Morgunblaðið - 28.06.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.06.1944, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 28. júní 1944 MOBÖÍNBL/^IÐ 7 HVAÐ GERÐIST í TEHERAN? ÞANNIG hjeldu umræðurnar áfram, frjálsmannlega, en þó með fyllstu varfærni. Ef Stalín fýsti að skýra sjónarmið rúss- nesku stjórnarinnar varðandi Pólland, landámæri þess og við horfið til útlægu stjórnarinnar í London, fjekk hann gott hljóð og gat látið skoðanir sínar ó- hindrað í ljós, en hinir tóku að engu leyti undir orð hans. For- setinn var þeirrar skoðunar eft- ir á, að honum hefði að ein- hverju leyti tekist að milda óá- nægju Rússa í garð pólsku stjórnarinnar. Hann þóttist einn ig geta ráðið það af umræð- unum, að Rússar víldu af full- kominni einlægni virða frelsi Finnlands, þó með þeim for- sendum, að Finnar fylgdu gerð- um samningum og ógnuðu á engan hátt hagsmunum Rússa. Á Miðjarðarhafslöndin var ekki minst, og ekki heldur Balkan- löndin, sem Sovjetríkin hafa viljað telja sjerstakt áhrifa- svæði sitt. Eitt sinn skaut Stalín því þó að Churchill, hvort ekki væri rjett að lofa Rússum að spreyta sig á stjórn Balkanmál anna, því að Bretum hefði ekki farist hún svo vel úr hendi. Umræðurnar um skipulag hinna sameinuðu þjóða voru einnig nokkuð á reiki. Talsvert var þó rætt um skipulagsað- ferðir, ákvörðim landamæra og hvernig haga mætti stjórn landa, sem væru hernaðarlega mikilvæg, en stjórnmálalega vanmáttug. ,Roosevelt, forseti, var því hlynt ur, að umboðsstjómarfyrir- komulagið yrði gert víðtækara, þannig að það yrði sem nokk- urskonar fjárhald. Umboðs- stjórnarskipulagið hafði hingað til reynst óhæft vegna þess, að ekki var til nægilega sterkt vald, sem eftirlit hafði með ríkjum þeim, er með umboðs- stjórnina fóru. Vegna skorts á slíkri yfirstjórn, tóku riki þessi að skoða umboðsstjómarlöndin sem nýlendur sínar, er tímar liðu. Þannig varð það með Ástralíumenn í Suður-Kyrra- hafi, Frakka í Sýrlandi og Jap- ani í Kyrrahafi, þar sem vjer höfum orðið að súpa seyðið af því, að þeir rjeðu yfir eyjum, sem þeir höfðu tekið af Þjóð- verjum í heimsstyrjöldinni fyrri. Bandaríkjaforseti vildi umboðsstjórnarfyrirkomulag. BANDARÍKJAFORSETI trúði því þá og trúir því enn, að hin- ar sameinuðu þjóðir eigi að fela ákveðnum ríkjum að vera fjár- haldsmenn landa, sem skamt eru komin á þroskabrautinni, en hafa jafnframt náið eftirlit með ríkjum þessum og heimta skýrslur frá þeim með ákveðnu millibili. Fáni heimsbræðra- lagsins átti þannig að blakta yfir landinu við hlið fána um- boðsst j órnandans. Á fundinum fyrsta desember var þessi hugmynd forsetans rækilega tekin til íhugunar. Stirðlegar gekk aftur á móti að ræða hugmynd hans um þjóð- • aratkvæðagreiðslumar, sem einkum hlaut að koma við Rússa. Þessi hugmynd, sem talsvert var beitt af Þjóða- bandalaginu eftir fyrri heims- styrjöld, felur í sjer það, að Eftir Forrest Davis I þessum hluta greinar sinnar lýsir Davis, blaða- maður, framraldsumræðum hinna „þriggja stóru“ um hin ýmsu lönd Evrópu og framtíð þeirra að stríði loknu. Það, sem mest hlýtur að vekja athygli vor Islendinga, eru umræður þær, sem blaðamaðurinn segir hafa farið fram varðandi Island og hernaðarlegt mikilvægi þess. Þá rekur Davis nákvæmlega þá stefnu, er hann telur Roosevelt fylgja, enda er greinin fyrst og fremst