Morgunblaðið - 05.07.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.07.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur. 147. tbl. — Miðvikudaginn 5. júlí 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f. h Noriímenn drepnir . Frá norska blaðafulltrúanum. ÞÆR FREGNIR berast frá Noregi að s. 1. mánudag hafi þýskur herrjettur þar í landi dæmt 9 unga Norðmenn til dauð'a. Var dómnum þegar full nægt. Þeim var gefin að sök holl- usta við óvininn, hafi m. a. tek ið þátt í hernaðarlegum aðgerð um, sem miðuðu að því að stinga rýtingnum í bak Þjóð- verjum, þegar tími þætti til þess kominn. — Norðmenn þessir eru allir á aldrinum frá 20—25 ára. KANADAMENN BYRJA ÁRÁSIR FYRIR VESTAN CAEN Állundi herlnsi stefnir fil Aressa SVEITIR áttunda hersins, sem sóttu fram austan og vest- an Thrasimenusvatns, hafa nú stmeinast norðan vatnsins og sækja nú fram í sameinaðri fylkingu norður Kianadalinn. Voru framsveitir þeirra, er síð ast frjettist, um 13 km. frá borg inni Aresso, sem er mikilvæg samgöngumiðstöð. Fimti herinn, sem sækir fram á ströndinni, hefir unnið nokk- uð á, þótt mótspyrna Þjóðverja sje nú hörðust þarna og þeir hafi sent varalið á vettvang. Eru nú framsveitir fimta hers- ins um 30 km. frá hafnarborg- inni Livorno, sem álitið er að Þjóðverjar muni leggja alt kapp á að verja. Á Adriahafsströndinni nálg- ast pólskar sveitir Ancona, en þær sækja fram eftir strand- veginum. Ekki eru bardagar þar miklir, sem stendur. Flugvjelar bandamanna frá It.alíu hafa enn ráðist á ýmsar stöðvar Þjóðverja og samherja þeirra í Balkanlöndunum, bæði að degi og að nóttu. — Reuter. Diefel fórsf í flugslysi Að undanförnu hafa borist lausafregnir um það, að Dietel, hershöfðingi Þjóðverja í Norð- ur-Finnlandið hefði farist. Nú hafa Þjóðverjar staðfest þetta, og segja að hershöfðinginn hafi farist í flugslysi í Finnlandi. — Dietel var álitinn einn frækn- asti fjallahershöfðingi Þjóð- verja. Það var hann, sem stjórn aði vörn Þjóðverja gegn banda mönnum í Narvik. — Reuter. Útvarpshlustendum fjölgar í Svíþjóð. Stokkhólmi: Tala útvarpsnot enda jókst á síðastliðnu ári í Svíþjóð um 80940 og eru þeir þá als 1709012 í öllu landinu. London: Hinn ameríski hern- aðarstjórnandi í Rómaborg, Harry Johnson, hefir lagt blátt bann við því að Benjamino Gigli, hinn heimsfrægi ópeni- söngvari, syngi í konunglegu óperunni í Róm. Frá þessu skýrði fregnritari Associated Press fyrir skömmu. Gigli var bannað að syngja um tíma fyrir nokkru, er ekki þótti sýnt, nema að hann væri að einhverju leyti möndulvelda sinnaður. En svo leyfðu bresku hernaðaryfirvöldin í Róm, að hann syngi. En nú hefir John- son hershöfðingi breytt þessari ákvörðun. (Daily Telegraph). Mkur framsób suður Cheroeugskagann London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. KANADÍSKAR HERSVEITIR gerðu tvö mikil áhlaup í morgun á Caensvæðinu, og var sótt að járnbrautinni og aðalveginum frá Bayeaux til Caen. Urðu orustur harðar og tjón mikið. Tókst Kanadamönnum að ná á sitt vald þorpinu Carpiquet, sem er nærri flugvelli einum á þess- um slóðum og er nú barist um hann. Á sunnanverðum Cherbourgskaganum hefir Banda- ríkjamönnum sumstaðar tekist að sækja fram um 1—3 km. og eru bardagar þar harðnandi. inn í Ukrul London í gærkveldi: Breskar framsveitir eru komnar inn í þorpið Ukrul í Manipurhjeraði, en ekki mun þorpið þó hafa verið tekið enn, þar sem Japanar verjast af mikilli grimd um 6 km. sunnar. Þetta þorp er Japönum mjög þýðingarmikið, þar sem það var aðalbækistöð þeirra í sókninni inn í Indland, og þaðan komu þær hersveitir þeirra, er rufu Kohima-Imphalveginn. — Hafa Japanar að undanförnu hörfað hægt í átt til þorps þessa. V@rkfal9iriy í Höfn afljeff Þjóðverjar gengu að kröfum Dana London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ALLSHERJARVERKFALLINU í HÖFN er lokið, og hafa samtök Dana, þau, er að því stóðu, skorað á menn að snúa aftur til vinnu sinnar. Þjóðverjar hafa fallist á nokkrar kröfur Dana, meðal annars þá, að beita ekki Schalburg-sveitunum framar í Kaupmannahöfn. Þá hafa Þjóðverjar fallist á að semja við Dani um framtíð þessara illræmdu lögreglu- sveita, sem í eru danskir nas- istar, en krafan