Morgunblaðið - 16.07.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.07.1944, Blaðsíða 7
Sunnudagur 16. júlí 1944 MORGUNBLAÐIÐ 7 Fimm mínúlna krossgáta Áttræðis almæti . Lárjett: 1 ílát — 6 leiði — 8 tveir samstæðir — 10 eignast -—11 meyjar — 12 bardagar — 13 tala — 14 lokið — 16 sinti. Lóðrjett: 2 þingdeild — 3 bar éflið — 4 forn sagnmynd — 5 viðbit — 7 ekur — 9 veiðitæki — 10 skemd — 14 fæði — 15 töluorð danskt. I.O.G.T. FRAMTÍÐIN Fundur annað kvöld kl. 8,30. Rætt um sumarstarfið. Tilkynning BETANÍA Almenn samkoma í kvöld, (sunnud.) kl. 8,30. Sigurjón Jónsson talar. Allir velkomnir. K.F.U.M. Almenn samkoma í kvöld kl. 8,30. Ástráður Sigursteindórs- son talar. Allir velkomnir. K.F.U.K. Sumarstarf Flokkur stúlkna 14 ára og eldri dvelur á Straumi frá 19. til 26. þ. m. Þátttaka tilkynn- ist í húsi K.F.U.M. og K. í síðasta lagi á mánudagslcvöld M. 8—10. Sími 3437 HJÁLPRÆÐISHERINN Helgunarsamkoma kl. 11. Uti- skmkoma kl. 4 (ef veður leyf- ir). H.jálpræðissamkoma kl. 8,30. Söngur og hljóðfæraslátt ur. Allir velkomnir! ZION Samkoma í kvöld kl. 8. — Hafnarfirði: Samkoma kl. 4. Allir velkomnir. Kaup-Sala MINNIN G ARSP J ÖLD Barnaspítalasjóðs Hringsins fást í verslun frú Ágústu Svendsen. MINNIN G ARSP J ÖLD Slysavarnafjelagsins eru fallegust. Iieitið á Slysavarna- ■fjelagið, það er, best. Vinna HREIN GERNIN 6AR Pantið í tíma. Guðni og Þráinn. Sími 5571. K**:**:**:**:**:'*:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:*.:";..:..; Húsnæði , LÍTIÐ HÚS eða íbúð, óskast til leigu. Tilboð, merkt, „Einbúi“ send- ist Morgunblaðinu. Frú Ástfríður Guðmundsdótt ir, Spítalastíg 2, á áttræðisaf- mæli á morgun (17. þ. m.). Hún er ein af hjedrægu kon- unum, sem lætur betur að vera en sýnast. Þegar jeg hugsa um æfistarf hennar og þau kjör, er hún varð oft að búa við, dylst mjer ekki að það hefir þurft meira en meðal konu til að leysa það af hendi með þeim sóma sem hún gerði. Þó að jeg sleppi því hjer, væri sjálfsagt holt fyrir upp- vaxandi kynslóð að vita nokk- ur deili á þeim lífskjörum, sem hún og svo margar fátækar samtíðarkonur hennar urðu að búa við. Sagan sú af þrotlausu striti, fórnfýsi og umhyggju- semi fyrir börnum og öðru skylduliði er vissulega þess verð, að hún gleymist ekki rneð öllu, því að um leið og hún sýn ir oss hinar göfugustu hliðar mannlegs eðlis, er hún þáttur af þeirri þróur. sem skapaði hinni yngri kynslóð bætt lífs- kjör. „Svo ergist hver sem hann eldist“, segir máltækið, en það sannast þó ekki á Ástríði. Erf- iði og heilsuleysi hefir ekki megnað að blanda geð hennar beiskju, hún hefir átt svo ljetta lund og ástríkt hjarta, og þess- vegna hefir hún ávalt getað lagt eitthvað gott til hvers máls, þegar þess þurfti með. Það hafa áreiðanlega fleiri en jeg fundið hve gott er að vera á heimili hennar, því að svo má heita að þar sjeu altaf einhverj ir gestir, maður finnur að á móti manni er tekið, ekki fyrir siðasakir, heldur af innri þörf Ástríðar og fjölskyldu hennar til að gera öðrum gott. Jeg veit að á morgun munu berast til Ástríðar hlýir hugar- straumar, ekki aðeins frá henn ár ástríka eiginmanni,, Svein- birni Stefánssyni, og börnum þeirra, heldur einnig frá fjölda annara venslamanna og vina, sem þau hjón hafa gert svo mik ið gott á umliðnum árum. Megi alt þeirra æfikvöld verða bjart og ánægjulegt eins og afmælis- dagurinn Ástríði. Olafur D. S. Jóhannesson. pilllllllll!IUIUIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllllllllllll|||||||||yi (listeriime! = Tannkrem UÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIHIIIIIIIIUIIIHIIIIIIIIIIIUIIIÍU Leikaraútgáfan BEST AÐ AUGLÝSA ! MORGUNBLAÐINU IViinningarorð um Sigurð Ingimundarson í dag verður Sigurður Ingi- mundarson borinn til hinstu hvílu í kirkjugarðinum á Stokksej'ri, því „Þar er und foldu falið fólk sem að elskaði mig“ eins og hann sjálfur kvað, fólk sem hann sjálfur unni og þráði að hvíla hjá. Sigurður Ingimundarson var fæddur 27. ágúst 1891 þeim hjónunum Ingimundi Guð- mundssyni smið og Ingunni Ein arsdóttir frá Dvergasteinum á Stokkseyri og dvaldist hann á æskuheimili sínu