Morgunblaðið - 05.07.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.07.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudaginn 5. júlí 1944 1Á/ Someróet Y/]au^L lam: Elliott Temington. í leit.að lífshamingju 35. dagur — Matti vitgranni Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. 10. sagði móðir hans, reif pottinn af hlóðunum og setti upp annan og verkaði svo óþverrann af syni sínum eins vel og hún gat. Nú áttu þau að gifta sig, en fyrst átti Matti að fara í kaupstaðinn með kú, selja hana þar og kaupa til veitsl- unnar fyrir andvirðið. Móðir hans sagði honum nákvæm- lega hvernig hann ætti að fara að, og tók það oft og greini- lega fram, að hann yrði að fá eitthvað fyrir kúna. Og Matti hjelt nú að hann skyldi fá eitthvað fyrir beljuna. Hann kom nú með hana á markaðstorgið með kúna, og var spurður um það, hvað hann vildi fá fyrir hana, var ekki hægt að fá út úr honum annað, en að hann vildi fá eitthvað-fyrir gripinn. Svo kom þar að slátrari, hann bað hann að teyma kúna heim til sín, því hann sagðist skyldi láta Matta hafa eitthvað fyrir hana. Jú, piltur togaði í bandið og kýrin lallaði á eftir honum heim til slátrarans, en þegar þangað kom, skyrpti sá góði maður í lófann á Matta og sagði: ,,Þar fjekkstu eitthvað fyrir kúna þína, lagsi, en gættu þess nú vel“. Matti hjelt nú heim á leið og kreppti hnefann vandlega, eins og hann væri með mik- inn fjársjóð í lófanum, en þegar hann var kominn að hlið- inu út á þjóðveginn, kom presturinn akandi í vagni sínum. „Opnaðu fyrir mig hliðið, piltur minn“, sagði klerkur. Matti flýtti sjer að opna, en gleymdi því sem hann var með í lófanum, og greip í hliðið með báðum hönum, svo það, sem hann fjekk hjá slátraranum, varð eftir á grindinni. Þegar hann fann það, varð hann reiður og fór að kvarta um það við prestinn, að hann hefði „tekið eitt- hvað frá sjer“. — En prestur spurði hann, hvort hann væri ekki með rjettu ráði og rak hann að lokum frá sjer. Fór Matti nú heim og sagði sínar farir ekki sljettar og má nærri geta að móðir hans var ekki blíð, hún bæði reifst og stundi og andvarpaði, en samt átti nú að efna til brúðkaups. Og móðir Matta sagði honum, að hann yrði nú að haga sjer kurteislega við borðið, hann mætti ekki glápa of mikið á brúðina, heldur gjóta til hennar auga við og við. Erturnar mátti hann borða einn, en varð að gefa konunni sinni af eggjunum. Beinin úr steikinni mátti hann ekkki leggja á borðið, heldur á diskinn sinn. Jú, Matti gerði það, sem móðir hans bað um, já gerði það heldur en ekki bókstaflega. Hann tók augun úr haus- Síðan Gray fjekk heilsu sína aftur, hafði hann verið mjög á- fjáður í að komast heim til Ameríku og byrja að vinna á nýtt, og þótt Isabel kynni mjög vel við sig í París, hafði eirð- arleysi hans haft áhrif á hana. Gray hafði um nokkurt skeið haft samband við vina sína þar, en til þess að geta byrjað á ný, þurfti hann á talsverðu fje að halda. Það hafði hann ekki haft, en við dauða Elliotts fjekk Isabel miklu meira fje en hún þurfti á að halda, og hafði hún því hvatt Gray til þess að nota nokkuð af því til þess að koma fótum fyrir si'g á ný. Hann hafði því staðið í samningum undanfarið, og ef alt gengi að óskum, ætlaði hann að yfirgefa París innan skamms. En áður en það væri mögu- legt, var margt, sem að þurfti að hyggja. Þau þurftu að kom- ast að einhverjum samningum við franska fjármálaráðuneytið um erfðaskattinn. Þau urðu að losna við húsið í Antibes og íbúðina í St. Guillauma götu. Þau þurftu að selja húsgögn, myndir og málverk Elliotts. Þau voru mjög verðmæt, og ætluðu þau ekki að selja þau fyrr en með vorinu, því að þá dvöldu flestir málverkasafnar- arnir í París. Isabel harmaði ekkert að þurfa að dvelja þar einn vetur enn. Börnin töluðu nú frönsku eins auðveldlega og