Morgunblaðið - 14.07.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.07.1944, Blaðsíða 12
12 Loffur Guðmundsson Ijésitiyndari boðínn tii Kodak í kmmkn LOFTUR GUÐMUNDSSON ljósmyndari er á förum til Ameríku og mun dvelja vestra í nokkra mánuði. Fer hann til að kynna sjer nýjustu tækni í ljósmyndagerð og hefir í hyggju &ð ferðast víða um Bandaríkin og kynnast bestu Ijósmyndurum þar og starfs- aðferðum þeirra. Einnig fer hann með Reykjavíkurkvik- myndina og kvikmyndina af Hitaveitunni til að fullgera þær. Hið heimsfræga fjelag Kod- ak hefir boðið Lofti að kynna sjer alt það, sem firmað hefir upp á að bjóða á sviði ljós- myndatækninnar, en þetta firma er sem kunnugt er eitt fremsta firma í sinni grein- og hefir auk stórra verksmiðja, einhverjar bestu rannsóknar- stofur í heimi á sviði Ijósmynda gerðar og ljósmyndatækja. Hefir sjerstakan áhuga fyrir litmyndum. Loftur mun legg^a sjerstaka áherslu á að kynna sjer ljós- myndun í eðlilegum litum, en þeirri grein Ijósmyndagerðar hefir fleygt gríðarlega fram hin síðari árin og hefir Kodak átt einn mestan og bestan þátt í rannsóknum og framförum á því sviði. Er það því Lofti mik- ils virði að hafa fen«;ið hið góða boð frá Kodak. Reykjavíkur- Itvikmyndin. Eins og kunnugt er var það Reykjavíkurbær, sem rjeði Loft til að taka kvikmynd af Reykjavík og hefir hann starf- að að því síðan í marsmánuði í vor og tekið um 2000 metra. í fyrra tók Loftur kvikmynd af Hitaveituframkvæmdunum öll um. Ætlar hann að fullgera báðar þessar myndir vestra. Ljósmyndastofa Lofts opin sem áður. Ljósmyndastofa Lofts hjer í bænum verður opin eftir sem áður. Segir Loftur svo sjálfur frá, að nú loks hafi hann feng- ið þá aðstoðarljósmyndara á stofu sína, sem hann treysti fyllilega eins og sjálfum sjer. W$l0tmmb Rakeffoskeyfi Þjéðferja Kappreiðar Ljettfotá í Sfcagafirði SUNNUDAGINN 9. júlí efndi Hestamannafjelagið Ljettfeti í Skagafirði 'til kappreiða á skeið velli sinum við Sauðárkrók. I 300 m. hlaupinu tóku þátt 6 hestar og voru þeir reyndir í tveimur flokkum. í fyrri flokknum var fyrstur að marki jarpskjóttur á 23.6 sek., eigandi Jóhann Ellertsson, Holtsmúla, 2. grár á 23.8 sek., eigandi Þór- arinn frá Garði, og 3. grár á 24.0 sek., eigandi Jón Gíslason, Sauðárkróki. ¦— í síðari flokkn um varð fyrstur grár á 23.0 sek., eigandi Valtýr Sigurðs- son, Geirmundarstöðum, 2. brúnn á 23.7 sek., eigandi Þór- arinn frá Garði og 3. jarpur 24.8 sek., eigandi Skarphjeðinn Eiríksson. Fjórir hestar tóku svo þátt í úrslitasprettinum. Þar varð hlutskarpastur jarpskjóttur á 23.5 sek., eigandi Jóhann Ell- ertsson, Holtsmúla, 2. verðlaun hlaut brúnn á 23.8 sek., eig- andi Þórarinn frá Garði, og 3. verðlaun grár á 24.0 sek., eig- andi Valtýr Sigurðsson, Geir- mundarstöðum. í folahlaupi 250 m. kepti að eins einn foli, jarpskjóttur. Hljóp hann sprettfærið á 20.5 sek., eigandi Þórarinn frá Garði. Myndin hjer að ofan kemur frá hlutlausu landi og sýnir rakettu- skeyti Þjóðverja, sem þeir hafa mjög notað á suðurhluta Aust- urvígstöðvanna í vetur og vor. Sagt er að gnýrinn af skeytum þessum sje