Morgunblaðið - 28.06.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.06.1944, Blaðsíða 10
10 I MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 28. júní 1944 1Á/ ^Someróet yftjaiACýli \am: Sophia MacDurfrane. í leit að lífshamingju — 29. dagur — „Jeg er nýkominn til París- ar“, sagði jeg, „og jeg var að heyra að þið Larry væruð í þann veginn að gifta ykkur. Jeg óska ykkur innilega til hamingju. Jeg vona að þjer verðið mjög hamingjusöm“. -—• Jeg bældi niður óp um leið, því að Isabel kleip mig af öll- um kröftum í handlegginn. „Jeg dvel hjer aðeins nokkra daga, og ætlaði að spyrja ykk- ur Larry, hvort þið vilduð borða með mjer hádegisverð á Ritz á morgun. Jeg ætla einnig að ná í Gray, Isabel og Elliott Temington“. „Jeg skal spyrja Larry. Hann er hjerna núna“. Það var þögn andartak. „Jú, þakka yður fyr ir“. Jeg ákvað síðan tímann, sagði nokkur kurteisisorð í kveðjuskyni og lagði heyrnar- tólið. Þegar jeg sneri mjer við sá jeg svip í augum Isabel, sem mjer fanst all grunsamlegur. „Um hvað ertu að hugsa?“ spurði jeg. „Mjer geðjast ekki að svipnum á þjer“. „Fyrirgefðu. Jeg hjelt ein- mitt að hann væri það, sem þú ert lang hrifnastur af“. „Þú hefir ekkert illt í hyggju, Isabel?“ Hún sperti upp augun. „Nei, auðvitað ekki. Jeg er í rauninni mjög forvitin að„sjá, hvernig Sophia lítur út núna, eftir að Larry hefir endurbætt hana. Jeg vona bara að hún komi á Ritz með þykkt lag" af farða framan í sjer“. ★ Samkvæmið tókst vonum framar. Isabel og Gray komu fyrst og nokkrum mínútum síð ar hin tvö. Isabel og Sophia kystust ástúðlega og Gray og Isabel óskuðu henhi til ham- ingju með trúlofunina. Jeg tók eftir því að Isabel athugaði Sophiu með velþókn- unarsvip. Mjer varð sjálfum hverft við, þegar jeg sá útlit hennar. Þegar jeg sá hana á knæpunni í Lappe-götu, mjög drukkna, með farðað andlit, litað hár og í skærgrænu blúss unni, þá var, þrátt fyrir alt, eitt hvað æsandi, og jafnvel auð- virðilega hrífandi í fari henn- ar. Þótt hún væri a. m. k. einu eða tveim árum yngri en Isa- bel, virtist hún nú tíu árum eldri. . . Hár hennar hafði aftur feng ið sitt eðlilega lit, og var subbu legt eins og alt hár verður, sem einu sinni hexir verið litað. Á andliti hennar var ekki snefill af farða, og innan um allar förð uðu konurnar, sem í kring um okkur voru, virtist hún nærri því ósæmilega nakin. Húð hennar var ósljett og óeðlilega grágul. Jeg mundi vel eftir skærgrænu augunum hennar. Nú voru þau föl og litlaus. Hún var í rauðum kjól, sem bersýnilega var spánnýr, ogmeð hatt, tösku og skó í stíl. Jeg þykist ekki vera neinn sjer- fræðingur í kvenfatnaði, en jeg hafði það á tilfinningunni, að klæðnaður þessi væri of á- berandi við þetta tækifæri. Framan í kjólnum hafði hún stóra, óekta nælu, sem fengist hafði í Rivoli-götu. Við hliðina á Isabel, sem var í svörtum kjól með mjótt perluband um hálsinn og hafði mjög fallegan hatt, virtist hún lítilmótleg og sóðaleg. Jeg bað um coctail, en bæði Sophia og Larry afþökkuðu. Þá kom Elliott. Við fórum inn í borðsalinn, og þar sem við vor- um fjórir karlmennirnir en konurnar tvær, setti jeg þær Isabel og Sophiu gegnt hvor annari við borðið, og Sophiu á milli mín og Gray. Samræðurnar gengu fremur stirðlega, og mjer hefði veitst erfitt að halda þeim gangandi, ef Isabel hefði ekki verið þarna. Hún var í essinu sínjx. I hvert sinn, sem þögnin virtist ætla að verða vandræðaleg og jeg braut heilann í ákafa um eitt- hvað til þess að tala um, rauf hún hana með einhverri skemti legri athugasemd. Jeg var henni mjög þakklátur. ★ Við lukum við að borða, og byrjuðum á kaffinu. Þjónninn kom til okkar og spurði, hvort við vildum fá likör með því. Við neítuðum öll, nema Gray, sem sagðist vilja brennivín. Þegar flaskan kom, athugaði Elliott hana mjög vandlega. „Já, jeg get mælt með þessu", sagði hann. „Þetta gerir engum mein“. „Á jeg að koma með glas handa herranum?