Morgunblaðið - 13.07.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.07.1944, Blaðsíða 1
31. árgangirr,. 154. tbl. — Fimtudagur 13. -júlí 1944 Isafoldarprentsmiðja h.f. Harðar orustur rvetna í Mormandi Rússar hefia sóhn m Eystrasaltslönd Vígíínan nær frá Pskov ti! r\lovosokolniki London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. IJT VAR GEFIN í Moskva T kvöld, dagski^aft frá 'Stalin [>ess efnis, að Rússar hefðu hafið nýja sókn, að þessu sinni gegn Eystrasaltslöndunum, aðallega gegn Lettlandi. I dagskipaninni er svo komið að orði, að víglínan nái milli Pskov og Novosokolniki og er hún eftir því um 150 km. á lengd. Ilafa Rússar, að því er í dagskipaninni seffir, þegar sótt fram um rúma 30 km. þar sem þeir eru lengst komnir. Var sókn þessi hafin vesfur og norðvestur af Novosokolniki og þar tekinn einn mikilvæg- ur járnbrautarbær, Ibritza, og fjöldi annara bæja og þorpa. Þá er tekið fram, að sókn þessi sje hafin gegn landamær- um Lettlands, og standi hún í sambandi við sókn þá, sem að undanförnu hefir verið haldið uppi sunnar á vígstöðvunum. Ennfremur segir, að herir þeir, sem þarna hafi verið, hafi nú mjög verið styrktir. Eru nú Rússar, að sögn dagskipanarinn ar, aðeins um 30 km. frá landa mærum Lettlands, þar sem þeir eru komnir næst þeim. Sóknin sunnar. í hinni venjulegu herstjórn- artilkynningu Rússa í kvöld er Framh. á bls. 11 Budaoest London í gærkveldi. ÚTVARPIÐ í Budapest sagði í kvöld, að öll l)örn yngri en 14 ára yrðu flutt úr borg- inni. Var l>essi ákvörðun gerð á fundi ungversku stjórnar- innar í dag, vegna hinna auknu árása Bandamanna á horgina. Búist er við því, stórum loftárásanna, að börn verði einnig flutt úr öðrum stórum boorgum Ungverja- lands og Ttf öðrum svæðum. seni eru í hadtu at' loftárás- um Bandamanna. —Reuter. En aðstaðan ú mestu óbreytt London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. STÓRORUSTUR hafa verið háðar hvarvetna á vígstöv- unum i Normandi í dag, en breytingar hafa engar orðiö þýðingarjmklar. Þó hafa Þjóðverjar náð aftur hluta af hinni þýðingarmiklu hæð .,112" við ána Orne, sem mjög mikið hefir verið barist um á undanförnum dögum, og sem hefc'ir ýmist verið á- valdi Bandamanna eða Þjóðverja. Fyrir norð- an St. Lo bafa Bandaríkjamenn getað hrundið mjög hörðu skriðdrekagagnáhlaupi Þjóðverja, en á suðurhluta Cher- borugskagans hal'a engai' breytingar oroðið. Reykjaneslínan til- búin á þessu ári? RAFMAGNSEFTIRLIT rík- isins hefir auglýst eftir tilboð- um í flutning, gröft og uppsetn ingu staura fyrir háspennulínu frá Hafnarfirði, suður á Stapa. Er hjer um að ræða Reykjanes- línuna. Blaðið sneri sjer í gær til Jakobs Gíslasonar verkfræð- ings, og skýrði hann svo frá: —¦ Það. var upphaflega á- kveðið, að háspennulína sú, er liggur suður í Hafnarfjörð, yrði jafnframt fyrir Reykjanes skaga. Nú hefir tekist að fá nærri alt efni, er þarf til fram- haidslínunríar til Keflavíkur, keypt vestur í Ameríku. A 1/3 af leiðinni er fyrirhugað að leggja línuna á steinsteyptum stöplum, er steyptir verða hjer. Ef ekkert það kemur fyrir, sem kann að breyta áætlun þeirri, sem gerð hefir verið um flutn- inga efnisins að vestan, ætti veitan til Keflavíkur og Njarð- víkur að vera komin upp fyrir lok þessa árs. Línan er bygð fyrir 30 þús- und volta spennu, en verður í fyrstu rekin með 20000 volt- um. I Keflavík mun verða aðal spenni- og aðveitustöð. Stærð stöðvarinnar mun verða 2000 vött, en þar verð'ur spennan lækkuð í 6000 volt. — í Kefla- vík og Njarðvíkum mun íbúa- fjöldi vera um"2000 talsins; er þvi um eitt kílówatt á hvern Framhald á bls. 11 Maðurinn hjerna á myndinni er ekki að láta aðra hafa fyrir sjer, þótt hann sje orðinn 97 ára. Hann býr einn iog ræktar stóra