Morgunblaðið - 11.07.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.07.1944, Blaðsíða 4
MOEGUNBLAÐIÐ Þrið'judagur' 11. júlí 1944 4 <SxíK$x$xSxS>3K$xSxSxSxíK8xSxSxSK$xS>3x$xíxSxexSxíxSKíxexSxíxSx$xS>3><SxSxS><MxíxSx$><SxexSxíxíxS Rösk stúlka ■ * óskast til innheimtustarfa og aðstoðar á skrifstofu. \Vélsmiðjan Jötunn h.f. I Sími 5761. Línu veiðari 150 tonn brúttó, ganghraði 12 mílur, er til sölu. Upplýsingar ekki gefnar í síma. SÖL UMIÐSTÖÐIN Klapparstíg 16. Viljum kaupa nokkrar lýlenduvöruverslanir í fullum gangi. Tilboð, merkt: „Þ. R.a sendist. blaðinu fyrir næstu helgi -M <g> *ll> Leikfangosmiður sem gæti tekið að sjer verkstjórn, getur feng- ið góða atvinnu nú þegar eða um næstu mán- | aðamót. — Tilboð, merkt, „Vanur“, sendist | afgr. blaðsins fyrir fimtudagskvöld. <í> SxSxÍxSxSxSxÍkSxSxSxSk®kSkSxÍxSxÍx8xSxÍxSxSxSxSxS*ÍxSxSxSxSxSxSxSxSxSxÍxSxSxSxSxSxSxSxSxSxSxSxí> t IVIATSVEIMN Vantar níatsvein strax á síldveiðiskip frá Siglufirði. Upplýsingar hjá, Ingvari Vilhjáfmssyni Símar 1574 og 5709. «X$>^X®XÍXÍX$X$XÍX$X®XÍ>^><$X^XMX»^XMX^^^X$X$K$XÍX$^X^<$X®X$^X$X^X$XÍX$XÍ Ódýrar: Enskar ljósakrónur teknar upp í gær. RAFALL «®X^®X$XÍX^$X^>^^X®X^<JX$X^$X$X®X$X$X$X®XÍX$X$X$X$><JXÍX$>^XÍX$XÍX$X$X$XSX$^XÍXÍX$X^ Best að auglýsa í Morgunblaðinu Inning Sigríðar K. Jónsdóttur HINN 15. maí síðastliðinn; andaðist á heimili sonar síns og tengdadóttur — Gemlufelli í Dýrafirði — merkiskonan frú Sigríður Kristín Jónsdóttir Ijós móðir, — Kristín í Hólum, eins og hún var nefnd í daglegu tali. Var hún tæpra 89 ára að aldri, og hafði verið rúmföst um margra ára skeið. Fór jarðar- förin fram að Þingeyri 26. maí, að viðstöddu fjölmenni. Frú Sigríður Kristín Jóns- dóttir var fædd að Vöðlum í Önundarfirði 8. júlí 1855. For- eldrar hennar voru: Jón Sig- urðsson bóndi þar, mikilhæfur ágætismaður, og Ingibjörg Bjarnadóttir, síðar kona hans, er einnig var mikilsmetin mann kostakona. Ólst hin unga mey upp hjá foreldrum sínum að Vöðlum, og síðar í Ytri- Hjarðardal í sömu sveit, til árs ins 1871, er faðir hennar and- aðist og móðir hennar brá búi. Var hún eftir það í vistum, um nokkurra ára skeið. En hugur hennar beindist snemma að því að kynnast fjölbreyttari menn- ingu. Mun það hafa orðið til þess, að árið 1880 rjeðst hún til barnagæslu hjá F. R. Wendel verslunarstjóra á Þingeyri og konu hans, er Ingeborg hjet, og var dönsk að ætt. Gafst henni þar kostur á að nema margt gagnlegt og gott, enda var þar fyrirmyndarheimili í allri hús- stjórn og háttprýði. Um sama leyti fluttist móðir hennar einnig til Dýrafjarðar. Og árið eftir fluttust þær mæðg ur að Bakka í Brekkudal, og nokkru síðar að Hólum. Árið 1885 lærði hún ljósmóð- urfræði hjá Þorvaldi Jónssyni lækni á ísafirði, og var, að því loknu, skipuð ljósmóðir fyrir Dýrafjörð, er þá var eitt Ijós- móðurhjerað. En árið 1891 var hjeraðinu skift í tvö umdæmi, og hafði hún Þingeyrarumdæm ið til júlíloka 1908. Árið 1886, hinn 15. október, giftist hún Ólafi Guðmunds- syni, syni Guðmundar Guð- brandssonar, er var bóndi að Hólum um langt skeið. Hafði Ólafur þá tekið jörðina til á- búðar. Bjuggu þau þar til árs- ins 1910, er þau brugðu búi. Voru þau þar eftir það í hús- mensku í fjögur ár. Þaðan fluttu, þau að Þingeyri og nokkru síðar að Meiri-Garði í Mýrahreppi, með Jóni syni sín- um, er þá var nýkvæntur, og byrjaði þar búskap. Nokkru síðar tók Jón jörð- ina Gemlufell í sömu sveit til ábúðar, og hefir búið þar síðan. Dvaldi frú Sigríður Kristín þar elliár sín til æfiloka, og naut ástríkis og umhyggju son- ar síns og tengdadóttur. Mann sinn misti hún 4. ágúst 1928 eftir fjörutíu og tveggja ára ástúðlega