Morgunblaðið - 06.07.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.07.1944, Blaðsíða 12
12 Fimtudaginn 6. júlí 1944 V/USBILL 14449 DREGIÐ var í gærmorgun í happdrætti knattspyrnufjelags- ins Valur, en vinningurinn er Chryslerbifreið. Upp kom nr. 14449 og hafði sá miði selst í versluninni Ninon. Vinnandinn var ekki búinn að gefa sig fram í gærkveldi, en vinningsins má vitja til Ól- afs Sigurðssonar, í Herrabúð- inni við Skólavörðustíg, eða til Sveins Zoega, í Skónum í Bankastræti. Blfreiðaáreksfur m íþróltavöllinn UM KL. 18 í gær varð árekst ur á mótum Hringbráutar og Melavegs milli bifreiðanna G. 430 og R. 2337. Fyrrnefnda bifreiðin var á leið norður Melaveg, en hin síðarnefnda austur Hringbraut, þegar áreksturinn varð. Skemdir á bifreiðinni 2337 urðu miklar, en ekki veruleg- ar á hinni bifreiðinni. PÁLL ÍSÓLFSSON stjórnar ,,þjóðkój.-“ á jónsmessuhátíð Stokkseyringa 25. júní s.l. Jónsmessuhálíð á Slokkseyri Ótsvörin í Keflavík Frá frjettaritara vorum. Nýlega er lokið niðurjöfn. un irtsvara í Keflavík. Alls var jafnað niður að þessui sinni 783.045 krónum á 551 gjaldanda, og fara hjer á; eftir þeir gjaldendur er bera 5 þúsund krónur og þar yf- ir: Dráttarbraut Keflavíkur hf. kr. 27,465, Bræðslufjelag Keflavíkur hf. 18,000, Kefla- vík hf. 16,850, Nýja Bíó sf. 14,570, Kaupfjelag Reykja.. víkur og nágrennis 13,700, Ólafur Lárusson, útgerðarm. 11,900, Björninn hf. 10.950,00, .Tóhann Guðnason, Vatnsnesi 10,480, Jökull h.f. 8,530, Guð- mundur Kr. G'uðmundsson skipstj. 8,510, Albert Bjarna- son, útgerðarm. 7,420, Sigur- björn Byjólfsson, útgerðarm. 6,860, E. O. Ásberg, verslun 6,415, Isfjelag Keflavíkur, 6,400, Eggert hf. 6,200, Guð- ný sf. 5,930, Ólafur Einarsson útgerðarm. 5,790, Vatnsnes hf. 5,530, Keflvíkingur hf. 5,500, Haraldur Kr. Magnús- son 5.310, Hjörtur Gíslasou 5,290, ITraðfrystistöð Kefla- víkur 5,100, Mb. Guðfinnur 5,000. Norðmennimir voru drepnir í hefndar skynl Frá norska blaðafulltrúanum. NÚ ER KOMIÐ í ljós, hver var hin eiginlega orsök til þess að hinir 9 Norðmenn voru tekn ir af lífi. Það var gert í hefnd- arskyni fyrir það, að búgarður quislingsins Horgen’s, sýslu- manns í Eiker nálægt Dramm- en, var sprengdur í loft upp. Ljet hann þar lífið ásaml konu sinni. Norðmennirnir, sem teknir Voru af lífi, voru allir stúdent- ar. Fjórir þeirra lögðu stund á guðfræði. Þeir voru allir sjón- arvottar að því, þegar nasist- inn Horgen skaut án umhugs- unar einn ungan mann og særði annan, sem var stúdent. Aftak- an hefir vakið mikla gremju í Noregi. Sagt var frá henni á fyrstu síðu í sumum norsku nasistablöðunum, án þess þó að nokkur sjerstök athygli sje veitt að henni. Karlakór iðnaðar- manna á Húsavík Húsavík í gær. Frá frjettaritara vorum. KARLAKÓR IÐNAÐAR- MANNA söng á Húsavík sl. mánudagskvöld á söngför sinni um Norðurland. Söngur kórsins og viðfangsefni sem flest voru hjer lítt eða ekkert kunn, vöktu sjerstaka hrifn- ingu og aðdáun áheyrenda. Litmyndir sendar þráðlaust. Stokkhólmi: Fyrsta tilraun, til þess að senda litmyndir þráðlaust milli Svíþjóðar og Ameríku, var gerð nýlega. — Tókst það vonum framar. Voru þetta auglýsingarmyndir M ÞÝZKU London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. RÚSSAR HALDA ÁFRAM Tóku Molodechnoígær sókn sinni vestur til Eystra- saltslanda og í áttina til Austur-Prússlands, með miklum hraða. í kvöld gaf Stalín marskálkur út sjer- staka dagskipan, þar sem hann tilkynti fall Molodech- no, sem var vel víggirt borg og þýðingarmikil fyrir Þjóð verja á veginum, sem liggur til Vilna og Riga. I herstjórnartilkynningu Rússa í kvöld er skýrt frá framsókn á Kirjálaeiði, þar sem Rússar tóku bæinn Saalmi og nokkra aðra bæi og þorp. Fyrir austan Minsk eru Rússar að eyða inni- króuðum hersveitum Þjóðverja úr þremur herfylkjum. Fall Molodechno. Fall Molodechno getur haft mikla þýðingu fyrir framsókn Rússa inn í Eystrasaltslöndin. Borgin er um 65 km. fyrir norð- vestan Minsk. Þar er járnbraut arskiftistöð, þar sem saman koma járnbrautirnar frá Minsk til Vilna og járnbrautarlínan frá Polotsk til Lida. Borgin er rúmlega 100 km. frá Vilna. Molodechno er um 18 km. norð vestur af Crasnoye, sem.einnig er við aðalveginn frá Minsk. Sú borg fjell fyrir 3 dögum. 