Morgunblaðið - 14.07.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.07.1944, Blaðsíða 8
8 M O R G U N BLAÐIÐ Föstudagur 14. júlí 1944 Nýja vjelasamstæðan við Ljósafoss Framh. af bls. 2. er til þekkja, að sumir hafi eigi sem skyldi haft í huga þá erf- iðleika, er slíkum framkvæmd um fylgja á stríðstímum. Þeg ar raunar er merkilegra, að yf irleitt skuli unt, að ráðast í þvílíkar framkvæmdir, heldur en þótt sitthvað gangi stirð- legar en björtuslu vonir stand» til. Hvað sem um það er, há er Ijóst, að brýn þörf er mjög bráð lega á stórfeldri raforkuaukn ingu fyrir Reykjavík og þá landshluta, sem Sogsvirkjunin tekur til. Nauðsyn þessa kemur þegar af hinni sífeldu fjölgun íbúa Reykjavíkur og aukningu margskonar framkvæmda þar, sem byggjast á raforku. Þá hef ir það lengi verið ráðgert, að þau bæjarhverfi, sem eigi fá notið hitaveitunnar, fengi raf- magnshitun. Enn er eigi, og verður ekki, þrátt fyrir þessa aukningu, afl til að fullnægja þessari hitunarþörf. En að því ber að vinna, að svo geti sem allra fyrst orðið. Þá hefir reynslan sannað.- að mikið ligg ur við, þegar margt er undir rafmagni komið, að hæfileg varastöð sje til, ef hinn venju- legi aflgjafi truflast um sinn. I sambandi við hitavejtuna mundi og vafalaust þörf á stöð. Sem hlaupið gæti undir bagga með hitun í óvenjulegum kuld um. Ein túrbínustöð millistig. FYRIR ÖLLU ÞESSU og öðrum fróðleik það varðandi, hefir rafmagnsstjóri Steingrím ur Jónsson gert rækilega grein í ítarlegri skýrslu um viðbót- arvirkjun fyrir Reykjavík, er hann hefir einmitt gengið frá þessa dagana, Framtíðarlausn in verður eflaust áframhald- andi virkjun Sogsins og þá sennilega neðri fossanna fyrst. En sem millistigi stingur raf- magnsstjóri upp á eimtúrbínu- stöð við Elliðaárnar, sem fram leitt geti 26.000 kw og á að kosta 15 milj. kr. Ætti að reyna að láta hana verða til haustið 1946. Út í þá sálma get jeg þó eigi farið að sinni, enda verður á- kvörðun um það tekin af rjett um aðilum á sínum tíma. Það yfirlit, sem jeg hefi gef- ið um þá rafmagnsaukningu. sem nú er að fást, og vöxt þeirr ar raforku, sem Reykjavíkur- bær ræður yfir, alt frá 1921, er Elliðaárstöðin fyrst tók til starfa, og þær framtíðarráða- gerðir, sem nú eru undirbún- ar, sanna enn hið fornkveðna. að mjór er mikils vísir. Yerk Steingríms Jónssonar. MIKIÐ ER ENN ógert, en miklu hefir þó verið áorkað. Og alt það, sem gerst hefir frá því, að Elliðaárstöðin tók til starfa. hefir verio gert í raÞ magnsstjóratíð Steingríms Jónssonar, sem enn er meðal vor á besta aldri. Hann hefir veitt Rafmagnsveitun-ni og Sogsveitunni forstöðu frá fyrstu tíð af lærdómi, samvisku semi og óeigingirni, og honum ásamt öðrum starfsmönnum fyrirtækjanna ber að þakka, hversu alt hefir farið heppi- lega úr hendi í heild. þrátt fyr ir alla þá örðugleika, sem á vegi hafa orðið, og misjafnlega fljótt hefir tekist að leysa. Með því, sem nú þegar hefir verið framkvæmt til rafmagns öflunar úr Sogi og Elliðaám, hefir verið skapaður einn veiga mesti þátturinn í allri vellíðan og afkomu Reykvíkinga og lagð ur grundvöllur að varanlegum framförum á ókomnum árum. Næstur tók til máls Stein- grimur Jónsson rafmagnsstjóri. Þakkaði hann í ræðu sinni þeim mönnum, sem unnið hafa að hinni nýju virkjun, Jakob Guð- johnsen