Morgunblaðið - 20.07.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.07.1944, Blaðsíða 2
o MOsGUNBLAÐIÐ Fimmtudag'ur 20. júlí 1944. Cöturnar rykið sorphreinsunin Margskonar kröfur gera bæj arbúar til bæjarstjórnarinnar, bæjarverkfræðings og þeirra manna, er hafa framkvæmdir bæjarfjelagsins með höndum. Og mikið er gert, til þess að fullnægja þeim kröfum. I mörg horn er að líta, og ekki verður alt gert í einu. Yfirlit yfir nokkurn hluta bæjarframkvæmdanna gaf Bolli Thoroddsen bæjarverkfræðing- ur blaðamönnum í gær, og margskonar upplýsingar, sem erindi eiga til bæjarbúa. Hann lalaði fyrst um þrifnaðinn í bænum. Komst hann m. a. þannig að orði: Bærinn er nú hættur að nota hestvagnana við götuhreinsun- ina. í stað þeirra komnir bílar. Unnið verður að því að halda bænum sem hreinustum á þeim stöðum, sem við eigum að sjá um( g'ötum og torgum. Vonandi koma þá lóðaeigendur og leigj- endur á eftir. f samráði við lögregluna er verið að koma upp vinnuflokki sem losa á bæinn við ýmsa ó- .skilamuni, verðmæta og óverð- mæta, sem liggja á götum úti. Verða tekin fyrir viss hverfi í einu, og er mikið verkefni til fyrÍL' slíkan flokk. Er hörmulegt að sjá hvernig verðmæti, skilin eftir á al- mannafæri, hafa eyðilagst, vegna þess að eigendurnir hafa ekkert hirt um þau. Sem dæmi má nefna verðmæta járnbita, stór I rje, báia, vjelar og önnur áhötd til ýmissa hluta. Verð- mætu hlutirnir verða fluttir á nýtt svæði, sem lögreglan hdfir fengið til umráða inni við Ell- iðaárvog, hinu verður hent. En ef eigendur gefa sig fram í tæka tíð, geta þeir hirt dótið. Ekki ósennilegt að eigendur gefi sig fram, þegar t. d. er um að ræða báta, heil bíl-„boddy“ o. þessh. Fyrir lýðveldishátíðina var lagað svæðið við íþróttavöllinn. iNæst verður tekið svæðið við Hringbraut, milli Egilgötu og Eiríksgötu, og svæðið milli Sól eyjargötu og Hringbraut. Verða svæði þessi sljettuð og snyrt. Vinnuflokkur þessi hefir til afnota jarðýtu þá, sem bærinn fjekk í fyrra. Göturykið. Næsti þátlur í frásögn Bolla var um göturykið, sem hefir verið og er plága fyrir Reykja- vík. Meðan göturnar eru í því ástandi, sem nú er, er eina xáðið að bleyta þær nógu oft, (með sjó) þegar þurt er. Bær- inn hefir átt einn lítinn vatns- bíl, sem hefir verið látinn ganga eins mikið og hægt hefir verið. Reynt hefir verið að fá fuilkominn vökvunartæki í Ameríku, en það ekki tekist. Einnig reyndar aðrar leiðir íil útvegunar með sama árangri. Var þá horfið að því ráði að lála smíða tæki hjer, og á næst unni verða hjer 3 bílar til götu vökvunar. Þeir tveir, sem við bætast, taka tvö til þrefalt meira af sjó en gamli bíllinn, og ætli það að verða einhver úriausn í bili. Er sjór notaður til vökvunar, en ekki Gvendarbrunnavatn, Frásögn bæj því sjórinn bindur betur götu- rykið. Sorphreinsunin. Sorphreinsunin er eitt vanda mál bæjarins, m. a. vegna þess, hve sorpið varð meira, þegar Hitaveitan kom til sögunnar. — Reynt var að fá fleiri bíla til að flytja sorpið. En það fjekst ekki. Allar útveganir slíkar nú á tímum eru mjög erfiðar. í vor komu nokkrir stúdent- ar til mín og vildu fá ákvæðis- vinnu hjá bænum í sumar, við skurðgröft eða eitthvað þess háttar. Var-þeim