rituð fyrir Ameríkumenn. Síðari giein fram verða að fara frjálsar alls' um. Hún verður að ráða yfir herjarkosningar, sem ákveðnir nægilegu fjármagni til þess að flokkar eiga enga sjerstaka geta háð styrjöld og hafa að- hlutdeild í, heldur er stjórnað gang áð hráefnum, iðnaðarfram af alþjóðlegu valdi, sem er nægilega sterkt til þess að geta veitt öllum flokksbrotum og einstaklingum vernd iil þess að greiða atkvæði eftir eigin geð- þótta. Að svo miklu leyti sem krafa Sovjetríkjanna um innlimun Eystrasaltslandanna og Aust- ur-Póllands hvílir á nokkrum lagalegum rjetti, verður hún reist á þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram verður látin fara und ir eftirliti hernámsliðsins. — Þjóðabandalagið gæti á engan hátt tekið slíka atkvæðagreiðslu gilda, auk þess sem hún bryti algerlega í bág við allar megin- reglur skoðanafrelsisins, sem ríkjandi er með hinum stjórn- málalega þroskaðri vestrænu þjóðum. Það verður því að telj- ast kynleg stefna hj’á Sovjet- ríkjunum, að neita að gera kröfu til þessara landa á þeim grundvelli, að Rússar hafi her- numið þau, sem er gild landa- tökuaðferð eftir alþjóðalögum, en kjósa fremur að grundvalla kröfu sína á þjóðaratkvæða- greiðslu, sem er einskis virði. Roosevelt er málsvari tilhliðr unarsemi í sambúð þjóðanna eftir stríð. Hann er enginn draumsýnismaður og leitast því ekki við að finna eitthvað, sem fallega getur litið út á pappírn- um, heldur það, sem auðið er að hrinda í framkvæmd. Fyrsta og síðasta hugsun hans er sú, að finna aðferð, er trygt geti heims friðinn í framtíðinni. Hugniynd Roosevelts um samvinnu þjóðanna, , ROOSEVELT er andvígur. því, að Þjóðabandalagið verði endurreist í líkri mynd og það áður var. Hann vill ekki láta setja á stofn neitt yfirríki með sjálfstæðri höfuðborg og marm arahöll eins og var í Genf. Hann er á móti því, að hinar samein- uðu þjóðir myndi sameiginleg- an flugher, landher og flota, er lúti stjórn þessa yfirríkis. Eftir hans áliti eiga herir stórveld- anna, ef til vill með einhverri aðstoð smáþjóðanna, að halda uppi lögum og reglu í heimin- um eftir fyrirmælum hinna sameinuðu þjóða. Hver. á líka að ákveða her- styrk stórveldanna í hlutfalli við herstyrk þessa yfirríkis? Hvaða trygging er gegn því, að yfirríki þetta taki ekki síðar að líta á sig sem sjálfstæða heild og keppinaut’ einhverra stór- veldanna? Hernaðarleg stofnun hvílir ekki á skráðum samþykt leiðslu og fjölþættu birgðakerfi. Auk þess verður vald þetta að njóta þeirrar viðurkenningar, að það geti kvatt menn til vopna og sent þá fram til or- ustu. Erfiðleikarnir á því að fella þgtta ríki inn í ramma stórveldanna eftir stríð, myndi að áliti forsetans verða mjög miklir. Ráð hinna sameinuðu þjóða vill hann að komi saman í ýms um borgum til skiftis. í stað þess að velja því ákveðinn að- setursstað. Bandalag Ameríku- lýðveldanna á eftir hans skoð- un tilveru sína að verulegu leyti því að þakka, að ekki hef- ir verið valin nein Pan-amerísk höfuðborg, sem valdið gæti deil um og ágreiningi. Eftir mínum skilningi vill forsetinn að komið verði á fót framkvæmcjaráði, er fari með hina æðstu stjórn, löggjafar- valdi í mynd alheimsráðstefna er haldnaK yrðu með reglulegu eða óreglulegu millibili, yfir- rjetti og ef til vill undirrjettum til að dæma í einstökum