Morgunblaðið - 11.07.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.07.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur, 152. tbl. — Þriðjudagur 11. júlí 1944 Isafoldarprentsmiðjá h.f.i Bandamenn að komast að Orne-ánni Rússar taka tvær járnbr arborgir í Póllandi Enn er barisf í Viina Maiurinn á bak við tjöldin London.í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- » blaðsins frá Reuler. 1 MOSKVA var í kvöld gefin íit dagskipan, þess efnis, að járnbrautarbæirnir Slonim og Luminets, báðir í hinu forna Póllandi, hefðu verið teknir í dag. Áður höfðu Þjóðverjar tilkynnt að þeir hefðu yfir'gefið Luminets. Sá bær er tæpa 50 km. innan pólsku landamæranna. 1 Vilna er enn barist af mikilli hörku og veitir hvoruguin betivr þar, sem stendur. í hinni venjulegu herstjórn- artilkynningu Rússa er frá því skýrt, að rofin hafi verið járn- brautin milli Dwinsk og Kaun- as, höfuðborgar Lithaugalands. Þá er einnig-svo að orði kom- ist, að Vilna sje nú umkringd borg. í Lithaugalandi er sagt að Rússar hafi tekið allmarga bæi og þorp, og sjeu bardagar þar æði harðir. Þá er einnig svo frá skýrt, að aðallega sje nú barist í miðbænum í Vilna. Fyrir austan Minsk kveðast Rússar enn hafa sigrast á nokkr um innikróuðum hersveitum Þjóðverja og tekið allmarga fanga, þar á meðal tvo hershöfð ingja. Þá kveðast Rússar halda áfram sókn sinni til Pinsk. Þjóðverjar greina frá því, að Rússum verði mest ágengt á miðhluta sóknarsvæðisins, en kveðast hafa veitt harða mót- spyrnu bæði nyrst og syðst á svæðinu, þannfg að Rússum gangi þar nú lítt. Er þetta eink um á svæðinu fyrir vestan Pol- otsk og suður undir Pripetmýr unum. Finsku vígstöðvarnar. Finska herstjórnin tilkynnir í dag, að herskipum og strand- varnarliði Finna hafi í hörðum viðureignum tekist að hindra landgöngu Rússa nokkru fyrir norðan Viborg. Kom þarna til mikilla viðureigna og mistu Rússar 10 innrásarskip að sögn Finna. Þýskar og finskar flug- vjelar gerðu líka árásir á skipa lið Rússa og varð af tjón. Huldu Rússar sig síðan reykskýjum, en úr þeirn*-heyrðust þrjár mikl ar sprengingar. Á Kirjálaeiði segja Finnar að breytingar hafd ekki orðið neinar, sem teljandi sjeu síð- asta sólarhring. Fyrir norðan Ladogavatn urðu þeir hinsveg- ar að hörfa og kveðast Rússar þar hafa tekið bæinn Pitkar- anta. Þjóðverjar skýra frá miklum loftárásum að bækistöðvum Rússa að baki víglínunni, bæði Korosten og Rovno/ Eisenhower ræðir um svifsprengjiir London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til- Morgun- blaðsins frá Reuter. — Eftir Stanley Burch. Eisenhower yfirhershöfðingi gerði í viðtali við blaðamenn í dag, svifsprengju Þjóðverja að umræðuefni og sagði að hún væri mesta ófjeti. En þó kvað hann bandamenn hafa nokkuð getað dregið úr þeim, með því að skjóta niður margar þeirra og bætti við, að verið gæti að vísindamenn bandamanna væri nú önnum kafnir að reyha að finna ráð við sprengjum þess- um, og eins sagði hann, að Þjóðvérjar myndu ekki liggja á liði sínu að reyna að þroska þetta vopn og fullkomna sem mest og gæti það þá orðið hættu legt mjög, en eins og nú stæðu sakir, væri svifsprengjan ekki mjóg hættulegl vopn, nema þá gegn stórborgum. Ekki kvaðst þó hershöfðinginn trúaður á það. að sprengjur þessar yrðu öflugri en nú í nánustu fram- tíð. De Gaulle vill her- nema Rínarhjer- uíln London í gærkvöldi. DE GAULLE hershöfðingi sagði í dag, að Frakkar hefðu engar landakröfur í hyggju, hvorki í Evrópu nje annars- staðar, en vegna alþjóðaörygg- is og vegna öryggis Frakka, gæti orðið nauðsynlegt að gera vissar ráðstafanir viðvíkjandi hjeruðunum, þar sem fáni franska hersins gæti þurft að blakta. Hann játaði að hann ætti þarna við hernám Rínar- hjeraðanna þýsku og sagði að það gæti slaðið um mörg ár. De Gaulle sagði ennfremur, Framh. á 2. síðu. Fróðir menn segja, að sá maður, sem mest hafi að því unnið, að þýsksinnuð stjórn komst á í Ungverjalandi, sje sá, sem myndin að ofan sýnir. — Hann heitir Bela Imredy og er ríkur maður og valdamikill í Ungverjalandi. Hann vill helst halda sig á bak við tjöldin og er sagt, að hann hafi neitað að verða forsætisráðherra hinnar nýju stjórnar. , Fleygur i Þjóðverjc Livorno sfððvar sunnan Þjóðverjar halda enn ' suðurhluta Caen London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. SOKNARLOTA SÚ, sem Montgomeryvhóf snemma í morgun frá forvígi Breta handan