Morgunblaðið - 02.07.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.07.1944, Blaðsíða 5
Sunnudagur 2. júlí 1944 - ftíORGÖNBL/ 5 AIð Á nýrri öld. Þegar tekur .að líða, frá lýð- veldishátíðinni, og Jiinir nýlegu alburðir taka sitt rúm í endur- minningunni, fara menn að hugsa nánar um aðdraganda og afleiðingar hinna merku tíma- móta. Og þá finna menn ennþá betur en áður til innilegrar gleði yfir því sem orðið er. Hver einasti Islendingur, sem er og hefir verið einlægur í sjálfstæðismálinu, hlýtur að finna til meiri ábyrgðar gagn- vart þjóð sinni og samferða- mönnum, en áður, finna til þess, að nú er hvorki tími nje staður til að nöldra yfir smá- munum, eins og við oft höfum unað við, íslendingar. Frelsis- ást og sjálfstæðisandi þjóðar- innar sigraði með þeim glæsi- leik, að varpa mun Ijóma yfir ófarna leið vora. Síðasti áfanginn. Fyrir einu ári síðan var útlit- ið þetta: Einn af stjórnmála- flokkum landsins hafði snúist algerlega öndverður gegn stofn un lýðveldis á þessum tíma. og vann opinberlega gegn því að svo yrði. Þetta Ijetu forystu- menn flokksins sjer sæma, enda þóll þeir hefðu þ. 7. apríl 1943 skriflega skuldbundið sig til þess að fylgja fram lýðveldis- stofnun 17. júní 1944. Frá skuld binding sinni hlupu þessir menn. Svo mikið fanst þeim við liggja. Og heimtuðu að ekkert yrði gert í málinu, fyrri en frið ur væri kominn á, hvenær sem það yrði. Menn hafa ástæðu til að ^gleðjast yfir því, að andstöðu þessari varð eytt. Fyrir einum 6 mánuðum síð- an stofnuðu 14 menn, sumir þeirra þjóðkunnir, til blaðaút- gáfu, til þess að berjast gegn lýðveldisstofnuninni, og það eft ir að 45 af 52 þingmönnum höfðu tekið ákvörðun um að lýðveldi yrði hjer stofnað á hinum tilsetta tíma. Andstaða þessara manna hjaðnaði niður eins og mjöll fyrir sól. Það tókst að sameina þingið, og síðan að heita má alla þjóð- ina um málið. Og síðan fjekkst viðurkenning fyrir lýðveldinu frá hverri þjóðinni af annari, og' vinarkveðjur frá foringja frjálsra Dana, og jafnvel frá Krisljáni konungi Tíunda. Það er sannarlega ástæða til að gleðjast. En fyrst og fremst er ástæða til þess fyrir Alþingi og þá menn, sem þar eiga sseti, og áitu drýgstan þátt í því, að Alþingi stóð einhuga að lokum í málinu. Þaðan er fyrst og fremst þjóðareiningin runnin. Forsetakjörið. Vitaskuld hefði það verið á- nægjulegra, ef allir þingmenn hefðu verið sammála um að kjósa einn og sama mann til forseta. En engum getur dulist, að það er tvent óskylt, að vilja nú stofna sjálfstætt lýðveldi eða vera sammála um það, að einrí og sami maður skuli vera þjóð- höfðingi. Þegar þeir menn, sem ekki alls fyrir löngu voru hraðastir á undanhaldinu eða hægastir í sókninni, ætla nú að reyna að breiða yfir fyrri feril sinn, með því að fjargviðrast út af for- setakjörinu, sýna þeir ekki ann að, en að þeir finna til þess, REYKTAVIKURBRJEF að þeir hafa ftekkólla samvisku úlaf fyrri aðstöðu og gerðum. En auk þess er það vitað, að þingmenn Alþýðu- og Fram- sóknarflokksins voi'u óákveðnir í forsetakjörinu fram á síðuslu daga, og annar flokkurinn ívístr aður er til kosninganna kom. Árásir. SVO langt er gengið í þessu máli, að 1 blöðum Framsóknar og Alþýðuflokks er ráðist á Gísla Sveinsson forseta samein aðs þings, fyrir