Morgunblaðið - 07.07.1944, Síða 1

Morgunblaðið - 07.07.1944, Síða 1
REYNT AÐ UMKRINGJA LE HAYE Flestar svifsprengj- urnar falla á London Farið ú flytja börn úr borginni London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðs- ins frá Reuter. CHURCHILL forsætisráðherra gaf í morgun í neðri málstof- unni skýrslu um svifsprengjuárásir Þjóðverja á Bretland og kvað flestar af sprengjunum hafa fallið á Lundúnasvæðið. — Hann kvað menn ekki mega gera of lítið úr þessu nýja vopni. Verið er nú að byrja á að flytja skólabörn úr Londón og til öruggari staða. „Frá því Þjóðverjar hófu svifsþrengjuskothríð sína og þar til kl. 6 í morgun höfðu fall ið 2764 svifsprengjur á Bret- lándil, sagði Churchill. Hann kvað fjölmargar af sprengjun- um ekki hafa komist alla leið, eða verið skotnar niður. Manntjón af völdum sprengj anna hefir orðið mest í Lond- on, en alls hafa þær orðið að bana 2752 manns. eða hver sprengja hefir orsakað bana eins manns. — Særst hafa yfir 8000 manns. Churchill sagði, að breska stjórnin hefði aldrei gert of lítið úr þessu vopni og barátt- an gegn því yrði löng. Nefnd hefði nú verið skipuð, til þess að finna varnir gegn því. Rakettur líka? Churchill kvað langt vera orðið síðan Bretar vissu um að svifsprengjur þessar voru á döfinni og einnig risastórar rakettur. Sagði ráðherrann að alls hefði verið varpað á stöðv- Framh. á bls. 11 Sjö ára stríS í Kína í dag eru liðin 7 ár síðan styrjöldin milli Kínverja og Japana byrjaði og hjelt Chang Kai Shek ræcu í Chungking af þessu tilefrn. Sagði hann Kín- verja aldrei skyldu gefast upp og aldrei fyrr linna baráttunni, en Japanar væru reknir úr Kína. — Að vísu kvað Chang Kai Shek alvarlega horfa vegna sóknar Japana í Honanfyliíi, en Kínverjar væru þó vongóðir vegna þess, hve bandamönnum gengi vel í Burma. — Reuter. K. R. vann 1. íl. mótið K. R. vann 1. fl. mótið á jafn- tefli við Fram í gærkveldi, 1:1. Fjekk K. R. 7 stig, Valur 6 (Víkingur gaf leikinn), Fram 5, I. R. 2 og Víkingur ekkert. Von Kluge Sekur við a Rundsfedl Generql Gunther Von Kluge London í gærkveldi. Frá aðalstöðvum Hitlers er tilkynt í kvöld, að von Kluge marskálkur hafi tekið við yfir- stjórn þýsku herjanna á Vest- urvígstöðvunum, af von Rund- stedt, sem látið hefir af her- stjórn sökun heilsubilunar. Þýska frjettastofan segir, að Hitler hafi sent Rundstedt inni- legt þakkarbrjef fyrir örugga og góða herstjórn í örðugum kringumstæðum. Einnig var gefið í skyn, að von Rundstedt myndu falin sjerstök verkefni, ef hann þyldi að leggja nokkuð á sig. Von Kluge marskálkur, hinn nýi yfirstjórnandi varnarherj- anna í Frakklandi, hefir víða tekið þátt í orustum í styrjöld þessari. ÞJÓÐVERJAR YFIRGEFA KOVEL London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Rússar ná mörgum íleiri bæjum í KVÖLD gaf Stalin út dag- skipan, þar sem hann tilkynti að herir Rokossowsky hefðu tekið Kovel, en Þjóðverjar höfðu áður tilkynt að sveitir þeirra hefðu yfirgefið borg þessa, sem talin er allmikilvæg. Þá segja Rússar frá því, að þeir hafi tekið ýmsa bæi víðs- vegar um vígstöðvarnar, eink- um þó á svæðinu umhverfis Polotsk, fyrir norðan og norð- vestan borgina. Einnig kveðast Rússar hafa tekið bæinn Derz- insk í hörðum bardögum. Bær þessi er fyrir suðvestan Minsk og var barist þar af mik illi hörku að sögn Rússa. Þarna voru einnig teknar fjórar járnbrautarstöðvar, tvær þeirra allstórar. Borgin Kovel er aðeins um 50 km. austur af Efri-Bug og er þar hin upphaflega og eðli- lega varnarlína Varsjáborgar. Kovel er um 150 km. austan Brest-Litovsk og 270 km. frá Varsjá í suðaustur. Hún stend- ur við ána Turia, sem fellur í Pripetfljótið. Er nú álitið að Rússar muni sækja fram vestur á bóginn til Lublin. í tilkynningu sinni í kvöld segjast Rússar sækja að borg- inni Baranovichi, og segir að þar hafi Þjóðverjar gert hörð gagnáhlaup með allmiklu liði Loks segjast Rússar enn hafa fært nokkuð út kvíarnar á Aunuseiði, en Finnar viður- kenna