Morgunblaðið - 22.07.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.07.1944, Blaðsíða 10
10 MORQUNBLAÐIÐ Lauga'rdagur 22. jálí 1944. öllin, sem sveif í loftinu Æfintýr eftir P. Chr. Asbj‘rnsen. 5. og lagði af stað. Hann fór yfir víðar heiðar, fjöll og gegn- um skóga. Þegar lengi hafði verið farið, spurði folaldið piltinn, hvort hann sæi nokkuð. ,,Nei, jeg sje ekki annað en hátt, blátt fjall”, sagði piltur. „Já, gegnum þetta íjall þurfum við að fara”, sagði fol- aldið. „Einmitt það, það kæmi mjer svo sem ekki á óvart”, sagði piltur. Þegar þeir komu að fjallinu, kom einhyrningur þjót- andi að þeim, eins og hann ætlaði að jeta þá lifandi. „Nú finst mjer helst jeg verða hræddur”, sagði piltur. „Æ, láttu ekki svona”, sagði folaldið. „Láttu hann hafa nokkra grísaskrokka og biddu hann að bora gat á fjallið með horninu sínu”. Þetta gerði nú piltur, og þegar ein- hyrningurinn var mettur orðinn, tók hann til að bora með stóra stálhorninu sínu, og þegar gat var komið á fjallið, .sem piltur og folaldið komust í gegnum, fjekk sá einhyrndi tuttugu grísaskrokka í viðbót. Síðan hjeldu þau ferðinni áfram, gegnum ótal lönd og allskonar landslag, uns aftur kom að eyðiheiðum og stór- um skógum. „Sjerðu nokkuð núna?” spurði folaldið þá. „Nei, nú sje jeg ekki annað en himininn og fjöll og heið- ar”, sagði piltur. Svo hjeldu þau enn lengi áfram, og er þau komu hærra, varð hásljettan flatari og jafnari, svo þau sáu lengra frá sjer. „Sjerðu nokkuð nú?” sagði fol- aldið”. „Já, jeg sje eitthvað, sem glampar eins og stjarna langt, langt burtu”, sagði piltur. „Það er ósköp lítið”. „O, ekki er það nú svo mjög lítið”, sagði folaldið. Þegar þau höfðu farið lengi enn, spurði folaldið: „Hvað sjerðu núna?” „Jeg sje eitthvað langt í burtu og glampar á það, eins og tungl”. „Það er ekkert tungl”, sagði folaldið, „það er silfur- höllin, sem við ætlum til. Þegar við komum þangað, liggja þrír drekár á verði fyrir hallarhliðinu. Þeir hafa sofið í hundrað ár, svo að augun í þeim eru orðin mosa- vaxin”. „Jeg held jeg sje hræddur við þessa dreka”, sagði pilt- ur. „Æ, ósköp ertu huglaus, þú verður að vekja þann yngsta og gefa honum nokkra grísaskrokka, þá talar hann við hina tvo, svo þú færð að komast inn í höllina”. Það var enn löng leið, áður en komið var til hallarinn- Seth og Nathaniel, sem voru fjórtán og tólf ára, horfðu löng unaraugum út um gluggann. En þeir voru ekki það vitlaus- ir, að þeir ljetu á sjer bæra. Nei — óteljandi högg í viðar- skýlinu höfðu kent þeim, að það borgaði sig ekki. Tabitha sat við hliðina á Mir- anda. Hún hafði spentar greip- ar, og á breiðu, freknóttu and- liti hennar var tilhlýðilegur guðhræðslusvipur. Það var Miranda ein, sem átti bágt með að halda sjer í skefjum. Hún vissi, að Ephraim hafði lesið brjefið, en allar um- ræður um það voru útilokaðar þar til að bænargjörðinni lok- inni. Miranda hafði nú heyrt biblí- una lesna sex sinnum, og þótt Ephraim læsi mjög vel, þá hafði hún fyrir löngu síðan lært þá list að sökkva sjer nið- ur í eigin hugsanir undir lestr- inum. En þrátt fyrir það hafði hún dmkkið í sig margt af því, sem faðir hennar las. Stundum blönduðust biblíusetningar dag draumum hennar, og virtust koma þægilegu róti á hugsan- ir hennar. Og þannig var það í kvöld, þrátt fyrir — eða ef til vill einmitt vegna þess, að hún var stöðugt að hugsa um brjefið frá Dragonwyck. Ephraim las upp úr tuttug- asta og sjötta kapítula Esekiel- guðspjalls, og Miranda veitti athygli nokkrum versum, sem í rauninni höfðu enga þýðingu fyrir hana, en höfðu þó mátt til þess að rjúfa þokuna og sýna henni leiftur óljóss töfralands. „Og allir þjóðhöfðingjar við hafið munu stíga niður af há- sætum sínum og leggja af sjer skikkjur sínar og fara úr lit- klæðum sínum. Þeir munu í- klaeðast skeflingu“, las 'Ephra- im. Þetta er heldur heimsku- legt, hugsaði Miranda, en það er fallegt. Nú las Ephraim með lágri, ógnandi röddu: „Hversu ert þú eydd, horfin frá hafinu, þú veg samaða borg, sem voldug varst á hafinu, hún og íbúar hennar, sem skutu skelk í bringu öll- um nábúum sínum?