Morgunblaðið - 11.07.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.07.1944, Blaðsíða 5
Þriöjndagm* 11. júlí 1944 MOEÖUNBLAÐIÐ HÁKON FINNSSON í DAG, 11. júlí, á Hákon í Borgum í Hornafirði sjötugs af mæli. Fyrir magra hluta sakir á hann flestum betur skilið að hans sje minst að verðleikum á slíkum merkisdegi. Sjálfur varð hann að leiða sjálfan sig fra barnæsku og berjast harðri baráttu fyrir lífi sínu og sinna, þar til starfsþrek hans þvarr, er heilsan bilaði algjörlega fyr- ir þremur árum síðan. Skin og skúrir hafa skifst á um æfi hans og hefir þó skinið verið miklu meira, því bjartsýni var honum gefin í vöggugjöf og það að kunna að gleðjast yfir öllu góðu er honum mælti og því fagra er auga hans leit. Frá al- gerðu umkomuleysi í æskunni, er hann var alinn upp, að nojíkru leyti á sveit, hóf hann sig til mentunar og lærdóms hjer og erlendis. sest að því búnu að hjer heima, eignast heimili, konu og börn, býr fyrst sem leiguliði í allharðri sveit, kaupir síðan jörð í Nesj- um í Hornafirði, Borgir, rækt- ar hana og hýsir að nýju, sem þjóðfrægt er orðið af bók hans, ,SagaSmábýlisl920—40“. Lýsir hún baráttu hans fyrir að eign- ast jörðina, rækta hana, byggja hana, trú hans á landið. Engan aðgang hafði hann að lánastofnunum til fjárútveg- ana, það fje sem hann hafði handa milli var unnið með hand- eða hestverkfærum úr skauti jarðarinnar, fyrirhyggja, sparsemi og ráðdeild eru þau orð sem lýsa þessum manni best og væri þó rjettast að bæta höfðingsskap við, því enda þótt fáir muni hafa verið nákvæm- ari í reikningsfærslu en Hákon, var hann altaf reiðubúinn að rjetta hjálpandi hönd er þess var þörf, meðan kraftar hans leyfðu. Hann reiknaði jafnvel með brot úr eyri, til þess að geta varið krónunni til þarfa og þjóðþrifa. Fárra ára gamall misti Hákon föður sihn og varð upp frá því að dveljast með vandalausum, oft við misjöfn kjör, Meðal ann ara staða er Hákon lenti á í vinnumensku á unglingsárun- um, var Holt í Reykjavík. Þar bjó þá Matthías móðurbróðir minn og hin góða kona hans, Ragnheiður Skúladóttir frá Mó- eiðarhvoli. Skorti þar ekki mat eða góða aðbúð fyrir vinnu- manninn, eða glaðværð eða skemtun og hefir Hákom oft . minst þessarar vistar með á- . nægju. Þá var Matthías Ein- arsson — síðar læknir — í Holti hjá móðurbróðir sínum og varð þeim Hákoni vel til vina og hefir Matthías læknir oft síðan brugðið hnífi sínum að Hákoni til hollra aðgerða á vinnulúnum líkama atorku- mannsins. En vegna kynna Hákonar og Holtsfólksins var eins og jeg hitti gamlan kunn- ingja er jeg kyntist Hákoni fyrst. Ekki kann jeg skil á rjottum ^ártölum viðvíkjandi merkum atvikum á æfi Hákonar, en það mun hafa verið rjett fyrir, eða um aldamót, að námgirni hans rak á eftir honum norður í land ■—að Möðruvöllum á hinn ágæta skóía. Það hefir Sigurður skáld á Arnarvatni sagt mjer, að Hákon hafi verið verst undir SJOT <* > skólanámið búinn af öllum ný- sveinum, er hann kom um haustið. .,En hann hamaðist við námið um veturinn og var efst- ur um vorið er hann fór“. — Það er Hákoni líkt, að hamast, Jsegar til góðs var ao vinna, svo hefir hann jafnan gert um dagana, meðan kraftar entust til. Frá Möðruvöllum mun Há- kon hafa ráðist í kaupavinnu austur á Fljótsdal til Halldórs Benediktssonar á Skriðu- klaustri. Halldór var búhöldur mikill og hafði jafnan margt hjúa, eldri og yngri. Mun mega segja um hann það sem Snorri segir um Erling Skjúlgsson: Öllum kom hann til nokkurs þroska. Mun Halldór fljótt hafa sjeð hvern mann Hákon hafði að geyma og gerði ýmislegt smátt og notadrjúgt til þess að hann fengi að njóta sín. Til dæmis ljet Halldór hann fá eig- ið herbergi eðá klefa, þar sem hann gat búið um sig eftir eigin höfði og haft betra næði til lestr ar og ritstarfa en í baðstofunni. Mun hann og hafa unnið að fræðslu barna og unglinga á heimilinu. Á Skriðuklaustri var Hákon í nokkur ár, uns hann hafði aurað saman til utanfar- ar, því