Morgunblaðið - 21.07.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.07.1944, Blaðsíða 10
10 «r> ÍIORQUNBLAÐIÐ Föstudagur 21. júlí 1944. llý framhaldssaga - Fylgist með frá byrjun Dragonwyck, 19. maí 1844. Abigail, kæra frænka. Þó að við höfum aldrei sjest, þá erum við samt skyld, eins og þú veist, þremenningar. Amma okkar var Annetje Gaansevant. Við hjónin höfum, að athug- uðu máli, ákveðið að bjóða einni dóttur þinni að dveljast um tíma á heimili okkar. Við höfum auðvitað ýmislegt að bjóða henni, sem hún myndi fara á mis við á heimili sínu hjá ykkur. Hins vegar getur hún, ef hún vill, í staðinn veitt sex ára gamalli dóttur okkar, Katrine, einhverja tilsögn, en hún mun vefða látin njóta at- lætis, sem sæmir frændkonu minni. Jeg hefi spurst fyrir um ykk- ur, og það hefir verið mjer á- nægja að frjetta, að þið hjónin nytuð mikils álits. Gerðu svo vel að láta mig vita við fyrstu hentugleika, hverja dóttur ykk ar þið viljið senda, og jeg mun sjá um ferð hennar til Dragon- wyck. Þinn einlægur vinur og frændi, Nicholas Van Ryn. Miranda las brjefið tvisvar, áður en hún rjetti móður sinni það alveg steinhissa. „Jeg botna ekkert í þessu, mamma. Hver í ósköpunum er þessi Nicholas Van Ryn?“ „Hann er einhver mikill mað ur, að jeg held“, svaraði Abi- gail og brosti dauft. „Hann er ljensgreifi og býr.við Hudson fljót nálægt Albany“. „Og hann er frændi þinn?“ spurði Miranda. „Já, það lítur út fyrir það“, svaraði Abigail þurrlega. „Jeg man eftir því, að mamma sagði mjer frá Van Ryn ættinni. Fáðu mjer Patterson biblíuna“. Miranda gekk að skúffunni, þar sem faðir hennar geymdi hina geysistóru biblíu sína. „Nei, ekki þessa, barn. Held- ur biblíuna, sem jeg var með, þegar jeg giftist. Hún er í skápnum hjá byssunni og púð- urhorninu harte Pattersons, afa þíns“. Þegar Miranda hafði náð í þetta geysistóra eintak með gylta kilinum, athugaði móðir hennar það, sem skrifað hafði verið á auðu blöðin milli Gamla °g Nýja Testamentisins. Það var ekki um að villast. Annetje Gaansevant frá Rens- selaer greifadæminu, New York hafði árið 1779 gifst Adriaen Van Ryn, ljensgreifa Van Ryn- greifadæmisins, og alið honum son, Cornelius, sem var faðir Nikulásar. Eftir dauða Adriaen Van háfði Annetje gifst aftur, manni að nafni Patterson og átt með honum mörg börn, og var móð- ir Abigail elst þeirra. „Svo að amma þessa Niku- lásar er langamma mín“, hró-- aði Miranda. „Jeg hafði ekki hugmynd um, að jeg ætti svona göfuga ættingja“. Hún leit á grannar hendur sínar. Með sjálfri sjer hafði henni altaf fundist einhver höfðingjabrag- ur á þeim, og gladdist því yfir að svo væri í raun og veru. „Þú hefir^kki dropa af Van Ryn blóði í æðum þínum, telpa mín“, hreytti Abigail út úr sjer, „svo að þú þarft ekki að láta svona. Skyldleikinn er að- eins í gegnum Gaansevant-ætt- ina. Það var hollenskt bænda- fólksins og við. Og það er líka eins gott, því að menn af Van Ryn-ættinni eru viltir og und- arlegir og hafa eitthvað óhreint í pok’ahorninu, þrátt fyrir allan sinn auð“. „Nei, er það satt, marnma?11 hrópaði Miranda og augun ljómuðu. „Ógurlega er það róm antískt! Segðu mjer frá því“. Abigail setti barnið yfir á hinn handlegginn . „Jeg veit ekkert um það. Þú með þína „ógurlegu rómantík!" Jeg held að þú sjert þegar orðin eitthvað rugluð í kollinum". „En þú hlýtur að vita eitt- hvað um þennan Nikulás, sem skrifaði þjer brjefið. Hann er líklega gamall maður?“ „Hann er sennilega á líkum aldri og jeg“, sagði Abigail. „Og jeg veit ekkert um hann, nema að hann er mjög auðug- ur, á stóra búgarða og hús í New York, og fyrir fjórum ár- um síðan, þegar Van Buren var forseti, heimsótti hann oft Hvíta húsið. Jeg las um það í blaði“. „Ó, mamma!