þar til hann árið 1912 gekk að eiga eftirlif- andi konu sína, Önnu Hqlgadótt ir Pálssonar og Önnu Diðriks- dóttir frá Helgastöðum á Stokks eyri, hinni greindustu konu svo sem hún átti kyn til. Bæði voru þau Sigurður og Anna skarpgreind ein stórlynd. Þeirra sambúð var eins og haf ið. Stundum unaðslegt, spegil- skyngt og sljett en aðra stund- ina ofsafengið öldurót. Þeim varð fimm barna auðið og er elst þeirra Haraldur verslunar- maður, þá Unnur, gift Guð- mundi Þórarinssyni vjelsmið, Georg stúdent, Jóhanna versl- unarmær og Eester verslunar- mær, sem öll eru hin mannvæn legustu og nýtustu menn. í uppvéxtinum lagði Sigurð- ur á margt gjörfa hönd. Smíð- aði og málaði með föður sínum, varð snemma liðtækur og svo smekkvís að af bar. Árið 1913 stofnsetti Sigurður verslun á Stokkseyri og rak hana til ársins 1924 er hann í róti eftirstríðsára fyrri heims- styrjaldar mun hafa orðið fyrir allverulegu tapi. Fluttist hann þá til Reykjavíkur og stundaði hjer veggfóðrun, dúkalagningu, framleiðslu á gólfkorki og dúka lími, enda var hann einn þeirra manna sem alt virtist liggja í augum uppi. Sigurður var viðkvæmur og ör í lund, gleðimaður í góðum hópi, söngvinn í besta lagi og hafði góða söngrödd. Söng í söngkór á Stokkseyri og var síð ar einn af stofnendum Karla- kórs Reykjavíkur og virkur fje lagi þar um langt skeið. Hitt vissu færri, hve ljett Sig urði var um að yrkja. Mun hann hafa byrjað á því ungl- ingur en ekki talið vísur sínar þess virði að færa þær í letur. Það er fyrst þegar hann rekst Málaflutnings- skrifstofa Einar B. GuSmundsson. Guðlaugur Þorláksson. Austurstræti 7. Símar 3202, 2002. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. Gæfa fylgir á þær sem landsfleyga hús- ganga eða birtar „eftir ókunn- an höfund“ að hann fer að skrifa ljóð sín niður og átti hann er hann dó, talsverða sirpu er hann hafði í huga að gefa út og láta koma fyrir al- menningss j ónir. „Hann fór of snemma, hann Sigurður“, sögðum við kunn- ingjarnir, er við frjettum lát hans. Hann dó úr heilablæð- ingu aðfaranóttina þ. 9. júlí eft ir að hafa setið við dánarbeð Ingunnar móður sinnar, ástvin- ar, sem hann unni svo heitt, og nú fær að hvíla hjá í þeim reiti sem hann hafði þráð að verða lagður í til hinstu hvílu. Sturlaugur. Til sultu og saft- gerðar: Vínsýra Sítrónsýra Benzoesúrt Natron PECTINAL, hleypiefni BETAMON í pk. og glösum ATAMON Avaxtalitur, rauður Vanillestengur Vanilletöflur KJARNAR jarðarberja og kirsiberja Pappaþynnur innan ílok Korktappar í mjólkurflöskur og % 1. Smjörpappír tMumdL •rnnmiriiimnimnniiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiimmmmii S 9 s: = B. P. Kalman E hæstarjettarmálafl.m. . = Hamarshúsinu 5. hæð, vest = ur-dyr. — Sími 1695. E mniiiiiiiiiiiiiiimuiiuuuiuummiuiiimiiuummiiui trúlofunar- hringunum frá Sigurþór Hafnarstr. 4 Mín hjartkæra eiginkona og móðir, ÁSTA BJÖRNSDÓTTIR, andaðist í Landsspítalanum 13. þ. m. Sigurður Guðmundsson. Elsa L. Sigurðardóttir. Hjartkær eiginkona mín, dóttir og systir, GUÐRÚN AÐALHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR, verður jarðsett miðvikudaginn 19. þ. m. kl. 1% e. h. frá Dómkirkjunni. Athöfnin hefst með húskveðju á heimili okkar, Laugaveg 49. Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. Salómon Loftsson. Ólína Pjetursdóttir og systkini. Maðurinn minn, JÓN JÓNSSON, Loftsstöðum, verður jarðsunginn mánudaginn 17. þ. m. að Gaul- verjabæjarkirkju. Athöfnin hefst að Vestur-Loft- stöðum kl. 11 árd. Upplýsingar um bílferð austur í síma 9276. Ragnhildur Gísladóttir. Jarðarför móður okkar, RÖGNU GUNNARSDÓTTUR, fer fram þriðjudaginn 18. júlí og hefst með bæn á heimili hennar, Skeggjagötu 1, kl. 1Á2. Fyrir mína hönd og systkina minna. Nanna Ólafsdóttir. Jarðarför móður okkar og tengdamóður, frú JÓHÖNNU STEFÁNSDÓTTUR, fer fram þriðjudaginn 18. þ. m. frá Dómkirkjunni. Húskveðja hefst á heimili hinnar látnu, Skólabrú 2, kl. 4 síðdegis. Jarðað verður í Garðalprkjugarði. Kristín Guðmundsdóttir. Einar B. Guðmundsson. Ólafur Þorsteinsson. Kristín Ingvarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.