“ spurði þjónninn. „Nei, jeg má það því miður ekki“ Hann skýrði síðan þjóninum samviskusamlega frá því, að hann væri nýrnaveikur, og læknir sinn hefði bannað sjer að bragða áfenga drykki. „Nokkur tár af zubrovka munu ekki gera herranum neitt mein. Við höfum nýlega feng- ið sendingu frá Póllandi“. „Nei, er það satt!“ hrópaði Elliott. „Það er mjög erfitt að ná í það núna. Látið mig hafa eina flösku af því“. Þjónninn, sem var virðuleg ur náungi, fór síðan að ná í vín ið, og Elliott skýrði okkur frá því, að þetta væri pólsk útgáfa af vodka, er stæði því rúss- neska miklu framar. Larry, Sophia og jeg neituðum að láta freistast, en Isabel sagðist ætla að- reyna það. Jeg var dálítið hissa á því, því að venjulega drakk hún mjög lítið, og nú hafði hún þegar drukkið coc- tail og tvö eða þrjú vínglös. Þjónninn helti fölgrænum vökva Tglösin og Isabel þefaði af því. „Ó, en sá dásamlegi ilmur“. „Já, er það ekki?“ hrópaði Ellioott. „Það eru jurtirnar, sem þeir láta í það. Það eru þær, sem gefa þetta ljúffenga bragð. Jeg ætla rjett að skála við ykkur. Það getur ekki gert mjer neitt. „Það er guðdómlegt á bragð- ið“, sagði Isabel. „Það er eins og móðurmjólkin. Jeg hefi aldrei smakkað neitt eins gott. Við verðum að fá okkur nokkr ar flöskur af þessu, Gray“. „Jeg skal láta senda þær heim til ykkar“, sagði Elliott. „Ó, ætlarðu að gera það, Elli ott frændi?“ hrópaði Isabel með ákafa. „Þú ert svo góður við okkur. Þú verður að smakka á því, Gray. Það ilmar af nýslegnu heyi og vorblóm- um, af blóðbergi og ilmjurtum, og það er svo gómsætt og þægi legt, að það er eins og að hlusta á músik í tunglsljósi að drekka það“. Það var ólíkt Isabel að tala svona, og jeg var að hugsa um, hvort hún væri orðin lítið eitt ölvuð. Þegar gestirnir voru að fara, tók jeg í hendina á Sophiu og spurði hana, hvenær hún ætl- aði að gifta sig. „I næstu viku. Jeg vona að þjer verðið viðstaddur gifting- una“. „Jeg er hræddur um, að jeg verði ekki í París þá. Jeg fer til Lundúna á morgun“. Á meðan jeg var að kveðja hina gestina, fór Isabel með Sophiu út í horn og talaði þar við hana dálitla stund. Síðar >neri hún sjer að Gray. „Jeg kem ekki heim strax Gray. Það er tískusýning hjf Molyneux, og við Sophia ætl- um þangað. Hún þarf að sjá nýjustu kjólana“. „Já, jeg hefði mjög gaman af því“, sagði Sophia. Við skildum síðan. ★ Elliott kom til Claridge hálf- um mánuði síðar og jeg heim- sótti hann þar. Hann skýrði mjer, með mörgum fögrum orð um, frá öllum fötunum, sem hann hefði keypt sjer, og þegar jeg loks komst að, spurði jeg hann um giftinguna. „Það varð ekkert af henni“, svaraði hann kuldalega. „Við hvað áttu?“ „Þrem dögum áður en gift- ingin átti að fara fram, hvarf Sophia. Larry leitaði alsstaðar að henni“. „Það var undarlegt! Rifust þau?“ „Nei, langt frá því. Alt hafði verið ákveðið. Jeg átti að vera svaramaður. Þau ætluðu með lestinni austur á bóginn, þegar, að giftingunni lokinni. En í rauninni held jeg að Larry sje heppinn, að vera laus við hana“. Jeg gat mjer til, að Isabel hefði sagt Elliott alt af ljetta. „Hvað skeði eiginlega?“ spurði jeg. „Manstu eftir, þegar við borð uðum með þjer hádegisverðinn á Ritz? Isabel fór þá með henni til Molyneux. Manstu eftir kjólnum, sem hún var í? Hann var hræðilegur. Tókstu eftir öxlunum? Það er altaf hægt að dæma kvenkjól eftir axlasvipn um“. Ef Loftur getur það ekki — þá hver? Matti vitgranni Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. 