sambúð. Varð þeim hjónum fjögurra barna auðið, tveggja dætra og tveggja sona. Eru dæturnar báðar dánar, en synir þeirra eru: Jón bóndi að Gemlufelli, er áður er nefndur, og Guð- mundur húsgagnasmíðameist- ari hjer í Reykjavík. Auk þess ólu þau upp frá fyrstu bernsku Vald'imar Erlendsson kennara, er dó í „Spönsku veikinni“ 1918. ' Þannig er í aðalatriðum rak- inn hinn ytri lífsferill þessarar mætu konu. En líklega verð jeg að vera fáorðastur um það, sem mest var um vert, en það er, hvernig henni tókst að birta mánnkosti sína og insta eðli í lífi sínu og dagfari. Um ijósmóðurstörf hennar má óhætt fullyrða, að hamingj- an hafi verið förunautur henn- ar hvar sem hún var og hvert sem hún fór. Og ávalt reyndist það svo, að öllu var óhætt, þeg- ar Kristín í Hólum var komin að rúmstokknum. Henni var það eðli í blóð borið, að vera vel til þess fallin að hjúkra sjúkum og hlynna að því, sem veikt var og vanmáttugt. Var þá jafnan sama umhyggjan, hvort heldur um menn eða skepnur var að ræða, enda varð það að venju að leita hennar, þegar eitthvað var að og ekki náðist til læknis. Frú Sigríður Kristín var trú rækin kona, innileg og staðföst í trú sinni. Hún var gáfuð og bókhneigð og lagði alla æfi stund á að afla sjer fróðleiks og kynnast því, sem gerðist í dag- legu lífi. Hún var skáldhneigð vel og greip oft til þeirrar gáfu. Kom ljóðabók eftir hana á prent 1938. Er þar margt vel kveðið og ljúft, eins og vænta mátti, en mest eru það tæki- færisljóð, vinakveðjur og erfi- ljóð. Sakna jeg þess, að ekki skuli aðrir ómar hljóma þar frá hörpu hennar. Frú Sigríður Kristín var, eins og áður er"sagt, horfin af starfs sviði sínu, og aðrir teknir við. En við andlát hennar og jarð- arför munu þakklátir hugir Dýrfirðinga hafa sameinast í minningu um þessa mætu konu. Kristján Sig. Kristjánsson. Uppþotsmenn dæmdir. Beirut: — Sjerstakur rjettur dæmdi í dag 16 menn hjer í borg í fangelsi frá 2 mánuðum og alt að tveim árum, fyrir upp þot, sem þessir menn gerðu fyr ir framan þinghúsið í borginni 26. apríl s.l. Meðal þeirra, sem sýknaðir voru, en þeir voru alls sex, var Medawar herfor- ingi, sem áður var yfirmaður landvarnasveitanna í Libanon. Páfi ræðir við Bern- hard prins. London í gærkveldi: — Páfi tók í dag á móti Bernhard Hol- landsprins í Páfahöllinni og ræddust þeir við um nokkra hríð. — Reuter. XÍ>^iX$X®XÍX^X&^xSxSXÍ^X^^<Sx^<^^<jfxíX^ BADMira f ryður sjer nú mjög til rúms hjer á landi, enda einhver skemtilegasta í- þrótt, sem völ er á. Þessi leikur er tilvalinn við sumarbústaði og í húsa- görðum. Við höfum fengið sjer- staka spaða og knetti fyr- ir utanhúss-badminton og kostar settir — 2 spaðar, net og 3 knettir — aðeins kr. 103.50. Einstakir spað- ar kr. 30.00. Alt til íþróttaiðkana og ferðalaga. HELLAS | SPORTVÖRUVERSLUN 1 Tjarnargötu 5. Sími 5196. <§>3><§><$>3>^><3><$><$>3><§><§>3><§><§><$>,$><$><$><$*$,<§><^ Olíu- vjelarnar eru komnar til Laugaveg 6. Sími 4550. 15 manna bíll j § til sýnis og sölu á Vita- 1 M torgi frá kl. 6—8 í kvöld. =| §f Stærri bensínskamtur og s M stöðvarpláss getur fylgt, = ef óskað er. Ei = iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinnimíimnniiiumiiiiiiiiiiiiiiiiii IERING iminiiiiiiiiiiiiiiimimiiiinnmniiiiiiiiiumiiiiiiminm 1 Yale | 1 útidyraskrár og húsgagna- E skrár, nýkomið. I jLZi imae/it i mimimmimmimmmmimiimimmmmmimimiii iiiMiiiiiimimimimmmiuimnnuuiiumuiioiBiiDii 5 manna j Bíll | = Studebaker 37 til sölu. — S | Verð kr. 11.000.00. Uppl. | | áÞórsgötu 14 kl. 7—9 E í kvöld. miiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimmmimi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.