boðið að fara i sorphreinsunina. Þeir vinna á nóttunni og fá gott kaup. Þeir hafa staðið sig ágætlega. Nefnd hefir verið kosin til að athuga, hvernig sorphreinsun- inni yrði best komið fyrir í framtíðinfti. Til þess að geta gert sjer grein fyrir |>ví, þarf að rannsaka hvernig sorpið er, hve mikið er í því af málmum, hve mikill pappír, hve mikið af lífrænum efnum, sem hægt er að nota til að vinna úr áburð o. s. frv. Inni við Viðeyjarsund er ver ið að byggja tilraunastöð, þar sem á að rannsaka sorpið. hvern ig það er samsett úr þeim hverf um, sem hafa hitaveilu. Sorphaugunum lokað. Nýskeð er búið að loka sorp- haugunum fyrir óviðkomandi. Tekur þá vonadi fyrir þann ljóla sið að ganga á haugana, tína þar einskis nýtt rusl úr, sem hvergi er geymsla fyrir nema á almannafæri. Sóðaskap urinn vestast í bænum er mikið þessari tínslu að kenna. Ann- ars er sorphreinsunarspursmál- ið vandamál, sem tíma tekur að leysa svo vel fari en það ^er ekki milt verksvið. þótt hreins- unin snerti að ýmsu leyti störf okkar á verkfræðinga skrifstof unni. Tjörnin. Því miður, segir bæjarverk- fræðingur, verður ekki hægt að lagfæra tjarnarbakkana og tjörnina í sumar. Göturnar heimta það vinnuafl, sem við höfum til umráða. Þær tillög- ur, sem fram hafa komið, svo sem að steypa tjarnarbotninn næsl bökkunum eða lagfæra, verða teknar til athugunar á teiknistofu okkar áður en full- ráðið verður hvað gera skal. Það verður mikið verk að lag færa Tjörnina og tjarnarbakk- ana, og Tjarnargöluna. Byrjað var á því að gera holræsið í götuna, hið svonefnda Mela- ræsi. Það er í Tjarnargötu með 60 sentimetra víðum pípum, því hallinn er þar svo títill á því. Melaræsið liggur suður í Skolhúsveg og þaðan upþ á Mel ana til bæjarbygginganna og Grenimels. Frárensli fjekst ekki frá þeirri götu fyrri. Um þetta ræsi fer skolpið frá Melaskóla og þeim byggingum er reistar verða á núverandi íþróttavelli, og úr Háskólahverfinu. Kvartað var yfir því í vor, Bolla Tho arverkf ræð að lágt væri í Tjörninni. En þá var verið að leggja hitaveituna í Tjarnargötu og munaði miklu við það verk, að vatnsborð Tjarnarinnar var lágt. IJmferðin á götunum. Þá talaði bæjarverkfræðing- ur um göturnar, og sagði m. a.: Eins og menn vita, hefir um- ferðin um vegi og götur bæj- arins margfaldast síðastliðin ár. Bæði hefir farartækjum bæjarbúa fjölgað svo bætist við hin mikla umferð hernaðarfar- artækja setuliðanna. Eftir her- námið koma fyrst til skjalanna hin svokölluðu þungu farar- tæki þungir herbílar allskon- ar farartæki a beltum, þungar vinnuvjelar og önnur, sem bók- staflega hafa jetið sig niður í göturnar. Síðast en ekki síst hefir Hita veitan sett merki sín á göturn- ar. Menn sjá því hvað mætt hefir á vegum og götum síðustu árin. Auk þess hefir vetraf" akstur þungra farartækja farið illa með þær, keðjur bílanna átt sinn þátt í því. Viðgerðir og viðhald. Tökum fyrst akbrautirnar. Hægt er að segja að þær sjeu þrennskonar: 1. Malarbornar. 