Morgunblaðið - 04.07.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.07.1944, Blaðsíða 1
 31. árgangur. 146. tbl. — Þriðjudagiim 4. júlí 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f. BANDARIKJAMEIMN BYRJA S SUÐUR CHERBOURGSKAGA KN Báðir SiSýfðu Sienna London í gærkveldi: Borgin Sienna, sem er nú á valdi bandamanna, er fræg fyr- ir miklar fornmenjar, enda gættu Frakkar, sem tóku borg- ina, þess vel, að skjóta ekki á hana af fallbyssum, og þýski herinn hörfaði úr borginni, er Frakkar nálguðust. Urðu því ekki neinar skemdir á hinum dýrmætu minjum hennar. Afínarsstaðar á ítalíu hefir sókn bandamanna verið allhröð að undanförnu; þannig eru nú sveitir áltunda hersins komnar norðurfyrir hrasimenusvatn og hefir tekist að yfirbuga mót spyrrru Þjóðverja, sem lengi vel var hin harðasta beggja megin vatnsins. Á Adriahafsströndinni sækja bandamenn einnig hratt fram; hafa komist yfir á eina og eru nú aðeins um 15 km. frá hinni mikilvægu hafnarborg Ancona. Lítur út fyrir að Þjóðverjar hyggi enn um stund á hratt und anhald norður ítalíuskagann. Italskir fallhlífahermenn úr flokki Mussolinis hafa nú að sögn byrjað að berjast með.Þjóð verjum á ítalíu. — Reuter. • m • Bretar þjarma að Japönum í Burma London í gærkveldi: Breskar hersveitir eru nú komnar mjög nærri mikilvægri birgðastöð Japana, Ugru, en hún er fyrir austan Manipur- hjeraðið. Eru næstu sveitir bandamanna komnar svo nærri borginni, að þær eru ekki nema rúmar 6 km. frá henni. Fyrir suðvestan borgina er mót- spyrna Japana mjög hörð, en þar eru bardagarnir nokkuð fyrir suðaustan Iraphal. — Reuter. ÞjóðYerjar berpsf við franska London í gærkveldi. Þjóðverjar hafa nú sjálfir sagt frá því, að þeir ættu í bar- dögum við franska skæruliða í Mið-Frakklandi,. en af þessu hafa fregnir verið að berast að undanförnu. Ekki er getið ,hvar þessir bardagar áttu sjer stað, nje hve miklir þeir voru. Þrír þýskir hers- höfðingjar falla London í gærkveldi. Þýska frjettastofan segir í dag, að þrír þýskir hershöfð- ingjar hafi fallið á Rúss-lands- vígstöðvunum undanfarna daga Voru þetta alt hershöfðingjar, sem stjórnuðu herfylkjum. Seg ir frjettastofan, 'áð þeir hafi allir fallið í fylkingarbrjósti, er þeir stýrðu hersveitum sín- um fram til orustu. — Reuter. Fleiri finsk börn til Svíþjóðar. Stokkhólmi: — Tvö hundrtið finsk börn komu til Vaennanes í Svíþjóð snenima í síðasta mán uðu. Voru þau frá Uleaborg. Börn þessi voru svo mögur og illa útlítandi, að sænskar hjúkr unarkonur gátu ekki varist gráti, er þær sáu þau. igismaour Eins og kunnugt er, er nú ein- ræðisstjórn í Rúmeníu. þótt landið sje konungsríki að nafn- inu til, og heitir sá Jon Anton- escu marskálkur, sem æðstu stjórn landsins hefir með hönd- um, auk þess, sem hann er yf- irhershöfðingi als Rúmenahers. Wállace farinn frá Chunking. London í gærkveldi: Henry Wallace, varaforseti Bandaríkj- anna, er nú farinn frá Kína á leið heim, eftir að hafa kynt sjer mjög nákvæmlega alla að- stöðu Kínverja í hinni erfiðu baráttu þeirra. — Reuter. Allt kyrrt á Caen Tillysvæðinu London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. SNEMMA í MORGUN hófu Bandaríkjamenn á Cherbourg- skaganum sókn sem stefnt er í suður og suðvestur. Var sóknin undirbúin með mikilli stórskotahríð, en síðan sótti fótgöngu- liðið fram. Síðustu fregnir herma að sótt sje fram á 16 km. víglínu, og stefna að hafnarbænum Havre de St. Germain, og nálgast herirnir þegar þá borg. — Á orustusvæði Breta milli Caen og Tilly hefir ekkert verið um að vera. Verklall heldur álram í Höfn London í gærkveldi. Stokkhólmsfregnir og fregn- ir frá Kallundborgarútvarpinu herma, að allsherj averkfallinu í Kaupmanahöfn sje enn ekki afljett og lausafregnir segja, að verkföll hafi byrjað í 24 öðrum dönskum bæjum. Þá segja Stokkhólmsfregnir, að Þjóðverj ar hafi tekið á sitt vald allar verksmiðjur í Höfn. -— Ekki hafa Þjóðverjar enn leyst upp Schalburg-sveitirnar, en um- ferðabanni