Morgunblaðið - 13.07.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.07.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLABIÖ Fimtudagur 13! júlí 1944 Jeg giftist Bandaríkjamanni Framh. af bls. 7. hafði sagt mjer, að mamma hans ætti, var stórkostlegt og ís skápurinn var eins stór og lítið herbergi. Húsið sjálft var minna en heimili mitl heima á ísiandi en í því úði og grúði af alskon ar hjálpartækjum. , Mjer geðjaðist vel að því, hversu þau ljettu fólkinu lífið, en mjer varð þó hugsað til þess, hvort fólk eyddi ekki of miklu í þessi tæki og gleymdi því, að lífið sjálft væri mikil- vægara en að eyða öllum tíma sínum í að ljetta það. Ef til vill er betra að hafa rafmagnshræri vjel en hræra deigið með hönd- unum, en að hverju leyti er það manni til heilla að auðvelda störfin, ef þeim tíma, sem við það vinnst, er sóað í eitthvað annað? Það var einnig einkennilegt að koma, frá landi, sem lá í hringiðu styrjaldarinnar, en barðist þó ekki, til lands, sem lá utan styr j aldarinnar, en barðist þó. Gnægð mátar var í Bandaríkjunum. I fyrsta skipti í fjögur ár fjekk jeg nú ávexti. Nóg var af fatnaði — en þó kvartaði fólk. Skilningurinn vex. BARNIÐ mitt fæddist, og jeg tók nú að skilja Bandaríkja- menn og land þeirra betur en áður. Jeg fór nú að skilj-a tengdamóður mína, sem í fyrstu hafði komið mjer ókunn uglega fyrir sjónir. Jeg sá nú, að ófeilni hennar, sem í fyrstu hafði hrygt mig, var í rauninni aðeins feimni. Jeg komst að raun um þetta dag nokkurn, þegar jeg fór með strætisvagni inn í borgina. Þegar jeg steig upp í vagn- inn, leit vagnstjórinn á mig og sagði: „Halló, hvar hefir þú verið? Jeg hefi' sjeð þig áður, barn.“ Jeg blóðroðnaði, fálmaði í veski mínu og reyndi að kom- ast aftur í vagninn. Jeg hjelt að allir hlytu að horfa á mig og hlægja að mjer. Jeg gat mjer þess til, að þeir vissu, að jeg væri útlendingur og væru að gera gys að mjer. Þegar jeg kom heim, sá tengdamóðir mín að jeg grjet, og spurði, hvað að mjer gengi. Eftir að jeg hafði skýrt henni frá því, hló hún, og sagði, að ökumaðurinn hefði aðeins ætl- að að vera vingjarnlegur við mig. Daginn eftir fór jeg með sama vagni. í þetta sinn sagði ökumaðurinn: „Hallo, ísland. Mjer þykir leitt, að jeg skyldi gera þjer gramt í geði í gær. Jeg vona, að þú sjert ekki reið við mig“. Og nú veifaði jeg til hans. I fyrsta skifti eftir komu mína til Bandaríkjanna svaraði jeg, þegar til mín var veifað. Þegar jeg svo settist aftarlega í vagninn, hugsaði jeg með sjálfri mjer: Nú er jeg að verða Ameríkani. A Islandi búum við sjaldan hjá foreldrum okkar eða fjöl- skyldu eiginmannsins eftir að við erum gift. Hjer geri jeg ráð fyrir að því sje á annan veg hátt að. Tengdamóðir mín er skiln- ingsóð kona. Hún veit, að mig langar til þess að eignast eigið heimili og það vona jeg að eign ast einhverntíma. Einstaka sinnum sinnast okk ur — oftast út af smávægileg- um hlutum — en þetta eru styrjaldartímar og það er hægt að gera úlfalda úr mýflugunni. Eitt sinn fjekk hún mjer sóp til þess að sópa húsið. Eina fólk ið, sem jeg hafði sjeð með sóp í Ameríkukvikmyndunum, var þjónustufólk, svo að jeg neitaði að sópa. Það tók tengdamóður mína nokkurn tíma að útskýra málið fyrir mjer. Jeg veit, að jeg hefi