það eitt, að hann gefur hógværar og rök- rjettar skýringar í málinu. Gísli Sveinsson hefir þó ekki haldið fram öðru en því, að það sje skylda þingmanna að fylgja sannfæringu sinni. Þetta liggur í augum uppi að er rjett. Kosn- ing Sveins Björnssonar forseta var fyrirfram trygð. Þeir þing- menn, sem kusu hann ekki, hafa ekki óskað eftir að ljá hon um fylgi, og hafa talið óþarft að tilnefna annan eða aðra, þeir sem engan nefndu, úr því úr- slitin voru fyrirfram ákveðin. Þeir, sem hæst láta í þessu máli, eru því að heimta, að á helgustu stund í sögu Alþingis brygðust þingmenn þeirri stjórnarfarslegu skyldu, að fylgja sannfæring sinni. Slíkar árásir eru óviðfeldnar frá hendi þeirra manna, sem þykjast hafa af einlægni stutt lýðveldisstofn unina. Hálmstrá Alþýðuflokksins. SKRÍPALÆTI Alþýðuflokks forkólfanna í þessum eftirleik, eru þéim alveg gagnslaus. .All- ir vita, að forustumenn þess flokks, flestir, börðust gegn ]ýð veldisstofnun nú, alt fram til þess, að þeir sáu, að ef þeir hefðu haldið lengur áfram, var þjóðin öll að snúa við þeim bak inu og flokkurinn að komast á heljarþröm. Það getur enginn tekið alvar- lega, er flokkurinn, sem lengst barðist gegn þjóðareiningu í lýðveldismálinu, og stofnaði því lil óeiningar og glundroða, sem gat haft alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðina í nútíð og fram- tíð, skuli nú þykjast hneyksl- aður á forseta kjörinu. Sem betur fer tókst að sam- eina þingið um lýðveldisstofn- unina og síðan þjóðina. En sú eining, sem mest á reið-, er ekki að þakka forkólfum Alþýðu- flokksins. Síður en svo. Þetla vila þeir sjáifir. Og þetta :man þjóðin, enda þótt það tækist að snúa þessum flokki, á síðustu stund, frá villu síns vegar. Frelsi og menning. Forstöðumenn sögu sýningar- innar, sem haldin er í Menta- skólanum, völdu henni einkenn isheitið „Frelsi og menning“. Margt getur falist í þeirri nafngift. En fyrst dettur gest- unum í hug, að það sem fyrir höfundunum vaki, sje hin nánu tengsl þessara tveggja hugtaka, Ekki síst í sögu íslendinga. Þjóð in varð til fyrir frelsisþrá. Menning okkar reist á frelsinu, og það besla, sem hún hefir alið, er ræktun manngildis í frjálsu þjóðfjelagi. Svo stuttur var undirbúning- urinn- undir sýningu þessa, að 1. júlí. mörgum þótti orka tvímælis, hvort frambærileg sýning feng ist svo af skyndi. En allir, sem sýninguna sjá, ljúka upp einum munni um það, að fróðlegri og smekk- legri sýning hafi hjer vart sjest. Þó er ekki þess að leyna, að menn óska sjer að tími hefði verið lengri, til að fá þarna meira af nytsömum' sögufróð- leik. Við fyrsta yfirlit blasir það við augum gestanna. að hjer er þjóðaræfinni skift niður á eðlilegan hátt, í upphafsþátt, þjóðveldi, viðnám, niðurlæging, dagrenning og baráttu, sem nú er lokið, að því að við víkur stjórnfrelsi. En öll meðferð sögunnar, efnisval og framsetning, er gerð með þeim hætti, að auðsjeð er, að hjer hafa verið menn að verki, sem líta á sögu þjóð- arinnar frá nýjum sjónarhól. Hjer er sögð saga í leifturskýr- um myndum, með hæfilegum hnitmiðuðum og áhrifamiklum tilvitnunum í fornar heimild- ir, með haglega gerðum upp- dráttum og meira og minna táknrænum málverkum. Auk þess er þarna mikið ljósmynda- val frá þeim tíma, sem sú tækni