Morgunblaðið - 04.07.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.07.1944, Blaðsíða 10
10 MORQ DNBLAÐIÐ triðjudaginn 4. júlí 1944. Elliott TemingtoH. 1Á/ Someróet Yl/jau^L lam: í leit að lífshamingju 34. dagur — Matti vitgranni Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. ' 9. koddanum og velti sjer upp úr hrúgunni, settist síðan úti í eldhúsi og beið þess að móðir hans og konuefni kæmu. Það fyrsta, sem kerlingu þótti undarlegt, þegar hún kom í hlað, var að hundurinn skyldi ekki koma á móti henni, eins og hann var vanur. Það næsta, sem hún sakn- aði, var kötturinn, sem alltaf var á hlaðinu, þegar veður v^r gott. Græna kjólinn, sem hún hafði ætlað tengda- dóttur sinni, sá hún ekki heldur. Nú ætlaði hún inn að spyrja Matta um þetta allt saman, en um leið og hún opn- aði hurðina, fossaði vatnið út gegnum dyrnar, svo þær skullu flatar, hún og Salvör. Þær urðu að fara inn um eldhúsdyrnar, heldur blautar, og sáu þar skrýtna sjón. Þar sat Matti, allur í fiðfi frá hvirfli til ilja. ,,Hvaða asnapör hefirðu nú gert?“ surði móðir hans. „Jeg gerði, eins og þú baðst mig um, mamma,“ sagði Matti. „Jeg bar inn vatn í baðstofuna, -— baðstu mig ekki um það? — en það vildi ekki ná upp á fimmtu fjöl, það rann alltaf út aftur, ef það kom lengra en upp á fjórðu. Það komst aldrei hærra“. „Já, en hvar eru þeir Kálfur og Bógur“, sagði kerling og vildi hætta að tala um þvottinn á baðstofunni. „Hvað hefirðu gert af hundinum og kettinum?“ spurði hún. „Jeg gerði eins og þú baðst mig um, mamma og settí þá í ottinn. Þeir voru nú dálítið óþægir vig mig“. „Forsmánar bjáni geturðu verið, þú áttir að sjóða kálfs- ket og lambsbóg, sem hjekk úti í skemmu. Og hvað gerð- irðu svo við græna kjólinn, sem jeg ætlaði henni tengda- dóttur minni?“ „Æ, jeg gerði alveg eins og þú baðst mig um, mamma“, sagði Matti. „Kjóllinn hjekk úti í garðinum og var svo miklu grænni en allt annað þar, og svo tók jeg hann og klipti hann í smátætlur og Ijet hann í pottinn". „En hvað hefirðu gert við sjálfan þig, drengur, það eru ósköp að sjá hvernig þú lítur út“. „Jeg fór alveg eins að og þú sagðir mjer, mamma. — Fyrst makaði jeg mig allan í sýrópi, og svo tók jeg fiðrið úr koddanum og fiðraði mig upp, eins og þú sagðir mjer að gera“. „Þú tekur hlutina helst til bókstaflega, Matti sæll“, Jeg dvaldi hjá honum allan seinni hluta dagsins. Það kom skeyti frá Isabel um að þau kæmu morguninn eftir. Það var ósennilegt, að þau kæmu nógu snemma. Læknirinn kom. Hann hristi höfuðið. Þegar leið að sólsetri, vaknaði Elliott. Hann f jekk þá örlitla næringu. Virtist hún hressa hann dálítið. Hann gaf mjer merki um að koma að rúminu til sín. Rödd hans var mjög veik. . „Jeg hefi ekki enn svarað heimboði Ednu“. „Vertu ekki að hugsa um það núna, Elliott“. „Hversvegna ekki? Jeg hefi altaf verið heimsmaður. Jeg veit ekki, hversvegna jeg ætti að gleyma öllum mannasiðum núna, þegar jeg er á förum. — Hvar er kortið?“ Það lá á arinhillunni og jeg fjekk honum það, en jeg efast um, að hann hafi sjeð það. „Það er skrifpappír í skrif- borði mínu. Ef þú vilt ná í hann„ ætla jeg að lesa þjer fyr ir svar mitt“. Jeg gerði það, og settist nið- ur við hliðina á rúmi hans. „Ertu reiðubúinn?11 „Já“. Augu hans voru lokuð, en um varir hans Ijek hrekkjótt bros. Hvað skyldi nú koma hjá honum? hugsaði jeg með mjer. „Hr. Elliott Temington þyk- ir leitt að geta ekki þegið hið vinsamlega boð prinsessu No- vamali, þar sem hann hefir á- kveðið stefnumót við sinn bless aða Drottinn“. Hann hló lágt og draugalega. Andlit hans var einkennilega bláhvítt. Hann hjelt enn á boðs kortinu í hendinni. Jeg hjelt, að það væri honum til óþæg- inda og ætlaði að taka það af honum, en hann tók aðeins fast ar um það. Hann