ensku, og höfðu .aðeins gott af að vera nokkrum mánuðum lengur í frönskum skóla. En nóg um það .... Jeg hitti Larry af tilviljun. Kvöld eitt fór jeg í Theatre Francais til þess að horfa á „Berenice“. Það var lengst hlje eftir þriðja þátt, og jeg fór þá inn í veitingasalinn til þess að íá mjer vindling. Þar hefir málverk Houdons af Voltaire, glottandi kaldhæánislega, svo sjer í tannlausan góminn, for- sæti. Einhver snart öxl mína. Jeg sneri mjer við og sá Larry. Það gladdi mig'J eins og altaf, að sjá hann. Það var ár síðan jeg hafði sjeð hann síðast, og stakk jeg því upp á því, að við skyldum koma og fá okkur glas af bjór, þegar leikurinn væri riti. Larry sagðist vera svang- ur, þar eð hann hefði engan kvöldverð borðað, og stakk upp á því, að við færum til Mont- martre. ★ Við komum til Avenue de Clichy og fórum inn á Bras- serie Graf. Þetta var rjett eftir miðnætti og mjög þröngt þar inni, en við náðum okkur í borð og báðum um buff og spæld egg. Jeg sagði Larry, að jeg hefði sjeð Isabel. „Gray verður feginn að kom- ast aftur til Ameríku", sagði hann. „Hann er hjer eins og fiskur á þurru landi. Honum líður aldrei vel, fyrr en hann getur farið að vinna aftur. Hann mun sennilega græða stórfje". „Ef hann gerir það, er það þjer að þakka. Þú læknaðir hann, ekki aðeins líkamlega, heldur og andlega. Þú endur- reistir sjálfstraust hans“. „Jeg gerði mjög lítið. Jeg sýndi honum aðeins, hvernig hann ætti að fara að lækna sig sjálfur“. „Hvernig lærðir þú það?“ „Af tilviljun. Það var, þeg- ar jeg var í Indlandi. Jeg hafði þjáðst af svefnleysi og gat þess af tilviljun við gamlan Yoga- prest, sem jeg þekti. Hann sagð ist brátt skyldi • lækna það. Hann gerði nákvæmlega það, sem þú sást að jeg gerði við Gray, og nóttina eftir svaf jeg betur en jeg hafði gert í marga mánuði. Um það bil ári síðar var jeg á ferð í Himalaya-fjöll- um með indverskum vini mín- um, sem snerist illa um öklann. Það var ómögulegt að ná til læknis, og hann þjáðist mjög. Mjer datt í hug að reyna það, sem gamli Yoga-presturinn hafði gert við mig. Það hjálp- aði. Þú ræður, hvort þú trúir því eða ekki, en hann losnaði algjörlega við sársaukann“. Larry fór að hlæja. „Jeg get fullvissað þig um, að enginn varð meira undrandi en jeg. Þetta er í rauninni ekki neitt. Það þarf aðeins að koma hug- myndinni inn hjá þeim, sem þjáist“. „Það er auðveldara sagt en gjört". „Yrðir þú undrandi, ef hand- leggur þinn lyftist ósjálfrátt upp frá borðinu?“ „Já, mjög“. „Hann mun gera það. Þessi indverski vinur minn sagði frá því, sem jeg hafði gert, þegar við komum til bygða, og kom með fólk til mín. Mjer var mjög illa við að gera þetta, vegna þess, að jeg skildi það ekki, en fólkið þrábað mig um það. Ein- hvern veginn gat jeg hjálpað því. Jeg komst að því, að jeg var ekki aðeins fær um að losa menn við sársauka, heldur og ótta. Það er undarlegt, hve margir þjást af ótta ;— marg- víslegum ótta — ótta við dauð- ann og, það sem verra er, ótta við lífið. Oft eru það menn, sem virðast heilsuhraustir, vel- megandi, áhyggjulausir, sem þessi ótti pínir. Jeg hefi stund- um hugsað um, hvort hann væri sterkasti þátturinn í geði mannanna, og einu sinni spurði jeg sjálfan mig, hvort hann ekki kæmi af óþektri, djúp- lægri eðlishvöt, sem maðurinn hefði tekið að erfðum frá þessu upprunalega ,,einhverju“, er fyrst af öllu fann lífshrollinn“. Jeg hlustaði með eftirvænt- ingu á Larry, því að það var mjög sjaldan, sem hann talaði nokkuð að ráði. Alt í einu tók jeg eftir, að eitthvað var bog- ið við hönd mína. Jeg hafði ekkert frekar hugsað um hina hálf kæruleysislegu spurningu Larry. Nú skynjaði jeg, að hönd mín hvíldi ekki lengur á borðinu. Hún hafði lyftst þuml- ung upp frá því, án vilja míns. Mjer varð hverft við. Jeg horfði á hana og sá, að hún