verkfræðing, sem vann að áætluninni með raf- magnsstjóra, starfsmönnum teiknistofu Rafveitunnar og Hjörleifi Hjörleifssyni, sem annast hefir brjefaskifti við- víkjandi verkinu og reiknings- hald. Þá færði hann þakkir verk- fræðingunum K. Langvad og Fanöe, sem unnu að útboðslýs- ingunni í fyrravor og Almenna byggingafjela^inu, er tók bygg ingaverkið að_ sjer, og leysti það prýðilega af hendi, og þá einkum framkvæmdastjóra þess, Gústav Pálssyni og Árna Snævarr verkfræðingi, eftirlits manni Rafveitunnar Sigurði Ólafssyni verkfræðingi og Sig- urði Guðmundssyni arkitekt. Þá þakkaði rafmagnsstjóri amerísku verkfræðingunum er þarna hafa unnið, Mr. Ludvig, er vann að uppsetning túrbín- unnar, én hann kom frá túr- binufirmanu S. Morgan Smith & Co. og verkfræðingunum Mr. Keddy og Mac Keon, er sett hafa upp rafvjelina, en hún er frá General Electric fjelaginu. Ennfremur þakkaði hann starfsmönnum rafveitunnar, Ágúst Guðmundssyni, Ellert ' Árnasyni og Kjartani Örvar, er ■ unnið hafa að þessu verki sjer- ■ staklega og Eiríki Briem verk- ' fræðingi. sem m. a. hefir verið amerísku verkfræðingunum til ' aðstoðar og annast hefir upp- setningu á raftækjum bæði við iLjósafoss og Elliðaár, Magnúsi I Hannssyni, er unnið hefir tyrir h.f. Segul, smiðum, aðstoðar- mönnum. svo og matreioslukon- j um við'Ljósafoss, sem haft hafa mikið annríki og hafa þurft að i annast framreiðslu á öllum tímum sólarhringsins. Hinn ameríski verkfræðing- ur, Mr. Keddy, þakkaði góða samvinnu dg skemtilegt viðmót, er hann hafði notið þann tíma sem hann hefði verið hjer, og sagoi. að aðsloð sú, sem hann hefði fengið, hefði mjög auð- veldað og flýtt fyrir verki hans. Björn Þórðarson.forsælisráð- herra þakkaði borgarstjóra fyr ir boðið og skemtilega ferð. Sagði hann m. a., að það væri mjpg ánægjulegt að hug^a til þess, að ríkisstjórn og bæjar- stjórn hefðu unnið saman að því að koma upp þessari við- bótarvirkjun. Yfirleitt ætti á- valt að vera sem best sam- vinna milli ríkisstjórnar og bæjarstjórnar Reykjavíkur. Eitt hvað hlyti að vera bogið við það, ef þessir tveir aðilar gætu ekki unnið saman. Ræðumaður beindi að end- ingu orðum sínum til Stein- gríms rafmagnsstjóra, sagði, að öllum fyrirtækjum væri vel borgið, sem lytu forsjár svo grandvars, heiðarlegs og dug- legs manns, sem Steingrímur er. fyrir hönd verkamanna, fyrir gott samstarf. Einar Arnórsson dómsmála- ráðherra mælti að lokum nokk- ur orð, og sneri máli sínu eink- um til Bjarna Benediktssonar borgarstjóra. Hann sagði m. a., að það vildi oft fara svo, að meira sje haldið á lofti því, sem miður fer hjá forráðamönnum ríkis og bæjar, en síður minst á það, sem vel er gert. Hjer væri unnið mikið og gott starf íyrir Reykjavíkurbæ, undir for ystu hins duglega borgarstjóra Hann vjek að því sama og for- sætisráðherrann, að eðlilegast og farsælast yrði það fyrir alla þjóðina, að gott samstarf væri milli ríkisstjórnar og bæjar-. stjórnar Reykjavíkur. Því í Reykjavík er þriðjungur lands-. manna, og Reykvíkingár bæru mikinn hluta af ríkissköttum og tollum. Er gestirnir höfðu dvalið um stund í Valhöll eftir borðhald- ið, var ekið til Reykjavíkur. • . Er óhætt að fullyrða, að allir gestirnir, sem þarna voru, urðu fróðari um rafmagnsmál Rvík ur alment og hina nýju virkj- un