kom til sögunnar. Jeg get ekki látið hjá líða að örfa alla þá, sem þess eiga kost, að skoða sýningu þessa, og gefa sjer góðan tíma, eða fara þang- að oftar en einu sinni. Það, sem þar er hægt að læra, verður trauðla lært á einum degi. Kveðja. Af öllum þeim kveðjum, sem þjóðinni hafa borist síðustu vik ur, tel jeg eina sjerstaklega eftirtektarverða. Hún birtist í blaði norsku stjórnarinnar í London, „Norsk Tidend“, þ. 21. júní, eftir A. H. Winsnes pró- fessor og heitir „En norsk takk til Island“. Þar skýrir hann m. a. frá, í hve mikilli þakkarskuld norska þjóðin standi gagnvart íslend- ingum, þ. e. þeim. sem sömdu og varðveittu þann sag'nfræði- arf, er skóp endurnýjaðan lífs- þrótt í norsku þjóðina. Flytur hann þar sama mál og Jac S, Worm Múlher. er hann kom hingað sumarið 1942, og þakk- aði höfundi Heimskringlu fyrir viðnámsþrótt norsku þjóðarinn- ar í dag. En Winsnes prófessor minn- ist á það í grein sinni, að eigi geti hjá því farið, að íslenska þjóðin, sem svo miklu hafi get- að miðlað af andlegri auðlegð á fyrri tímum, hljóti að eiga eða geta átt mikil verk að vinna ekki aðeins fyrir sjálfa sig, heldur og fyrir aðrar þjóðir. Við ættum ekki að missa sjón ar á því marki. Þjóðminjasafnið. Við þurfum að læra að meta fortíð þjóðarinnar, meta hana rjett, og fá þaðan samtakamátt til að bera höfuðið hátt, og vinna ný afrek. Þjóðminjasafnið er okkur í því efni nauðsynlegur skóli. í framtíðinni verður það ekki talin nein tilviljun, að Alþingi samþykti á fyrsta þingdegi eft- ir lýðveldisstofnunina, að leggja j fram 3 miljónir króna til veg- legrar byggingar fyrir þjóð- minjasafnið. Ómetanlegir fjársjóðir þessa safns hafa aldrei verið geymd- ir í þeim húsakynnum, að al- menningur gæti fyllilega notið þeirra. Auk þess hefir safnið aldrei verið full trygt, sem skyldi, fyrir eldhættu. Ónefndur velunnari safnsins lofaði fyrir nokkrum missirun? að leggja fram 15 þúsund krón- ur, til þess að kostuð verði sam kepni milli húsameistara um besta uppdrátt af húsi fyrir safnið. Til þess að sú samkepni geti komist á, þarf að ákveða hvar safnið eigi að standa. Talað hef- ir verið um, að hentugur og veglegur staður fyrir safnið væri á hinu óbygða svæði milli Skólavörðutorgs og Barónsstígs. En §igi hefir fengist ákvörðun um þann slað. Háskólamenn vilja að safnið verði reist á há- skólalóðinni norðvestanverðri, m. a. vegna þess, hve hentugt er að hafa þessa mentastofnun í háskólahverfinu. Eigi má það dragast lengur að ákveða hvar safnið verði reist, svo hægt sje að hefja und- irbúning að byggingunni sem allra fyrst. Heima og erlendis. Nú, þegar mikið er rætt um, hve nauðsynlegt það sje, að þjóðin standi sem mest samein- uð, væri eðlilegt að þeim ís- lendingum sje ekki gleymt, sem dvelja erlendis. Um nokkurt árabil, áður en styrjöldin braust út, var hald- ið uppi vikulegu stuttbylgju út varpi til landkynningar út um heim. Utvarp þetta náði víða, og gerði sitt mikla gagn. Á lýðvéldishátíðinni var tek- ið upp stutlbylgjuútvarp, svo i landar erlendis gætu heyrt nokk uð af því, sem fram fór á Þing- völlum. En því ekki að taka upp reglulegar útvarpssendingar til útlanda að nýju. Ná með því lífrænu sambandi við Islend- inga, sem dvelja út um heim. Láta þá hjeðan af fylgjast