Morgunblaðið - 06.07.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.07.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudaginn 6. júlí 1944 ÝMSAR FRAMKVÆMDIR FYRIR HUGAÐAR Á RAFNSEYRI Tillögui Þjóðhátíðarnefndar um Jóns Sigurðssonar safn o.fl. Hrafnseyri — Ánamúli í baksýn. HÍKISSTJ ÓRNIN fól í vetur Þjóðhátíðarnefnd að gera tillögur um, hvað hægt væri að gera á Rafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðs- sonar forseta, til minningar um þjóðhetjuna. Hefir Þjóð- hátíðarnefnd nú lokið við skýrslu um málið og fer hún hjer á eftir: Hæstv. ríkisstjórn hefir með brjefi, dags. 22. mars, sent nefndinni til umsagnar tillögu, sem samþykt var á Alþingi um framkvæmdir á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, Rafnseyri við Arnarfjörð. Nefndin gerði sjer af þessu tilefni ferð til Rafnseyrar til að kynna sjer af sjón og reynd alla staðhætti og átti þar fund með þjóðhátíðarnefnd Vestfirð- inga og nokkrum öðrum mönn- um; sem kvaddir voru til ráðu- neytis. Voru nefndar- og fundar- menn allir á eitt sáttir um, að ríkisstjórn og Alþingi væri rjett að stuðla að því, að Rafnseyri við Arnarfjörð yrði með tíman- um vistlegt og virðulegt höfuð- ból, samboðið minningu Jóns Sigurðssonar, enda liggur sú hugsun nærri, að um leið og fæðingardagur Jóns_ Sigurðs- sonar er valinn til stofnunar lýðveldis á íslandi, þá sje jafn- framt skylt að sýna fæðingar- stað hans nokkurn sóma. Jafn- framt er það álit nefndarinnar, að því verði komið í fram- kvæmd án veruLégs tilkostnað- ar umfram það, sem ríkissjóði er gildandi lögum og venjum samkvæmt skylt að leggja til skóla, kirkju og samgangna. — Hjer fara á eftir tillögur nefnd- arinnar: ★ 1) Rafnseyri liggur vel og miðsveitis þegar miðað er við framtíðar samgöngur Vest- fjarða. Það verður fjölfarið til Rafnseyrar, þegar bílvegir og ferjur yfir heiðar og firði eru komnir í fyrirhugað horf, og er útlit fyrir að þess þurfi ekki að verða langt að bíða. Hringleið- in um Vestfirði, norður Þorska- fjarðarheiði með bíl, norður Djúpið til ísafjarðar með Djúp- bátnum og þaðan vestur til Ön- xmdarfjarðar, Dýrafjarðar og Arnarfjarðar yfir heiðar að Rafnseyri, þá með bílferju til Bíldudals og yfir Hálfdán til Patreksfjarðar, þaðan á Rauða- sand eða Barðaströnd og loks suður með Breiðafjarðarbáti, þessi leið verður mjög fjölfarin þegar hún opnast. Á þessari leið eju enn þrír þröskuldar, Þorskafjarðarheiðin, Rafnseyr- arheiðin og yfir Hálfdán, en þar er nú allsstaðar unnið að vega- gerð. Þegar leiðirnar opnast má 'búast við að hugur margra ferðamanna standi til að koma að Rafnseyri og dvelja þar, enda er það náttúrlegur áfanga staður, og er þá mikils um vert að ekki sje köld aðkoma á sögu staðnum. ★ 2) Rafnséyri er kirkjustaðúr og prestssetur. En prestakallið er fámennt og bændur þar yf- irleitt lítt efnum búnir. Núver- andi prestur þar er að flytja burlu, og vafasamt hvernig gengur með að fá nýjan prest, nema nokkuð sje að gert um að hlynna að staðnum og stækka verkahring prestsins. En það er eitt skilyrði fyrir því, að virð- ing staðarins haldist, að þar verði áfram prestssetur. Verk- efni prests mætti auka með kenslustörfum, og prestssetrið þarf að byggja upp innan tíð- ar. Hefir nefndin átt tal við biskup um málið og er hann þess mjög fýsandi, að framtíð Rafnseyrar sem kirkjustaðar og prestsseturs verði trygð. Það má gera samkvæmt gildandi lögum, þegar fjárveiting leyfir, en æskilegt er að þeim fram- kvæmdum sje flýtt, og má það verða með velvilja kirkju- stjórnar og fjárveitingavalds. En ekki getur það talist auka- kostnaður. ★ 3J Barnafræðslu í Auðkúlu- hreppi, og raunar við allan' Arnarfjörð, verður ekki komið í framtíðarhorf nema með heimavistarskóla. — Bygðin er strjál og margir bæir afskekt- ir. Rafnseyri liggur vel í sveit til-'að vera skólastaður og hefir mörg önnur góð skilyrði. Skóla hús á /Rafnseyri gæti og verið sumargististaður eins og áður hefir verið minst á, að þörf sje fyrir. Prestur gæti og verið aukakennari og er það hvort- tveggja að það yki verkefni hans og væri til sparnaðar og hagræðis. Nefndin hefir borið sig saman við fræðslumála- stjórnina um þetta mál, og er hún mjög hvetjandi um fram- kvæmdir. En þess er þó rjett að geta, að Auðkúluhreppur er fá mennur og fátækur og er senni legt að ríkissjóður yrði að ein- hverju leyti að hlaupa undir bagga með honum um venju- legt heimaframlag til skóla- byggingar. Að öðru leyti væri hjer ekki um aukakostnað að ræða. ★ 4) I skólahúsi væri vel til fallið að hafa Jóns Sigurðsson- ar safn, öll rit hans og það, sem