það sem hann hafði lesið um, lysti hann að sjá með eigin augum og búa sig undir fram- tíðarstöðu sem sjálfstæður bóndi. Hjelt hann svo út í löndin. til Noregs, Danmerkur og Skot- lands og mun alla æfi síðan hafa búið að ýmsu því er hann sá í þessari ferð og lærði magt um búskaparháttu til eftir- breytni hjer Mun dvöl Hákon- ar ytra hafa verið á þriðja ár. Hjelt hann þá heim aftur, til Auslurlands. Þar kyntist hann stúlku er Ingigerður hjet, Guðmundsdótt ir, ættaðri úr Skaftafellssýslu og varð hún kona hans er hann hóf búskap sem leiguliði á Arnhólsstöðum í Skriðdal. Þau eignuðust tvær dætur og einn son og hafa þau öll reynst Há- koni sem best verður á kosið um störf öll og reglusemi. —- Ingigerður andaðist fyrir ári síðan og var sárt saknað. af eiginmanni. og börnum. Eflir 10 ára búskap á Arn- hólsstöðum þurfti Hákon að standa þaðan upp fyrir jarð- eiganda. Var þá ekkert jarðnæði fáanlegt þar um slóðir, en Há- kon frjetti þá um litla jörð er var til sölu • í Hornafirði — Borgir í Nesjum. Fór hann þang JGUR að fótgangandi a jólaföstunni og keypti Borgirnaiv Flutti þangað nosta vor, 1920, og þar hefst sá þáttur æfi hans, sem er alþjóð kunnastur, vegna bókar þeirr- ar sem hann ritaði um 20 ára búskap sinn þar. Gaf Búnaðar- fjelag íslands bókina út fvrir hálfu öoru ári og hún seldist upp á skömmum tíma, svo að fengu hana miklu færri en vildu. Er það nokkuð sjaldgæft um bók um búnaðarmál, en engin furða, því ,,Saga smá- býlis“ er prýðisyel rituð og lýs- ir vel baráttu bóndans við erf- iðleikana, þrautseigju og gleði yfir hjartfólgnu starfi. Væri full þörf á að hún kæmi út í nýrri útgáfu. Nokkrum hluta þess á- ágóða er af útg. varð og Búnað- arfjelagið greiddi Hákoni, ráð- stafaði hann þegar til hinna dönsku flóttamanna er nú dvelja í Svíþjóð. Má þó nærri geta hvört heimilið í Borgum hafi ekki haft fulla þörf þess fjár, eftir stórkostleg veikinda- áföil heimilisfólksins, síðastlið- in,3 ár. En slíkur er háttur þess sem er gæddur höfðiingjaeðli og er höfðingi undir öllum kringumstæðum. Má og geta þess að hið harða vor í fyrra, er landmenn skorti víða hey er á leið, þá var Borgaheimilið eitt af þeim fáu heimilum í Nesj- um sem gat hjálpað um hey — og gerði það. Slík var for- sjálni Hákonar Finnssonar. Nú hefir þessi atorkusami bóndi og andans maður legið rúmfastur hátt á þriðja ár, mátt laus hægra megin. Síðan hægri hendin varð óvirk hefir hann tamið sjer að skrifa með þeirri vinstri, — nú orðið fallega rit- hönd — og skrifar dagbók sína enn svo sem hann hefir gert í meir en hálfa öld. Búsforráðum og þar af leiðandi áhyggjum hefir hann nú sleppt í hendur Skírnis sonar síns. les blöð og bækur á hverjum degi og hlust ar á frásagnir útvarpsin s og fylgist vel með því, sem gerist utanlands og innan. — Gleðst þegar þeir vinna á. sem berjast fyrir frelsi og hugsjónum. Jeg kom síðast til hans seint í fyrra haust. Jeg kveið fyrir að fara í þá heimsókn, kveið fyrir að sjá þennan mesta iðju- mann, sem jeg hefi þekkt, rúm liggjandi ósjálfbjarga. En sá kvíði reyndist ástæðulaus. ■—• Hugsanir hans voru skýrar og skemtilegar, enda þótt honum væri tregara tungu að hræra en meðan hann var heill heilsu. Jeg sat hjá honum langa stund og það var heiðríkja og gleði yfir þessum unga manni — sem verður að vísu sjötugur að árum i dag. I tilefni hf þessum, merkis- degi munu margir senda hlýj- ar kveðjur að Borgum til Há- konar bónda og óska að bjart megi verða um hann það sem eftir er æfikvöldsins. Ragnar Ásgeirsson. BEST AÐ AUGLÝSA f MORGUNBLAÐINU MIIMNING Kristín Friðbertsdóttir Fædd 10. júní 1857. Dáin 6. jújí 1944 Þessi merka kona var fædd í Vatnadal i Súgandafirði og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru merkishjónin Friðbert Guð- mundsson og Arnfríður Guð- muhdsdóttir, er þar bjuggu lengi. Rúmlega tvítug að aldri flutt ist Kristín að Skáiavík ytri ög giftist þar Pálma Bjarnasyni. Var hann