Morgunblaðið - 19.07.1944, Síða 1

Morgunblaðið - 19.07.1944, Síða 1
BAIMDAMENN BRJÓTAST í GEGN HJÁ CAEN Mestu loftárásir, sem nokkru sinni lafi verið gerðar Montgomery ánægður með árangurinn Vígstöðvarnar í Frakklandi. Eldsvoli 1 nétt Maður brennist mikið ELDSVOÐI varð hjer í bsenum í nótt. Kom upp eld- ur í húsinu við Laugaveg 53 (bakhús) og brann þar íbúð Jóhanns Sigurðssonar og alt, sem í henni var, en Jóhann brendist mikið á baki og var fluttur í sjúkrahús. Eldurinn var allmagnaður er slökkviliðið kom á vett- vang kl. rúmlega 12, en eftir um klukkustundar slökkvi- starf tókst að vinna bug á eldinum. Mikið tjón á eignum. Jóhann Sigurðsson, sem fyrr er nefndur, bjó í húsinu með konu sinni og barni. Mistu þau alt sitt í eldinum. Ekki var kunnugt með vissu í nótt um það, hvort innanstokksmunir Jóhanns voru vátrygðir, en kunnugir menn, sem þarna komu á vettvang, töldu að svo hefði ekki verið. í húsinu bjó einnig Úlfhild- ur Þorsteinsdóttir, einhleyp kona. Skemdist alt innbú henn ar af vatni og reyk. Það var alt óvátrygt. Hjá frú Rögnu Jónsson, ekkju Eyjólfs Jónssonar rak- ara, skemdist innbú talsvert af vatni. Ekki var í nótt kunnugt um, með hvaða hætti eldurinn kom upp í húsinu. Japanar verða hungurmorða A I LONDON í gærkveldi. BRESKU hersveitirngr, sem berjast í Burma, hafa enn unn- ið nokkuð á og náð á sitt vald nokkrum bæjum úr höndum Japana. Bretar hafa rekist á japanska hermenn, sem eru aðframkomn ir af hungri. Margir japanskir hermenn fremja sjálfsmorð heldur en að láta taka sig til fanga, en upp á síðkastið hafa miklu fleiri japanskir hermenn gefist upp fyrir bandamönnum en áður. Frjettaritarar þar eystra vara þó við þeirri skoðun, að Jap- anar í Burma sjeu að gefast upp. Segja þeir, að þessir hung urmorða japönsku hermenn, sem Bretar hafa tekið til fanga undanfarið, sjeu bakverðir,sem skyldir voru eftir matarlausir, er aðalherinn ljet undan síga fyrir sókn Breta. — Reuter. Loftárásir á Þýskaland LONDON í gærkveldi. UM 750 fjögra hreyfla flug- vjelar fóru til árása á stöðvar í Þýskalandi í björtu í dag, á sama tíma sem 2000 flugvjelar bandamanna voru að gera loft- árásir á stöðvar Þjóðverja í Normandie. „Við sýnum þeim með þessu, að við getum unnið bæði verk- in í einu“, sagði flugforingi við frjettaritara Reuters í dag. Til loftbardaga kom yfir Norður-Þýskalandi í dag, er flugsveitir bandamanna komu til árása. Sendu Þjóðverjar fram um 60 orustuflugvjelar, en Mustang-orustuflugvjelar úr 8. flughernum ameríska, sem voru sprengjuflugvjelun- um til varnar, skutu niður 21 orustuflugvjel og dreifðu hin- um í allar áttir, segir í opin- berri tilkynningu. — Reuter. Bretar hafa meira en nóg af ffugmönnum LONDON í gær. ÞAÐ VAR tilkynt í London í dag, að margir þeirra, sem hefðu sótt um upptöku í breska flugherinn, verði nú látnir gegna herþjónustu í landhern- um eða í flotanum. Sú skýring er gefin á þessu, að bandamenn hafi nú náð al- gjörum yfirráðum í lofti. Flug- herinn breski hafi nú fleiri æfða flugmenn en hann hafi not fyrir, einkum þar sem manntjón flughersins breska hafi reynst miklu minna en gert hafði verið ráð fyrir. Landherinn breski hefir nú hinsvegar þörf fyrir bestu menn, sem hann getur fengið, en eins og kunnugt er voru það hraustustu borgararnir, sem valdir voru í flugherinn. Bússar sækja fram 50 km. til Lvov London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. í DAGSKIPAN, sem Stalin márskálkur þirti í dag til Koni- evs marskálks er í fyrsta skifti skýrt af Rússa hálfu frá hinni nýju sókn Rússa frá Tarnopol og Lutsk í áttina til Lvov. Seg- ir í þessari þagskipan Stalins