afskaplegur. — Þau springa með rniklum dyn, en er þau fljúga, draga þau á eftir sjer langa logarák. á Siglufirði SUNDFLOKKUR K. R. kom til Siglufjarðar á miðvikudag. Urn kvöldið fór fram fjölbreytt sundsýning og kepni. Fjöldi Siglfirðinga var viðstaddur. Sundflokkurinn dvelur þar í boði K. S. til laugardags. Sund mót verður 'aftur áSiglufirði í kvöld og munu þá Siglfirðing- ar taka þátt í kepninni. — A laugardag fer flokkurinn til Varmahlíðar og sýnir ef til vill þar. Hann kemur svo til bæj- arins á sunnudagskvöld. Svíar reisa vjelfræði- skóla. Stokkhclmi: Frumvarp hefir komið fram um það, að reisa skóla fjrir flugvjelafræðinga, aðdllega ílugvjelahreyflafræð- inga. Búist er við að skóli þessi muni kostn 450.000 krónur. Allsherjarmóti Í.S.Í. lokið: Kl besta íþróttafjelag Íslands í írjálsuoi íþróttum ALLSHERJARMÓTI í. S. í. í frjálsum íþróttum lauk í gærkveldi. K. R. bar sigur úr býtum, hlaut 137 stig, og þar með sæmdartitilinn „Besta íþróttafjelag íslands í frjálsum íþróttum". — í. R. var næst að stigatölu, hlaut 90 stig. Ármann hlaut 43 stig og F. H. 42 stig. í gærkveldi fór fram kepni í fimtarþraut og 10 km. hlaupi. Úrslit urðu sem hjer segir: Fimtarþraut: 1. Jón Hjartar (K. R.) með 2562 stig. 2. Bragi Friðriksson (K. R.) 2449 stig. 3. íinnbjörn Þorvaldsson (í. R.) 2343 stig. 4. Einar Þ. Guð- johnsen (K. R.) 2334 stig. — I fimtarþraut er kept í lang- stökki, spjótkasti. 200 m. hlaupi, kringlukasti og 1500 m. hlaupi. 10 km. hlaup: 1. Indriði Jóns son (K. R.) 36:49.8 mín. 2. Steinar Þorf innsson (Á) 39:33.6 mín. — Fleiri keptu ekki. Af einstaklingum var Skúli Guðmundsson (K. R.) stiga- hæstur með 26 stig. Næstir voru Finnbjörn Þorvaldsson (L R.) og Oliver Steinn (F. H.) með 24 stig hvor. Að mótinu loknu afhenti for- seti í. S. L, Ben. G. Waage, sig- urvegurunum Allsherjannóts- bikarinn. Um 20 íslendingar bíða í Svíþjóð færis að Jcomast heim Frá frjej;taritara Morgunblaðsins. Stokkhólmi: — Það bíða að minsta kosti 20 íslendingar í Svíþjóð eftir færi til að kom- ast heim til íslands. Eru þetta íslendingar, sem áður hafa dyalið í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Sumir hafa sloppið úr hernumdu löndunum og vilja ekkert heldur en að komast til Islands. Áður en innrásin var gerð í Frakkland var sagt, að ekki væri nein von til að þeir kæm- ust um England fyr en innrás- in hefði verið gerð, en nú er helst útlit fyrir, að flestir verði að bíða til stríðsloka. Föstudagur 14. júlí 1944 Verslunarmanna- frídagyrinn 7. ágúsi FRÍDAG verslunarmanna ber í ár upp á 7. ágúst, sem er fyrsti mánudagur í ágústmán- uði. — Eins og á undanförn- um árum gengst Verslunar- mannafjelag Reykjavíkur fyrir því, að verslunarstjettarinnar sje minst. Hefir stjórn V. R. skrifað út- varpinu brjef, þar sem það fer þess á leit við útvarpið, að kvölddagskrá þess þetta kvöld verði helguð deginum. Stjórn V. R. hefir ekki enn borist svar útvarpsins, en gert er ráð fyr- ir að dagskráin verði þannig: Ávarp, er formaður V. R., Hjörtur Hansson flytur, Minni verslunarstjettarinnar, Baldur Pálmason, og Minni