hinn mætasti maður í alla staði. í Skálavík bjuggu þau allan sinn búskap. Síðustu samvistarárin voru þau í Bol- ungavík. Mann sinn misti Kristín 1921. Þeim varð 12 barna auðið. Dóu 5 þeirra í bernsku. Af hin- um 7 eru 3 látin: Solóme, Þor- valdur og Sigurður; hann fórst með Max Pemberton. Á lífþeru: Ástríður kona Guðm. Jónssonar fyr útvegsbónda og form. í Bol- ungarvík, Bjarni skipstjóri í Reykjavik, Guðrún gift Sveini Halldórssyni skólastjóra og Salóme hjúkrunarkona, gift Stefáni Jónssyni skrifstofu- stjóra í Reykjavík. Barnabörnum og tengdabörn um sínum var Kristín sem móð- ir. Dvaldi hún nokkur ekkjuár 'sín hjá Guðrúnu dóttur sinni, en síðar hjá Bjarna syni sínum og hinni ágætu konu hans, £jal- óme Jónsdóttur, er altaf sýndi tengdamóður sinni ástriki, ekki síst í hinu stranga dauðastríði Önnur tengdadóttir hennar er látin. S örf kvenna eru oftast lítið áberanúi. Það eru ekki barðar bumbur til þess að auglýsa verk þeirra og sjaldnast athugað hverju dagsverki þær skila. Því síst er aðgætt hverju þær hafa fórnað. Hjer skal aðeins minnt á börn Kristínar Friðbertsdótt- ur, sem hún ól upp, oft við kröpp kjör. Þar má sjá hvað eft ir hana liggur og að hún hefir fórnað. Kristín vaj gáfuð kona og bókhneigð. Lás hún jafnan mik ið og naut bóklesturs vel fyrir góðan skilning og ágæt3"minnis gáfu. Þó að hún fengi ekki að njóta skólanáms var hún svo lánsöm, að faðir hennar var mikill bóka- og fróðleiksmaður og átti nokkurn bókakost. — Fjekk hún því þegar í æsku góða undirstöðu í þessum efn- um. Hún vanrækti heldur ekki að auka við, jafnvel á meðan lífsbaráttan var ‘hörðust. Hún fylgdist vel með öllum almenn- um málum til síðustu stundar. I framkomu var Kri^tín mjög aðlaðandi, Ijúf og glöð við alla og skemtileg í viðrseðu. — Komu þá glöggt í Ijós góðar géfur, fróðleikur og manm gæska. Hún var vinur vina sinna og trygglynd svo að af bar. Ástvinamissi og aðrar raunir bar hún sem hetja. Kom það glöggt í Ijós við síðasta á- fallið, að hún átti þrek og trú til þess að standa af sjer brot- sjóa lifsins. Ung háði hún erf- iða baráttu, barðist hart og særðist. En hún gekk með sig- ur af hólmi. Hún lifði það að sjá ávöxt baráttunnar í mann- *■ dómi barna sinna og að fá að njóta kærleiksríkrar umönn- unar þeirra, ekki síst í hinni síðustu hríð. Þá naut hún þekk ingar og ástar dóttur sinnar, sem ekki vjek frá banabeðrnim fyrr en yfir lauk. Þessi mæta kona er nú kvódd af öllum, sem hana þektu með vírðingu og þökk. Það var mörg um hlýtt til iiennar. Jeg tel hana í fremstu röð þeirra, er jeg hefi kynnst. að góðvild, manndómi og mannkostum. Jóhann Bárðarson. Hópferð Skafifell- ingafjetagsins SKAFTFELLINGAFJELAG- IÐ hjer í bænum efnir til hóp- ferðar austur á Siðu í lok þessa mánaðar, ef næg þátttaka fæst. Verður þetta 4 daga ferð og lagt af stað 28. þ. m. Þetta er fyrsta hópferð- in, sem Skaftfellingafjelagið gengst fyrir. En vegna mjög takmarkaðs bílakosts geta ekki nema tiltölulega fáir fjelags- menn komist í þessa ferð. En ferðin er mjög ódýr, eftir því sem nú tíðkast ðg er því ekki að efa, að fljótt verði fullskip- að í ferðina. Upplýsingar um ferðina geta menn fengið í Versluninni Vík á Laugaveg 52 og í París- arbúðinni, Bankastræti 7. Þar eiga og væntanlegir þátttak- endur að gefa sig fram fyrir 15. þ. m. Svíar æfa „friðar- starfsmeim" Stokkhólmi í gær. Fyrir nokkru var stofhað- uríjelag'sskapur í Svíþjóð, -setn hlaut nafnið „Sjálfboðaliðar við friðarstarfið". Fá þeir, sem vilja vinna fyrir fjelags- skap þenna. allskonar arfingu og kennslu í ýmsu er að gagni mætti koma við hjálparstörf í ófriðarlöndunum eftir styrj- öldina. Forgöngumenn vonast til þess að með þessu verði hægt. að gefa mörgu ungu sænsku fölki tækifæi’i til .þess að geta stuðlað að samvinnu þjóða og einingaranda eftir styrjöldina, með persónuleg- um kynnum, þar sem fulltrú- um ríkjanna mistókst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.