Odon-árinnar, hefir nú borið þann árangur, að framsveitir-þeira eru ekki nema tæpan kílómetev frá Orne-ánni, hafa sótt fram um tæpa 4 km. á 7 km. víg- línu og tekið nokkrar þýðingarmiklar hæðir. Þjóðvei'jar hafa enn suðurhluta borgarinnar Caen, sunnan skipaskurðarins og halda þaðan uppi skothríð að Bandaniönn- um. Meirihluti borgarinnar er algerlega í rústum. — Frá vest- urhluta vígstöðvanna er lítið'að frjetta. Eisenhower spáir LONDON í gærkveldi: — , Bandamönnum hefir tekist að reka fleyg inn í varnar- línu Þjóðverja fyrir suðvestan Livorno, og er rru barist þar af miklum ákafa. Bandamemi hafa sótt nokkuð fram frá Voltera, sem þeir tóku jöajleg* talað. helgina. I þessari borg urðu því nær engar skemdir, en þar| eru miklar fornmynjar og lista söfn dýrmæt. Varnir Þjóðverja eru hvar- vetna hinar hörðustu, þannig tekur þýska herstjórnin það fram í dag, að nýjar hersveit- ir, sem hafi bækistöð á vest- urströnd Italíu, hafi barist svo frækilega, að undrun sætti og hvergi látið undan síga ,hið minnsta. Við Aresso hefir ekkert lát orðið á bardögum og eins við Adriahafsströndina, og hafa Þjóðverjar hvergi látið þar undan síga neitt að ráði. Segja frjettaritarar nieð herjum .Bandamanna, að vörn Þjóð- verja sjc svipuð að hörku nú, eins og hún var ákveðnust fyrir sunan Rómaborg. ' —Reuter. London í gærkvöldi. - Eisenhower yfirhershöfðingi ræddi við blaðamenn í dag og var fregnritari vor í aðalbæki- stöðum innrásarhersins, Stan- ley Burch, þar viðstaddur. — Símar hann oss á þessa leið: — Eisenhower yfirhershöfð- ingi sagði í dag, að hann áliti ekki alveg útilokað, að siðferðis þrek Þjóðverja kynni að bresta en það myndi þó vera tálvon að byggja nokkuð á því að þetta gerðist í landi, þar sem vald lögreglumiar er svo algert. — Bandamenn verða að vera við því búnir í öllum herriaði sín- um, hvarvetna í Evrópu, að baráttan verði löng og bitur. — Orusturnar eru mjög erfiðar og mikið manntjón myndu banda- menn bíðá. Þótt bjart sje kann ske yfir hernaðarmyndinni nú. þá má enginn fá af henni of- birtu í augun og það af þeirri einföldu ástæðu, að bandamenn munu verða að berjast um h^ert fet lands, sem þeir ná, bæði bókstaflega og herfræði- — Reuter. Svifsprengjum rignir slöSugt London í gærkv.öldi. í ALLA NÓTT sem leið og í allan dag, hafa svifsprengjur Þjóðverja komið inn yfir Suð- ur-England og þá einkum Lund únasvæðið. Voru þó margar skotnar niður, en þær sem yfir komust, ollu bæði allmiklu eignatjóni og manntjóni. Pólskur orustuflugmaður einn skaut niður tvær á skömmum tíma í dag, og næturflugmaður grandaði einnig tveim í nótt sem leið. Haldið er áfram að flytja börn frá London og fóru 8000 þaðan í gær. —Reuter. , Snemma' í morgun braust breski og kanadiski herinn á forvígissvæðinu milli Odon- og Orne-ánna fram til sóknar eft- ir harða stórskotahríð. Fóru fyrir hernum Typhoon-flug- vjelar, vopnaðar rakettubyss- um. Var mótspyrna Þjóðverja lítil, þar til um 3-leytið, að þeir gerðu hart gagnáhlaup með skriðdrekum og fótgönguliði, en því var hrundið, aðallega með stórskotahríð. Síðara gagnáhlaupið. Klukkan að ganga fimm hófu svo Þjóðverjar annað gagn- áhlaup, sínu hatrammara, á stöðvar bandamanna þarna, og tókst að ná framstöðvum þeirra á sitt vald. Gerðu þá bandamenn aftur atlögu og náðu mestu af því landi, er þeir mistu, aftur. Eru nú stórorust- ur háðar á þessu svæði, því Þjóðverjum er mikið í mun að láta bandamenn ekki ná fót- festu á hæðunum, þaðan sem sjer yfir ána Orne. Borg í rústum. I hinni hrundu borg, Caen. er enn um mikla skothríð að ræða. Þjóðverjar halda enn suðurhluta borgarinnar, en um hana miðja liggur skipaskurð- ur mikill. .Eru nú Þjóðverjar sunnan skurðar þessa, en bandamenn að norðan, og skjóta hvorir að öðrum ákaf- lega af fallbyssum. Bandamenn segja, að íbúar borgarinnar sjeu farnir að tínast til hennar aft- ur og sumir upp úr kjöllurum hruninna húsa. Þjóðverjar segja hinsvegar frá því, að frá því að bardagar byrjuðu um borgina, hafi farist þr.r 40.000 af íbúunum, sökum loftárása og stórskotaliðs. Sókn Bandarikjamanna. Á vesturhluta vígstöðvanna hefir Ba'idaríkjamönnum lítið miðað áfram, enda hefir veður verið ilt, og þeir ekki getað not ið stuðnings flughersins nema að örlitlu leyti. Þó hafa þeir þokast lítið eitt áfram fyrir sunnan Haye á Cherbovu^skaga Framh. á 2. síðu . «V tí^1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.