Morgunblaðið - 23.07.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.07.1944, Blaðsíða 1
SSS.JT 81. árgangur, 163. tbl. — Sunnudagur 23. júlí 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f. HELMÍRIMGIJR HERSIN8 A MÓTI HITLER lippreisn í þýska IRofanum i Noregi London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. FRÉGNIR hafa borist um það frá ýmsum heimildum, að uppreisn hafi verið gerð í þýska flotanum. Staðfesting hefir ekki fengist á þessum fregnum; frerhur en öðrum fregnum um upp- reisnina gegn nasistum. Útvarpið í Moskva segir frá því; að í Norður-Noregi hafi þýskir sjóliðar gert uppreisp og neitað að fara um borð í þýskt herskip; sem nýlega hafði verið lokið viðgerð á í Oslo. Fregnir frá Svíþjóð segja; að þýskir sjóliðar í Oslo hafi gert uppreisn gegn yfirmönnum sín um. Þýskur kafbátsforingi skotinn. Frá nasistum hefir aðeins bor ist ein fregn; sem bendir til þess að ókyrð sje meðal þýskra sjó- liða. Þýska frjettastofan segir í dag, að Karl Dönitz flotafor- ingi hafi gefið út yfirlýsingu um( að þýskur kafbátsforingi hafi verið skolinn. Kafbátsfor- ingi þessi hjet Werner Henke. Sagt er að Henke kafbáts- foringi hafi verið að gera til- raun til að strjúka úr fanga- búðum, er hann var skotinn til bana. Ekki er getið um; hvaða fangabúðum hann var í; eða hvar. Okyrð í Noregi. Norska frjettastofan birtir fregn í dag; sem styður þann orðróm; sem gengið hefir; um að þýskir sjóliðar og hermenn í Noregi hafi gert uppreisn. •— Segir frjettastofan að þýska lögreglan í Noregi hafi fengið fyrirskipanir um að vera við- búin óvenjulegum atburðum. Þýskir hermenn í Noregi hafa . fengið sjerstakar fyrirskipanir • og mega þeir ekki yfirgefa her- búðir sínar. Aðrar fregnir herma, að Ter- boven, landstjóri Þjóðverja í Noregi; hafi í skyndi verið kall aður til Þýskalands. Hæg en örugg sókn bandamanna á Ítalíu LONDON í gær: — Frá Italíuvígstöðvunum berast .fregnir um hæga en örugga sókn. llersveitir úr 8. hernum ,sem tóku Ancona á dögun- um hafa sótt fram 25 km. meðfram Adriahafsströndum. Á miðvígstöðvunum hefir breski herinn, sem sækir að .Florens einnig sótt nokkuð ,fram. Á vesturströndinni . liafa ,verið allharðir bardagar milli baksveita Þjóðverja og 5. ; hersins ameríska. Bandaríkjamenn eru nú um 7 km. frá Pisa. Ilefir 5. her- inn náð örug’gri fótfestu á nyrðri böklcum Arnofljóts. Þýsk hjeruð Rússar flæða vest- ur yfir Bug London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. í RÚSSLANDI flæða hersveit ir Rokossovskys vstur yfir Bug fljót. Eru það alt í senn skrið- drekahersveitir, stórskotalið og fótgöngulið, sem varið er mjög öflugum lofther. Á tveimur stöð um tókst riddaraliði kósakka með djörfum árásum að ná tveimur brúm á sitt vald áður en Þjóðverjum gafst tími til þess að eyðileggja þær. Eru þær nú notaðar til herflutninga vest ur yfir fljótið. Öllum gagnáhlaupum Þjóð- verja var hrundið og er her þeirra á undanhaldi. Suður af Kovno, sem var höf uðborg Lithauen fyrir stríð, hefir rauði herinn brotist yfir Niemen-fljót á nýjum stöðum beint vestur af Vilna. Á vest- urbökkum fljótsins hafa Rússar unnið á þrátt fyrir öfluga mót- stöðu Þjóðverja og að þeir tefli þar fram varaliði frá Austur- Prússlandi. Það er viðurkent af Þjóðverj um, að norðvestur af Lvov hafi Rússar sótt frám. Þá viður- kenna þeir einnig, að milli Brest-Litovsk og Grodno sæki fram öflugar fótgönguliðs- og skriðdrekahersveitir Rússa. — Þýska frjettastofan talaði í dag um bardaga við Lublin, 50 míl- ur fyrir vestan Bug-fljótið. Truman varaforsetaefni CHICAGO í gær. FLOIŒSÞING Demokrata- flokksins hefir kosið Truman senator frá Missouri, sem varaforsetaefni