Morgunblaðið - 05.07.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.07.1944, Blaðsíða 7
Miövikudagiim 5. júlí 1944 MOBGUNBLAÐIÐ 7 RÍKASTI MAÐUR HEIMSINS EFTIR ERNEST 0. HAUSER Morgunblaðið birtir hjer síðari hluta greirjar ameríska blaðamannsins Hauser, um indverska þjóðhöfðingjann Osman, nizam af Hyderabad, sem íalinn er vera ríkastur allra núlifandi manna. Síðari grein NIZAMINN á enga sjerstaka fjárgeymslu. Mest af auðæfum b.ans er hlaSið upp með veggj- unum í herbergjum tveggja b^gginga Kothi-kcnungshallar- innar, þar sem hann býr. Fyll- ir það svo að segja hverja smugu og er sumt af auðæfun- um í hálfgleymdum aíkimum. Eitt sinn ljet nizaminn þjóna sína taka niður veggtjöld, sem hann var orðinn leiður á, og fundust þá kassar fullir af gulli bak við þau. í annað sinn ók vörubifreið hlaðin gulli inn í hallargarðinn. Hvergi var til geymsluskot fyrir farm þenna, og nizaminn setti því til bráða- birgða vörð um bifreiðina. •— Þetta gerðist fyrir tveimur ár- um síðan, en enn í dag stendur bifreiðin í hallargarðinum með gullfarminn og varðmenn gæta hennar. Hjólin eru sokkin í jarðveginn, grasið hylur bif- reiðina að nokkru leyti, og lítið trje er nú vaxið upp af henni. í afskekktum kima hinnar hrör legu hallar er hlaðið pokum með silfurrupes. Saumar pok- anna eru víða slitnir og pen- ingar hafa oltið út úr þeim, en enginn hefir tekið pening- ana upp. Sjeu krúnulandeignirnar ekki meðtaldar, er sennilegt, að auð ur nizamsins sje um það bil 13 miljarðir króna, og rjettlætir það að öllum líkindum fyllilega þá staðhæfingu, að hann sje ríkasti maður heimsins. Per- sónulega nýtur hann einskis af þessum mikla auð nema ánægju safnarans. Það er áreiðanlegt, að hann veit ekki með vissu, hversu mikið hann á. Sú hug- mynd að verja einhverjum hluta auðlegðar sinnar til iðn- aðarframleiðslu, er fjarri huga hans, því að þá gæti hann ætti lengur haft þetta rje í nálægð sinni. Hann eyðir mörgum stundum meðal peningahlaða sinna. Eina dauðlega veran, er fengið hefir að sjá allan hans auð, er eftirlætisdóttir hans, Pasha prinsessa, sem er á þrí- tugs aldri og gengur í Hydera- bad undir nafninu: „skuggi nizamsins“. Eina varúðarráð- stöfunina auði sinum il trygg- ingar, sem Osman hefir látið gera. er sú, að komið hefir ver- ið upp rafmagnsbjöllukerfi. Ekki er lengur rúm fyrir Os- man í höllinni. AUÐÆFI Osmans eru nú svo mikil orðin, að ekki er lengur rúm fyrir hann sjálfan í höll hans. Hefir hann því komið sjer upp skýli á svölum hallarinnar. Er þar bæði svefnherbergi hans og skrifstofa, hvorttveggja jafn fátæklega búið af húsgögninn. Hann er talinn vinna mest allra manna í Hyderabad. Hann fei á fætur í dagrenning, fær sjer kaffibolla og tekur til að lesa og skrifa, áður en aðalstjórn- arskrifstofan í höllinni er opn- uð. Klukkan tíu snæðir hann morgunverð — sem er te og kex — en vinnur jafnframt. — Eftirlætisgeit hans er gefið að borða á sama tíma, eftir leið- beiningum hans. Þegar er aðal- skrifstofan er opnuð, skunda sendiboðar í snjáðum einkenn- isbúningum milli hins konung- lega bústaðar á svölunum og skrifstofunnar. Flytja þeir skip anir nizamsins til ráðherraris, sem bíður eftir fyrirmælum hans. Um klukkan tíu koma fyrstu heimsækjendurnir, og eru iög- reglustjórinn og tveir eða þrír læknar, sem gefa skýrslu um heilsufarið í kvennabúrinu meðal þeirra.