2. Púkkaðar og malarbornar og 3. Malbikaðar. Viðhald tveggja fyrstu tegundanna er: ofaní- burður með þjöppun og svo heflun við og við. » Bærinn hefir undanfarandi ár eytt miktu fje í ofaníburð og er nú nær eingöngu notaður rauðamelur. Hefir hann r^ynst best, en tekur tíma að þjapp- ast. Mikið hefir verið kvartað undan honum, sjerstaklega fyrst eftir að hanh er kominn í götuna og er það skiljanlegt. Venja er þó að þjappa hann og raka götuna þegar hann er farinn að troðast. Heflun hefir verið framkvæmd eftir því sem unt hefir verið og þjöppun líka. Malbikuðu akbrautunum þarf að halda við með svokallaðri yfirbikun, en það er slitlag, sem helst þarf að nota í asfalt og sand, en fáist það ekki, þá með tjöru í stað þess. Þegar slitlagið er uppslitið, fer undir- byggingin sjálf að eyðileggjast og þá er gatan illa farin. Kann- ast Reykvíkingar vel við þann- ig uppjetnar götur. Undanfar- andi ár höfum við eingöngu orðið að notast við tjöru í slit- lag, asfalt verið ófáanlegt. Bærinn á tvo veghefla, sem nolaðir eru við malargölurnar, eftir því sem hægt er. Held jeg að þær sjeu í sæmilegu lagi núna. Ekki er hægt að nota hefl ana í frosti, og ekki heldur þeg- ar mjög er blaull. Heflarnir slitna, og þarf að fá blöð í þá. En allar útveganir eru erfiðar. Fyrir stríð gat bærinn ekki keypt vinnuvjelar, vegna gjald eyrisskorts. Nú er það ekki hægt vegna styrjaldarástands. En þegar á að ákveða hvaða götur eigi að gera við, og hverj ar eigi að sitja fyrir, er hreyft, roddsens ngs við eilífu deilumáli. Því allir vilja láta taka sínar götur fyrst. Nú er búið að gera við Lauga veg, Hverfisgötu, Austurstræti, Pósthússtræti, verstu parta Hafnarstrætis og byrjað verður á Túngötu brekkunni. Bráðlega verður Vesturgalan tekin. Bærinn á ekki nema eina bik unarvjel. Bagi hefir orðið að því, að hún hefir bilað, var t. d. óstarfhæf V2 júní. Þurfti að smíða hjól í hana. Nú er Hamar að smíða aðra vjel fyrir bæinn. Þær viðgerðir, sem nú er ver ið að framkvæma á götum bæj arins og byrjað var á í fyrra, eftir því sem hitaveitufram- kvæmdir leyfðu, eru m. a. að fylla hitavelturennur, brjóta upp verstu göturnar og snúa malbikuninni og setja á yfirlag, slitlag er sumstaðar sett, en ekki nándar nærri á eins mörgum stöðum og þyrfti; undirbyggingin verður að ganga fyrir. Gangstjettirnar. Ohemju verki hefir verið eytt í það, aðallega í fyrrasum- ar, að lagfæra gangstjettarkant ana. Hitaveiturennurnar hafa skekt og felt þá eins og mönn- um.er kunnugt. Mikið var unn- ið að hellulagningu í fyrra og nú, en þannig eru gangstjettir bæjarins hugsaðar í framtíð- inni. Ekki hefir verið hægt að helluleggja eins og þurft hefði og því orðið að bera ofan í í staðinn. Margir hafa kvartað yfir sandinum í þeim og er það skiljanlegt. Við höfum ekki haft eins mikinn salla og við höfum nú, eftir að nýja grjótnámið er íekið til starfa, og verður reynt að bæta úr þessu, eftir því sem hægt verður. Salli er góður 1 gangstjettir, þegar hann er far inn að troðast. Nýlagningar. Auk viðhalds gatnanna fæst bærinn við nýlagningar. Það má altaf deila um það, hvaða götur eigi að gera. Bæjarbúar eru.ekkert öðru vísi en annað fólk, allir vilja láta gera eitt- hvað hjá sjer. Snemma í vor var þetta spursmál tekið til at- hugunar á skrifstofum okkar. •Nýlagningar eru: Vatns- og holræsalagnir, vegna nýrra byggingahverfa eða endurnýj- un á gömlum ræsum, og gatna- gerð, Vinnu