breyst, síðan jeg kom til Bandaríkj- anna, jeg geri ráð fyrir, að jeg myndi veita breytingunni meiri eftirtekt, ef jeg færi aftur til Jslands. Auðvitað þykir öllum gaman að hugsa til ánægju- legra stunda í fortíðinni og gleyma því, sem miður hefir farið. Þótt jeg sjái ekki mikla nytsemi þeirra þæginda, sem jeg nú nýt, myndi jeg áreiðan- lega sakna þeirra ef jeg færi heim. Jeg hefi einnig breyst á marg an hátt, og þegar eiginmaður minn kemur heim, mun hann áreiðanlega ekki finna íömu stúlkuna og hann giftist. Stund um veldur þetta mjer einnig á- hyggjum, því að jeg veit, að hann muni einnig breytast, og þegar hann kemur heim og jeg sje hann meðal fjölskyldu sinn ar, mun hann verða annar en hann var, þegar jeg hitti hann á Islandi, en jeg vona, að það muni lagast. Síðan barnið fæddist, hefi jeg í rauninni ákveðið að reyna að verða Ameríkani, því að litli Lewis er'Ameríkani, fædd- ur hjer, og ef jeg ætla að skilja hann og ala hann upp á þann veg, er jeg kýs, Verð jeg að vera Ameríkani eins og hann. Nú bíð jeg heimkomu eigin- qpanns míns og þó jeg beri í brjósti allar þær sömu efasemd ir og kvíða sem miljónir ann- ara amerískra eiginkvenna, þá veit jeg að alt muni lagast, þeg ar maðurinn minn kemur heim. Hreinsað til á Saipan. Washington í gærkveldi. AMERÍSKU hersveitirnar á Saipan-ey halda áfram að uppræta smáflokka Japana víðs vegar um eyna, að því er segir í tilkynningu Niemitz flotafor- ingja í dag. Beitiskip og tund- urspillar ámeríska flotans skutu á Guam. — Reuter. llllllllIIIIIUIIIIIIIIillllIIIIIIIIIKIIIIIllllllltlllillllllllllllll mmm | VERSLUN | 0. ELLINGSEN h.f. | mniiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiumiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiTii Augun jeg hvíli X ,1. I P | ý|| ll.t. niiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimi |listeriime| Tannkrem • uilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll'ii „Bandamenn æfla að upp- ræfa þýsku þjóðina, en Hsfl- er mun bjarp henni" Göbbels ræðir stríð og svifsprengjur London í gærkveldi: Dr. Göbbels, útbreiðslumála- ráðherra Þjóðverja sagði í ræðu er hann flutti í borg einni í Austur-Þýskalandi nú um helgina og skýrir þýska frjetta stofan svo frá, að hann hafi sagt: „Þýska þjóðin er í hættu. A þessari stundu, er óvinirnir hafa byrjað aðalárásir sínar á Evrópu, verður hver einn og einasti að verða við kröfum tím ans og varpa inn í baráttu þessa öllu því afli, sem hann ræður yfir, andlegu og líkam- legu. Hver og einn verður að haga sjer þannig, bæði í orustu og vinnu sinni, eins og hans eigið líf riði á dugnaði hans og hreysti“. „Ovinir Þýskalands11, sagði Göbbels, „ætla sjer að uppræta og afmá þýsku þjóðina og lífs- venjur hennar algjörlega. Það væri enginn möguleiki fyrir okkur að rísa upp aftur sem þjóð, ef vjer stöndumst ekki á- rásir fjandmannanna nú á þess um úrslitatímum. Hinar miklu varabirgðir, sem til eru í þeim hjeruðum Þýskalands, er ekki hafa orðið fyrir loftárásum, hljóta nú að vera teknar í notk un“, sagði Göbbels og bætti við: „Hver einasti Þjóðverji verður nú að spara við sig alt svo sem mögulegt er, vegna heildarinnar, því víða á þeim svæðum, sem verst hafa verið leikin, er mikil neyð“. „Að því er óvinirnir