Morgunblaðið - 11.07.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.07.1944, Blaðsíða 2
2 MOBGCJNBL/ MÐ Þriðjudagur 1L júlí 1944 Nokkur orð um ústundið í heilbrigðismólum þjóðarinnur EITT AF þeim stórmálum, sem nú krefjast skjótrar úr- | lausnar, er að koma heilbrigð- ismálum þjóðarinnar í það ! horf. að viðunandi sje. Mætti um það rita langt mál. í þess- i ari grein verður rætt um einn i '♦rtikilsverðan þátt þessara mála, J -eða það. hvernig ástatt er um I sj úkrahús landsins. Þetta er orðið svo mikið ’ vandræðamál, að ekki verður -'Htijá því kömist, að ráða bót á ð»|>yí mjög bráðlega. Mjer, sem ':4>e;,sar línur riia. er að vísu 1 > ekki vel kunnugt um, við hve “■•{•"töikla erfiðleika fólk í öðrum ’ hjeruðum landsins á að etja j rneð að koma sjúklingum í > sjiVkrahús. en jeg geri ráð fyr- j ir, að það sje alls staðar svip- [ að. Og þá furðar mig mjög á j þvi, hve lítið er um þetta rætt j opinberlega. Vil jeg því vekja j rnéls á þessu, ef vera kynni, að j fleiri Ijetu svo til sín heyra. t * I Væri æskilegt að fá raddir sem ; víðast að, svo ráðamenn þjóð- fjelagsins fengju að sjá, hvern- i ásíandið er í raun og veru. i Jeg mun þó ekki að þessu sinni fara langt í því að taka einstök dærni máli mínu til sönnunar, en af nógu er að taka í því ; efn.i, og verður það ef til vill gert slðar. Við eigum fjölmenna lækna- stjett. vel mentaða og færa í sinni grein. Flestir þeirra hafa og mjög mikinn áhuga fyrir starfi sínu. En starfskraftar þessarar stjettar notast ekki - netna að hálfu leyti, sökum þess, að sjúkrahúsin taka ekki við nema nokkrum hluta þeirra j sjúklinga, sem sjúkrahúsvistar þarfnast, og þeirrar hjúkrunar ! og hjálpar, sem aðeins er hægt að veita þar. Þess ber og mjög að gæta, : þegar um þetta mál er að ræða, ! að sökum mannfæðar á heim- ilum, að minsta kosti til sveita, er miklu verri aðstaða en áður var til þess að hugsa um sjúkl- inga. Fólk er þar ekki til, nema til allra nauðsynlegustu verka, og illa það. Auk þess er ekki : hægt að gera ráð fyrir, að á heimilum sjeu til nauðsynleg f tæki til þeirrar hjúkrunar ; sj úklinga, sem nútíminn krefst. Af þessu leiðír, að almenning- ur í landinu hlýtur að krefjast þess af ráðamönnum þjóðfje- lagsins. að sjeð sje fyrir full-* nægjandi sjúkrahúsum handa í þeim, er þar þurfa að dvelja. Þeski sjúkrahús verða að vera rekin af ríki eða bæjum, og eig;> að rekast á þann hátt, að í öllum sje gert jafnt undir höfði, og með almenningshag fyrir augurn. Það ætti að vera óþarft i I að taka það fram, að sjúkrahús e sje rekið méð hag almennings .. fyrir augum. En það ggri jeg, S sökum þess, að allmikill orð- : rómur gengur um það, að á - geðveikrahælið á Kleppi sjeu helst teknir til dvalar tauga- veiklaðir drykkjumenn og slæp ingjar, sem þarf að afvatna. Viíanlega eru þessir menn alls staðar til óþurftar og eiga að vera á hælum. En hitt virðist fjarri öllu lagi að veita þess háttar mönnum aðgang að hæl- isvist á Kleppi, á* sama tíma sem meira og minna geðveikt og brjálað fólk fær ekki inni þar, og er látið dvelja á heim— ilum. sem hafa enga möguleika á að meðhöndla slíka sjúkl- inga, eða þá að þetta fólk flæk- ist umhirðulaust um þjóðvegi landsins. En dæmi um þetta hvorttveggja er hægt að benda á. — Nú má vel vera, að orðróm- ur þessi sje ekki rjettur. En þá þarf það að koma fram, og þ.eir að svara fyrir, sem betur vita. Hitt hefi jeg einnig heyrt, að til stjórnar heilbrigðismálanna hafi borist óskir um rannsókn á þessu atriði, viðvíkjandi rekstri Kleppsspítalans. Mjer virðist, að almenningur eigi heimting á að fá að vita hið sanna í þessu máli, og beini því hjer með til