Þegar Osman verð ur krankur, læknar hann sig með því að svelta í einn eða tvo daga. Forsætisráðherrann og aðrir ráðherrar koma venju lega um þetta leyti til þess að ræða um málefni ríkisins. Málefni Hyderabad eru því- næst rædd á einkennilegan hátt ■— Osman stendur upp úr stól sínum og sest á svalatröppurn- ar, en ráðherrar harís og hirð- menn standa 1 hálfhring um- hverfis hann með lotningarsvip. Þegar fundi þessum er lokið, eftir tvær klukkustundir, er fátt, sem ekki hefir verið. ræki- lega athugað — allt frá einka- málum aðalsmanna og kaup- sýslumannanna að endurbótum á löggjöfinni. Eðlisbundin for- vitni Osmans veldur því, að hann hefir sjerstakan áhuga á öllu því, sem gerist bak við tjöldin í höllum og hreysum Hyderabadborgar. Þegar þessir gestir eru farnir er borinn inn óbrotinn en mjög vel tilreiddur hádegisverður handa Osman og Pasha, prins- essu. Osman hefir,andúð á hinu venjulega indverska mataræði, sem mjög er breytilegt eftir árs tíðum.Honum þykir rjómi mjög góður og neytir því ætíð nokk- urs rjóma með hverri máltíð — oft í ís. Eftirlætisrjettur hans er brytjaðir ávextir í þeyttum rjóma. Osman er vanur að senda fjölskyldum hirðmanna sinna svo lítið af máltíð hverri, og senda hirðmenn þessir þá venju lega nokkra skildinga aftur í þakkarskyni fyrir þann heiður, sem nizaminn hafði veitt þeim. Osman tekur virkan þátt í öll- um stjórnarstörfum. Á KVÖLDIN er komið með skjöl til nizamsins til undir- skriftar.Osman les þau öll vand lega, því að hann neitar með öllu að starfa sem einskonar stimpilvjel. Ekkert frumvarp getur orðið að lögum í Hydera- bad án samþykkis hans. Innan- ríkisráðherra hans, sem er greindur ungur maður, skýrði mjer frá því, að stundum kæmi það fyrir, að nizaminn sendi ráðuneytinu aftur frumvarp, er það hafði athugað. Hefði hann þá gert athugasemdir við at- riði, sem farið höfðu framhjá öllum ráðherrunum. Seinna um kvöldið gengur Osman til hallar og grafar móð ur sinnar. Lögregluþjónarnir blása þá í hljóðpípur sínar og stöðva alla umferð, allir fót- gangandi staðnæmast þögulir á gangstjettunum, og skyndilega hljóðnar allt í hinni annars há- vaðasömu borg, þegar hans á- gæta hágöfgi ekur fram hjá í gamla Fordbílnum sínum — hrumur og einmana. Á kvöldin les svo Osman — mest sígildar persneskar bók- mentir og kóraninn — og yrkir ljóð sín. Ljóð hans eru orkt í persneskum stíl, og gagnrýn- endur segja. að hann sje ekki slæmt skád af konungi að vera. Ljóð hans eru birt í blöðum borgarinnar og einstaka sinn- um eru í Times of India birtar enskar þýðingar af Ijóðum hans. Hann ritar einnig sjer- stakan blaðadálk, sem hann nefnir „dagurinn minn“. Ræð- ir hann þar um hin fjarskyld- ustu og furðulegustu efni, og eyddi hann m. a. fyrir nokkru heilum dálki í að útskýra enska orðið ,,honeymoon“ — hveiti- brauosdagar. — Osrnan fær enga þóknun fyrir þessi rit- slörf. Osman er dyggur stuðnings- maður Breta. HYDERABAD stendur næst Bretum allra hinna indversku furstaríkja. Þegar Bretar fyrst stigu fótum á Indlandsstrendur fyrir nær tveimur öldum síðar til þess að skapa sjer þar við- skiftasambönd, var það þáver- andi nizam, sem veitti þeim mikla aðstoð við að ná valdi yfir Suður-Indlandi. í endur- gjaldsskyni efldu Bretar veldi hans og aðstoðuðu hann við að brjóta til hlýðni óróasama ætt- bálka í landamærahjeruðum ríkis hans. Aftur stóð nizaminn af Hyderabad stöðugur við hlið vina sinna Breta, þegar Indverj ar hófu hina fyrstu og síðustu upn’-eis" sína árið 1857. — í heimsstyrjöldunum báðum hef- ir Hydcrabadríki styrkt Breta með vopnum og fjárframlögum. Nú berjast tvær sveitir frá Hy- 1 derabad erlendis og þremur breskum flugsveitum er haldið uppi með fjárframlögum frá Hyderabad. Verksmiðjur lands ins framleiða hergögn fyrir Breta og stjórnin í Hyderabad er nú að þjálfa flugmenn og vjelamenn til þess að starfa með hersveitum Bretakonungs. Kaldhæðnum mönnum kann að virðast titill sá, sem Georg V. Bretakonungur. veitti Os- man opinberlega í lok heims- styrjaldarinnar fyrri, vera fremur kátbroslegur, en titill þessi var: „Dyggur bandamað- ur bresku stjórnarinnar.