við ræsin er hent- ugast að láta fara fram á vet- urna, þegar ilt er að vinna við gatnagerð vegna veðráttu. Þó hefir verið brugðið út frá þessu, þegar legið hefir á ræs- unum, eins og t. d. Melaræsið og ræsin í Kleppsholti. Þær götur, sem teknar voru fyrir í sumar og verða teknar, voru valdar með ýmislegt fyr- ír augum. Umferðagöturnar (akbrautirnar) verða að okkar áliti að ganga fyrir (Sóleyjar- gata, Tryggvagata o. f 1.). Gangstjettir koma þar á eftir. Skemtilegast er að geta full- gert göturnar alveg, meS mal- bikun og hellulagningu, og verður það reynt í framtíðinni eftir því s&m föng verða á; en akbrautirnar verða að vera nr. 1, gangstjettirnar nr. 2, með- an göturnar eru í því hernaðar- ástandi, sem.nú er. Malbikunin. Þó búið sje að púkka götu og bera ofan í rauðamel, er til- tölulega auðvelt að skafa hann í burtu og malbika svo. Þegar ákveðið var, hvað malbika ætti í sumar, var aðallega tekið til- lit til umferðar. Jeg veit, að það væri sárt fyrir íbúa Asvallagötu, ef hún yrði ekki malbikuð. Nú verða þeir að bíða fram eftir sumri upp á von og óvon. Hún verður malbikuð, ef mögulegt verður. Sumir spyrja, hversvegna hætt hafi verið við Freyjugöt- una við Njarðargötu. Jeg veit, að Freyjugatan þarfnast mal- bikunar, og er hún líka ofar- lega á lista hjá okkur. Spott- inn af Njarðargötunni frá Freyjugötu að Skólavörðustíg sem malbikaður var, samein- aði þó þessar tvær götur, þann- ig að malbikuð leik fjekst nið- ur í miðbæ. Eins og er, verða viðgerðirnar að ganga fyrir. Vesturgatan má ekki bíða leng ur, enda alveg komið að við- gerð hennar. Erfiðleikar. I fjárhagsáætlun' bæjarins fyrir 1944 eru veittar 500.000 kr. til áhaldakaupa. Bærinn á þó nokkuð af áhöldum, en ekki nóg. Það sem vantar aðallega er: Vegheflar, borvjelar, þjapp arar, mokstursvjelar, kranar, ýtur, sorpbifreiðar o. fl. Allir krókar hafa verið hafðir úti til að fá þessi tæki, og veit jeg ekki sem stendur, hvernig úr rætist. Erfiðleikar hafa verið að fá vegtjöru, að jeg ekki tali um asfalt. Þó virðist vera að rætast úr því núna. Erfiðleikar hafa verið með að fá nógu mikið af fínum mulning í yfirlagsmalbikun, og hefir það tafið viðgerðarfram- kvæmdir, en hann er eingöngu ; notaður í yfirlag. Tilraunir. Tilraunir hafa verið gerðar með að steypa nokkra götu- snúninga úr járnbentri, „vibr- eraðri“ steinsteypu. Steyptar götur hafa enn ekki verið gerð- ar hjer í bæ, enda hörgull ver- ið á járni aðallega, hvað sem síðar kann að verða. En erfitt er að steypa götur í hálfbygðri borg, þar sem mikið þarf að rófa í götunum. í Sóleyjargötu er verið að gera tilraun með að steypa gangstjettarkanta og rennur úr járnbentri steypu, í 9 metra löngum bútum. Almenna bygg- ingafjelagið. í vor tók fjelagið að sjer að gera Sóleyjargötu í ákvæðis- vinnu fyrir bæinn. Fjelagið hef ir áður, fyrir nokkrum árum. unnið fyrir okkur að lagning, Skúlagötu, og hefir samvinna okkar altaf verið góð. Vegna endurtekinna umrnæla blaðanna skal geta þess, að fje- lagið gerði fyrir okkur steyptu götusnúningana, sem áður er geiið umf hefir lánað okkur á- höld einstaka sinnum, en ekki annað, að jeg viti til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.