titr- aði örlítið. Jeg fann undarlegan sviða í táugunum á handleggn- um, síðan kom örlítill rykkur og hönd mín og framhandlegg- ur lyftust af sjálfu sjer. Eftir því, sem jeg best vissi, gerði jeg hvorugt, að streytast a móti eða hjálpa til, þar til framhand leggurinn var kominn nokkra þumlunga frá borðinu. Þá fann jeg, að allur handleggurinn, frá öxlinni, lyftist. „Þetta er mjög einkennilegt“, sagði jeg. Larry hló. Við örlitla á- reynslu frá minni hálfu fjell handleggurinn aftur niður á borðið. „Þetta er ekkert“, sagði Larry. „Þetta er algjörlega þýðingarlaust“. „Lærðir þú þetta hjá Yoga- prestinum, sem þú talaðir um við okkur, fyrst þegar þú komst heim frá Indlandi?“ „Nei, hann hafði enga þolin- mæði til þess að fást við slíka hluti. Jeg veit ekki, hvort hann hefir trúað, að hann hefði mátt þann, sem sumir Yoga-prest- arnir segjast hafa. En honum hef§i fundist bartiaskapur að nota hann“. Nú kom þjónninn með buffið og eggin og við borðuðum með góðri lyst. Við drukkum bjór okkar. Hvorugur okkar sagði orð. Jeg veit ekki, um hvað hann var að hugsa, en jeg var var að hugsa um hann. Við lúkum við að borða. Jeg kveikti mjer í vindlingi og hann kveikti í pípu sinni. ★ „Hvernig stóð á því, að þú fórst til Indlands?“ spurði jeg alt í einu. Það' var af tilviljun. A. m. k. hjelt jeg það þá. En nú hallast jeg fremur að því, að sú ferð hafi verið óhjákvæmileg afleið ing dvalar minnar hjer í Ev- rópu. Mjer finst jeg hafa hitt því nær alla þá menn, sem mest áhrif hafa haft á mig, af tilviljun. En nú, þegar jeg lít yfir farinn veg, finst mjer ó- hjákvæmilegt annað, en jeg hefði hitt þá. Það var eins og þeir hefðu beðið þarna eftir mjer, þegar jeg þarfnaðist þeirra mest“. „Jeg fór til Indlands til þess að hvíla mig. Jeg hafði unnið mjög mikið og þurfti að raða hugsunum mínum niður. Jeg komst að sem háseti á einu af skemtiferðaskipum þeim, sem sigla kringum hnöttinn. Það var á leið til Austurlanda og ætlaði að halda þaðan í gegnum Panama-skurðinn til New York Jeg hafði ekki komið til Amer- íku í fimm ár og hafði heim- þrá. Jeg var niðurdreginn. Þú manst, hve fáfróður jeg var, þegar við hittumst fyrst í Chi- cago. Jeg hafði lesið geysimik- ið. um Evrópu og sjeð margt, en jeg var engu nær takmarki mínu þá, en þegar jeg byrjaði“. Ef Loftur getur það ekki — þá hver? Kennarinn: — Hvað heitir þú? ' Drengurinn: — Jón Jónsson. Kennarinn: — Þú átt að muna eftir því að segja altaf herra, þegar þú talar við mig. Drengurinn: — Herra Jón Jónsson þá. ★ — Hvernig í ósköpunum ferðu að því að láta manninn þinn gefa þjer svona marga kjóla? — Jú, þegar jeg er leið á ein- hverjum kjól, þá brenni jeg gat á hann með sígarettu, og þá heldur hann, að hann hafi gert það sjálfur og gefur mjer nýjan kjól. ★ — Frænka, er afi og amma gift? — Já, Sigga mín. — Og mamma og pabbi líka? — Auðvitað. — En þú, frænka? — Nei, jeg hefi aldrei giftst. — Ekki einu sinni ósköp pínu lítið? ★ Tískufrjettir: — Það verða litlar breytingar á buxnavös- um karlmanna á þessu ári. Ung stúlka hafði beðið prest- inn að gifta sig strax, þegar morgunmessan væri úti. Þegar að messúnni lokínni kallaði prestur: V „Þau, sem óska að ganga í hjónaband, geri svo vel að koma hingað“. Það urðu talsverð þrengsli, því 13 stúlkur og 1 piltur gáfu sig fram. — G. J. ★ í skóla Arabanna. — Jæja, Alí, hvað tók spá- maðurinn Múhameð með sjer, þegar hann flúði frá Mekka? — Aðeins það allra nauð- synlegasta, herra kennari, einn úlfalda og sex konur. ★ Faðir (við son sinn, sem kem ur inn með glóðarauga): — Við hvern varstu nú að slást? Sonurinn: — Við strákinn hans nágranna okkar. Faðirinn: — Hvað bar ykkur á milli? Sonurinn: — Hann sagði, að þú ættir ekki skilið að borða með hundunum, en jeg kvað það ósatt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.