segja sjálfir, óska þeir að eyðileggja þýsku þjóðina gjörsamlega, og slökkva þannig í eitt skipti fyr- ir öll, líf hennar meðal þjóð- anna. En enn eru gífurlegir kraftar óleystir úr læðingi meðal þjóðar vorrar og óhemju varabirgðir til, og verður þessu nú bætt við sameiginlegan styrkleika vorn á v-ígvöllunum og heimafyrir. Þá sagði Göbbels að orustan um Cherbourg hefði verið einn af- glæsilegustu atburðunum í hernaðarsögu Þjóðverja, og her irnir á Austurvígstöðvunum yrðu að leysa af hendi ofur- mannleg afrek. En þar kvað hann ástandið fara batnandi* eftir því, sem aðflutningaleiðir þýsku herjanna styttust. Göbbels sagði að svifsprengju árásir Þjóðverja á London, þótt vara bærist að gera of mikið úr þeim, hlytu að hafa óskap- leg áhrif á alt líf manna á þeim stöðum, þar sem þær fjellu, sjerstaklega, þar sem ekkert hlje væri á þeim, og enginn vissi hvenær þær fjellu nje hvar. Að lokum mintist Göbbels á foringjann, Hitler og sagi: „Vjer lítum til hans í fullu trausti og erum vissir um að hann muni leiða oss heila gegn um hættur og þjáningar. Vjelbyssuskothríð að sænskum fiskibátum. STOKKHÓLMl: Fyrir nokk- uru urðu sænsku.fiskibátarn ir „Drott“ og ,,Viken“ fyrir vjel byssuskothríð ókunnra flug- vjela utan sænskrar landhelgi. Þetta gerðist klukkan þrjú að morgni. Ekkert varð tjón af skothríð þessari. Skipstjóri annars bátsins hefir sagt í við- tali síðai, að Þjóðverjar hafi engar tilraunir gert ti} þess að hindra fiskveiðar á þeim slóð- um, sem bátarnir voru, öll styrjaldarárin. Stundum hafa þýsk herskip skotið aðvörunar- skolum, er fiskiskip hafa farið of nærri skipalestum. Flugvjel ina, sem skaut, segir hann hafa verið flutningaflugvjel. en þær sjást oft fyrir þessu svæði. Var skotið nokkrum skotum, en þeim virtist ekki stefnt beint að bátunum og kom engin kúla í þá. X-9 Eflir Robert Storm ÖT/tt TMINKIH6 OF gumiNú TOUR JOB, UNDA ? r /5.../5 7NAT WlJT TOU KIÖZED , ? -opr. I J i l, Kmg Fc.Uu;.s Syrdifjtc. ln<., M'.nM ,,j lits rcserveil. TOU KNQV-J IT I6N'T...BUT£AT, !F TJE OT/EF WALK6 IN ON TUlö, FE'LL PUTs/E THROU6P A RE-TZAlNiNé COUP.BE.... WE'LL TALK AtíÚUT TMS LATEP, OVEP DEESERT! 4-15 At 7UIS MO/AENT, IN TUE hllLLS, UP-&TATE RI3UT NOW, 1 WANT TOU TO //AKE A1E A COPTOF ALL TKE DATA IN "BLUE-JAW" KAZONNI'E F/LE...TPE____ CUlEF WANTS ME v TO LOOK MM UF! HERE TFET ARE, "&lue-jaw':..tou CAN'T TELL 'EM •FROM TJE REAL m* TWNé' 3000'. TME &EATE PRINTIN6 QUEER D0U6P.. . IT’i5 S-AFERl DARUNC. 1) X-9: — Ertu ennþ^á að hugsa um að segja upp starfinu, Linda? — Belinda: — Er — er það þess vegna, sem þú kyssir mig? 2—3) X-9: — Þú veist vel að það er ekki þess vegna, en heyrðu, ef húsbóndinn kæmi nú að í þessu, myndi hann senda mig á skólabekk í annað sinn. Við skulum tala um þetta seinna, á meðan við borðum .. . En núna ætla jeg að biðja þig að taka fyrir mig „copy“ af þessum skjölum um ,,Blá- kjamma“ Kazonni . .. Húsbóndinn vill að jeg hafi 4) Á sama augnabliki í hæðunum uppi í sveit: Prentarinn: — Hjerna eru þeir, „Blákjammi“. Þú getur ekki þekt þá frá raunverulegum peningum. Blákjammi: — Gott! Þetla er miklu betra en prent- aðir seðlar og miklu öruggara. upp á honum. •— Belinda: — Já, ástin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.