Morgunblaðið - 21.07.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.07.1944, Blaðsíða 5
Föstudagur 21. júlí 1944. MORGCNBL/ MÐ $ 1 i J(i/enjjóÉin ocf JJeimiliÁ t tAAAAA A ■*! .«. .«. .♦. .♦. >.. • ♦*••**••♦'♦*•*%*♦•••*«**♦*«•♦*♦ *•* V % JCJt uáur HVERS VEGNA eru kaktus- ar jafn vinsælir og raun ber vitni? M. a. vegna þess, að þeir eru skrítin og skemtileg blóm. En það verður að hirða vel um kaktusana. Kaktus má aldrei standa í köldum herbergjum. Þeir þrífast í 10 gráðu hita, en sje hitinn minni, er það verra. Það er líka nokkur vandi að vökva kaktus rjett. Hann má ekki fá nema lítið vatn — eða alls ekkert — á meðan hann „hvílist“ og vex ekkl. En strax ög hann fer að vaxa, sem venju lega sjest í toppinum á honum, á að vökva hann jafnóðum og moldin í pottinum verður þur. Freknur Mörgum er ami að því, að ••hafa freknur én öðrum finnst þær fallegar, og er oft hraust legt að sjá freknur á sólbrendu hörundi. IT.jer er gamalt húsráð við freknum ; 2 gr. bórax leysast upp í 15 gr. rósavatni. Með þessu eru freknurnar vættar 3—4 sinnum í einu og -það látið þorna inn í hörund- ið. Þunnt bóraxvatn saman við þvottavatn kvölds og morgna er og gott fyrir hörundið. > GÓÐAR MATARUPPSKRIFTIR \ Súpur, kjötrjettir o. fl. Ungfrú ein, sem nýlega hef- ir lokið námi við einn þekkt- asta og besta húsmæðraskóla okkar, hefir látið Kvennas. í tje dálítið af góðum köku- og mataruppskriftutn, er birt- ast munu nú, og á næstu Ivvennasíðum. Ættu húsmæð- ur að klippa uppskriftirnar úr og geyma þær. SÚPUR: Grænertusúpa: •3 1. vant eða soð 1—2 bollar grænar ertur (þurkaðar) 2 gulrætur 1 blaðlaukur, salt, svol. pipar, 80—100 gr. smjörl. 80—100 gr. hveiti, 21,4 dl. rjómi. • Baunirnar lagðar í bleyti kvöldið áður, soðnar í vatninu eða soðinu ásamt hinu græn- metinu. Salt og pipar látið í eftir smekk. Soðið þar til baunirnar verða meyrar. Þær marðar gegnum sigti. Smjörl. Og hveiti bakað saman, þynnt með baunasúpunni, þeyttur rjémi borinn með. Það má einnig búa til græna ertusúpu á þann hátt, að baka saman smjörl. og hveiti. þynna það með soðinu, baunirnar látnar heitar út í. Þá er rjóm- anum sleppt. Lítil franskbrauð, snittur eða horn borin með súpunni. Lítil franskbrauð: 500 gr. hveiti, 125 gr. smjörl. 6 tsk. ger, 3 <11. mjólk. ítölsk súpa: 100 gr. smjörl. 100 gr. hveiti, 3 1. soð (helst af hæpsna- y • kjöti), rifinn ostur, 120 gr. makkaroniur, 3—4 msk. madeira. JSmjörl. og hveiti bakað saman, þynnt út með soðinu. Salt, pipar og rifinn ostur látið í eftir smekk. , Makkaroníurnar brytjaðar, soðnar í saltvatni og settar í súptma áður en hún er borin á borð og víni bætt út í. Súkkulaðisúpa: 2)4 h mjólk, % 1. vatn, . * 200 gr. súkkulaði, 80 gr. kakó. Sól og sumar Nú er sól og sumar, Á myndinni hjer að ofan sjáið þið sundföt og strandfót} en nauðsynlegt er að hafa þau með sjer í sumarleyfið. ' 20 gr. kartöflumjöl, Rjómi, litlar tvíbökur. Súkkulaði er hrært í heitu vatninu, kakóið hraert út í, mjólkinni hrært saman við, jafnað með kartöflumjöli þeg- ar sýður. Þeyttur rjómi og litlar tvíbökUr bornar með. Norsk ölsúpa: 2 1. mjólk, 1 1. öl. sykur, 1—2 msk. hveiti eða mais- mjöl. Hveitið er hrært út í nokkru af kaldri -mjólkinni. Ilitt látið yfir og þegar sýður er jafn- ingnum hrært saman við. Suð- an er aöeins látin koma upp. Olið er hitað sjer, með sykr- innm, hellt ásamt mjólkinni í súpuskálina og þeytt vel saman. Sykri l>ætt í ef með þarf. Brúnaðir rúgbrauðsten- ingar bornir með. # Rúgbrauðsteningar: Vel fullur, djúpur diskur rúgbr.teninga, 50 gr. smjörl. 