hlutaðeigenda að svara og láta hið sanna koma í ljós. . Þegar ástand það, sem laus- lega hefir verið bent á hjer að fram^n. er athugað, er ljóst, að hjer er skjótrar úrlausnar þörf. Verður að gera þá kröfu til hlutaðeigandi stjórnarvalda, að hjer verði ráðin bót á tafar- laust. Verður þá fyrst að at- huga, að húsakoátur þeirra sjúkrahúsa allra, Sem þegar eru til, $je notaður svo sem kostur er á, en á því er nokkur vafi að svo sje, sbr. það, sem áður er sagt um Kleppsspítalann. Næsta skrefið er svo að auka húsakost og starfslið sjúkrahús anna, bæði hinna stærri í Rvík og eins í öðrum kaupstöðum. En einnig þurfa að koma minni sjúkrahús í hinum stærri lækn- ishjeruðum, sem hjeraðslækn-* ar gætu annast, með því að hafa fasta aðstoðarlækna. Jeg get búist við, að því verði svarað til, að nú sje óheppileg- ur tími til þess að hefjast1 handa um stórbyggingar, svo sem sjúkrahús, og að efni og útbúnaður til slíkra stofnana mundi ekki fáanlegur nú. En vjer verðum að viður- kenna það, að þau lönd, sem við verslum mest við nú um skeið, hafa yfirleitt litið á þarf ir okkar með sanngirni. Og það er engin ástæða til þess að ætla annað en að svo myndi einnig verða, ef um væfi að ræða að selja okkur það, sem með þyrfti til byggingar sjúkrahúsa. Má í því sambandi minna á gjafir ameríska Rauða krossins til ís- lendinga. Bendir það til þess, að slíkar vörur væru fáanleg- ar þar,- ef eftir því væri leitað. Hvað það snertir, að erfitt sje að fá byggingarefni, má benda á, að til þessa hefir altaf fengist byggingarefni frá út- löndum. Enda xnikið bygt af allskonar byggingum, bæði þörfum og óþörfurrr. Er það næsta furðulegt, að á sama tíma og bygð eru mörg sam- komu- og kvikmyndahús í landinu, er ekkert hugsað um að koma upp sjúkrahúsum, svo að sjúkir menn,verða að liggja á heimilum víðavegar. umhirðu litlir og án hjúkrjinar, sem við- unandi sje. Mjer virðist, nð um þetta mál þurfi að verða sjerk hreyfing, svo að þeir vakni, sem sofnað hafa á verðinum. Vildi jeg skora á samtök lækna, sjúkra- samlög, kvenfjelög og aðra þá, sem láta sig varða mannúðar- og heilbrigðismál þjóðarinnar, að beita sjer fyrir því. að hjer verði hafist handa hið allra fyrsta, og ráðin sje sú bqt, að við sje unandi. Að síðustu má taka það fram, að verði ekkert að gert í þessu máli, er ekki annað sýnna en ýms heimili leysist upp, vegna þess, að þau geta ekki komið sjúklingurn á hæli, og þeir, sem rólfærir eru af sjúklingum þess um, fari á flæking, eins og nú þegar eru dæmi til, en hinir liggi eftir umhirðuláusir, og bíði dauða síns.. Oddgeirshólum 4. júlí 1944. Olafur Árnason. K. R. vann 1. fl. en Akurnesingar 3. fl. TVEIR knattspyrnuflokkar, 1. og 3. flokkur, úr Knatt- spyrnufjelagi Reykjavíkur, fóru til Akraness s.l. sunnudag í boði Akrnesinga. Þar keptu þeir við tilsvar- andi flokka heimamanna. — Úrslit urðu þau, að K. R. vann 1. fl. kepnina með 3:2, en Akr- n^singar unnu 3. fl. kepnina með 2:0. — Innrásin Framh. af bl3. 1. og einnig nokkuð eftir þjóð- veginum milli Carentan og Perrier. Hafa þeir tekið þarna tvö smáþorp, en bardagar eru þar mjög harðir og beita Þjóð- verjar miklu af skriðdrekum. Hinn nýji flugbátur Loftleiðir h.f. Utiskemtun Hringsins: Mikill mannfjöldi nauf góð- viðrisins í Hljóm- skálagarðinum GÆFAN VAR með þeim Hrifig-konum. Báða dagana sem útiskemtunin, er þær gengust fyrir til ágóða fyrir barnaspítalasjóð Hringsins, stóð, var veður afbragðsgott. Gríðarlegt fjölmenni var í garðinum, líklega töluvert yfir 10 þúsund, þegar flest var á sunnudaginn. Menn lágu hlið við hlið á grasinu og nutu veðurblíðunnar um leið og þeir hlýddu á skemtiatriðin, sem á