garða, en með því hefir hann ofan af fyrir sjer. Hann barðist í þrælastríðinu, og man vel eftir því. Þá hefir gamli maðurinn, sem heitir Charles Chappel og á heima í Kaliforn- íu, líka hænsni og ræktar sjálfur handa þeim korn. Wallaee feiur aðstöSu Kínverja alvarlega Washington í gærkveldi. HENRY WALLACE, varafor seti Bandaríkjanna, sem fyrir nokkru er' kominn heim, eftir ferð sína til Kína, telur að að- staða Kínverja nú sje mjög al- varleg. VerSi þeir hvarvetna að láta undan síga fyrir Japön- um, og hafi ekki afl til þess að standast áhlaup þeirra. — Álít ur varaforsetinn, að miklu meira þurfa að hjálpa Kínverj- um en nú sje gert. — Reuter. Miki! loftárás á Munchen London í gærkveldi: ÖNNUR mikil loftárás var gerð á borgina Múnehen í Suður-Þýskalandi í dag, en á þessa borg og svæðið umhverf is hana var einnig ráðist í gær ; af sprengjuflugvjelum Banda- „ríkjamanna. .. 1 árásina í dag fóru Um ,1200 sprengjuflugvjelar að sögn, varðar mesta fjölda ,orustuflugvjela. Skýjað loft var og urðu flugmennirnir að varpa niður sprengjum sínum, án þess að sjá skot- .mörkin. Er því ekkert vitað uin árangurinn að svo komnu. Bandaríkjamenn kveðast hafa mist 26 sprengjuflugvjel- ar, en enga orustuflugvjel. Þjóðverjar segjast hinsvegar hafa skotið niður 24 sprengju- flugvjelar og tvær orustuflug- •yjelar, alls 26. Flugvjelar B>andamanna frá Italíu rjeðust á nokkrar járn- brautarstöðrar í Suður-Frakk landi í dag, — Reuter. ------ m > * Þjéðverjar slór- skemdu Cherbourg- höfn London í gærkveldi. AMERÍSKUR fregnritari segir frá spjöllum Þjóðverja á höfninni í Cherbourg í dag, og kveður þau mjög mikil. -— Sprengdu þeir í loft upp allar bryggjur, sem á voru járnbraut arteinar, og söktu mörgum skipum á höfninni, til þess að hindra það, að skip banda- manna gætu komist inn í hana. Einnig hafa þeir sprengt mörg önnur hafnarmannvirki í loft upp. — Ekki eyðilögðu Þjóð- verjar gas-, vatns- nje raf- leiðslur borgarinnar. Banda- ríkjamenn eru nú í óða önn að gera við spjöll þau, sem á höfn- inni hafa verið gerð. Mestir og grimmilegastir bard'agar voru í dal milli ánna Odon og Orne, þar sem oft hefir verið barist í návígi, Aðstaða herja»na þar er æði óljós, því í ofsa orustunnar sveigisl víglínan fram og tii baka og eru margir staðir ýmist á valdi Þjóðverja eða l^andamanna. Er þai'na ðft barist í návígi. Þjóðverjar tilkynntu í dag, að þeim hefði tekist að reka Bandamenn aftur yfir Orne neðanverða, en þar höfðu Bret.ar komið nokkru liði yfir í fyrrinótt. Slæmt flugveSur enn. Flugveður hefir ekki verið gott í dag, og hafa flugherir Bandamanna lítið getað að- stoðað landherina. Nokkrar sveitir sprengjiiflugvjela rjeð- ust að skotmörkum í Norður- Frakklandi, en skotmennirnir sáu ekki árangurinn, því skygni var slæmt. Það hafa að allega verið Typhoon-flugvjel ar, sem verið hafa á ferli í dag. Eofinn vegatr og gagnárásir Bandaríkjahersveitir hafa rofið veginn milli Bayeaux og St. Lo og sótt nokkuð fram fyrir vestan hina síðarnefndu borg. Þar var það, sem Þjóð- verjar gerðu hatramlegast á- hlaup með skriðdrekum og urðu bardagar þar mjög harð- ir um skeið, en loks tókst að hrynda áhlaupi þessu og mistu Þjóðverjar 20 skriðdreka. — Fregnritarar segja, að Þjóð- verjar hafi allmikið skrið- drekalið reiðubúið hvarvetna að baki vígstöðvanna. Á suðurhluta GherV.orgskiíg ans hafa bardagar eihnis; ver- ið allharðir í dag i-'v. [>ar hafa engar teljandi fereytingar orð- ið. Rausrarleg efíirlaun. Stokk":ólmi-. Sænskur lið- þjálfi, sem varð fyrir slysi á heræfingum í september 1942, hefir af hálfu kins opinbera hlotið skaðabætur 8000 krón- ur og árleg eftirlaun, 4200 krón Reuter. ur á ári, meðan hann lifir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.