að hersveitir Konievs hafi sótt fram 50- km. á 200 km. breiðu vígsvæði og tekrð um 600 bæi og þorp. Meðal borga þeirra, sem Rúss ar segjast hafa tekið á þessum slóðum, eru: Polsk, Gorokhov, Radziechev, Zloczow, Kamicka og járnbrautarstöðvarnar í Krasnoey, Brody og Busk. Sóknin til Brest Litovsk. I herstjórnartilkynningu Rússa í kvöld er skýrt frá á- framhaldi sóknarinnar til Brest Litovsk. A þeim vígstöðvum hafa Rússar tekið borgina Be- restovitsa og 150 aðra bæi og þorp. Gagnáhlaup Þjóðverja i við Niemen. London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. HERSVEITIR BRETA OG KANADAMANNA í Nor- mandi hafa brotist í gegn um varnir hersveitir Rommels hjá Caen. Þetta var tilkynt í aukatilkynningu, sem gefin var út í herstöðvum Montgomer’ýs hershöfðingja í kvöld. Er sagt, að anrtar breski herinn hafi snemma í morgun hafið sókn og brotist í gegnum'varnir Þjóðverja inn á sljettlendið fyrir austan Orneána og fyrir suðaustan Caen. Mestu loftárásir í sögunni. Aður en landherinn breski rjeðist til orustu í morgun, fóru um 2000 sprengjuflugvjelar til árása á stöðvar Þjóðverja við Orne. Var varpað um 8(000 smálestum af sprengjum á svæðit sem ekki er stærra en 100 ferkílómetrar( á 45 mínútum. Er þetta mesta loftárás á ekki stærra svæði, sem nokkru sinni hefir verið gerð í sögunni. Sprengj uflugvj elarnar vörpuðu sprengjum sínum á stöðvar Þjóðverja. sem ekki voru lengra en 1000 metra frá hersveitum Breta og Kanadamanna. í aukatilkynningunni er enn fremur sagt; að harðir bardagar standi yfir á flatlendinu fyrir austan Orne og því er bætt við( að Montgomery hershöfðingi hafi látið svo um mælt5 að hann sje mjög ánægður með þennan árangur. sem náðst hafi á þess- um fyrsta degi orustunnar. Vaucelles tekin. , Bandamenn hafa náð á sitt vald bænum Vaucelles á eystri bökkum Orne og eru að hreinsa til í borginni. Montgomery rjeð ist á varnir Rommels þar sem álitið var að þær væru sterk- astar. Hafa bandamenn þegar komist í tæri við þýska her- menn úr 13 herfylkjum. Eru þar með hersveitir úr S. S,- fylkjum, en í þeim eru bestu hermenn Þjóðverja. Loftárásimar. Flugvjelar bandamanna rjeð ust fyrst á stálverksmiðjurnar í Mendeville. sem er um 3 km. fyrir suðaustan Caen. í þessum verksmiðjum höfðu Þjóðverjar komið sjer vel fyrir og víggirt þær vel. Skutu þeir þaðan úr sprengjuvörpum . á stöðvar bandamanna. Enríremur voru gerðar árásir á Calombelles, annað virki Þ '.'ðverja, • urn 4 jkm. tiorðr • .i um St. Lo fallin Lgndon í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. HERSVEITIR Omars Brad- leys hershöfðingja tóku St. Lo í Normandie í dag. Var þetta tilkynt í aukatilkynningu frá herstöðvum Bandaríkjamanna í Normandie. Þjóðverjar, sem vörðu borgina, hörfuðu aftur 3—5 kílómetra. Þýsku hersveitirnar, sem hörfuðu frá St. Lo, hafa tekið sjer nýja stöðu í hæðunum fyr- ir sunnan borgina og eru að grafa sig þar niður í skotgrafir. Á Vesturbökkum Niemenár- innar hafa Þjóðverjar gert öfl- ug gagnáhlaup í þeim tilgangi að hrekja Rússa austur fyrir ána á ný. Ekki hefir Þjóðverj- um tekist það. Segjast Rússar enn hafa náð nokkrum bæjum og þorpum á sitt vald á þessum slóðum. Við landamæri Lit- haugalands. I sókninni til Lithaugalands hafa Rússar enn náð á sitt vald um 100 bæjum og þorpum, þar á meðal Karsnogorodskaya. af Caen, á Orne. Bæði :g Colombelles rústir á 15 mín- eystri . bc' Mendev’ ’ 2 voru lrgða útum. Næstu 15 minúturnar-var loft árásunum beint gegn Sanner- ville og Mannervill . sem eru 11 km. fyrir austan Caen. Á þessum slóðum höfðu /erj Framh. á 4. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.