Morgunblaðið - 14.07.1944, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.07.1944, Qupperneq 1
31. árgangtir,, 155. tbl. — Föstudagur 14. júlí 1944 Isafoldarprentsmiðja h.f, Sumarsókn Rússa Sótt að St. Lo úr þrem úttnm Svifsprengjum sbofið frá A kortinu er merkt með dökku það svæði, sem Rússar hafa tekið í sumarsókn sinni. Sjest framsókn þeirra á vígstöðvum Eystrasaltslandanna og í Finnlandi. London í gærkveldi. FLUGSPRENGJUR þær, sem fallið hafa á England í dag, virðast koma úr annari átt en þær, sem komið hafa að und- anförnu. Er helst haldið, að þeim sje skotið frá stöðvum í Belgíu. Þá er og talið, að um nokkr- ar tegundir sje að ræða af sþrengjum þessum, þar sem þær haga sjer með nokkuð ólík um hætti. I flestum stöðvast hreyfillinn, áður en þær steyp- ast til jarðar, en upp á síðkast- ið hefir orðið vart við sprengj- ur, sem renna til jarðar með hreyfilinn í gangi. — Reuter. Mikil slys á augum. London: — Svifsprengjurnar valda miklum slysum á augum manna, sjerstaklega er hættu- legt að vera nærri gluggum, þar sem þær geta sprungið nærri. Rússar hafa tehið Vilna London í gærkveldi: Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. DAGSIvIPAN var gefin út í Moskva í kvöld, þar sem Stalin tilkynnir, að Vilna sje nú algerlega á valdi rússneska hersins eftir harðar orustur um borgina og hafi alls fallið þar um 8000 Þjóðverjar. Þá segir dagskipanin, sem út er gefin til ChernyakoWskys her-, foringja, að Rússar sjeu þeg- ar komnir nokkuð til vesturs frá borginni. Að öðru leyti bera fregnir frá Rússlandi í kvöld það með sjer, að sókn Rússa er nú hæg ari á allri víglínunni frá Pskov, og til Pripetmýranna, en hún hefir verið undanfarna daga, en á vígstöðvunum fyr- ir norðan Onegavatn segjast Rússar hafa tekið nokkur _þorp af Finnum og tekið bæ- inn öuokarvi. Herst j órnartilkynnin^ar Herstjórnartilkynning Rússa í kvöld greinir fyrst frá fram- sókninni fyrir nofðan -Onega- vatn, en ræðir síðan um bar- dagana milli Pskov og Novo- sokolniki á þessa leið: „Fyrir vestan Novo-Reshev hjeldu hersveitir vorar áfram sókn- arbardögum og tóku þar höf- uðstað Kalininhjeraðsins og sóttu inn í allmörg þorp þar um slóðir“. Síðan heldur tilkynningin áfram að segja frá bardögum fyrir norðan og sunnan tdritsa sem tekin var í gær, og tóku Rússar einnig þar allmörg þorp. Fyrir norðvestan Polotsk var bærinn Drissa tekinn og nokkrir aðrir bæpr og þorp. Síðan rifeðir tilkynninin inn töku Vilna og sókn í vestur frá þeirri borg, en á svæðinu milli Vilna og Pripetmýranna er ekki getið um breytingar. Þjóðverjar segjast hafa hrundið ölhun árásum Rússa á þessum slóðum í gær og’ dag, ' en tala um það, að þeir hafi I ,„losað sig úr tengslum við ó- , vinina“ norðar, en það þýðir ^ altaf að hörfað hafi verið undan. Fornfr.æg borg, Vilna er fornfræg borg, var upphaflega höfuðstaður Lit- haugalands, en komst síðan undir yfirráð Pólverja og eft- ir það deildu Svíar, Pólverjar og Rússar um borgina. Eftir heimsstyrjöldina fyrri afhentu Rfissar hana Litháum, en Pól- verjar tóku hana af þeim her- skildi. Er Pólland var að velli lagt, 1939, ljetu Rússar Litháa aftur hafa borgina, og er Rússar lögðu Lithaugaland undir sig 1940, varð -borgin höfuðstaður Sovjet-Lithauga- lands. Ibúar borgarinnar eru um 200.000. Bretar hörfa úr tveim þorpum á Caensvæðinu London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. Bandaríkjamenn sækja nú að St. Lo úr þrem áttum. en hefir gengið heldur lítið, þar sem varnir eru harðar. Annarsstaðar, þar sem Bandaríkjamenn sækja fram, hef- ir og sóknin ekki numið miklu og breytingarnar á víg- svæði þeirra verið heldur litlar. — Willian Hardcastle, sjerstakur frjettaritari