Morgunblaðið - 22.07.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.07.1944, Blaðsíða 11
Lauga'rdag'ur 22. júlí 1944. 11 MORGUNBLAÐIÐ « Fimm mínúfna krossgáfa Lárjett: 1 stafir — 6 fjöldi — 8 tvíhljóði — 10 litast um — 11 ávítur — 12 knattspyrnufjelag 13 tveir samstæðir — 14 trjá- tegund — 16 baunir. Lóðrjett: 2 fornafn — 3 stöðv- ast — 4 ending — 5 mölbrjóta — 7 versna — 9 kvénmannsnafn — 10 mann — 14 ryk — 15 kvað. I.O.G.T. B ORG ARF J ARÐ ARFÖR ST. EININGIN. Munið að lagt verður af stað frá G.T.-húsinu stundvís- lega kl. 1,30 e. h. í dag. Þá verða allir að vera búnir að koma sjer fyrir í bílnum. Vinna SNIÐIÐ, ÞRÆTT og MÁLAÐ á Grettisgötu G0, neðstu hæð til hægri. HREIN GERNIN G AR húsamálning, viðgerðir o. fl. Óskar & óli. Sími 4129. Fjelagslíf Fárið í Skíða- skálann kl. 214 í dag frá Arnar- hvoli. WM Húsnæði LlTIÐ HÚS eða íbúð, óskast til leigu. Tilboð, merkt „Einbúi“, send- ist Morgunblaðinu. Kaup-Sala NOTUÐ HUSGÖGN keypt ávalt hæsta verði. — Sótt heim. — Staðgreiðsla. — Sími 5691. — Fornverslunin Grettisgötu 45. Ifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimp þúsondir manna lesa Morgunblaðlð á hverj- um degi. Slík útbreiðsla er 'langsamlega met hjer á landi, og líklega alheims- met, miðað við fólksfjölda í landinu. — Það, sem birt- ■ist í Morgunblaðinu nær til helmingi fleiri manna en í nokkurri annari útgáfu hjer á landi. ^2) ci (i l ó k 204. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 7.45. Síðdegisflæði kl. 19.02. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki. Næturakstur annast Litlabíla- stöðin, sími 1383. Messur á morgun:„ Dómkirkjan. Messa kl. 11, sr. Jón Thorarensen. Nesprestakall. Messað í Mýr- arhúsaskóla kl. 2,30. Laugarnesprestakall. Messað í samkomusal Laugarneskirkju kl. 2 e. h., sr. Garðar Svavarsson. Kópavogshæli. Messað kl. 5 síðdegis, sr. Jón Thorarensen. Hallgrímssókn. Engin messa á morgun. Lágafellskirkja. Messað kl. 12.30, sr. Hálfdán Helgason. Kaþólska kirkjan í Reykjavík. Hámessa kl. 10; í Hafnarfirði kl. 9. Hjúsltapur. Nýlega voru gef- in saman í hjónaband af sr. Garð ari Svavarssyni ungfrú Jónína Sólveig Einarsdóttir og Einar Guðgeirsson bókbindari. Heimili ungu hjónanna er á Meðalholti 12. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af sr. Garð- ari Svavarssyni ungfrú Ásgerð- ur Laufey Tryggvadóttir og Jón Ellert Jónsson sjómaður. Heimili þeirra verður að Miðtúni 36. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af sr. Garð- ari Svavarssyni Jóhanna Vil- hjálmsdóttir og Garðar Sigurðs- son sjómaður, b?eði til heimilis að Hjaröarholti, Grindavík. Hjúskapur. I dag verða gefin saman í hjónaband á Dalvík ung frú Hlín Sigfúsdóttir, Bjargi, Dalvík og Þórður Pjetursson bifvjelavirki, Framnesveg 6, Reykjavík. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Sig- urlína Gísladóttir, Þingholtsstr. 35 og prv. Joseph F. Zambor. í hjónaefnatilkynningu í blað- inu í gær misritaðist föðurnafn stúlkunnar, ungfrú Sigrúnar Þórarinsdóttur. Var hún sögð Þorsteinsdóttir. Iíristmann Þorkelsson útgerð- armaður, Seljaveg 25, á sextugs- afmæli á morgun (23. júlí). Sextugur er í dag Sigfinnur Jónsson frá Seyðisfirði, starfs- maður hjá Jófríðarstaðabúinu í Hafnarfirði. Heimaklettur, 1. hefti 2. árg., hefir borist blaðinu. Efni er m.a.: Gunnar Ólafsson kaupmaður — hugleiðingar við áttræðisafmæli, eftir Jóhann Gunnar Ólafsson, Vestmannaeyjar, kvæði tileink- að „Þjóðhátíð Vestmannaeyja", eftir Á Á., Þjóðhátíð Vestmanna eyja, eftir G. R. S., Ný skipa- bryggja, eftir G. R. S., Jeg og hún, saga eftir Eyvar, Kapla- gjóta eftir Einar Guðmundsson, og Eyjabálkur. — Heimaklettur er tímarit, gefið út í Vestmanna- eyjum og eru útgefendur þess nokkrir Vestmannaeyingar. Rit- stjórar eru Friðþjófur G. John- sen og Gísli R. Sigurðsson. Stígandi, 2. hefti 2. árg., hefir borist blaðinu. Efni er m. a.: „ís- land þúsund ár“ (ýmsir um orð- ið og myndir), Nokkur orð um skáldskap eftir Sigurjón Frið- jónsson, Björkin, eftir Kára Tryggvason, Konungur ísl. skóga eftir Þórodd Guðmundsson, Hver er jeg? eftir Kristján Ein- arsson, Gunnar í Hólum eftir Kristínu Sigfúsdóttur, Vitrun eftir K»istin Pjetursson, „Ef jeg kynni á því skil“, eftir Björn Sig fússon, í orlofi, eftir Bjartmar Guðmundsson, Síðasti fjárkláða- vörðurinn eftir Þormóð Sveins- son, Sumar í vændum, eftir Ein- ar Guttormsson, Nokkur örnefni, eftir Grím Sigurðsson, Tóm- stundir — þjóðfjelagsþroski, eft ir dr. Hutchins, og Leyndardóm- ur tilverunnar, eftir Vara Stan- ley Alder. ÚTVARPIÐ í DAG: 12.10 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Samsöngur. 