Morgunblaðið - 06.07.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.07.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur. 14.8. tbl. — Fimtudaginn 6. júlí 1944. ísafoldarprentsmiðja hX Ameríkumenn sækia suður ÞESSI NÁUNGI hjer á myndinni heitir Andreas Schmidt og er quislingur í Rúmeníu. Hann er foringi þýska minni- hlutans þar í landi og hefir að dæmi skoðanabræðra sinna í öðrum löndum komið sjer upp líi'varðarsveit. Sjest hann hjer á myndinni vera að tala. við einn af lífvörðum sínum. 80 manns fórust í sprengingu í Aarhus . 1000 hús hrunin og skemd Stokkhólmi í gær. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. NÚ ÞEGAR er vitað um að 80 manns mun hafa farist og 300 særst í ægilegri sprengingu, sem var í Aarhus í Dan- mörku í gær (þriðjudag). Um 1000 hús í borginni hrundu, eða skemdust í sprengingunni og rúður brotnuðu í húsum víðsvegar um borgina. Það er ottast, að fleiri hafi farist, en þeir 80, sem vitað er um með vissu. Cherbourg-skaga ■' .. Harðir bardagar um Carpiquet-flugvöllinn London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. HELSTU FREGNIRNAR frá innrásarsvæðinu í Frakk- landi í kvöld eru af framsókn Bandaríkjahersveita Omar Bradleys hershöfðingja suður Cherbourgskaga. Hafa Bandaríkjahersveitir sótt þarna fram töluvert, þrátt fyrir mjög harða mótspyrnu Þjóðverja, sem hafa góðar varn- arstöðvar í hálendinu á vesturströndinni. Bandaríkjahersveitir hafa tekið strandfcæina St. Nicolas de Pierre, Pont og Neufmsnil og framsveitir Bandaríkjamanna nálgast nú La Haye du Puits. fangar teknir í Frakklandi London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ÞAÐ VAR tilkynt opinber- lega á miðnætti í nótt í aðal- stöðvum Eisenhowers, að banda i rrienn hafi nú tekið als 50.000 , þýska hermenn höndum, síðan ; innrásin var hafin í Frakkland. | Margir fangar hafa hætst við síðustu dagana, einkum í bar- dögunum um Carpiquet-flug- völlinn og í sókn Bandaríkja- manna suður Cherbourgskaga. Spánverjar haía ekhi hjálpað til við fram- leiðslu svifsprengja LONDON í gærkveldi: Eden utanríkismálaráðherra Breta, skýrði frá því í neðri málstof- unni í dag, að hann hefði fengið ábyggilegar upplýsingar um, að það væri ekki rjett, að Spánverj ar hafi aðstoðað Þjóðverja við framleiðslu svifsprengja, eða að svifsprengjuhlutar hafi verið framleiddir á Spáni. Fregn um þetta birtist fyrst í útvarpinu í Moskva. Einn þing- maður spurði Eden, hvort hann vildi ekki snúa sjer til rússnesku stjórnarinnar og fá um það upp lýsingar hvaðan fregn þessi væri komin. Eden sagðist ekki vilja gera það. Sagðist vera viss um, að ef rússneska stjórnin teldi fregn þessa að einhverju leyti merkilega myndi hún án efa skýra bresku stjórninni frá því. — Reuter. de Gaulle ræðir alvarleg mál við Rcoseveil ALGIERS í gærkveldi: Áður en ae Gaulle hershöfðingi lagði af stað áleiðis til Washington sagði hann í yfirlýsingu, að hann færi til að ræða mjög al- varleg og mikilsvarðandi mál við Roosevelt forseta. Mál þau, er hann myndi ræða við forsetann, væru hagsmuna- mál beggja þjóðanna. „Bandaríkjaþjóðin, sem hef- ir yfir að ráða gífurlegum iðn- aðarauðlyndum og vinnuafli, hefir framleitt vopn í barátt- una fyrir frelsi og lýðræði í heiminum", sagði de Gaulle. Reuter. Sprengingin varð í þýsku skotfæraskipi, sem lá í höfn- inni og er talið að slys hafi valdið sprengingunni, en ekki skemdarverk, eins og í fyrstu var talið, segir í fregn, sem danska frjettastofan hjer í Stokkhólmi birtir í kvöld. Christmas Möller um hetjuskap Hafnarbúa. Danska ráðið í London birti í dag ávarp frá leiðtoga frjálsra Dana, Christmas Möller, vegna atburðanna, sem gerst hafa í Kaupmannahöfn undanfarið. Christmas Möller hrósar mjög hetjuskap hinna vopn- lausu Kaupmannahafnarbúa, sem tóku upp baráttuna gegn þýska hernum. Segir Möller, að Kaupmannahafnarbúar hafi unnið glæsilegan sigur, sem ekki muni gleymast. 