fjell í einhvers könar dvala. Hjúkrunarkonan hafði vakað yfir honum nóttina áður, og var nú mjög þreytuleg, svo að jeg sendi hana í rúmið og lofaði að vekja hana, ef nauðsynlegt væri. Annars var auðvitað ekk- ert hægt að gera. Jeg kveikti á lampa og las, þangað til mig sveið í augun. Þá slökti jeg og sat í myrkrinu. Nóttirr'var hlý og gluggarnir opnir upp á gátt. Með vissu millibili var altaf nær albjört í herberginu af ljósglampa frá vitanum. Tunglið, sem myndi horfa niður á hina tómlegu, há- væru glaðværð í grímudans- leik Ednu Novamali, þegar það væri fult, gekk nú undir, og á djúpum bláma himinsins blik- uðu óteljandi stjörnur, með nær óttaþrungnum ljóma. Jeg hefi sennilega blundað örlítið, en hrökk alt í einu upp við snögt, reiðilegt hljóð, skelfi legasta hljóðið, sem mannlegt eyra getur heyrt, dauðahrygl- una. Jeg gekk yfir að rúminu og við skfmu frá vitanum þreif aði jeg á slagæð Elliott. Hann var dáinn. Jeg kveikti á lampanum og horfði á hann. Kjálkinn var máttlaus. Augu hans voru op- in, og áður en jeg lokaði þeim, starði jeg í þau andartak. Jeg klöknaði og jeg held, að nokk- ur tár hafi dropið niður kinn- ar mínar. Þarna lá gamall, kær vinur. Jeg varð hryggur, þegar jeg hugsaði um, hve heimsku- legt og tilgangslaust líf hans hafði verið. Það skiftriitlu nú, þótt hann hefði farið í ótelj- andi samkvæmi og skeggrætt við prinsa, hertoga og greifa. Þeir höfðu þegar gleymt hon- um. ★ Jeg sá enga ástæðu til þess að vekja hjúkrunarkonuna og settist því aftur í stól minn við gluggann. Jeg svaf, þegar hún kom inn kl. 7. Jeg ljet hana gera það, sem hún áleit viðeig- andi, og fór niður til þess að fá mjer morgunverð. Síðan fór jeg á járnbrautarstöðina til þess að taka á móti Isabel og Gray.'Jeg sagði þeim, að Elli- ott væri dáinn, og þar eð þau komust ekki fyrir í húsi hans, bauð jeg þeim að dvelja hjá mjer, en þau vildu heldur vera á gistihúsi. Jeg fór síðan aftur heim. — Síðar um morguninn hringdi Gray til mín til þess að láta mig vita, að Jósep hefði fengið þeim brjef, stílað til mín, sem Elliott hafði trúað honum fyrir. Jeg sagðist skyldi koma þegar í stað, og klukku- stund síðar var jeg kominn þangað. Útan á umslaginu stóð: A-f- hendist þegar eftir dauða minn, en brjefið sjálft innihjelt fyr- irskipanir varðandi útför hans. Jeg vissi, að hann vildi láta grafa sig í kirkjunni, sem hann hafði bygt, og hafði jeg þegar sagt Isabel það. Hann vildi láta , smyrja sig og nefndi nafnið á fyrirtækinu, sem hann ætlaði að trúa fyrir því. ,,Jeg hefi afl- að mjer upplýsinga um þá“, skrifaði hann, „og þeir eru sagð, ir ágætir. Jeg treysti þjer til þess að sjá um, að það verði ekki kastað til þess höndunum. Jeg óska eftir, að jeg verði klæddur í búning forföður míns, með sverð hans við hlið mjer og orðu Golden Fleece riddarareglunnar á brjósti mjer. Þú átt að velja fyrir mig kistuna. Hún á að vera látlaus, en vel sæmandi manni í minni stöðu. Jeg vil, að Thomas Cook og Sonur verði látnir sjá um allan flutning á jarðneskum leifum mínum“. Jeg mundi eftir því, að Elli- ott hafði einu sinni sagt, að h'ann vildi láta grafa sig í þess- um grímubúningi sínum. En jeg hjelt, að það væru aðeins dutlungar í honum og mjer datt aldrei í hug, að honum væri al- vara. Jósep hjelt fast við, að allar óskir hins látna yrðu upp- fyltar, og var engin ástæða til þess að gera það ekki. Líkið var smurt vel og vand- lega, og síðan fórum við Jósep til þess að íklæða það þessum hlægilega búningi. Það var hryllilegt. Við klæddum hann í hvítu silkisokkana og gylta og hvíta bolinn. Það var eng- inn leikur að koma honum í vestið. Við festym skykkjuna við axlir hans og lagfærðum stóra fellingakragann. Loks settum við flötu flauelshúfuna á höfuð hans og orðu Golden