að þar hafi þeir enn orð ið að láta nokkuð undan síga. En bardagarnir á Kirjálaeiðinu eru stöðugt jafnharðir, en breytingar hafa ekki orðið þar teljandi. Rússar segjast hafa gert loftárásir á ýmsar stöðvar Þjóðverja, en þýskar sprengju flugvjelar hafa ráðist á ýms skotmörk að baki víglínu Rússa. Báðir aðilar telja sig hafa unnið andstæðingunum mikið flugvjelatjón í loftorust- um. — A öllu suðurhluta víg- stöðvanna er enn kyrt. Þjóðverjar hafa enn Carpiquet-flugvöllinn London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. LITLAR BREYTINGAR hafa orðið á vígstöðvunuin í Nóftnandi í dag. Bandaríkjamenn á suðurhluta C'her- bourgskagans sóttu að bænum La Haye en urðu að hörfa undan fyrir hörðu gagnáhlaupi Þjóðverja, að því er írjettaritari vor, William Stringer, símar frá vígstöðv- unum. Er nú talið að Bandaríkjamenn murií gera tilraun til þess að umkringja borgina, þar sem herinn hefir tvisv- ar komist að henni en í bæði skiftin verið hrakinn aftur- ábak aftur. „Krafan um skilyrð- islausa uppgjöf versla skyssa bandamanna", — segir Göbbels London í gærkveldi: Dr. Göbbels ritar í dag í Das Reich: „Óvinir vorir gerðu sína mestu skyssu, þegar þeir tóku að halda fram kröfunni um skilyrðislausa uppgjöf og tilkyntu þýsku þjóðinni þar með að hún berðist fyrir tilveru sinni. Ef bandamenn ætla sjer að framkvæma styrjaldarmark mið sín, mega þeir taka á meiru en þeir hafa til, því ekki verður slakað á tökunum af oss Þjóðverjum. Þýska þjóðin hef- ir þegar sýnt, að hún er til í hvað sem er. Stórþjóð verður fyrst hættuleg, er hún hefir brent allar brýr að baki sjer, og hefir alt að vinna, en engu, að tapa. Þeir örðugleikar, sem þýska þjóðin á nú í, munu leysa úr læðingi afl, sem aldrei fyrr hefir þekst. í dag er óhætt að segja, að þýska þjóðin, eftir svo mörg óhöpp og ósigra, sje fær um meiri átök, en hún var nokkurntíma á mestu sigur- tímum“. — Reuter. Miklar árásir á svif- sprengjusiöðvar London í gærkveldi. í nótt sem leið fóru stór- hópar breskra sprengjuflug- vjela til árása á svifsprengju- stöðvar handan Ermarsunds, og í dag hefir hvað eftir annað verið ráðist á stöðvar þessar. Þannig sendu Bretar bæði Lan- caster- og Halifax flugvjelar í dag og Bandaríkjamenn beittu flugvirkjum og Liberatorflug- vjelum, og gerðu sumar þess- ara flugvjela einnig atlögur að flugvöllum Þjóðverja. — Þjóðverjar hafa enn á valdi sínu Carpiquet.-flugvöllnn, sem mest var barist um fyr- ir skömmu. Eru Þjóðverjar þrem megin við völlinn. en Kanadamenn að norðan við hann. Hefir þar verið kjrrt að mestu í dag. Þjóðverjar hafa þarna mikið af fallbyss- um og hefir verið skipst á sprengikúlum þarna, en að- staðan lítið breyst. Nokkru austar ko.must þýskar fram- sveitir inn í varnarlínu banda manna og urðu bandamenn að hörfa lítilsháttar undan. 1 sókn sinni suðvestan Car entan hafa Bandaríkjamenn getað sótt fram nokkur hundr uð metra, en Þjóðverjar hafa þarna mikið af fallbyssum og beita þeim óspart. Er því óhægt um alla framsókn á þessum slóðum, bæði vegna þess og svo hins, að land er mjög mýrlent og illt vfirferð ar. Ágætt flugveður. I dag var besta flugveður, sem komið hefir yfir Prakk landi síðan innrásin var hafin og notuðu flugmenn banda- manna það óspart. Voru flug- vjelar á lofti allan daginn og oft inörg hundruð í einu og var einkum ráðist á sam- gönguleiðir að baki vígstöðv um Þjóðverja, járnbrautir, vegi og brýr og flugvelli. — Nokkrir loftbardagar urðu en þó var ekki mikið um mótspyrnu Þjóðverja í lofti. Það voru eikum meðalstórar flugvjelar og orustuflugvjelar sem árásirnar gerðu. Háloftar ler. London: — Frá Berlín ber- ast fregnir um það, að þýskir vísindamenn hafi fundið upp gler, sem ekki getur sprungið og er tíu sinnum sterkara e» venjulegt öryggisgler, sem er t. d. haft í bifreiðaglugga. Er þessi nýja glertegund aðallega notuð í flugmannaklefa flug- vjela, sem eiga að fljúga um háloftin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.