um hann hefir verið skrif- að, myndasafn, styttur og hluti úr hans eign, sem teldust vel geymdir þar. Ef til slíks safns væri tekið sjerstakt herbergi, þá þyrfti byggingarkostnaður þess, að greiðast úr ríkissjóði. ★ 5) Rafnseyri liggur í stórum, fögrum hvammi og háir ásar á báða vegu. Hlíðarnar eru vel fallnar til skógræktar og skjól- gott fyrir skrúðgarð. Undirlend ið er vel fallið til ræktunar og hæfilega mikið, þegar það væri komið í rækt til að fullnægja þörfum skólaheimilis og gisti- húss auk prestsselurs. En þar eru nú víða, einkum í túninu, gamlar rústir og görðum og útihúsum óskipulega fyrirkom- ið. Þyrfti þegar að hefjast handa um skipulagning hvammsins, ruðning og ræktun. Það þarf þegar í upphafi að ætla, prestssetri, skólahúsi, skrúðgarði, skógrækt o. fl. stað, og vinna svo á mörgum árum samkvæmt skipulagningarupp- drætti. Telur nefndin að þessi athugun ætti að geta farið fram í sumar og að æskilegt væri, að tekin væri upp í fjárlög þeg- ar á þessu ári hæfileg fjárveit- ing til ruðnings og ræktunar, sem hjeldist í nokkur ár þar til lokið er áætlunarverki. Sú góða tillaga hefir komið fram, að ungmennafjelögum Vest- f j arð i væri falin framkvæmdin gegn £östu árgjaldi r ríkis- sjóði. En um kostnað er ekki hægt að segja fyr en nánari at- hugun hefir farið fram. 'k 6. Á Rafnseyri er minnis- merki um Jón Sigurðsson, sem reist var á hundrað ára afmæli hans, 1911. Minnismerkið er lállaust og smekklegt, stór steinn, uppmjór, og í hann greyptur eirskjöldur með mynd Jóns Sigurðssonar og sverð bak við skjöldinn. Skjöldinn gerði Einar Jónsson. Þetta minnis- merki er til frambúðar en þarf Viðfangsefni okkar eru eink- um gengis- og vaxtamál. En samt ber að líta á þau sem þátt í víðtækara viðfangsefni, sem sje því að efla framleiðsluna, útrýma atvinnuleysi og auka verslunina, sem gert er ráð fyr ir í Atlantshafssáttmálanum 7. grein, og fjallar um gagn- kvæma aðstoð Bandaríkjanna og margra hinna sameinuðu þjóða. Roosevelt hefir tekið það greinilega fram, að hann æskti þess ekki, að við gerðum nein- ar bindandi samþyktir fyrir þjóðir vorar, heldur tillögur, sem leggja skuli fyrir stjórnir okkar, hverrar þjóðar um sig, til athugunar. þó lagfæringar, og er það fyrst, að það þarf að hækka það nokkuð frá jörðu með undir- hleðslu. Um þá breytingu þarf tillögur sjerfróðra manna. Þá hefir nefndin látið koma fyrir mikilli flaggstöng á stað sem ber hátt, svo fáninn blasi við ferðamönnum og segi til um hvert komið sje. Kostnað af þessu tvennu ætti að greiða úr ríkissjóði, og verður það aldrei mikið fje. Samkvæmt þessu leggur því nefndin til: *1. Að tillagna kirkjustjórn- arinnar verði leitað um prests- setrið.v , 2. Að tillagna fræðslumála- stjórnarinnar verði leitað um skólahald. 3. Að komið verði upp Jóns Sigurðssonar safni á Rafnseyri. 4. Að landareign og húsa- skipun verði skipulögð með til- liti til þessara framtíðaráætl- ana og árleg fjárveiting veitt til undirbúnings. 5. Að minnismerki Jóns Sig- urðssonar verði fullgert. ★ Nefndin sjer ekki ástæðu til að gera tillögu um þingsálykt- un að þessu sinni, því kostnað- ur af smærri framkvæmdum og áframhaldandi athugun á þessu sumri verður óverulegur, en leitar hinsvegar samþykkis ráðuneytisins á því, að hún haldi áfram undirbúningi máls- ins á framangreindum grund- velli og skili fullnaðartillögum til hæstv. ríkisstjórnar fyrir haustþingið. Verkefni okkar er því að ráðg ast, öðlast skilning hver á ann- ars málefnum og komast að nið urstöðu á vissum grundvelli, sem mæla verður með við stjórnir okkar, til þess að mynda meðal þjóða vorra traust og óbrotgjörn viðskipta- sambönd. Jeg vona, að þessi ráðstefna beini athygli sinni að tveim hag fræðilegum grundvallarreglum. Sú fyrri er: Að hagsæld hefir engin viss takmörk. Hún mink ar ekki við deilingu. Þvert á móti, því meiri hagsældar sem aðrar þjóðir njóta, þeim mun betri verður hagur hverrar þjóðar. Það er gölluð röksemd, Framh. á bls. 11 Alþjóðafjármálaráðstefnan: Vlilliríkjalán nauðsynlegt til varanlegrar skipulagningar — seglr Morgenfhau HJER FARA á eftir kaflar úr ávarpi því, sem Morgenthau, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, flutti á fjármálaráðstefnu hinna sameinuðu þjóða: „Þegar jeg tek forsæti á þessari ráðstefnu, finn jeg til auð- mýktar, Því að jeg veit, að það, sem við aðhöfumst hjer, mun hafa veruleg áhrif á þann heim, sem við eigum að lifa í og á þann heim, er fólk, sem er okkur yngra, verður að grundvalla líf sitt í og reyna að láta vonir sínar rætast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.