Fleece riddarareglunnar um háls honum. Maðurinn, sem hafði smurt hann, hafði farðað kinnar hans og varir. Búningurinn var nú altof stór honum, og líktist Elliott nú mest kórsöngvara úr einni af fyrri óperum Verdi — hryggileg og auðvirðileg mynd. Þegar búið var að leggja hann í kistuna, lagði jeg sverðið — ættargripinn — hjá honum. Gray og Isabel fóru til Ítalíu til þess að vera við jarðarför- ina. ★ Jeg hygg, að rjett sje að geta þess, að lesandinn getur slept þessum kapítula án þess að tapa söguþræðinum, þar eð hann er að mestu leyti frásögn af samtali, sem jeg átti við Larry. En jeg get einnig bætt því við, að án hans hefði jeg varla talið það svara kostnaði að skrifa þessa bók. Snemma í október dvaldi jeg viku í París á leið minni til Englands. Isabel og Gray voru nú setst að í íbúðinni í St. Guil- laume götu. Isabel sagði mjer, hvernig erfðaskrá Elliotts hefði verið. Hann hafði skilið eftir-peninga-, upphæð til þess að beðið yrði fyrir sálu sinni í kirkju þeirri, sem hann hafði bygt' og aðra upphæð til þess að halda kirkj- unni við. Stóra upphæð hafði' hann ánafnað góðgerðastofn- unum. Arfur minn var mjög- vafasamur — bókasafn hans frá 18. öldinni. Hann sá rausn-. arlega fyrir öllu þjónustufólki sínu, bræður Isabel fengu tíu þúsund dollara hvor og það sem eftir var af eigum hans, fjekk Isabel. Hún sagði mjer' ekki, hve há upphæðin hefði verið, og jeg spurði ekki að því. ■ En þar sem systursynir hans, sem hann þekti því nær ekk-. ert og hafði því einungis arf- leitt í kurteisisskyni, fengu 10, þúsund dollara hvor, sem var hreint ekki svo lítil upphæð, freistaðist maður til þess að halda, að arfur hennar hefði verið mjög laglegur skildingur.' aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim'iiiiMiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiii =a = I Húseigendur 1 s Gerið svo vel og leigið = mjer 1 herbergi. Æskilegt að það væri sem næst mið = | bænum. Fús til að stand- i setja það, ef þess gerist E þörf: — Fyrirframgreiðslá = ef óskað er. Tilboð merkt s „15. júlí — 216“. leggist S inn á afgreiðslu blaðsins. iiiniiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiraiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii F Ef Loftur getur bað ekki — þá hver? Hún: — Við hittumst aftur kl. 8, Hans, og ef annaðhvort okkar skyldi koma of seint.... Hann: — Þá bíð jeg. ★ — Piparsveinn er bölsýnis- maður. — Já,- og giftur maður var b j artsýnismaður. ★ — Hvað er að sjá þig, dreng- ur, hrópaði mamma. Fötin þín eru ekki annað en gat við gat. Hvernig fórstu að þessu? — Við vorum í búðarleik. — Hvað kemur það þessu við? — Jú, jeg’ ljek svissneskan ost. ★ — Æ, jeg vildi heldur, að dóttir mín ljeki á gítar en píanó. — Hvers vegna? — Vegna þess, að gítarnum gæti jeg hent út um gluggann. ★ — Jeg held, að maðurinn minn sje genginn í barndóm, sagði kona veiðimannsins. I fyrradag fór hann út með byssu og kom um kvöldið heim með sex karfa, og í gærkvöldi fór hann á laxveiðar og kom heim með þrjá hjera. ★ Hjá rakaranum. — Hana, þetta er í þriðja sinn, sem þjer skerið mig til blóðs. Jeg heimta að fá að tala við rakarann sjálfan. Rakarasveinninn: -—- Það er ekki hægt, hann er nýfarinn út til þess að láta raka sig. ★ — Jeg fæ ekki skilið, hvers vegna þjer viljið ekki eiga mig fyrir tengdason. Þjer vitið, að jeg hefi góð laun, jeg drekk ekki, spila ekki, svalla ekki ... — Já, það er einmitt þesS vegna. Haldið þjer að jeg kæri mig um, að mjer sje sýknt og heilagt bent á yður sem fyrir- mynd. ★ Dómarinn: — Hvernig stóð á því, að þjer fóruð út um bak- dyrnar, ef þjer hafið góða sam- visku? Ákærði: — Það stóð þannig á því, að lögregluþjónn stóð fyrir framan aðaldyrnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.