Morgunblaðið - 11.07.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.07.1944, Blaðsíða 6
MOöðUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. júlí 1944 Jlfarcgitstlritofrifr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, , Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Sofandi að feigðarósi RÁÐAMENN hinna ýmsu stjettafjelaga virðast hafa komist að þeirri niðurstöðu, að nú sje að verða hver síð- astur að herja út kauphækkun, áður en verðhrunið skell- úr yfir. Hvert stjettafjelagið af öðru fer á stúfana og segir upp samningum. Öll heimta þau kauphækkun og fá hana. En getur það verið, að ráðamenn þjóðfjelagsins hafi engar áhyggjur af þessu framferði? Hvað segir ríkis- stjórnin, sem frá fyrstu tilveru sinni hefir talið það höfuð verkefni sitt, að vinna bug á dýrtíðinni? Finst henni ekki vera tími til kominn, að hún fari að sýna einhvern árang- ur í því starfi? Og hvað finst fulltrúum þjóðarinnar á Al- þingi? Telja þeir þessa þróun eðlilega og farsæla fyrir þjóðfjelagið? ★ Þegar samkomulagið náðist í sex-manna nefndinni sumarið 1943, var sú skoðun alment ríkjandi, að fenginn væri fastur grundvöllur til þess að standa á, í baráttunni gegn dýrtíðinni. Kapphlaupið, sem ríkt hafði milli kaup- lags og verðlags væri stöðvað. Hjól dýrtíðarinnar myndi þá einnig stöðvast. Næsta skrefið væri, að reyna að finna leið til þess að fá hjólið til að snúa til baka,— fá dýrtíðina lækkaða. Þetta mátti gera í smáum átökum, svo að enginn yrði hart úti. Um skeið virtist sem ríkisstjórnin hugsaði sjer að fara þessa l^ð. Hún fekk skipaða nýja sex-manna nefnd, haustið 1943, sem skyldi reyna að fá dýrtíðina lækkaða með frjálsu samkomulagi launþega og framleiðenda. — Fulltrúar framleiðenda (bænda) í nefndinni voru fyrir sitt leyti fúsir til, að lækka verð landbúnaðarvara smám saman, ef fulltrúar laUnþega vildu sýna hlutfallslega til- slökun í kaupkröfum. En fulltrúar launþega vildu ekki á þetta fallast. Síðan hefir alt staðið í stað. Engar tillögur komið frá ríkisstjórninni til lausnar dýrtíðinni, nema þessar al kunnu, að heimta nýja skatta á almenning og nota fjeð til þess að „greiða niður“ dýrtíðina. Sjálf hefir stjórnin játað, að þetta væri engin lækning á dýrtíðinni. En nu er komin sama þroun malanna og var áður en samkomulagið varð í sex-manna nefndinni. Ný kaupkröfu alda er risin. Nýtt kapphlaup hafið milli kauplags og verðlags og sjer enginn fyrir endalok þess. Aðeins er sá munur á, að nú þurfa bændur ekki fratnar að hafa neinar áhyggjur af verðlagi afurða sinna. Með samkomulaginu, sem gert var í sex-manna nefndinni, er það lögfest, að afurðaverðið fylgir kaupgjaldinu á hverj- um tíma. Hagstofan athugar árlega tekjur hinna ýmsu stjetta þjóðfjelagsins og reiknar síðan út frá því, hver land búnaðarvísitalin er. Þetta er einfalt reikningsdæmi. Af þessu leiðir aftur það, að þegar hin ýmsu stjetta- fjelög heimta hærra kaup og fá það, hækkar verð land- búnaðarvara hlutfallslega. Og þar sem þróunin er þannig nú, að stjettafjelögin eru í kapphlaupi um kauphækkanir, kemur hitt af sjálfu sjer — verð landbúnaðarvörunnar baékkar. Ný dýrtíðaralda ríður yfir landið! Þannig er þró- un málanna hjá okkur Islendingum í dag. ★ En hve lengi á að halda áfram á þessari braut? Augljóst er, að ríkisstjórnin hefir alveg gefist upp í baráttunni gegn dýrtíðinni. En eru ráðamenn stjórnmála- flokkanna svo blindir, að þeir sjái ekki, að nú er mark- víst stefnt að því, að gera að engu þá miklu og glæsilegu möguleika, sem fyrir hendi voru, ef þjóðin hefði borið gæfu til að notfæra sjer það fjármagn, sem undangengin góðæri hafa fært henni? Nú var vissulega tækifærið að byg^3a upp nýtt land og tryggja fólkinu almenna vel- sæld. En í þess stað á skefjalaus og-blind hagsmuna- og stjettatogstreita áð leggja alt í auðn. Myndi ekki hyggilegra fyrir stjórnmálaleiðtogana að leita úrræða, sem tryggja framtíð fólksins, í stað þess að horfa aðgerðalausir á tortíminguna? Dregið í 5. 