20.00 Frjettir. 20.20 Upplestur: Jón Sigurðsson í ræðu og riti, bókarkaflar (Vil hjálmur Þ. Gíslason). 20.45 Hljómplötur: íslensk lög. 21.00 Leikrit: „Jólagjöfin” eftir Arthur Schnitzler (Haraldur Björnsson, Alda Möller). 21.25 Hljómplötur: Lög frá ýms- um löndum, sungin og leikin. 21.50 Frjettir. 22.00 Danslög. 49.500 flóflamenn í Svíþjóð STOKKHÓLMUR: — Taln- ing^ sem fram fór 1. júní s. 1., sýndi; að í Svíþjóð voru 49.500 flóllamenn, þar af 23,000 Norð- menn, 14.500 Danir 2.500 Eist- lendingar af sænskum ættum, 1.500 Eistlendingar, 400 Finn- ar, um 3.000 Þjóðverjar, Aust- urríkismenn og Tjekkar, 400 Frakkar, 400 Hollendingar, 75 Júgo-Slavar og 50 Belgar. Víðtæka skipulagningu hefir þurft til að stjórna þessum flóttamönnum, og ómögulegt hefir reynst að koma í veg fyr- ir, að stundum skerist í odda með flóttamönnunum. Möller, fjelagsmálaráðherra, skýrði frá því, að fram lil 1. júlí hafi 332 norskir quislingar og menn, sem grunaðir voru um að vera í þjónustu Gestapo, svo og 62 Schalbúrg-menn eða danskir quislingar. 1300 Norðmenn í skólurn Svíþjóðar. STOKKHÓLMUR: — Yfir 1300 Norðmenn stunda núnám í Svíþjóð .í háskólum, menta- skólum, brjefaskólum o.s.frv. Franski sendiherrann í London látinn. London í gærkveldi: — Pierre Vineot, sendiherra Frakka, Ijest í dag af hjartaslagi. Hann var 47 ára. Hann hafði verið í fangelsi hjá Vichystjórninni, en slapp frá Frakklandi til Eng- lands 1943. Kona hans er enn í Frakklandi og var henni til- kynt um lát manns síns með sjerstöku útvarpi. — Reuter. Þakka innilega öllum þeim, sem glöddu mig með skeytum, blómum og gjöfum á 25 ára starfsafmæli mínu við ljósmóðurstörf og hjúkrun. Bjamfríður, Einarsdóttir, Bjarkargötu 10. Mínar hjartanlegustu þakkir öllum þeim, nær og fjær, er vottuðu mjer vináttu með heillaskeytum, gjöfum og heimsóknum á áttræðisafmæli mínu. Sveitimgar mínir vestra, sveitimgar míiiir hjer, vinir mínir, allir, bömin mín, fósturbörn, tengdaböm og barnabörn, jeg þakka ykkur allt. Guð blessi ykkur. Magnús Jóhannsson, Svarfhóli. Vinum mínum f jær og nær og samverkamönnum, er heiðruðu mig og glöddu á sjötugsafmæli mínu með heimsóknum, gjöfum, heillaskeytum eða á annan hátt, færi jeg mínar innilegustu þakkir og bestu ámaðar- óskir. — Lifið heil! Steindó'r Á. Ólafsson, trjesmiður. Þakka innilega alla vinsemd, mjer auðsýnda á 75 á'ra afmæli mínu. Guðrún Bergþórsdóttir, Nýborg, Suðúrgötu 27, Hafnarfirði. Faðir okkar, og tengdafaði'r, GÍSLI JÓNSSON, fyrrverandi hafnsögumaður í Hafnarfirði ljest að kvödi 21. júlí. í % & Böm og tengdaböm. ITorfi Gíslason, verkstjóri i Hafna'rfirði. Konan mín JÓHANNA EYÞÓRSDÓTTIR andaðist 19. þ. m. Jarðarförin verður auglýst síðar. HÉlliÍIE:l:tL'I'. Gunnar Ólafsson, Vestmannaeyjum. Jarðarför míns hjartkæta eiginmanns og föður, JÓNS ÓLAFSSONAR, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 24. þ. m. og hefst með húskveðjú á Kirkjuteig 5, kl. 1 e. h. Fyrir hönd dætra minna og annara vandamanna. Þó'rey Jónsdóttir. Innilegar þakkir fyrir, samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför konunnar minnar, ÁSTU BJÖRNSDÓTTUR og sonar okkar. Fyrir hönd dóttur okkar, Elsu. Sigurðúr Guðmundsson. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við frá- fall og, jarða’rför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður SIGURÐAR INGIMUNDARSONAR. Anna Helgadóttir, börn og tengdaböm. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hlut- tekningu við andlát og jarðarför dóttur ojckar SIGRÍÐAR SYÖYU. Sjerstaklega þökkum við öllum þeim, er rjettu dóttur okkar hjálparhönd og veittu henni ástúð og blíðu í hennar erfiðu veikindum. Sigríður Daníelsdóttir,, Magnús Guðmundsson. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við frá- fall og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu INGUNNAR EINARSDÓTTUR frá Sæborg á Stokkseyri. Fyrir mína hönd, bræðra minna og annara vandamanna. Halldóra Ingimundardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.