Morgunblaðið - 12.07.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.07.1944, Blaðsíða 12
12 Miðvikudagur 12. júlí 194| Sfærsfa íþrótfahús landsins á LaagarvatBÍ BYRJAÐ er nú á miklum byggingarframkvæmdum á Laugarvatni, í sambandi við hinn væntanlega íþróttaskóla íslands, sem þar á að verða. Blaðið hefir snúið sjer til byggingarmeistara ríkisins, próf. Guðjóns Samúelssonar og skýrði hann blaðinu m. a. svo frá: — Þar á að rísa stærsta í- þróttahús landsins, sem notað verður við starfsemi Iþrótta- skóla íslands, og eru bygging- arframkvæmdir þegar hafnar. Þá verða reistir búnings- og baðklefar; þá verður gamla sundlaugin lagfærð, bað og fataklefar verða smíðaðir. Kennaraíbúðir og heimavist nemenda verða undir sama þaki, en íbúð kennara verður í sjer álmu út frá aðalhúsinu. Gert er ráð fyrir að 20 nem- endur verði í hverri heimavist. Ein kennaraíbúð er þegar smíð uð, en síðar í sumar verður, að öllum líkindum, ráðisf í að byggja annað hús fyrir kennara og nemendur. Veslman naeyinga r æfla að koma upp kúabúi Frá frjettaritara vortim í Vestmannaeyjum. Hjer eru nú um 230 kýr. — Kúadauði hefir .lengi verið hjer mjög' mikill og hafa á s. 1. ári drepist 18 kýr úr þessum bráða kúadauða. Hjer er nú staddur Pjetur Sigurðsson frá Rann- sóknarstofu Háskólans, til þess að rannsaka þenna kúadauða og annað, er viðkemur naut- griparækt. Bæjarsjóður hefir ráðið Gunn ar Hlíðar ffá, Akureyri, sem dýraiækni hjer og á hann jafn framt að vera heilbrigðisfull- trúi. Vegna hins mikla mjólk- urskorts, hefir bæjarstjórn á- kveðið að reisa í Dölum, jörð, s'em bæjarsjóður keypti á síð- asta ári, 50 kúa f-jós með til- heyrandi nauðsynlegum mann- virkjum. Teikningu af þessum mannvirkjum hefir Teiknistofa landbúnaðarins gert. Byrjað er á framkvæmdum, en þetta eru miklar byggingar og ólíklegt að þær verði tilbúnar að verulegu gagni fyrr en langt er liðið á haust. Kostnaður mun vart verða minni en 200—300 þús. krónur. Skipsfjóri frá Vest- mannaeyjura slasasf ÓSKAR GfSLASON, skip- stjóri frá Vestmannaeyjum, slasaðist á götu hjer í bænum í fyrradag. Var hann að um- flýja bíl og fjell við það á göt- una og meiddist mikið. Óskar kom hingað í fyrradag á skipi sínu, ,,Álsey‘‘ frá Vest- mannaeyjum, og var á leið norð ur til veiða. Við skipstjórn á Álsey tekur Eyþór Hallsson, skipstjóri frá Síglufirði. Komungur flugmaður Drengurinn hjerna á myndinni er ckki nema átta ára og mun vera yngsti flugmaður í heimi. En kennara hans, sem er með faonum á myndinni, finst hann fljúga ágaetlega, að sögn. —Þeir eiga heima í Ameríku. Ánnar dagur Allsherjarmóts Í.S.Í. * Settvoru tvö Islandsmet og eitt drengjamet K. R. hefir flest stig ALLSHERJARMOT I. S. I. hjelt áfram á íþróttavellinum í gærkveldi. Gunnar Huseby (K. R.) setti glæsilegt nýtt íslands- met í kúluvarpi, varpaði 15.50 metra. Er þetta besta afrek í frjálsum íþróttum á íslandi, gefur 977 stig. Ennfremur setti hann nýtt met. í kúluvarpi beggja handa, varpaði saman- lagt 26.78 metra. — Þá setti Óskar Jónsson (I. R.) nýtt drengjamet í 1500 m. hlaupi, hljóp á 4-17.4 mín. — Úrslit urðu annars sem