mál- um. Stjórnarstörfin vill hann að verulegu leyti fela föstum nefndum. Nefndir þessar yrðu með líku sniði og hinar hálf- sjálfstæðu nefndir, sem lifað hafa, þótt Þjóðabandalagið liði undir lok og gætu haft bæki- stöðvar sínar hvar sem væri. Heppilegast væri að þær hefðu aðsetur á einhverjum þeim stað, er tengdur væri starfi hverrar um sig. Gæti hveiti- nefndin t. d. haft aðsetur í Odessa eða Chicago, verkamála nefndin í Frakklandi, gúmmí- nefndin á Java eða í Amster- dam og umboðsstjórnarnefnd- in í Algiers eða Beyrouth. Aðalráðið myndi vera skipað fulltrúum stórveldanna og væri aðalhlutverk þess að vernda friðinn í heiminum. Flugflot- inn yrði að sjálfsögðu veiga- mikið vopn í höndum slíkrar framkvæmdanefndar. Hlutverk allsherjarráðstefnu hinna sameinuðu þjóða yrði eft ir hugmynd Roosevelts það, að ákveða hina almennu stefnu. er fraímkvæmdarfáðið og hinar einstöku nefndir ættu að fylgja í störfum sínum. Ef um væri að ræða stórkostlega ófriðar- hættu, yrði allsherjarþingið að sjálfsögðu kallað saman til þess að gefa framkvæmdaráðinu fyr irmæli um hvað gera skuli. Hvað verður um nýlendurnar? ÞANNIG er hugmynd Roose- velts um bandalag þjóðanna. Forsetinn hefír varast að móta ákveðna stefnu varðandi hin margþættu vandamál nýlendu- málanna. Eyjarnar í Kyrrahaf- inu eru þau landsvæði, sem mest snerta hagsmuni Banda- ríkjanna. Forsetinn er því and- vígur, að Bandaríkin lýsi vfir eignarrjetti sinum á eyjum þess um, í samræmi við fornar venj- ur. Þótt hann hiki aldrei við að hagnýta sjer hernaðarlega mik ilvæga staði, ef nauðsyn kref- ur, þá finst honum tæplega borga sig að leggja í allan þann kostnað og erfiðleika, er fylgja því ao þurfa að stjórna fjar- lægum og ófrjósömum land- svæðum. Bretar voru lengi vel hræddir um það, að Bandaríkja menn ætluðu sjer ekki að skila aítur eyjum þeim, sem þeir fengu til leigu og guldu fimtíu gamla tundurspilla fyrir. For- setinn fullvissaði hvað eftir ann að leiðandi menn í Bretlandi um það, að hann hefði enga yfirdrotnun í huga og ræddi að lokum málio ítarlega við for- sætisráðherrann. Kvaðst hann hafa kynt sjer rækilega kostn- að Breta við stjórn eyja þess- ara, og hefði hann reynst vera um það bil 20 miljónir dollara á ári. Væri það of hátt endur- gjald fyrir álitsaukann við að eignast eyjar þessar. Þegar Nýfundnaland bar á góma, sagði Churchill, að Bret- ar myndu aldrei af fúsum vilja láta það land af hendi, því að það væri elsta nýlenda bresku krúnunnar. Roosevelt vildi ekki fallast á þessa skoðun: ,,Ný- fundnaland er ekki nein krúnu nýlenda. Hún er gjaldþrota ný- lenda. Það er sá mikli mismun- ur“. Forsetinn myndi kjósa það, að oss yrði fengin í hendur um- boðsstjórn eyjanna í Kyrrahafi, eftir að þær hafa verið teknar af Japönum. Fáni hinna sam- einuðu þjóða mætti þannig gjarnan blakta yfir hinum við- skiítalega verðlausu skerjum, en fáni Bandaríkjanna yfir herstöðvunum. Hinir innfæddu íbúar Suðui'hafseyjanna hafa andstygð á Japönum, geðjast illa að Frökkum, því að þeir vilja láta þá klæðast, telja Breta auðvelda viðureignar, en oss þó enn betri við að skifta. Því ekki að taka það, sem best býðst, hugsa þeir. Þetla fyrirkomulag mætti túlka mjög víðtækt og láta það ná til sameiginlegra varna allra þjóða Ameríku. Til þess að tryggja þannig öryggi Suður-' Evrópuþjóðanna gæti