15000 krónur: 21089 5000 krónur, 11616 2000 krónur: 6275 8496 11760 23500 1000 krónur: 210 3260 3364 13355 14254 15384 20074 20405 22710 22831 24219 24928 500 krónur: 2683 2947 4163 4649 6554 7625 9995 10392 11821 12214 15130 16291 19895 20379 21476 22751 23069 23881 24199 320 krónur: 93 133 279 383 998 1072 1078 1323 1663 1842 1870 1873 1947 2457 2560 2641 2686 2936 3414 3454 3971 4086 4179 4610 4745 5254 5413 5631 5889 5970 6031 6109 6130 6403 6574 6792. 6840 7461 7473 7573 7624 7738 7740 7882 8068 8086 8100 8394 8555 8690 8708 9233 9448 10035 10145 10250 10364 10522 11132 11135 11137 11208 11327 11445 11686 11361 12045 12177 12373 12592 12652 12963 13476 13537 13606 13641 13771 13797 13929 14202 14257 14780 15341 15433 15850 16404 16765 16869 17288 17803 18423 18431 18551 18932 18950 19741 20012 20138 20245 20401 20529 20978 21101 21214 21340 21567 22107 22281 22493 22684 22702 23148 23425 23558 23559 23722 23874 23943 24691 24908 200 krónur: 256 420 464 501 551 807 1059 1116 1165 1183 1628 1631 1646 1817 1831 1959 1961 2024 2058 2071 2081 2121 2193 '2622 2690 2975 3211 3290 3332 3566 3767 3901 4043 4389 4462 4528 4671 4696 4754 4919 5063 5467 5666 5699 5701 5820 6061 6088 6099 6121 6150 6205 6237 6329 6346 6517 6548 6613 6729 6785 6866 6960 7012 7059 7077 7252 7381 7397 7414 7527 7546 7661 7716 7729 7797 7927 7968 8070 8126 8233 8250 8364 8490 8557 8583 8651 8680 8713 8998 9190 9328 9336 9346 9362 9452 9490 9614 9675 9712 9747 9766 9806 10039 10079 10136 10143 10147 10285 10288 10380 10425 10437 10520 10538 10929 11546 11559 11657 11817 11970 12037 12428 12458 12460 12482 12637 12778 13032 13176 13205 13485 13866 13922 13951 13963 14075 14090 14133 14395 14407 14428 14441 14469 14578 14596 14623 14640 14727 14958 15030 15088 15398 15421 15591 15599 15709 15978 16061 16091 16110 16248 16262 16398 16572 16599 16625 16651 16675 16724 16821 16830 16853 16892 16976 17032 17046 17122 17.155 17511 17529 17570 17590 17595 17627 18029 18097 18099 18163 18303 18552 18576 18607 18769 18890 19009 19235 19295 19302 19560 19745- 19831 19930 20129 20149 20492 20706 20751 21044 21207 21389 21481 21459 21616 21717 21785 21823 21887 21899 22086 22166 22255 22397 22426 22427 22480 22571 22617 22700 22837 22842 22858 22886 23194 23235 23403 23458 23917 24191 24287 24390 24676 24677 24938 irwerji óhrLpar: jdr dc ciaíeaci líjimi Aukavinningar: 21088 21090 (Birt án ábyrgðar). Samgöngur. SAMGÖNGUKERFIÐ á íslandi er komið í dágott horí og svo miklar framfarir hafa orðið í þeim efnum hin síðari ár, að furðu gegnir. Útlendingar, sem til landsins koma, segja að vísu, að þetta sjeu ekki vegir, heldur troðningar. En það dugar okkur eins og er, þó við kysum, að veg- irnir væru betri og ættum okk- ur að bæta þá og leggja nýja. Það er nú svo komið, að hægt er að fara á bifreiðum’ svo að segja landsbornanna á milli yfir sumarmánuðina. Það er hægt að fara í bíl frá Reykjavík austur á Seyðisfjörð. Það er hægt að komast á bílum inn í mitt land, austur með öllu Suðurlandsund- irlendinu, austur í Öræfi. I næsta nágrenni Reykjavíkur er samgöngukerfið gott og vegirn- ir ágætir á íslenskan mælikvarða Það er aðeins Vestfjarðakjálk- inn, sem enn er ekki kominn í vegakerfið að neinu ráði, en gera má ráð fyrir, að ekki líði mörg ár, þar til einnig sá hluti landsins verður kominn í vega- samband við aðra landshluta. e Vantar farartæki. ÞAÐ, sem hjer er sagt að fram an, eru staðreyndir, sem flestum eru kunnar, en hitt vita ef til vill ekki jafnmargir, að þrátt fyrir framfarirnar í vegamálunum eru víða gamgönguerfiðleikar fyrir fólk.