með því sem gerist hjer heima. Örfa þá, hvern á sínum stað, að vinna þjóð sinni það gagn, sem þeir best mega. Af slíku útvarpssambandi við íslendinga er dvelja fjarri fóst- urjarðarströndum, gæti hlotist margt gott og gagnlegt fvrir þjóðina, en jafnframt mætti reka landkynningu með líku sniði og Ragnar heitinn Kvaran vann að, meðan hans naut við. Einkennileg málfærsla. Ritstjóri Tímans hefir hvað eftir annað skrifað svæsnar árás argreinar í blað sitt í garð við- skiftaráðs og Björns Ólafssonar fyrir það að kaupfjelögin sjeu órjetti beitt í úlhlutun innflutn ingsleyfa. Hjer sje á ferðinni hin svæsnasta einokun og harð- stjórn. Landsmenn fái ekki að versla þar sem þeim sýnist. Þeir. sém kynnu að vilja versla við kaupfjelögin, fái þar ekki nauðsynjar sínar, og verði að snúa sjer í aðrar áttir. Aðalfundur S. í. S. tekur í sama streng og ritstjórinn. Heimtar meiri innflutningsleyfi og „kúgun“ viðskiftaráðs sje af ljett. En fyrir nokkru birti við- skiftamálaráðherra skýrslu um það,,hve mikil innflutningsleyfi Sambandið hafði ónotuð um síð ustu áramót, til innflutnings á þeim vöruflokkum, sem mest eru takmarkaðir í innflutnings fyrirmælum viðskiftasamning- anna. Sambandið hafði þá ónotuð leyfi til innflutnings er námu 3 miljónum fyrir vefnaðarvör- ur, % miljón fyrir búsáhöld og % miljón fyrir skófatnað, alls 414 miljón. Þetta er öll „kúgunin11 sem Sambandið hefir orðið fyrir. Hve margar miljónir skyldi rit stjóri Tímans og Co. álíta að Sambandið þurfi af innflutn- ingsleyfum^um fram það, sem notuð eru, til þess að hann telji nægilegt olnbogarúm fyrir kaupfjelagsmenn? Hann ætti að upplýsa það fyrst, áðuræn hann heldur klögumálum sínum áfram. Landsbókasafnið á nú 155355 bindi SAMIvVÆMT ritaukaskrá' Landsbókasafnsins, sem blað- inu hefir nýlega borist, átti safnið 155,355 bindi bóka í árslok 1943, en handrit vorrí 9302 bindi. Ilöfðu safninu bætst allmargar bækur á ár- inu, þar af verulegur hluti gefins. 1 formála fyrir ritauka- skránni ritar landsbókavörð- ur, dr. Þorkell Jóhannesson um hina miklu erfiðleika, sem styrjaldarástandið hefir skap- að safninu á ýmsa lund. Þann- ig hefir safnið á undanförn- um árum sama og ekkert get- að eignast af bókum á Norður- landamáhlnum og þýsku, vegna styrjaldarinnar. Einnig er mjög bagalegt, að menn skuli ekki hafa aðgang að handrita- safninu enn. Þá kveður landsbókavörð- ur húsnæði tefja mjög vöxt, og þróun safnsins, og kveður svo ramt að þeim, að torvelt er að sjá, hvernig hægt verð- ur að halda safninu og starfi þess í horfi hin næstu ár, nema bót verði á húsnæðisvandræð- unum ráðin. Landsbókavörður getur ]>ess að safnið eigi von í tækjum til þess að lesa af mjófilmum, en á slíkar filmur eru oft tekn- ,ar eftirmyndir bóka og hand- rita. Getur safnið með þessum móti eignast myndir af bók- um, sem enginn kostur er að fá og löngu orðiiar fágætar. Japanar hrisida áráswn á Guam JAPANSKA frjettastofan segir í dag eftirfarandi: „Jap- anska setuliðið á Guam skaut á og rak á flótta þrjú beitiskip og stóran tundurspilli óvin- anna, sem hófu skothríð á stöðv ar þess. Einnig voru hraktar á flótta 80 óvinaflugvjelar, sem reyndu að gera atlögu að stöðv um setuliðsins“. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.