“ Það var eins og hrollur færi um Miranda og hún var grip- in undarlegri tilfinningu. Hún þorði ekki að hreyfa höfuðið, en ljet augun hvarfla um her- bergið. Þarna var stóri arininn, sem mjög sjaldan var kveikt upp í, og á arinhillunni stóðu stóru tinkertastjakarnir. Á hvítskúruðum veggnum hjekk nafnadúkur, sem amma henn- ar hafði saumað, og vanga- myndir af móður hennar og föð ur, sem gerðar höfðu verið á brúðkaupsdegi þeirra. Á eikargólfinu lágu ullar- ábreiðurnar, sem hún og Ta- bitha höf^u unnið að á vetrar- kvöldunum. í vesturgluggan- um — en í gegnum hann sáust nú síðustu geislar kvöldsólar- innar — var ein rúða brotin, — afleiðing snjóbolta, sem Tom hafði kastað fyrir mörgum ár- um. Alt var þetta hversdagslegt og leiðinlgt. Hvað kom þetta við „þjóðhöfðingjum við hafið“, endurnýjuðum borgum, ógnum og skelfingu? „Glitofið lín frá Egyptalandi var það, sem þú breiddir út, til þess að hafa það að veifu. Tjöld þín voru úr bláum og rauðum purpura frá Elísaströndum11, hjelt Ephraim áfram, en hann var nú kominn dálítið aftur í næsta kapítula. Hinar bestu kryddjurtir, alls konar dýrindis steina og gull fluttu þeir á kauptorg þitt“. Miranda fann. hjá sjer ákafa þrá. Hún sá glitofnu línin frá Egiptalandi, kryddjurtirnar, dýrindis steinana og gullið í hrúgum í kringum sig, þa-r sem hún stóð á marmarastjett í fögr um garði. Hún leit á foreldra sína og hin sviplausu andlit bræðra sinna og systur. Hvern- ig gátu þau hlustað Svona ró- leg á þetta! Jafnvel biblían við- urkendi, að í veröldinni væri gnægð leyndardóma, fegurðar og gullins, ilmandi óhófs. Hvern ig gátu þau gert sig ánægð með heimaofin klæði og þef af kúm og hestum? Nú fjellu allir á hnje, og fað- ir hennar lokaði biblíunni og tók að biðjast fyrir. Hann talaði altaf við guð eins og eldri meðlimur háskóla deildar, sem gefur yfirmanni sínum skýrslu. Hann drap á galla hvers og eins af fjölskyld unni, og slepti ekki sjálfum sjer. Stundum skýrði hann frá einhverjum lofsverðum verkn- aði (þótt sá heiður fjelli venju- lega í skaut Tabitha) og lauk oftast máli sínu með innilegri bæn um handleiðslu Drottins. í kvöld bætti hann dálitiu við. „í dag, Drottinn“, sagði Ep-' hraim, „kom fyrir mig dálítið vandamál. Vjer biðjum, frelsa. oss frá ógæfu hvatvísinnar og þrá eftir veraldlegum munaði11., Hann leit snögt á Miranda, um leið og hann sagði þetta. „Og frelsa oss einnig frá syndum hroka og drambs“. Nú ljet hann augun hvíla á konu sinni. Miröndu var nú ljóst, hvern- ig vindurinn bljes. Föður henn- ar hafi ekki geðjast að brjef- inu. Vonbrigðin ætluðu að yfir-, buga hana, og ekki minkuðu þau við síðustu orð Ephraims: „Góði guðr vjer munum af öllum mætti leitast við að breyta eins og þú vilt að þjón- ar þínir breyti. Blessaðu okk- ur og varðveittu í nótt. Amen“. Það vildi oftast svo til, að vilji guðs var samhljóða vilja föður hennar, og gegn þeim fjelagsskap þýddi ekki að, mögla. En jeg skal ekki gefast upp, hugsaði Miranda. Því lengur, sem hún hugsaði um brjefið, því ákafari varð þrá hennar eftir að komast til Dragonwyck. Aldrei á ævi sinni hafði hún þráð neitt eins heitt. Þetta fjar- stæða nafn, „Dragonwyck“, hafði heillað hana. Hún endur- tók það aftur og aftur með sjálfri sjer. Nú reis Ephraim á fætur, og þá lifnaði ofurlítið yfir henni, því að það átti bersýnilega að halda ráðstefnu. Að bænar- gjörðinni lokinni var faðir henn ar vanur að fara beina leið að skrifborði sínu og setjast þar við skriftir. Hann hjelt mjög nákvæmt bókhald yfir búskap sinn. En nú stóð ,-hann kyrr bak við borðið og sagði: „Abby og Ranny, þið verðið kyrrar hjer. Jeg þarf að tala við ykkur. Tom, þú ferð út og vökvar garð inn. Tibby, átt þú ekki von á, að ungi Obadiah verði hjer á reiki í kvöld?