“ Miranda stóð á öndinni. „Hann hlýtur að vera mjög voldugur“. Hún hugsaði um þessa ættingja sína andar- tak, og sagði svo: „Þú hefir ekki minst einu orði á brjefið“. Alt í einu klappaði hún sam- an lófunum, eins og lítið barn. „En hvað jeg hefði gaman af að fara“. „Ef við sendum einhverja dóttur okkar, sem jeg efast um að við gerum, hvers vegna ætti það þá að vera þú, ungfrú góð?“ spurði Abigail. „Hvers vegna gætum við ekki ein sent Tibby“? Miranda hleypti brúnum. Tabitha var sextán ára, og var' nú að ljúka gagnfræðaprófi. „Tibby myndi ekkert kæra sig um að fara“, sagði Miranda hægt. „Hún er ekki eins og jeg. Hún ....“. Hjer þagnaði hún. Það var ógjörningur að skýra, að Tabitha þráði ekki æfintýri, rómantík, tilbreytingu, eins og hún sjálf. Að hún blátt áfram nyti þess að sjóða mat, þvo gólf og fást við önnur húsverk, og krefðist einskis fremur af líf- inu en að setjast að á næsta bæ við þau, með Obadiah Brown, og eignast mörg börn. En jeg er öðruvísi. Jeg er öðruvísi, hugs- aði Miranda með ákafa. Abigail horfði á dóttur sína og las nokkuð af hugsunum þessum á niðurlútu andliti hennar. Þótt hún myndi auð- vitað aldrei viðurkenna það, þótti henni vænst um elstu dótt ur sína. í laumi dáðist hún að fínlegri fegurð Miranda. Hún þóttist ekkert taka eftir því, hvernig hún varðveitti lit- arhátt sinn frá freknum og sól- bruna með eins mikilli ná- kvæmni og hún væri hefðar- frú í New York. Og hún hafði samúð með eirðarleysi stúlk- unnar og óljósum æskudraum- um. Hún hafði einnig átt sína drauma fyrir löngu, löngu síð- an, áður en hún giftist hinum virðingarverða Ephraim, og líf hennar varð að einum tilbreyt- ingarlausum og endalausum vinnudegi. „Jæja“, sagði hún með hrjúfri rödd sinniJ„Það er alt- af -sama eigingirnin hjá þjer, Þú „vilt fara“. Þú ert ekki að hugsa um, hvort jeg geti ver- ið án þín, nje heldur virðist þjer koma í hug, að þú getir saknað okkar hjer“. Miranda hrökk við, eins og hún hefði verið slegin. Hún þaut til móður sinnar og lagði handleggina utan um hálsinn á henni. „Elsku mamma mín, auðvitað myndi jeg sakna 'dik- ar. Þetta er bara — þetta virð- ist bara vera svo einstakt tæki- færi“. Abigail brosti lítið eitt, og Miranda vissi, að hvort sem •henni yrði leyft að fara til Dragonwyck eða ekki, þá mundi ekki koma til að Ta- bitha færi. Móðir hennar rjetti úr sjer, hnepti bol sínum og lagði sof- andi barnið í vögguna. „Við skulum ekki tala meira um þetta núna. Flýttu þjer, og farðu og dreptu gömlu, hvítu hænuna. Hún er nú sennilega ekkert ljúffeng að borða hana, en það er nú sama“. Hún leit á stóru klukkuna, sem hún var svo hreykin af. „Við erum langt á eftir áætlun. Karlmennirnir verða komnir heim af engjun- um löngu áður en maturinn er til“. ★ Að kvöldverði loknum kom fjölskyldan saman í dagstof- unni til biblíulestrar og baéna- gerðar. Ephraim settist sjálfur í Windsor-stólinn við borðið. Biblían lá opin fyrir framan hann. Ekki eitt hár í brúnu skeggi hans hreyfðist. Augu hans voru ströng og því nær hreyfingarlaus, á meðan hann beið eftir góðu hljóði. Þau voru þarna öll, kona hans og fimm eldri börnin. Við hliðina á Abigail sat Tom, er var elstur barna henn- ar. Það var duglegur og mynd- arlegur piltur, og þegar jafn- oki föður síns, sem hann dáði mjög, þótt hann væri aðeins tvítugur að aldri. Leikaratítgáfan Cullhöllin, sem sveif í loftinu Æfintýr eftir P. Chr. Asbj'rnsen. 