hjer segirí Kúluvarp: 1. Gunnar Huse- by (K. R.) 15.50 m. 2. Jóel Kr. Sigurðsson (í. R.), 13.65 m. 3. Bragi Friðriksson (K. R.) 12.61 m. 4. Sigurður Sigurðsson (í. R.) 11.93 m. — Fyrra íslands- metið í kúlunni, 15.32 m., setti Gunnar á 17. júní mótinu. — Þetta er besti árangur í kúl- unni á Norðurlöndum í sumar. Beggja handa metið var 26.61 m., sett af Gunnari í fyrra. Gunnar Huseby. son (í. R.) 18.3 sek. 4. Oddur Helgason (Á) 18.4 sek. — Tími Skúla er sami og íslandsmet Ólafs Guðmundssonar (K. R.), Hástökk: 1. Skúli Guðmunds son (K. R.) 1.92 m. 2. Óliver Steinn (F. H.) 1.75 m. 3. Jón Hjartar (K. R.) 1.70 m. 4. Bryn jólfur Jónsson (K. R.) 1.70 m. 200 m. hlaup: 1. Finnbjörn Þorvaldsson (í. R.) 23.4 sek. 2. Óliver Steinn 23.8 sek. 3. Kjart an Jóhannsson (I. R.) 23.9 sek. 4. Brynjólfur Ingólfsson (K. R.) 24.2 sek. Sundflokkur K. R, á Akureyri Frá frjettaritara vorum. Akureyri í gær. SUNDFLOKKUR Knatt- spyrnufjelags Reykjavíkur kom til Akureyrar að kvöldi laug- ardags 8. þ. m. Framkvæmda- stjóri flokksins er Jón Ingi Guð mundsson, en í förinni eru auk hans 24 konur og karlar. Knattspyrnufjelag Akureyr- ar tók á móti flokknum og lýsti ánægju sinni yfir för hans til Norurlands. Sjer K. A. um dvöl flokksins, meðan hann er á Ak- ureyri. Á sunnudaginn, kl. 16, sýndi svo flokkurinn sundleikni sína í sundlaug bæjarins. Fór þar fram meðal annars innbyrðis kepni í boðsundi, sundknattleik og ýmsum öðrum sundíþrótt- um. Þótti áhorfendum stórmik- ið til koma. Á mánudagskvöldið var svo önnur sundsýning á sama stað. Keptu þá Akureyringar í boð- sundi kvenna og karla, og sigr- uðu Reykvíkingar. Ennfremur keptu þeir Sig- urður Jónsson frá Ysta Felli í Suður-Þingeyjarsýslu, er hjer var staddur, og Sigurður Jóns- son, Islandsmeistari, sem sigr- aði hinn fyrrnefnda með mjög litlum mun. Að lokum kvaddi Ólafur Magnússon sundkennari á Ak- ureyri sjer hljóðs og þakkaði hinum sunnlensku sundgörpum fyrir hina glæsilegu för til Ak- ureyrar. Var þá hrópað ferfalt húrra fyrir aðkomuflokknum. I dag fara sundmennirnir í boði K. A. í skemtiferð í Vagla- skóg. Laitdbúnaður í Veslmannaeyjum Vestmannaeyjum í gær. — Frá frjettaritara vorum. SLÁTTUR hófst hjer um Jónsmessu og hefir nokkuð ver i$5 hirt af heyi. Tún ’mega heita vel sprottin. Mjög miklir þurkar hafa verið hjer í vor, en fyrir nokkrum dögum brá til úrkomu, sem mikil þörf, var á, þar eð garðar og tún voru orð in mjög þurr. — Nú er aftur sól og blíða. Nokkuð hefir verið brotið af landi í vor, bæði í Botninum og dölum og hefir þegar verið sáð í 4 ha. í Botni. — Hjer er lítil trú á hinu ameríska grasfræi, sem helst hefir verið á boðstól- um. Hefir það viljað deyja út þegar á fyrsta ári. Sjóorusta á Ermarsundi 1500 in. hlaup: 1. Hörður Hafliðason (Á) 4:16.6 mín. 2. Sigurgeir Ársælsson (Á) 4:16.8 mín. 3. Óskar Jónsson (í. R.) 4:17.4 mín. 4. Haraldur Björnsson (K. R.) 4:25.4 mín. — Óskar setti þarna ágætt nýtt drengjamet. Gamla metið, 4:25.6 mín., setti Óskar í fyrra. 