boðstólum voru. Nýr flugbátur keyptur til landsins Loftleiðir h. f. kaup ir Grumman-vjel. LOFTLEIÐIR II.F. hefir fest kaup á nýjum flugbát í Ameríku. Getur hann borið 8 farþega og bæði sfest á vatn og land. Er þetta talin mjög heppileg vjel til flugs hjer,. vegna styrkleika, eins og hjer eru lendingarskilyrði og veð- urfar. Flugbáturinn er tví-. hreifla og getur flogið á öðr- um hreyflinum, ef með þarf. Hann hefir 300 km. meðal- hraða á klukkustund og get- ur hækkað flugið um 1300 fet, á mínútu og flogið í 22,000 feta hæð. Samskonar vjelar eru niikið notaðar í Banda- ríkjunum til strandgæslu og björgunarstarfa og geta því lent á ókyrrum sjó. Flugbátur þessi er mjög dýr, þótt fjelagið hafi feng- ið hann með sama verði og Bandaríkjaherinn. En fjplag- inu finnst mestu • varða um það að skapa farþegum við- unandi sMlyrði. Við þessi kaup hefir fjelagið notið mik illar aðstoðar Thor Thors sendiherra. Ilinum nýja flugbáti er einkum ætlað að vera í ferð- um til Vestfjarða og annara þeirra staða, þar sem þörfin er mik'il og brýn fyrir bættar samgöngur. Væntir fjelagið í ]>essu stuðnings og skilnings' allra þeirra, sem áhuga liafa á flugi, *en sjálft er fjelag- ið ung og fjelítið. Enn fást blutabrjef í fjelaginu. Biiist. er við að afhending flugbátsins geti farið fram 15.—20. þ. m. og er nú verið að leita samþykkis hernaðar- yfirvalda Bandaríkjanna, til þass að fá að fljúga bátnum hingað til landsins. Loftleiðir h.f. var stofnað 10. inars s. 1. og byrjaði flug- ferðir til Vestfjarða og Norð urlands þann 7. apríl með Stinson-flugvjel, 3—4 farþega. Frá þeim tíma og til 16. júnf, hafði flugvjelin farið 111 ferðir, flutt 287 farþega, farið 8 , sjúkraflutninga og leitt á 27 stöðum. Mikið seldist af merkjum og aðsókn að kaffitjaldinu, leikja- tjaldinu og danspallinum var geysimikil. Frú Ingibjörg Þorláksson setti samkomuna á laugardag, Katrín Thoroddsen læknir tal- aði, en Lúðrasveitin Svanur ljek. Fimleikaflokkur drengja úr -K. R. sýndi leikfimi, undir stjórn Jens Magnússonar. Á sunnudag töluðu Valdimar Björnsson, sjóliðsforingi og sr. Jón Thorarensen, en amerísk hljómsveit ljek. Þá sýndi úrvalsflokkur karla úr K. R. undir stjórn Vignis Andrjessonar. Var fimleika- mönnunum og stjórnanda þeirra fagnað óspart af mann- fjöldanum. Báða dagana var dans stig- inn 'á pallinum af miklu fjöri fram yfir miðnætti. Norskir þjóðdansar voru sýndir á danspallinum og vöktu mikla hrifningu. Á sunnudagskvöldið var skemtun í Trípolíleikhúsinu við Melaveg til ágóða fyrir barna- spítalasjóð Hringsins. Var þar hvert sæti skipað. Margir ágæt ir skemtikraftar amerískir og íslenskir komu þar fram, og þótti öllum skemtunin takast hið besta. Eire notar erlendar flugvjelar. London: írar styrkja nú flug her sinn sem mest þeir megna, með því að taka í hann allar erlendar flugvjelar, sem vegna ýmsra orsaka verða að lenda í Eire. Kaupa írar síðan flugvjel ar þessar af eigendunum og eiga nú orðið talsvert af Spit- fire-, Hurricane-, Martlet-, Heinkel-, og Lockheed-flug- vjelum. F allhlíf aspell virkj ar. London: —r Fregnritari „Nya Dagligt Allehanda“ í Helsing- fors segir, að Rússar noti mjög fallhlifahermenn til spellvirkja bak við herlínur Þjóðverja x Eístlandi. — Skemma þeir sjer staklega járnbrautir. — DE GAULLE Fratnh. af 1. síðu. að samkomulag væri nauðsyn- legt milli Bandaríkjanna, Breta og Frakka, vegna- sljórnaí hjeraða þeirra í Frakklandi. er bandamenn væru nú að ná und ir sig. Kvað De Gaulle hið góða samkomulag. sem verið hefði milli sín og Roosevelts, forsela, geta verið hornstein slíks sam- komulags. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.