um að þeir hættu störfum, var aðalkrafa Dana. Þjóðverjar hafa einnig lýst því yfir, að þeir muni ekki, nema á umferðabannstímanum að nóttu til, skifta sjer af því, þótt fimm manns eða fleiri safn ist saman á götum borgarinn- ar, ef þar fari alt friðsamlega fram. Loks gáfu Þjóðverjar það lof orð, að engum hefndum skyldi beitt gagnvart þeim, sem þátt tóku í allsherjarverkfallinu. Trúarvakning meðal finskrar æsku. Stokkhólmi: í blaðaviðtali yið Stockholms-Tidningen, lýsti sænski presturinn, Frank Mangs, sem er nýkominn heim til Svíþjóðar úr ferðalagi til Finnlands, að hann hefði orðið var við kröftuga trúarvakningu meðal finskar æsku. Kanadamenn undirbjuggu á- hlaup sitt með óhemju mikilli stórskotahríð og síðar veittu flugvjelar þeim einnig aðstoð með skothríð á skriðdreka Þjóð verja og aðrar varnarstöðvar. Kom til blóðugra bardaga og varð framsóknin Kanadamönn- um ærið kostnaðarsöm. Orustan um flugvöllinn. Standa nú yfir miklir bar- dagar um flugvöll nærri Carpi- quet, en Þjóðverjar hafa fyrir nokkru orðið að hætta að nota hann, þar sem bandamenn hafa verið í skotfæri við hann. Enn er þar þó mikið af loftvarna- byssum og beita Þjóðverjar þeim óspart í vörninni, því flestar loftvarnabyssur Þjóð- verja eru þannig gerðar, að einnig er hægt að beita þeim gegn skotmörkum á landi. — Sveitir Breta hafa styrkt nokk- uð aðstöðu sína á svæði því, sem þær hafa náð handan Oden árinnar, en þar er kyrt að kalla. Bandaríkjamenn nálgast La Haye. A suðurhluta Cherbourgskag ans nálgast Bandaríkjamenn bæinn La Haye, en hafa tekið þorp eitt þar við ströndina. — Einnig náðu þeir tveim hæðum nærri La Haye, og eru nú í skot færi við þann bæ. Bandaríkja- mönnum var sóknin erfið fyrri hluta dags í dag, vegna ills flug veðurs, en seinna var hægt að beita orustuflugvjelum. — í skærum, sem orðið hafa suður af Carentan, hafa Bandaríkja- menn getað sótt fram um tæp- an kílómeter og fara viðureign- ir þar harðnandi. Þjóðverjar tóku í nótt þorpið St. Jores, en það var aftur tekið af þeim í dag. Viðureign við hraðbáta. I alla nótt sem leið áttu her- skip bandamanna í höggi við þýska haðbáta, sem rjeðust á birgðaflutningaskip þeirra á Ermarsundi Churchillgefur skýrsfu um svífsprengjur a London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. CHURCHILL forsætisráðherra mun gefa skýrslu um svif- sprengjuárásir Þjóðverja á Bret land á fimtudaginn kemur, að því er Eden tilkynti á þingi í dag. Þetta mislíkaði ýmsum þingmönnum og spurðu, hvers vegna ráðherrann gæti ekki eins gert þetta í dag, en þar kvað Eden ýmsa annmarka á. Sagði hann árásir þessar hafa verið ræddar í stríðsstjórninni í gærkveldi. Einn af þingmönnum íhalds- flokksins sagði, að fólk væri orðið mjög óánægt í sumum hjeruðum, þar sem margar sprengjur hefðu fallið, yfir að fá ekkert að vita af opinberri hálfu um þetta. — Annar þing- maður kvað það rjett laglegt eða hitt þó heldur, ef satt reynd ist, að Franco hefði veitt Hitler tækifæri til þess að fullkomna sprengjur þessar, eins og for- sætisráðherrann hefði hælt Franco fyrir skömmu síðan. Eden sagði, að fregnin um þessa aðstoð Francos væri að svo komnu ekki annað en orðróm- ur einn, en yrði athugaður. Gallagher, fulltrúi kommún- ista, kvað það ekki vera sæm- andi að upphefja bann á frjetta flutningi erlendra sendimanna, ef það yrði til þess, eins og nú væri á daginn komið, að menn úti um öll lönd vissu miklu meira um svifsprengjurnar og áhrif þeirra, en almenningur í Bretlandi, sem fyrir tjóninu yrði. Þjóðverjar hafa haldið áfram skothríð sinni í nótt sem leið og allan dag og varð víða tjón. Segjast Þjóðverjar ekki hlífast við að skjóta á alt Suður-Eng- land, þar sem Bretar hafi sjálf- ir státað af því að það væri eitt allsherjar vopnabúr. 21 hlullausu skipi sökkl Stokkhólmi: Sökkt var í aprílmánuði s. 1., als 21 skipi hlutlausra þjó'ja, samtals 29.803 smál. Fórust öll þessi skip af flugvjelaárásum. eða þá af tundurduflum. Als biðu 46 sjó- menn bana. Svíar mistu 5 skip, samtals 4.665 smál. :— Síðan styrjöldin hófst, hafa Svíar mist 225 kaupskip, als 883.675 smál., en 1. 187 manns hafa farist við skiptapa þessa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.