110 m. grindahlaup: 1. Skúli Guðmundsson (K. R.) 17.0 sek. 2. Brynjólfur Jónsson (K. ft.) 18.0 sek. 3. Finnbjörn Þorvalds 10 km. ganga: 1. Sverrir Magnússon (Á) 61:35.6 mín. 2. Steingrímur Atlason (F. H.) 64:21.2 mín. Stigin standa þá þannig: K. R. 64 stig, í. R. 53 stig, F. H. 41 stig og Ármann með 30 stig. Mótið heldur áfram í kvöld. Hefst kl. 8.30 e. h. Verður þá kept í 4x100 m. boðhlaupi, spjótkasti, 400 m. hlaupi, þrí- stökki, 5000 m. hlaupi og sleggjukasti, London í gærkveldi. I tilkynningu frá flotamála- stjórninni í kvöld er skýrt frá ,því, að bresk smáherskip hafi á sunnudagsmorgun s.l. hitt fyrir fjóra vel vopnaða þýska togara, útaf Ilollandsströnd- um. Tókst þegar orusta milli bresku og þýsku skipanna. Einum þýskum togara var sökt og annar laskaður mikið. Bresku skipin urðu ekki fyrir neinu tjóni. Skemfiferð Heim- dallar um helgina SUMARSTARFSEMI Heim- dallar hefst um næstu helgi, með því að efnt verður til hóp- ferðar til Akraness. Lagt verður af stað með m.b. Víði frá Loftsbryggju kl. 14 og 18 á laugardag. Á Akranesi taka bílar við fólkinu'og flytja það að skemtistað Sjálfstæðis- manna á Akranesi, Ölveri. Um kvöldið verður dansleik- ur á stórum palli. Á sunnudags morguninn verður aftur ferð upp eftir klukkan 11 frá Lofts- bryggju. Rjett eftir hádegi á sunnudag hefjast ræður og hljóðfæraslátt ur að Ölveri. Síðan verður dans að. Að Ölveri er mjög skemtileg ur veitingaskáli, þar sem seld- ar eru veitingar, matur og sitt- hvað fleira. Þá geta þeir, sem koma upp eftir á laugardag, reist tjöld á staðnum og legið þar við um nóttina. Allar nánari upplýsingar um ferðina eru gefnar í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, Thorvald- sensstræti 2, sími 2339. Sjálfstæðismann ættu að til- kynna þátttöku sína í förinni sem allra fyrst. Slátlur byrjaður SLÁTTUB mun nú yfii'leitt byrjaður um land alt, en þó. ekki af fulum krafti, því að, ullartaka stendur nú sem, hæst. Spretta mun þó í rýr- aralagi víða. Verst mun sprett an vera á Austur- og Norður- landi, enda hefir verðráttaa verið köld þar. Hjer á Suð- urlandi hafa tún farið mjög fram síðustu daga og eru víða orðin sæmileg. Á hinum þur- lendu jörðum í Skaftafells- sýslu, austan Mýrdalssands er, spretta rýr; sumstaðar er jörð þar kalin grasmaðks hefir þar, orðið vart. í Mýrdal er spretta mikið betri, en þó ekki góð« , Erfiðlega gekk hjá bændum, nú sem fyr, að fá nægan vinnukraft um sláttimi. Ráðn- ingarstofu landbún að a rin s tókst ekki nándar nærri að fá ])að kaupafólk, sem um var beðið. Veiðimálanefnd fer til Auslurlands VEIÐIMÁLANEFND mun fara austur á land á næstunni til að leiðbeina veiðifjelags- skap þar eystra, sem vinnur að því að koma laxi í vötn um- hverfis Lagarfljót. Mun nefnd- in athuga laxastiga og ræða ýms fiskiræktarmál við fje- lagsmenn. Fundir munu verða haldnir að Egilsstöðúm. Nefndin hefir undanfarin sumur ferðast um landið til þess að veita ýmsar leiðbein- ingar um veiðimál. í fyrra átti nefndin viðræður við veiðifje- lagsmenn við Laxá í Þingeyj- arsýslu. í nefndinni eiga sæti: Árni Friðriksson fiskifræðingur, Pálmi Hannesson rektor og Steingrímur Steinþórsson bún- aðarmálastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.