26 japönskum skipum sökl WASHINGTON í gærkveldi: Kafbátar Breta og Banda- manna, sem eru í víking í Kyrrahafi og við strendur Asíu hai'a enn sökt samtals 26 jap- önskum skipum. Meðal þessara skipa var eitt beitiskip og einn tundurspillir. — Reuter. Franskir skæruliöar ná landsvæði af Þjóðverjum LONDON í gærkveldi: — Út- varpið í Algiers skýrir frá því í dag, að franskir skæruliðar hafi náð á sitt vald mörgum dölum í Pyreneafjöllum. Ogur- legar orustur eiga sjer stað fyr ir austan Bonedalinn í Suður- Frakklandi. Franskir skæruliðar hafa veitt Þjóðverjum marga skrá- veifuna síðan innrásin hófst. Hafa franskir skæruliðar eink- um ráðist að járnbrautum og er nú svo komið, að öll umferð um Nord járnbrautarstöðina í Pas de Calais er stöðvuð vegna skemdarverka, sem Frakkar hafa unnið á járnbrautinni. Reuter. Loftárásir á flugvelli í Hollandi og Belgíu LONDON í gærkveldi: — Amerískar Liberator-flugvjel- ar og flugvirki rjeðust í dag á flugvelli Þjóðverja í Hollandi og Belgíu og á bækistöðvar svifflugvjela á Pas de Calais- svæðinu í Norður-Frakklandi. Flugveður var ekki goott. Var skýjað og urðu flugmennirnir að miða sprengjunum með sjerstökum tækjum. Aliar amerísku flugvjelarnar komu aftur, heilu og höldnu til bækistöðva sinna. — Reuter. Keres teflir í Svíþjóð. Stokkhólmi: Hinn víðfrægi skáksnillingur Paul Keres frá Eistlandi tekur þátt í skákmóti hjer í Stokkhólmi um þessar mundir. Hafa Þjóðverjar veitt honum fararleyfi. Gagnáhlaup Þjóðverja við Caen. Á Caen-vígstöðvunum stend ur enn í sama þófinu. Bar- dagar eru þarna harðir og hafa Þjóðverjar gert þarna. allhörð gagnáhlaup, en hafa ekki unnið neitt á. Flugveður hefir. verið slæmt. Er enn lágskýjað og rigning á innrásarsvæðinu. en þrátt fyrir það gerðu flugvjelar bandamanna miklar árásir í dag á tvær brýr Þjóðverja á Orne fljóti. Voru þessar brýr Þjóðverjum mikils virði, því um þær hafa aðalflutningar Þjóðverja til Caenvígstöðv- anna farið. Flugmönnum bandamanna tókst að hitta brýrnar með sprengjum og énnfremur sprengdu þær upp fallbyssu- stæði Þjóðverja á þessum slóðum. Aðrar flugvjelar fóru til árása á birgðastöðvar Þjóðverja og flutningatæki. Það hefir borið meira á þýska flugliðinu í dag en undanfarna daga. Rjeðust. þýsku flugvjelarnar einkum á hersveitir Breta og Kanada- manna, sem hafa komið sjer upp brúarsporði handan Odoa árinnar. 1 gær fóru flugvjelar bandamannar nm 500 árásar- ferðir á innrásarsvæðinu og skutu niður 27 þýskar flug- vjelar, en mistu sjálfir 20 vjelar. Harðir bardagar um Carpiquet-flugvöllinn. Ógurlega harðir bardagar hafa staðið í dag «m Carpi- quet-flugvöllinn, r,em Kanada- menn náðn að nokkru leyti á sitt vald í gærdag. l'lafa Kan- adamenn haldið velli. Þjóð- verjar hafa teflt fram skrið- drekum til að reyna að hrekja. Kanadamenn af vellinum. — Tókst þeim á einum stað að hrekja Kanadamenn úr stöðv- um sínum um stund, en þeir náðu þeim aftur eftir harða návígisbatdaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.