4. Þegar. hann kom heim, spurði móðir hans: „Hvað fjekstu í dag?“ ,,Æ, það kom einn með brennivín, og hann gaf mjer hálfan pott“. „Hvað gerðirðu við það?“ „O, jeg gerði eins og þú baðst mig um og helti því upp í ermina mína“. „Já, en það var ekki rjett, sonur minn, þú áttir að skreppa heim eftir flösku og setja það í hana“. „Æ, vertu ekki að þessu, mamma, það skal jeg gera næst“, sagði Matti, „en svo kom maður með geitaflokk og gaf mjer lítið kið, og því tróð jeg niður í fötuna“, sagði hann. „Æ, vitlaust var þáð, og verra en vitlaust, sagði móðij hans, „þú áttir að binda spotta um hálsinn á kiðinu og teyma það heim“. „Æ, vertu ekki að þessu, mpma, jeg skal muna þetta alt næst“. Daginn eftir labbaði hann sig aftur niður að brúnni. til þess að taka á móti brúartollinum. Þá kom þar maður með hest klyfjaðan smjöri og vildi komast yfir brúna. En Matti sagði, að hann fengi ekki að fara yfir, fyrr en hann borgaði toll. „Jeg hefi ekkert til að borga með“, sagði maðurinn. „Jæja, þá færðu ekki að fara yfir“, sagði Matti, „en hafirðu vörur, þá get jeg tekið þær upp í tollinn“, sagði hann. ' ^ . Þá ljet maðurinn hann hafa smjörsköku, og fjekk svo að fara yfir brúna, og Matti var ekki seinn á sjer að slíta upp tág og binda hana utan um smjörið, sem hann dró á eftir sjer alla leiðina heim til sín, en þegar hann kom þangað, var auðvitað ekkert eftir af smjörskökunni, sem dreifst hafði víðsvegar við hina ómjúklegu meðferð Matta. „Hvað fjekstu í dag?“ spúrði móðir hans, þegar Matti tom heim. „Það kom maður með klyfjaðan hest með smjöri, og jet mig hafa eina sköku“. „Og hvar er hún?“ „Jeg grði eins og þú baðst mig um, mamma, jeg batt Lág utan um smjörpinkilinn og teymdi hann heim, en hann hvarf á leiðinni“. Konan: — Jeg hefi dálítið ó- vænt að segja þjer. Eiginmaðurinn: — Nei, er það? Og hvað ætlar mamma þín að vera hjer lengi? ★ „Hvað skuldar þú mikið í bílnum þínum, Sverrir?“ „Það er ekkert, bara and- virði hans til mannsins, sem jeg keypti hann af“. ★ „Er hann góður bílstjóri?“ „Jæja, þegar bugða er á göt- unni, þar sem hann beygir, gengur alt slysalaust“. ★ „Mjer þykir það leitt“, sagði hóteleigandinn, „en við eigum ekkert kaffi lengur“. „Það kemur mjer ekkert á ó- vart, það hefir orðið þynnra og þynnra með hverjum degi“. ★ — Jeg segi þjer það satt, að maðurinn minn hefir aldrei barið mig. — Tlvað er að heyra þetta. Hvað gerir hann þá í frístund- um sínum? BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU í fylkinu Kimsa í Kína var eitt sinn mikil hungursneyð og svo bættist það ofan á að þurka mikla og steikjandi hita gerði um sáðtímann svo að til stór- vandræða horfði. Ibúarnir tóku - því það fangaráð að færa veð- urguðnum fórnir og báðu hann nótt og dag um að láta nú rigna En goðið sinti engum bænum. Þá höfðu íbúarnir í hótunum við það, en ekki hreif það held-. ur. Að lokum mistu þeir þolin- mæðina. Tveir sterkir menn þrifu goðið af stalli og fóru með það upp á fjall. „Þarna getur þú fengið að dúsa“, sögðu þeir, „svo að þú getir fengið að finna, hve þægi legt það er að vera úti í steikj- andi sólarhita og fá ekki einn vatnsdropa til þess að svala sjer“. Þetta hreif. Þremur dögum seinna kom steypiregn. ★ — Hjerna eru nokkrir aurar, vesalingur, og í húsinu þarna á móti getið £>jer sjálfsagt fengið atvinnu. Betlarinn: — Kærar þakkir, frú, bæði fyrir peningana og viðvörunina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.