4. Þegar piltur hafði útbúið sig, lagði hann af stað með allan sinn útbúnað, en það var ekki trútt um að þeir mögluðu, sem með honum fóru, þeim fanst þessi ferð öll mesta óráð. Rjeði nú hnykillinn ferðinni, og ekki höfðu þeir marga daga farið, uns þeir komu að bergi einu háu, og sat þar hrafn í furutrje. Piltur gekk nú nær honum og tók að miða á hann byssu sinni. — „Nei, skjóttu ekki, skjóttu ekki, þá skal jeg hjálpa þjer“, sagði hrafninn. „Jeg hefi aldrei heyrt að neinn langaði í hrafnasteik”, sagði piltur“, og úr því þig langar svona mikið til að lifa, þá get jeg gjarna hlíft þjer”. Síðan lagði hann frá sjer byss- una, og hrafninn kom fljúgandi og sagði: „Hjerna uppi á fjallinu er tröllabarn, sem hefir vilst og kemst ekki heim aftur, nú skal .jeg hjálpa þjer upp, svo getur þú fylgt krakkanum heim og muntu fá laun fyrir að bjarga hon- um. Þegar þú kemur með krakkan heim, þá býður risinn faðir þess þjer gull og gimsteina, en ekki skaltu taka ann-. að að launum en litla gráa folaldið, sem stendur að hurð- arbaki“. Síðan tók hrafninn pilt á bakið og flaug með hann upp á fjallið og setti hann þar niður. Þegar hann hafði gengið nokkurn- spöl, heyrði hann grátinn í tröllabarninu. Það var að kveina af því það rataði ekki heim aftur. Piltur huggaði það sem best hann gat og fjell vel á með þeim » og svo bauðst hann til að fylgja krakkanum heim til sín, svo hann yrði ekki úti hjer uppi á reginfjalli. Svo fóru þau til hrafnsins og hann tók bæði piltinn og krakkann á bakið og flaug beint heim til bergþursans. Þegar þursinn sá krakkann sinn aftur. varð hann mjög glaður, svo glaður, að hann gleymdi sjer alveg og sagði við piltinn: „Þú getur komið með mjer inn og tekið hvað sem þú vilt af eignum mínum, fyrst þú bjargaðir syni rnínum. Gull á jeg og silfur, sem þú mátt fá^hjá mjer er alt til reiðu fyrir þig“. Piltur sagði, að hann vildi helst fá hest. ,,Já, þú skalt fá hest“, sagði risinn og fór með pilti í hesthús sitt og þar gaf nú á að líta, hver gæðingurinn öðrum fallegri, fjörugri og feitari, en pilti fanst þetta alt vera of stórir hestar handa sjer. Svo gægðist hann bak við hesthúsdyrnar og þar stóð lítið grátt folald. „Þetts folald vil jeg fá”, sagði piltur, „það hæfir mjer, ekki meiði jeg mig, þótt jeg detti af baki af því”. Trölli vildi hefst ekki missa folaldið, en úr því hann hafði lofað pílti hverju sem var, varð hann að standa við það. Svo fjekk hann folaldið með öllum reiðtýgjum MARK TWAIN spurði eitt sinn burðarmann við járnbraut arstöðina í Washington: ,,Er þessi taska nógu sterk og vel frá henni gengið, til þess að fara í flutningavagninn?“ Burðarmaðurinn lyfti tösk- unni upp fyrir höfuð sjer og kastaði henni af öllum sínum krafti niður á brautarpallinn. „Þetta“, sagði hann, „sýnir að hún getur verið í honum til Philadelphia“. Hann tók tösk- una síðan upp, og barði henni nokkrum sinnum utan í vagn- inn. „Já, hún getur líka verið með til Chicago“, bætti hann við. Þvínæst henti hann henni af öllum mætti upp í loftið og traðkaði harkarlega á henni, ^.egar hún kom niður. Þessa meðferð þoldi töskuræfillinn ekki, sprakk og innihald henn- ar dreifðist um pallinn. „Þetta $ýnir, að hún þolir að vera í flutningsvagninum til Sioux City“, sagði hann og hjelt á- fram: „Svo að ef þjer ætlið að fara lengra en til Sioux City, þá mun hyggilegra fyrir yður að hafa töskuna hjá .yður í klef anum“. Til frekari skýringar skal það tekið fram, að Twain sagði sjálfurjfrá þessum viðskiftum sínum við burðarmanninn. ★ Gesturinn: — Hafið þjer nokkrar viltar endur? Þjónninn: — Nei, en við get- um, ef þjer viljið, gert tamda' önd bandóða fyrir yður. ★ — Maðurinn hennar barði hnefanum í borðið og sagðist vilja vev-a húsbóndi á sínu heim ili. — Og er hann það? — Já, þau eru skilin. ★ Gesturinn: — Hvað er þetta í súpunni minni? Þjónninn: — Spyrjið mig ekki að því. Jeg þekki skordýr- in alls ekki hvert frá öðru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.