegar launagreiðslur í stað mánaðarlegra útborganna? Þá er því til að svara, fyrst og fremst, að viðskipti myndu yfir- leitt fara fram gegn staðgreiðslu. Menn fengju oftar fje milli handa og gætu betur áætlað þarfir sínar fyrir vikuna og þar af leiðandi minni hætta á, að menn eyddu fje um efni fram. Eitt atriði enn, sem vert er að minst sje á er það ósamræmi, sem nú ríkir. I sumum starfs- greinum hjer á landi eru laun greidd vikulega, en í öðrum mán aðarlega. Þetta mál ætti að ræða innan stjettarfjelaga, bæði launþega og atvinnuveitenda. Það er hægt að koma á vikulegum launagreiðsl- um í flestum eða öllum atvinnu- greinum á landinu með lítilli fyrirhöfn. Jeg vildi með ánægju eyða dá- litlu rúmi hjer í dálkunum til umræðna um þetta mál. • Þegar limirnir dansa ekki eftir höfðinu. SAGT ER, að „eftir höfðinu dansi limirnir“. En þetta er ekki ávalt rjett, sem betur fer. Fyrir þjóðhátíðina voru menn hvattir mjög eindregið til að hreinsa til hjá sjer. Mála hús sín og svo framvegis. Hjer í bænum brugðust menn vel við áskorun- unum yfirleitt — allir nema hið opinbera. Það er á allra vitorði, að gamla Bernhöftsbakarís-eignin í Bankastræti er eign ríkisins. Ó- hreinni og sóðalegri hús er varla að finna í þessum bæ. Ekkert, bókstaflega ekkert var gert til að hreinsa til í kringum þessi hús, að ekki sje nú talað um, að þau væru máluð. Það var sannarlega gott, að „limirnir“ skyldu ekki dansa eftir stjórnarhöfðunum í þetta sinn. • Annað dæmi — engu betra. ANNAÐ DÆMI um það, hve margar opinberar byggingar eru vanhirtar er Safnahúsið við Hverfisgötu. Það hlýtur að hafa kostað Hannesi Hafstein ráðherra mikið átak, að fá Safnahúsið reist og vissulega var það mikill stórhug- ur og framsýni af þeim merka manni, að ráðast í slíka bygg- ingu á þeim tíma, enda líkt og úr ingu á þeim tíma, enda líkt við æfintýri, og fanst sumum firra mikil að láta sjer detta í hug að ráðast í byggingu slíks stórhýsis. í Safnahúsinu eru geymd mörg af dýrmætustu verkum, sem þjóðin á. Ómetanlega verðmæti eru þar til húsa. En ekki getur nokkur maður, sem ekki veit, betur trúað því, er hann horfir á, hvernig húsi þessu^ er við haldið. Er það of mikil fórn, að mála húsið að utan, þó ekki sje nema á svo sem 10 ára fresti? Þakið er að ryðga í sundur og hriplekur. Er þetta hús og það, sem það hefir að geyma, ekki meira virði í augum ráðamanna þessa lands, að það þyki hæfa að hafa það í slíku ástandi sem það er nú? Kennaraprófi í íslenskum fræð um við háskóla íslands hafa lok- ið: Eiríkur Kristinsson með 1. einkunn (102i/3 stig) og Snæ- björn Jóhannsson með 1. eink. (90y3 stig).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.