^sem vill fara úr bænum til ákveðinna staða. Með öðrum orð um, það virðist vanta farartæki handa öllum þeim, sem vilja ferð ast. Það kemur þó nokkuð oft fyr- ir, að ferðalangar komast ekki með áætlunarbiíum vegna þess, að fleiri vilja fá far en bílarnir geta tekið. Það eru ekki nema nokkrir dagar síðan, að jeg sá sjálfur allmarga menn, sem ekki fengu far með áætlunarbíl á einni af fjölförnustu áætlunar- leiðunum hjer í nágrenninu. Og það hefi jeg fyrir satt, að þetta sje ekki einsdæmi, heldur miklu fremur daglegur viðburður. Það er ekki nóg að hafa vega- kerfi, ef það vantar farartækin. • Af, sem áður var. ÞAÐ ER AF, sem áður var, þegar hægt var að reiða sig á áætlunarferðirnar og sjerleyfis- ahafarnir bættu bara bílum við, eftir því, sem farþega bar að. Þá var nóg að koma rjett fyrir brott farartíma og kaupa sjer farseðil. Nú er heimtað á sumum bílstöðv- um, að ferðafólk ekki aðeins panti far daginn áður, heldur og að það kaupi farseðlana degi áð- ur en það ætlar í ferð. Það þarf ekki að lýsa þeim ó- þægindum, sem af þessu nýja fyrirkomulagi stafar fyrir fólk- ið, sem þarf að nota áætlunar- bíla. Það stendur svo á hjá mörg- um, að þeir geta ekki ákveðið fyr en samdægurs, að þeir ætla í ferðalag. Lítið hægt að gera til úrbóta. LÍTIÐ er hægt að gera til úr- bóta í þessum efnum. Bílaeigend ur- benda rjettilega á, að þeir geti ekki endurnýjað bílakost sinn. Gúmmívandræði og erfið- leikar á áð fá menn til að vinna. Margar fleiri ástæður koma til greina. í öllum löndum heims er sömu sögu að segja í samgöngumálun- um. Yfirfullar járnbrautir og al- mermingsbílar. I ófriðarlöndun- um eru það herflutningarnir, sem ganga fyrir öðrum flutning- um. Mikilli auglýsingastarfsemi er haldið upp til að fá fólk til að takmarka ferðalög sín og al- mehningur er hvattur til að ferð ast ekki nema ferðalagið sje al- veg nauðsynlegt. # Ný og betri sam- göngutæki. ÞAÐ VERÐUR ekki annað sagt, en að bifreiðin hafi brugð- ist okkur sem samgöngutæki og sú skoðun er nú að rvðja sjer mjög til rúms, að við eigum að taka upp ný og heppilegri sam- göngutæki, ac5 minsta kosti á helstu og fjölförnustu leiðunum. Samgöngutæki, sem við getum sjálf lagt til rekstureaflið. Hvaða vit er t. d. í því, að brenna upp tugum smálesta af inníluttu bensíni á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, þegar hægt væri að fullnægja allri flutningaþörfinni á þeirri leið með rafmagnssporvögnum? Sama máli gegnir með' mann- flutninga innan bæjar í Reykja- vík, ef nokkur möguleiki væri á að koma því við að leggja spor- brautir í bænum, vegna þess, hve götur allar eru þröngar. Næsta skreíið ætti svo að vera rafmagnsjárnbraut austur fyrir Fjall. Menn eru að komast á þá skoðun, að það sje einmitt lausn-, in á samgöngumálunum hjer á landi, að komið verði upp raf- magnsjárnbrautum. Sú skoðun á eftir að breiðast út og verða of- aná, fyr eða síðar. • Meðferð fánans. ÞAÐ ER sannarlega ánægju- legt, er maður ferðast um landið á sunnudegi í góðu veðri, að sjá hve alment þar er, að menn flaggi, Á sveitabæjum og sumar- bústöðum, alstaðar er flaggað. Og þegar maður kemur til bæj- arins á helgidegi, er flagg við flagg. Lýðveldisstofnunin hefir orðið til þess, að íslendingar hafa vakn að til meðvitundar um fána sinn og nú er um að gera, að láta þenna áhuga ekki verða bólu, sem hjaðnar niður eftir stuttan tíma. ^ Það þarf ekki að efa, að þeir, sem hafa fengið sjer fána, vilja fara vel með hann og sýna hon- um fulla virðingu. En gallinn er sá, að menn hafa ekki fengið tækifæri til að kynnast fána- reglum. Alþingi hefir samþykt sjerstök lög um þjóðfánann, sem eru í sjálfu sjer ágæt, en dóms- málaráðuneytinu var falið að gera sjerstaka reglugerð um ýms atriði í sambandi við fánameð- ferðina og hefir ekki sjest enn- þá, að sú reglugerð hafi verið samin, nje birt. En það þolir enga bið. Það er t. d. áberandi, hve fólk veit lít- ið um, hvenær á að taka niður fána að kvöldlagi. Sumir vilja taka fánann niður kl. 8 að kvöldi, en aðrir ekki fyrr en kl. 10. Það þyrfti að semja fánareglugerðina sem fyrst og birta hana á þann hátt, að allir landsmenn fái tæki færi til að kynna sjer hana. © • Erfitt að lifa. NOKKRIR menn voru að tala saman á veitingahúsi hjer í bæn- um. Einn þeirra nöldraði mjög um það, hvað ekkert væri hægt að gera hjer á landi fyrir lögum og reglugerðum. ,,Já, það er -víð- ar pottur brotinn í þeim efnum“, sagði annar. En það er víðar svo. Hafið þið heyrt söguna um Framhald á 8. síðu. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.