100 gr. sykur. Rúgbrauðið er skorið í smá- teninga. Smjörl. brúnað á pönnu og teningarnir látnir í. sykrinum stráð ofan á, öllu jafnað vel saman. Ujöt- og fiskrjettir. Söltuð síld m. lauksósu. 6—7 síldar. Síldin flökuð og roðflett. Lögð í mjólkurblöndu yfir nótt. Borin á borð með soðn- um kartöflum og lauksósu. Með saltaðri síld er einnig gott að bera hrísgrjón með karry, rifnar gulrófur eða gulrætur. Mánudagssteik: 1 kg. nýtt, soðið kjöt, Sósa: 1 til 1)4 kg, kartöflur. 80 gr. smjörl. 80 gr. hvedti, soð, sósóul., salf og pipar. 1 lítill laukur. Kjötið skorið í sneiðar, þeim raðað raðað í eldfast mót, sósan bökuð upp og henni helt yfir. Kartöflurnar soðnai’ og stappaðar. Látið lag af kart- öflumauki efst í mótið. Nokk- uð af kartöflumaukinu sett í sprautupoka og því sprautað efst. Svolitlu af tvíbökumylsnu stráð ofan á. Látið í ofn og bakað ea. 20 mín., við góðan hita. Borið ihn í mótinu. t*- Sósan; Sfnjörl. brætt, hveitið bak , . að saman við, þynnt út með soðinu, kryddað eft- ir smekk. Italskur kjötrjettur: 3 kg. súpukjöt, 150 gr. smjörl., , 2—3 laukar ca. 1—1)4 1. vatn, 2—3 msk tómatlögur, 1 salt. “ f, \ l Kjötið þvegið og þerrað vel. Feitin brúnuð á pönnu, kjötið brúnað þar vel á báðuni hlið- um. látið í pott, feitinni hel.lt yfir og sjóðandi vatni. Laukurinn er einnig brún- aður á pönuu og soðinn með kjötinu. Tómatlögur látinn í. Soðið í ea. 1 klst. Sósulit og kryddi bætt í eftir smekk. Ivjötinu raðað á fat, sósunni hellt yfir. Soðnar kartöflur eða kartöflustappa borin með. Hamborgarhryggur: 3 kg. svínahryggur (lítið reyktur), sykur, salt, rauðvín eða madeira sósulitur, lárviðarlauf, heill pipkr. Sósa: 75 gr. smjörl. 75 gr. hveiti, soð. Kjötið er verkað j>g látið lí sjóðandi vatn, saltað og soð- ið í 1—1 )g klst. Kjötið fært upp og.Játið í ofnskviffu, stráð á. það sykri ea. )4msk. % h af rauðvíni eða madeira helt | yfir, nokkur lárviðarlauf og | heill pipar látinn með. Þegar ; hrvggurinn er oröinn fallega brúnn er hann færður upp á fat og allsfeonar grænmeti bor ið með. Sósan bökuð upp og þynnt vit með soðinu af kjöt- inu„ bætt með kryddi og víni eftir þörf. Bvikonubakstur: 1 )4—2 kg. kjötfars, gulrætur, f^ænar baunir, brún sósa. Farsið búið til eins og venju: lega. Grænmetið soðið. Eld- fast mót smurt og klætt inn- an með kjötfarsi. Grænmeti lagt ofan á og aftur sett lag af kjötfarsi. Mótin látin í heitan ofn og soðin við gufu’ 'í 3_ stundarfjórðunga til 1 klst. Borið á borð með soðnum kartöflum, bræddu smjöri eða brúnni sósu. EGGJARJETTIR: I Hrærð agg: : 100 gr. egg (2 egg) • 4 msk. mjólk. ? 5—10 gr. smjör, ofurh salt. Eggin hrærð í ská’l og salt- ið láti í. Mjólkin hrærð saman við smátt og smátt. Smjörið látið í pott eöa pönnu og þeg- , ar það er bráðið er eggja- | hvitunum helt í. Meðan egg- in eru að hlaupa saman er stöðugt skafið í með skeið frá potti eða pönnu. Ilitina verður að vera lítill og eggm mega ekki sjóða. í staðina Jyrir mjólk má nota vatn, ea þá þarf meira smjör á pönn- una. <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.