til Hafnar hefir ver ið afljett. Einnig er svo frá skýrt, að Kaupmannahafnarbú ar fái nú aftur vatn, gas Og raf magn. — Meginástæðan til þess að verkfallið heldur áfram, er talin sú, að Þjóðverjar hafi enn ekki afljett umferðabanninu í Kaupmannahöfn sjálfri. EIÍSSHR TILKYNNAIÖKU MINSK Sfiimon kontinn lilífalíu London í gærkveldi: Tilkynt hefir verið í aðal- stöðvum bandamanna á ítalíu, að Henry L. Stimson, hermála- ráðherra Bandaríkjanna sje þangað kominn. Kom hann loft leiðis. Hann mun athuga herlið, sjúkrahús og annan hernaðarút búnað Bandaríkjamanna á ítal íu og ræða við herstjóra þeirra þar. — Reuter. London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. DAGSKIPAN var út gefin af Stalín snemma í kvöld, þar sem tilkynt er, að höf- uðborg Hvíta-Rússlands, Minsk, hafi þá um daginn verið tekin með áhlaupi, eft ir að sótt hafði verið að borg inni bæði beint og einnig í mikilli tangarsókn. Einnig er sagt í herstjórnartilkynn ingu Rússa, að barist sje nú á götunum í Polotsk, sem er um 65 kms norðaustar. Mikil bækistöð. Minsk, sem hefir verið á valdi Þjóðverja í þrjú ár og eina viku, er stór borg. Voru þar fyrir stríð 240.000 íbúar. Hafa Þjóðverjar haft það mikla bækistöð. Þjóðverjar hafa enn Barist í Polotsk ekki viðurkent fall borgarinn- ar, en segja að „hreyfihernaður sje háður á Minsk-svæðinu". Minsk var síðasta mikla bæki stöð Þjóðverja í Hvíta-Rúss- landi, en norðan borgarinnar eru Rússar þegar komnir yfir pólsk-rússnesku landamærin fyrrverandi, en sjálf er borgin um 22 km. frá þeim. Þetta var fyrsta stórborgin rússneska, sem Þjóðverjar tóku í sókn sinni sumarið 1941. Það er álitið að allmikill þýskur her hafi varið borgina, en ekki er að svo komnu ljóst, hvað um hann hefir orðið. Und anhaldsleiðir hans til vesturs voru orðnar allörðugar að sögn Rússa, sem kváðust hafa rofið járnbrautir þær, sem til vesurs liggja frá borginni. Aðrar vígstöðvar. j Rússar kveðast í herstjórnar tilkynningu sinni hafa unnið nokkuð á milli vatnanna La- doga og Onega, fyrir norðan og norðvestan Petrosavodsk, og á Kirjálaeiði eru miklir bardagar háðir. Þar berjast nú að sögn Finna þýskar hersveitir með i hinum finsku. 1 Þá kveðast Rússar komnir inn í Polotsk, en Þjóðverjar munu þegar hafa flutt nokkuð af liði sínu á brott úr þeirri borg og mist mörg þorp milli Polotsk og Minsk, sum vestar , en báðar þessar borgir eru. Bandaríkjamenn hafa í sókn sinni mætt harðri mótspyrnu, aðallega meðfram ströndinni, þar sem Þjóðverjar hafa mikil virki. Annars munu Þjóðverj- ar hafa varnarkerfi nokkurt all mikið sunnar. Illt flugveður. Það hindraði Bandaríkja- menn nokkuð í sókninni, að flugveður var ákaflega illt, dynjandi rigning alla nóttina og langí fram á dag og skygni mjög illt, að engar flugvjelar gátu stutt sóknina fyrr en síð- degis í dag, en þá komu nokkr- ar orustuflugvjelar á vettvang. — Segir frjettaritari vor í að- alstöðvum bandamanna, að þúsundir flugvjelar bíði tæki- færis til árása, en veðrið hefir verið mjög illt að undanförnu, regn og þoka á.Ermarsundi. Eftir stórbardagana. Svo má segja, að nú sje logn eftir storminn á Caen-Tilly- svæðinu, þar sem ekkert hefir verið um bardaga þar í dag, nema smáskærur einar. Hafa báðir aðalar notað hljeið til þess að endurskipuleggja lið sitt, enda mun allmikill ring- ulreið vera komin á sumar sveitirnar eftir hinar óhemju hörðu orustur undanfarinna daga. Skriðdrekasveitir Rommels. Sagt er, að Rommel stjórni nú sjálfur liði Þjóðverja á inn- rásarsvæðinu, en von Rund- stedt sje yfirhershöfðingi, hafi með öðrum orðum svipað starf með höndum og Eisenhower. Ekki er talið að sveitir Romm- els hafi nema lítinn hluta þeirra skriðdreka, sem slíkar sveitir eiga að hafa fr.llskipaðar. Danskur njósnari dæmdur. Stokkhólmi: — Hæstirjettur Svía hefir staðfest dóm undir- rjettar, þar sem danskur flótta- maður var dæmdur í 10 mánaða betrunarhúsvist fyrir njósnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.