flokksins við forsetakosningarnar í haust. Urðu allhörð átök í flokks- þingskosningunum milli Tru- mans og núverandi varafor- seta, Henry Wallace, en at- kvæðagreiðslan fór þannig, að Truman fjekk 1100 atkvæði, en Wallace 66. Það er talið, að útnefning Trumans, sem varaforseta frambjóðanda muni styrkja aðstöðu Roosevelts í kosning- unum. Roosevelt reyndi ekki að liafa nein áhrif á flokks- þingið um það hvern það kvsi, sem varaforsetaframbjóðanda. á valdi hershöflingjanna Nasistar segja upp- reisnina bælda niður London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ÞRÁTT FYRIR fullyrðingar nasista um að þeir hafi bælt niður uppreisnina gegn Hitler á 6 klukkustundum, berast þrálátar fregnir um að langt sje frá, að uppreisn- inni sje lokið. Fregnir, sem lekið hafa út frá Þýskalandi, herma, að gömlu hershöfðingjarnir, sem fyrir uppreisn- inni stóðu, sjeu allir á öruggum stöðum og sumar heim- ildir greina frá því, að þeir hafi nokkur hjeruð í Þýska- landi á sínu valdi og stjórni uppreisninni þaðan. Ströng ritskoðun. Hitler og samverkamenn hans hafa síma og útvarp í Þýskaland á sínu valdi og gríðarlega ströng ritskoðun er á öllu, sem fer út úr landinu gegnum síma og útvarp. Það er því bent á, að ekki sje hægt að segja neitt með vissu hvernig ástandið sje innan Þýskalands. En eftirfarandi fregnir eru sagðar frá Þýskalandi: Uppreisnin var vel undirbúin. Það er nú ekki lengur talinn neinn vafi á; að uppreisnin gegn nasistum var vel undirbúin. Merkið um að hún ætti að hefjast, var tilræðið gegn Hitler og samverkamönnum hans. Tilræðið mistóksþ sem kunnugt er; en þar með er ekki sagt, að hætt hafi verið við uppreisnina, eða að nasistum hafi tekist að bæla hana niður. Helmingur hersins á móti Hitler. Það er nú ekki lengur talinn neinn vafi á, að það sje rjett, að það voru gömlu hershöfðingjarnir; sem undirbjuggu uppreisn- ina gegn Hitler og að þeir ætluðu að taka völdin í sínar hendur og hafa jafnvel myndað nýja þýska ríkisstjórn. Forystumenn uppreisnarinnar, meðal hershöfðingjanna, eru þessir: Henrich von Brauchilsch; sem Hitler setti af sem yfir- foringja þýska hersins 1941; Alexander von Halder; sem var settur af sem yfirmaður herforingjaráðsins 1942. Feder von Bock hershöfðingi; sem var hershöfðingi í Rússlandi og Wilhelm von Keitel marskálkur; núverandi yfirmaður þýska herfor- ingjaráðsins. Fullyrt er, að hershöfðingjarnir hafi helming þýska hersins á bak við sig og mikinn meiri hluta, eða alt að % þýsku þjóðarinnar með sjcr í uppreisninni gegn , Hitler. Ýms hjeröð á valdi hershöfðingjanna. Þá ganga þrálátar fregnir um það, að hershöfðingjarnir og herinn, sem þeim fylgir hafi yfirgnæfandi meirihluta sjer fylgjandi í ýmsum hjer- uðum Þýskalands. Ganga sumar fregnir svo langt, að fullyrða, að fylgismenn hers- höfðingjanna hafi hjeruðin á valdi sínu og að þeir hafi handtekið alla embættismenn nasista í þeim hjeruðum. — Meðal hjeraða á valdi upp- reisnarmanna eru nefnd Ba- varia. Ruhrhjeruðin og hlut- ar af Suður-Þýskalaudi. ITam borgarhjeraðið og stór hluti af Austurríki. í'ramh. á 8. síðu. „Hitler tilbúinn að flýja land" ÞYSKA leyniútvarpsstöðin „Atlantis“ skýrði frá því í gær, að Hitler og nánustu samverka menn hans hefðu tilbúnar fjór- ar sjerstaklega smíðaðar flug- vjelar á flugvelli einum í Þýska landi og að Hitler væri tilbú- inn að flytja land, ef hann yrði undir í viðureigninni, sem nú á sýer stað innan Þýskalands. Flugvjelar þessar hafa bensín til 6000 mílna flugs, segir í sömu fregn, en það þýðir. að þær ættu að geta flogið frá Þýskalandi til Japan, eða til Suður-Ameríku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.