“ Tabitha varð eldrauð í kinn- um og niðurlút. „Ó, pabbi“, sagði hún með tilgerðarlegum skelfingarsvip. „Jeg hefi auð- vitað ekki hugmynd um, hvað hann ætlar að gera í kvöld, enda kemur mjer það ekkert við“. Gletnisbliki brá fyrir í aug- um Ephraims. „Jæja, en ef hann skyldi nú rekiast hingað, máttu sitja úti á tröppunum með honum, þar sem móðir þín getur haft auga með ykkur. En annars held jeg að óhætt sje að treysta bæði þjer og Ob“. „Þakka þjer fyrir, pabbi“, sagði Tibby, og leit snöggvast á Miröndu í gegnum litlaus augnahárin. Tabitha var sjer þess fyllilega meðvitandi, að faðir hennar var ánægður með guðrækni hennar og heimilis- ást, og hún olli honum aldrei kvíða, eins og Miranda. Seth og Nat biðu ekki eftir fyrirskipunum frá föður sínum. Þeir þutu út um dyrnar og nið- ur veginn, í áttina til Reyn- olds-búgarðsins. Ephraim settist nú niður, og benti konu sinni og Miranda, að þær mættu gera slíkt hið sama. Hann dró Van Ryn brjef ið upp úr vasa sínum. „Mjer geðjast engan veginn að þessu brjefi“, sagði hann þunglega. „Og jeg hefði ekki sjeð neina ástæðu til þess að ræða það, ef þið tvær heimsku konur, hefðuð ekki lesið það, og Abby hagað sjer eins og það hefði ryikilvægan boðskap að flytja“. Hann lpit á konu sína og hleypti brúnum. „Jeg get ekki sjeð, að því verði svarað nema á einn veg“. Abigail var mjög sjaldan ó- sammála manni sínum. En nú kipraði hún saman varirnar. „Það er mikilvægt, Ephraim", sagði hún. „Hr. Van Ryn er frændi minn, og mjer finst boð hans mjög höfðinglegt. — Og Ranny hefði einnig gott af því, að dvelja um stund í stórhýsi og kynnast dálitlu af veröld- inni“. ÞAÐ VAR í smáþorpi einu í Philadelphia um aldamótin 1600, að þrjár stúlkur urðu við skila við samferðafólk sitt. Loksins sjá þær, hvar vagn þeirra stendur hinumegin við götuna. Þær ætluðu þegar ýfir götuna, sem var mjó, en aur- bleytan var þar mikil. Tvær stúlknanna tóku undir sig stökk og reyndu að hoppa yfir forina, en það tókst ekki og þær lentu upp fyrir ökla í leðjunni. Sú þriðja hikaði og stóð ráða- laus, þegar alt í einu kemur þar að vagn. Hann stansar við hlið hennar og hurðin, sem að henni snýr, er opnuð. Hún geng ur inn og þá um leið er hurðin á hinni hlið vagnsins opnuð og þar gengur hún út, og var stúlk an þá komin yfir götuna án þess að óhreinka sig nokkuð. Síðan ók vagninn áfram. — Maðurinn, sem ók í vagninum, var enginn annar en hinn frægi Englendingur Sir Walter Ral- eigh, sem þá var á ferðalagi í Philadelphia. — Er það satt, ungfrú Elísa- bet, að þjer ætlið að gifta yður mjög bráðlega? — Jæja, nei, það er það nú ekki. En jeg hefi mikinn áhuga á því. ★ — Mjer fijist maðurinn þinn hafa breyst svo mikið upp á síðkastið. — Nei, það hefir hann ekki gert. — Jæja, en það er samt alí eitthvað öðruvísi við hann. — Þetta er nýr eiginmaður, sem jeg á nuna. ★ — A hvaða grundvelli sækið þjer um skilnað? — Sundurþykkju. Jeg vil skilja, en konan mín vill það ekki. • — Veita kanínur þjer virki- lega hamingju? — Já, það svarar því. Jeg hafði eina eitt sinn í peninga- vasa mínum og konan mín J[hjelt, að það væri rotta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.