íslands, Konráð Gíslason. Þá- mun verða sungið, en ekki fyllilega ákveðið, hver söngvarinn verð- ur, og loks tónlist, e. t. v. mun útvarpshljómsveitin annast þann þátt. Um kvöldið verður dans stiginn að Hótel Borg, fyrir fjelagsmenn og gesti þeirra. —¦ Vera má, að einhverjir góð- kunnir skemtikraftar láti þar til sín heyra. Árbók frjálsíþrólfa- manna komin út ÁRBÓK frjálsíþróttamanna 1944 er komin út. Bókin er að þessu sinni um 100 síður að stærð og mjög vönduð að öll- um frágangi. Þessir kaflar eru í bókinni: Upphaf frjálsra íþrótta á ís- landi — II, eftir Ólaf Sveins- son, Iþróttamótin í Reykjavík 1943, Iþróttamótin úti á landi, Afrekaskrá íslands 1943, Rabb um árangurinn 1943, eftir'Sig- urð S. Ólafsson, Erlendar frjett ir, Afrek íslendinga erlendis, íslandsmeistarar frá byrjun, Merk hlaup: Skólahlaupið, Af- reksmenn II, Guðjón Júlíusson, Bæjakepnin, stutt yfirlit, Minn ingarorð um tvo látna íþrótta- menn. Fyrsta dómaranámskeið ið, íslensku metin í stigum, Islensk met, íslensk drengja- met, Norðurlandamet, Heims- met, Frjálsíþróttamótin í sum- ar. Bók þessi er sjerstaklega góð handbók í frjálsum íþróttum og getur enginn íþróttamaður eða íþróttaunnandi, sem vill fylgjast vel með því sem gerist á íþróttaleikvanginum, verið án hennar. — Bókin er gefin út að tilhlutun Iþróttasambands íslands, en ritstjórar hennar eru Jóhann Bernhard og Bryn- jólfur Ingólfsson. De Gaulle í Kanada. Ottawa í gærkveldi: — Hing að ér kominn Charles De Gaulle, foringi frjálsra Frakka, og tók Mackenzie King forsæt- isráðherra á móti honum, er hann kom til borgarinnar. — Munu þeir De Gaulle eiga riokkra fundi saman. — Reuter. Landsmól kvenskáta í Vafnsdalshólum LANDSMÖT kvenskáta stóð. yfir dagana 8.—12. þ. m. í Vatnsdalshólum í Húnavatns- sýslu. Voru þarna samaii komnir um hálf t annað hundr- að kvenskátar frá flestum, þeim stöðum á landinu, sem kvenskátahreyfingin nær til að undanskildum Arestf jörðuni en þaðan gat enginn komið. Skátarnir dvöldu þarna í tjaldbúðum í blíðskapjirveðri' og við besta aðbúnað. Skát* arnir fóru að ýmsum st<>ðum; þarna í nágrenninu, m. a, gengu þeir á Jörundarhól, fóru að Þingeyrum og víðar, 9 * m----------- Ármenningar á ísafirði Isafirði í gær. Frá frjettaritara vorum. FIMLEIKAFLOKKAR Ár- manns höfðu fimleikasýningu úti hjer í gærkveldi við óskift- an fögnuð fjölda áhorfenda. I dag hafa flokkarnir sýn- ingar í Súðavík og á Reykja- nesi. Hafa þeir þá alls haldið 15 sýningar í förinni, allar við ágæta aðsókn og fagnaðar- viðtökur. Róma menn jafnt fimleika flokkanna og ágæta stjórn Jóns Þorsteinssonar. —¦ Frá Reykjanesi heldur flokk- urinn til Arngerðareyrar og þaðan landveg til Kinnarstaða. Iþróttafjelögin hjer höfðu boð fyrir Ármenninga í gærkveldi. Ármenningar hrósa jafnt við- tökum sem veðurblíðu og eru allir hinir stæltustu. Mikið tjón af eldi. London: — Ógurlegt tjón varð fyrir nokkru í eldsvoða, sem varð í borginni Antiagua í bresku Vestur-Indíum. Brann meirihlutinn af viðskiftahverfi borgarinnar. Tjónið er metið miljón punda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.