verið nauðsynlegt fyrir hinar sam- einuðu þjóðir að hafa hernað- arbækistöð í Afriku til varnar gegn óvæntum árásum á Suð- ur-Atlantshafi. Forsetinn telur alveg rjettilega, að skyldan við að koma á stofn og viðhalda slikri herstöð ætli að falla á Bandaríkin og Brasilíu sameig- inlega í umboði hinna samein- uðu þjóða. Island — vandamálið í Norður-Atlantshafi. í NORÐUR-Atlantshafi er ís- land annað vandamálið. íslend- ingar eru sjálfstæð, prýðilega Imentuð þjóð með hefðbundna sjálfstjórnarkend, og þeir byggja eyju, sem er hernaðar- lega mjög mikilvæg fyrir sigl- ingar og flugsamgöngur um Norður-Atlantshaf. Við hinar gömlu aðstæður — áður en stórvelda tíminn, sem forsetinrr gerir ráð fyrir, kæmi til sög- unnar — gæti ísland í ró og friði gengið undir tvíeykinu með dönsku krúnunni. En nú hafa Íslendíngar lýst yfir sjálf- stæði sinu. Enginn gerir ráð fyrir því, að ísland gæti varist árásum voldugs ríkis. Varnar- laust gæti ísland því orðið mjög hættulegt framtíðarfriðnum í heiminum. Eyjarskeggjar þarfn ast engra stjórnmálalegra leið- beininga, en þeir kunna ef til vill að þarfnast verndar — ekki fyrst og fremst vegna sinna eigin hagsmuna, heldur vegna mannkynsins yfirleitt. Lausn- in kjmni því að verða sú, að hinar sameinuðu þjóðir hefðu þar flota- og flugstöðvar — ef til vill styrktar með nokkrum herstyrk Atlantshafsveldanna (leturbr. hjer). Grænland, sem að mestu leyti er óbygt, en ligg- ur þó í mikilvægri framtíðar flugleið yfir heimskautið, er annað vandamál. Þessar hugleiðingar gefa nokkuð til kynna gildi fjár- haldsstjórnarinnar. Þær leiða einnig glögt í ljós hugmyndir Roosevelts, forseta, varðandi framtíðarskipulagið. Allar frið- arráðstefnur munu þó að engu verða, ef stórveldunum tekst ekki að efna til einlægs sam- starfs sín á milli. Næstu heimsstyrjöld sjer for setinn fyrir hugskotssjónum sín um sem átök milli heimsálfa, styrjöld milli risa, sem hrista munu jörð alla og tortíma vest- rænni menningu. En friðartíma bilið, sem hann vonar að muni renna upp, verður líkast hin- um ávaxtaríka Pax Britannica á nítjándu öldinni, og gerir hann þá ráð fyrir því, að ríki þau, sem fær verða um að hefja styrjöld, sjái sjer sjálfum hag í því að varðveita friðinn. Fyrir þessu er einnig sú for- senda, að til staðar verði nægi- lega sterkur herafli til þess að brjóta á bak aftur alla ófrið- arseggi. Forsetinn gengur út frá því, að hinn ensku mælandi heimur hafi „engar árásarfyrirætlanir í guðhræddum sálum sínum“, eins og Mahan, aðmíráll, eitt sinn sagði. Afstaða Kínverja er ekki ljós, eftir að þeir hafa losnað við Japanina, en Kín- verja skortir iðnað og tækni til þess að geta orðið hættulegir í náinni framtíð. Einungis Rússar eru óútreiknanlegir. Heimsbylt ingarstefnan kann að vera liðin undir lok, en það eru til í Rúss- landi þjóðernisöfl, sem eiga rætur sínar að rekja lengra aftur en til októberbyltingar- innar — heimsveldastefna, sem á tveimur öldum þandi veldi Moskóvítahertoganna alt frá Eystrasalti til Kyrrahafs. Roosevelt, forseti, hefir tekið sjer fyrir hendur að sannfæra Rússa um tvent: 1) vináttu þjóð ar sinnar og 2) nauðsynina á því, að Ráðstjórnarríkin gerist aðilar í því starfi að fjarlægja tortrygnina og orsakir styrjald- anna, eftir þvi sem auðið er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.