vor í aðalstöðvunum, símar, að í hinum grimmilegu gagnáhlaupum Þjóðverja fyrir suð- v^tan Caen hafi Bretar á þessu svæði orðið að yfirgefa aftur þorpin Colombelles og St. Honorino Chardonnertte, og hörfa aftur yfir ána Orne og Caen-skurðinn. Ein árás á Munchen enn Eondon í gærkveldi. Mikill fjöldi amerískra sprengjuflugvjela, alls um 1000. varðar sæg orustuflug- vjela, rjeðust á Munchensvæð ið í dag, en það er þriðji dag- Urinn í röð, sém árás er gerð á borg þessa. — Auk þess rjeðust flugvjglar þessar á Saarbriieken. Loftorustur urðu nokkrar, og mistu Bandarikjamenn 10 sprengjuflugvjelar í leiðangri þessum og 8 orustuflugvjelar. Átta orustuflugvjelum var grandað fyrir Þjóðverjum í lotforustum. — Reuter. Bonesteel fekur við nýju embætti SAN FRANCISCO, Calif. — (AP) Charles II. Bonesteel herhöfðingi, sem stjórnaði ameríska hernum á Islandi 1941 og 1942 hefir verið skip- aður herhöfðingi á vestur varn arsvæði Bandaríkjanna. Tekur hann við af Delcos C. Emmnos hershöfðingja, sem hefir verið skipaður í þýðingarmikla stöðu, en sem ekki hefir verið birt hver er._____ Stefán Þorvarðarson á konungsfundi London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Hinn nýji sendiherra Islands í London, Stefán Þorvarðarson' gekk í dag á fund Georgs VI. Bretakonungs í Buckingham- höll og afhenti honum embætt- isskilríki sin. Ný loftvarnabyrgi opnuð í London Lonaon I gærkveldi. Herbert Morrison, innanrík- isráðherra, tilkynnti á þingi í dag, að stórt neðanjarðar loftvarnarbyrgi hefði verið opnað í London síðastliðinn sunnudag, og annað myndi verða opnað í kvöld. Þá sagði ráðherrann að þriðja byrgið af þessari gerð yrði opnað innan skamms. Þjóðverjar hjeldu áfram að skjóta svifsprengjum sínum á Lóndon og Suður-England í dag og harðnaði skothríðin eftir því sem á daginn leið. Ýmsar svifsprengjanna voru skotnar niður, en af öðrum var eignatjón pg manntjón. ______ Reuter. Sendifulltrúi finst dauður. London: — Andre Dedekam, fyrsti sendiráðsritari við norsku sendisveitina í Washing ton, fanst nýlega dauður ásamt konu sinni í íbúð þeirra. „Ekki er þetta þó alvarlegur hnekkir", heldur Hardcastle áfram, ,,og nú er að mestu kyrt á þessum slóðum. Munu báðir aðilar vera að endurskipu- leggja lið sitt þarna“. „Erfitt verkefni“. Herfræðingur í aðalstöðvun- um lýsir afstöðunni þannig: „Þetta verður erfitt verkefni. Besta tækifærið til þess að brjótast í gegn virðist vera fyr ir sunnan Erquay og virðast Þjóðverjar vita það, éf maður á að dæma eftir hörku þeirri í gagnáhlaupum, sem komið hefir fram af þeirra hálfu á þessum slóðum. Hafa Þjóðverj- ar haft góðan tíma til þess að fullgera varnir sínar við Orne- ána, og þegar bardaginn byrj- ar þar, verður hann ef til vill hinn harðasti í allri herför- inni“. Herstjórnartilkynningin. Herstjórnartilkynning banda manna í kvöld um bardagana í Normandí er á þessa leið: „Herir bandamanna sækja hægt en stöðugt fram fyrir norðan Lessay. — Fyrir sunn- an Carentan höfum vjer sótt fram um tæpan kílómeter og rekið óvinina Tír þorpinu St. Andree de Bochon. — Einnig hefir nokkuð unnist á við Bay- eaux—St. Lo veginn, nærri Barre de Semilly. Flugsveitir strandvarnarliðs- ins rjeðust í morgun á nokkur skip óvinanna á austurhluta Ermarsunds. Tvær flugvjelar fórust. — Orustuflugvjelar rjeðust á olíuforðabúr við Senc fyrir suð austan París og járnbrautir um hverfis Chartrer . Stims^r. kominn til Bretlands. London í gærkveldi: — Stim- son hermálaráðherra Bandaríkj anna er nýlega kominn til Bret lands frá Italíu, og mun hann fara eftirlitsferð um bækistöðv ár ameríska hersins á Bret- landi, líta á sjúkrahús o. fl. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.