200 km. frá þýsku landamærunum. , Duncan Hooper, frjettaritari Reuters í Moskva, símar í dag, að Rússar ógni nú samgöngu- leiðum Þjóðverja frá Vilna til Königsberg, Varsjá og Dvinsk. Sækir rússrieskur her að þess- um þýðingarmiklu samgöngu- leiðum. Ennfremur er útlit fyrir að Rússum takisl bráti að rjúfa járnbrautina milli Smolensk og Riga. Annar rússneskur her sækir fram til Baranovich, sem er við járnbrautina frá Minsk til Brest Litovsk og járnbraut- ina frá Grodno og Vilna til Varsjá. Þessari sókn er stefnt eftir Niemen dalnum, en samnefnd á rennur fram hjá Grodno og Kaunas til sjáfar við Tilsit. í 11 daga sókn hafa Rússar sótt fram um 270 km. Fregnir frá vígstöðvunum herma, að framsveitir Rússa, sem lengst hafa sótt, eigi nú eftir ófarna rúmlega 200 km. til landamæra Þýskalands, fyrir austan Suw- alki. Þýskar hersveitir innikróaðar. Rússneski herinn hefir kró- manna á Italíu Nálgast Ancoma. LONDON í gærkveldi: Her- sveitir bandamanna á Italíu sækja fram og einkum 8. her- inn á austurströndinni, sem nú er aðeins um 15 km. frá hafn- arborginni Ancoma. Á vesturströndinni eru Bandaríkjamenn um 20 km. frá Livorno. Það er talið að Þjóð- verjar sjeu nú að búa um sig litlu norðar, en núverandi víg- lína er og muni þeir ætla að reyna að verjast þar eitthvað — Reuter. að inni mikinn þýskan her á svæðinu fyrir vestan Minsk og saikir að hersveitum þess- um, sem víða eru einangraðar á litlum svæðum, úr öllum áttum. — Rokossovski mar- skálkur, sem sækir með her sinn að Baranovich, sækir að borginni úr tveimur áttum. Þýski herinn er á þessum vígstöðvum á óskipulegum flótta og víða er. utn algert öngþveiti að ræða á flóttan- um. Rússar taka Turov. I herstjórnartilkynningunni. í kvöld er tilkynt að Rúss- ar hafi tekið borgina Turov, sem er við Pripetfljót fyrir vestan Mozir. Frægur kvikmynda- leiksljóri látinn Brautryðjandi talmynda LONDON í gærkveldi: Einn af frægustu kvikmyndaleikstjór um Breta, A. M. Salomon, fórst í Suður-Englandi í loftárás í dag. Salomon var lengi starf- andi hjá Warner Bros-kvik- myndafjelaginu og var einn af þeim er stjórnaði fyrstu tal- myndatökuna. Hann hefir unn- i með mörgum frægum leikur- um, þar á meðal Myrna Loy, A1 Jolson, George Arliss, James Cagney, William PoweL flg Edward G. Robinson. — Reuter. Utanríkisráðherra Svía uni stefnu Finna í RÆÐU, sem sænski utan- ríkisráðherrann flutti 4. júlí í Vattheholma nálægt Uppsölum, sagði hann m. a.: Við getum ekki nú, frekar en endranær, látið okkur á sama standa um framtíð Finnlands Svíar hafa altaf með athygli fylgst með því, sem gerist í Finn landi og oft myndað sjer um þá atburði ákveðnar skoðanir, til dæmis um innanlandsstyrj - öldina 1917 og vetrarstyrjöld- ina 1939. Sama er að segja nú. Atburðirnir í Finnlandi síðustu daga eru sannarlega hörmuleg- ir. Menn höfðu vonað, að Finn- ar myndu finna einhverja leið út úr styrjöldinni, sem þeir, að þeim sjálfum fanst, háðu ein - ungis í eigin þágu, leið til frið- ar, sem bæði finska stjórnin og þjóðin virtust þrá. En rás viðburðanna hefir orð ið önnur, og gat ekki hjá því farið, að vonbrigðin yrðu aug- ljós og gagnrýnin bitur. Gagn- rýnin hefir einnig borið þess merki, að menn kviðu afleið- ingunum af því, sem gerst hafðu Menn spurðu sjálfa sig, hverj - ar afleiðingar það myndi hafa bæði fyrir samvinnu Finna og Svía og norræna samvinnu yf- irleitt. (Frá sænska sendiráðinu í Reykjavík). Þjóðverji sýnir æfingar. Stokkhólmi: Atburður, sem orsakað hefir nokkra gremju, kom fyrir nýlega í bækistöð einni við Gautaborg, þar sem þýskir sjóliðar eru hafðir í haldi. Fjekk sænskur varð- maður einum hinna þýsku sjó- liða riffil sinn, hlaðinn og með byssusting á, en sá þýski sýndí síðan byssuæfingar, eins og Þjóðverjar æfa þær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.