sjerstaklega, eftir ferð þessa Eyðing Leipzigborgar Ulf Jónsson stöðumönnum þakkaði for- Rafveitunnar Framh. af bls. 7. Samfeldu árásírnar á Berlín. Kristín: — Síðaöta hluta ársins 1943 var veðrið ynd- islegt. Fram í nóvember- mánuð skein sólin á heið- bláum himninum dag eftir dag, lauf trjánna var tekið að gulna og loftið var svalt og hressandi. Við fórum á hjólum’eins oft og við gátum út í sveitahjeraðið fyrir ut an borgina. Það var dásam legt. Daglegt líf okkar var æði tilbrevtingarsnautt, eins og jeg geri ráð fyrir að líf , flestra Þjóðverja hafi verið. Við snæddum snemma morgunverð, klukkan tæp- lega sjö — venjulega hafra mjölsblöndu með undan- rennu og sykri, síðan _rúg- brauð eða snúða, ávaxta- mauk og stundum dálítið af smjöri. Við drukkum gerfi- kaffi búið til úr malti. Sam lokur borðuðum við í ár- degisverð. í miðdegisverð borðuðum við kartöflur, grænmeti og öðru hverju dálítið kjöt. Venjulega geymdum við mest af því til sunnudaganna.. Kristín: — í lok nóvember mánaðar hófust svo sam- feldu árásiyrar á Berlín. Þá voru næstum því á hverri nóttu gefin loftvarnar- merki í Leipzig. Þau gjör- breyttu lífi okkar. Öllu opinberu lífi varð nú að vera lokið klukkan sjö. Kvikmyndahúsum var lokað klukkan sjö. Venju- lega borðuðum við kvöld- verð klukkan sex, svo að við gætum lokið uppþvotti fvrir klukkan sjö. Við tókum nú að hlusta á útvarpið á hverju kvöldf. Við höfðum það altaf opið til þess að geta hevrt, ef stöðinni væri lokað. Ef stöð- in hætti útsendingu, þýddi þa£L að loftárás var yifirvof anai. Vorum við þá við öllu búnar, fórum í hlý föt og sátum svo og biðum. Við vorum ekki iðjulausar, Við saumuðum eða lásum, en vorum þó altaf á varðbergi. Frjettirnar frá Berlín skutu okkur skelk í bringu. Við vorum kaupendur að Berlínardagblaði og við gát um margt ráðið af því. — Dögum saman sást það ekki og þegar það loksins kom, var það aðeins tvöfalt og mestalt efni þess voru leið- beiningar til fólksin?: Hvert Berlínarbúar ættu að fara, ef hús þeirra væru eyðilögð, hvernig þeir ættu að ná sjer í mat og svo framvegis. Einnig voru þar listar yfir fólk, sem farist hafði í árás- unum. X-5 S*®"Sx®xJ IN ANISOLATED SPOT !N THE HILLS... uniA/ y BETTER THAN BLUE‘JAW?JJÆ}WH\ x x CAN'T UHDERSTAND TH/S TALK OFA 6AS SHORTAGE WHEN ALL Y'GOTTA DO 13 PR/NT MORE XA5 C0UP0NS/ KDLUE YOU'REA CARDf fsP'SSSi . y:i-/Wv ' 7 V .• í r’ {■ jji X^’lX JdÉöaá. LET'S SEE... HUNDRED AND SOME ", THEYRE 6C0D 'm F/VE GALLONS vm$r ÍÉiÍ^ - mmMÉa Eíiir Roberi Sfomi A afskektum stað upp í hæðunum. . . 1) Prentarinn: — Hvernig líta þeir út, Blá- kjammi? — Blákjammí: — Betur heldur en raunverulegir seðlar, Itchie. . 2) Blákjammi: —• Jeg get ekki skilið þetta enda lausa tal um bensínleysi, þegar jeg geri ekkert ann að en prenta meiri bensínskömtunarseðla. — Itchie: — Blákjammi, þú er snillingur. 3) Blákjammi: —- Við skulum sjá .... rennið í gegn hundrað „A“ spjöldum og nokkrum .,C“ spjöldum. Það nægir fyrir fimm gallónum. •—• Itchie: — Alt í lagi. en það er mikil áhætta. 4) Blákjammi: — Hlustið á Ilchip! Alt silt líf hefir hann fengist við seðlafölsun. Nú er hann að nöldra yfir nokkrum bensínskömtunarseðlum. •— Itchie: — Við verðum að fara varlega, það er alt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.