Morgunblaðið - 22.07.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.07.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur,. 162 tbl. — Laugardagur 22. júlí 1944. tsafoldarprentsmiðja h.f. preismn er ekki ppreisnei Sterfonngjarnir komust undan ötubardagar millí nasista og þýskra hermanna issir sSjéraa EippreisMsii gep Hiiier Walther von Brauchitsch Von Keitel. Uppreisnin upphofið m lalli Hitlers ' Eftir Alfred Geiringer. frjettaritara Reuters í Evrópu-málum. ÞAÐ er ekkert efamál, að nasistar í Þýskalandi berj- ast m'i upp á líf og dauða fyrir tilveru sinni. Það virðist ekki vera neinn vafi á, að uppreisnin gegn llitler hefir ekki enn verið-bæl^- niðúr. Enn hafa ekki borist neinar ábyggi- legar fregnir um hvað skeð hefir, nema þaS, sem Hitler sagði í ræðu sinni. OHlýtur að hafa afleiðingar. Það hefir ekki enn komið fyr ir í mannkynssögunni, að þjóð- höfðingi, sem bylting hefir ver- ið gerð gegn, hafi ekki lýst því yfir, að hann hefði töglin og hagldirnar, þar til hann var sett. ur af. En hvað sem því líður og hver sem úrslitin kunna að verða í þeirri byltingu, sem nú hefir verið gerð, til að byrja með, þá fer ekki hjá því, að at- burðirnir, sem gerst hafa, muni hafa djúp áhrif á þýska her- inn, sem nú á í vök að verjast á þremur vígstöðvum. Erfiðleikar Hitlers liggja ekki fyrst og fremst í því, hvort honum tekst að láta Himmler bæla niður uppreisnina í bili og vinna bug á herforingjunum, sem uppreisnina hafa gert, held ur hitt, hvort þýski herinn vill berjast, eftir það, sem undan "er gengið. Þetta geta verið úrslitin. Fari hinsvegar_svo, að upp- reisnarmenn verði ofan á í Þýskalandi, þó ekki sje nema i stuttan tíma, og sjerstaklega ef þeir eiga bandamenn meðal Framh. á 2. síðu Síðustu frjéttir FERÐAMAÐUR, sem ný- kominn er til Stokkhólms frá Berlín, segir, aS Gestapo- menn gangi um götur borg- arinnar með vjelbyssur og sje þar ríkjandi einskonar hernaðarástand. M herma óstaðfestar frjett i'r, að 100 þýskir liðsforingj- ar hafi verið teknir af lífi, og að tvö þýsk herfylki í Austur-Prússlandi, sem senda átti til vígstöðvanna hafi gert uppreisn. London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- ' blaðsins frá Reuter. ÞAÐ ERU ALLAR LÍKUR TIL, að Hitler hafi ckki enn tekist, 0 að berja niður uppreisn þá, sem þýsku herforingjarnir hófu gegn hon- um í fyrradag. Þrátt fyrir stranga skeytaskoðun ©g lokun á síma frá Þýskalandi í allan dag, hafa lekið út fregnir um það, að götubardag- ar hafi geisað í dag í mörgum þýskum borgum milli SJ3.-sveita nasista flokksins og þýskra hermanna, sem fylgja herforingjunum að málum. UPPREISNARFORINGJARNIR KOMUST UNDAN. . '• Þráiátar fregnir hafa gengið um það frá meginlandinu í dag, að það sjeu helstu herforingjar Þjóðverja, von Keitel, von Brauchitsch og von Bock, sem standa á bak við uppreisnina gegn Hitler, og sum- ar fregnir nefna einnig Halder, herforingja, sem einn af aðalmönn- um uppreisnarinnar gegn nasistastjórninni. Bárust fregnir um það til Stokkhólms í dag, að þessir hershöfðingjar hafi allir komist undan og sjeu á öruggum stað í Þýskalandi. Göbbels bjargaSi rr London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ÚTVARP þýska hersins skýrði frá því í kvöld, að Göbb els hefði sjeð við tilraun her- foringja-„klíkunnar" að ná á sitt vald stjórnarhverfunum í Berlín. I útvarpinu var sagt frá því, að Remer majór, yfirmaður varðsveitar Berlínar, hafi bor- ist skipun um það að taka stjórnarhverfin í Berlín, því að Hitler hefði orðið fyrir alvar- legu slysi, óeirðir myndu vera í landinu og herinn hefði tekið stjórnina í sínar hendur. Remer sneri sjer til Göbbels, sem sagði honum, að Hitler væri lifandi. Skömmu síðar tal aði Remer sjálfur í síma við Hitler og gaf hann Remer og sveit hans fyrirskipanir. Páfi óskar Hitler til hamingju. ROM í gærkveldi: — Það hef- ir verið tilkynt opinberlega frá Vatikanríkinu, að páfi hafi sent Hitler skeyti, þar sem hann ósk ar honum til hamingju með að banatilræðið við hann skyldi hafa mistekist. Nasistar frjettafáir. Nasistar eru frjettafáir um ástandið í Þýskalandi, en láta skína í gegn, að þeir hafi bælt niður uppreisnina strax, þó þeir segi það ekki með berum orðum. Engar op- inberar fregnir hafa borist frá Þýskalandi í dag, nema gegnum útvarp, og stangast þær á í sumum verulegum atriðum. Nýjustu fregnir nasista herma, að vón Staufen- berg greifi, sém kom fyrir sprengjunni, er átti að verða Hitler að bana, hafi verið í sambandi við óvinaríki Þýska- lands, en í ræðu sinni í gærkveldi sagði Hitler, að það væri lítlil „klíka" glæpahneigðra og ofstækisfullra þýskra herforingja, sem hefðu gert uppreisnina. Frægur hershöfðingi tekinn af lífi. í gærkveldi höfðu nasistar ekki tilkynt nema tvær af- tökur vegna uppreisnarinnar. Þýska frjettastofan skýrði frá því, að von Stauffenberg, sem kom sprengjunni fyrir, hafi verið skotinn strax eftir tilræðið. Ennfremur sagði frjettastofan, að Ludwig Beck hershöfðingi „væri látinn", en hann hafi verið einn þeirra manna, sem stóð að sam- særinu gegn Hitler. Beck var yfirmaður herforingjaráðs- ins þýska 1938, en Ijet þá af embætti af eigin ósk. Vitað var að hann var andstæðingur nasista og var t. d. á móti hernámi Tjekkóslóvakíu 1938. Hann var mikill vinur Fritz hershöfðingja, sem fórst á dularfullan hátt í Pól- landsstríðinu 1939. Tilræðið var gert í Berchtesgaden. - . • Óstaðfestar fregnir, sem bárust til Stokkhólms í dag, hermdu, að tilræðið við Hitler haf i verið gert í sveitasetri Hitlers í Berchtesgaden. Hitler hafi í þann veginn verið að hefja umræður við herforingja sína á einkaskrifstofu sinni. von Stauffenberg, sem var herráðsforingi og náinn samverkamaður Keitels hershöfðingja, hafi komið fyrir sprengju í einkaskrifstofu Hitlers, en að sprengjan hafi sprungið aðeins of snemma. Framh. á 2. síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.