“ Jafn fram kunna menn að álíta svo, að bresk yfirráð sjeu jafnsterk í löndum hinna innfæddu þjóð- höfðingja sem, öðrum hjeruð- um Indlands. En ef maður ljeti þessi skoðun í Ijós í návist Os- mans, myndi hann reiðast mjög. Sannleikurinn er lika sá, að í Hyderabad eru hin bresku yfirráð vandlega greind frá innanríkismálunum. ■— Hafa Bretar þar snjallan sendiherra og kemur þeim Osman vel sam an. Hin nánu tengsl, sem eru á milli bresku varakonungsins í Indlandi og hans ágætu há- göfgi, eru sljórnmálalega mjög mikilvæg, því að Osman er meira en veraldlegur leiðtogi indverks ríkis. Hyderabad hefir orðið miðstöð allra Mú- hameðstrúarmanna í Indlandi, og hinar 90.000.000 Múhameðs trúarmanna í landinu skoða niz aminn af Hyderabad sem nokk urskonar arftaka spámannsins. Hann er því heilagur í þeirra augum, og hann er hinn lög- legi erfingi hins volduga Mogul ríkis, sem eitt sinn náði yfir meginhluta Indlands. Er hann fór til bænahalds í hið fræga Jamma-musteri í Delhi, varð að hafa þrjú hundruð varð- menii meðal biðjendanna til þess að hindra það, að múgur- inn træði Osman undir í á- fergju sinni við að öðlast bless- un hans með því að snerta lík- ama hans. Orð hans eru í heiðri höfð af öllum Múhameðstrúar- mönnum al^t frá Khyberskarði til Comorinhöfða. Osman hefir eignast tvær fagr- ar tengdadætur. ÁHRIF Osmans í heimi Mú- hameðstrúarmanna jukust enn stórlega, er tveir sona hans gengu að eiga dóttur og frænku fyrverandi soldáns Tyrkjaveld is. Soldáninn .hafði sem kalífi verið andlegur forystumaður allra Múhameðstrúarmanna, og tengdir þessar vöktu mikinn fögnuð meðal Múhamsetrúar- manna í Asíu og löndunum við austanvert Miðjarðarhaf. Brúð- kaupið fór fram í Nice árið 1931 og var það stórkostlega mikil- vægur atburður. Enginn nizam hafði nokkru sinni farið til framandi landa. Prinsesáurnar voru forkunnarfagrar, og enn í dag — þrettán árum eftir gift- inguna — standa yfir heitar deilur í Hyderabad milli þeirra, sem halda því fram, að þær sjeu það besta í Hyderabad og hinna, sem telja að þær sjeu það eina góða í Hyderabad. Eiginmenn þeirra, krónprins inn og yngri bróðir hans, Mo- azzam prins, játa afdráttarlaust að þeir eigi konum sínum að þakka alla sína mentun. Sú staðrevnd veldur Osman miklum harmi, að enn er það svo, að hann og Múhameðstrú- armenn hans eru útlendingar í sínu eigin Jandi eftir sjö alda stjórn Múhameðstrúarmanna á Deccansljettunni. Áttatíu og fimm af hverjum hundrað íbú- um Hyderabad eru Hindúar, en Múhameðstrúarmenn eru að- sins ellefu prósent íbúanna. •— Þeir eru þó á grænni grein í landinu, því að stjórn landsins er að öllu leyti í þeirra höndum og þeir eiga flestar stóreignir í landinu. Það er éftirtektar- vert, að í löndum nizamsins hefir áróður eongressflokksins fremur beinst gegn Múhameðs trúarstjórnandanum en hinum bresku drottnururm Árangur- inn hefir orðið sá, að congress- flokkurinn hefir verið bannað- ur í Hyderabad, en vinnur þó ennþá á bak við tjöldin. Mjer Framhald á 8. síðu, Leikkona giftisf flugmanni Kvikmyndaleikkonan Heather Angel, giftist nýlega Robert Sinclair flugmanni. Er hann n ú kominn til Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.