Morgunblaðið - 23.07.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.07.1944, Blaðsíða 5
Smrnudagur 23. júlí 1944. MORGCNBLASIÐ 5 Deilumálín. Máltækið segir: Sjaldan veld ur einn; þá tveir deila. Út af blaðaummælum undanfarnar vikur er rjett að taka það fram; að því fer fjarri; að hjer hafi sú skoðun verið látin í ljós. að einhver einn aðili eigi sök á því ósamkomulagi; sem nú hrjáir landslýðinn og m. a. hef ir leitt til þess að máttlaus ut- anþingsstjórn er í landinu. Allur almenningur; allir flokk ar og stjettir eiga sinn þátt 1 deilunum. Frjálsleg gagnrýni á vissu- lega rjett á sjer. og deilur eiga oft verulegan þátt í framförum þjóðanna. Með deilunurÍP er hið úrelta yfirunnið og fljótráðið flan oft hindrað. En deilunum verður að stilla í hóf. Þær mega ekki hindra eðlilega framþróun eða hindra eðlilega stjórn í landinu. Allur þorri íslendinga hefir það nú á orði og ætlast til þess, að dregið sje úr innanlands- deilum, óþörf illindi, sem lengi hafa verið hjer landlæg, sjeu látin niður falla. Þetta kom glögglega fram við lýðveldis- atkvæðagreiðsluna og sjálfa lýðveldisstofnunina. Samstarfsvilji. Fyrir löngu hefir verið á það bent hjer, að nauðsynlegt er, að efla samstarf með þjóðinni. Hef ir hjer verið hvatt til allsherj- arsamvinnu flokkanna. Hefir Morgunblaðið fylgt þessu þeim mun eindregnara fram. sem vitað er, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefir kept að sama mark- miði, við vaxandi skilning þjóð- arinnar á nauðsyn þessa, Morgunblaðið hefir jafnvel gengið svo langt í því, að reyna að vinna að allsherjar sam- komulagi, að eigi er laust við, að blaðið hafi hlotið ámæli, fyr- ir að hlífa pólitískum andstæð- ingum um of. Því hefir verið haldið fram, að sumir andstæð- ingar blaðsins skildu ekki hóg- láta sanngirni, myndu espast í ofsa sínum og óbilgirni, ef henni einni væri beitt. Þeir í glerhúsinu. Því miður hefir það komið á daginn, að nokkuð er hæft í þessari gagnrýni. Tvö þeirra blaða, Tíminn og Alþýðublaðið, sem þrálátast hafa haldið uppi erjum og illindum, hafa í þess- ari viku magnað árásir sínar á Morgunblaðið, fyrir að það væri friðarspillirinn í íslenskum stjórnmálum. Sakirnar eru þó þær einar, að þessum blöðum hefir í allri einlægni verið á það bent hverj ar afleiðingar hlytu að verða til sundrungar af sífeldum ill- hvitnislegum árásum þeirra á Sjálfstæðisflokkinn, og í hvaða glerhúsi þeir sjálfir búa, þeir, sem ráða yfir þessum blöðum. Forsetakjörið. í þessari síðustu atrennu Tím ans grípur ritstjórinn til þess ráðs að blanda forseta íslands inn í ádeilur sínar. Ávítar hann Sjálfstæðisflokkinn fyrir það, að eigi skuli allir þingmenn hans hafa kosið núverandi for- seta í stöðu hans. Ennfremur segir Tíminn að forsetinn hafi, meðan hann var ríkisstjóri, far ið svo með vald sitt, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi talið sig eiga sökótt við hann. Sjálfstæðismenn munu yfir- REYKJAVIKURBRJEF leitt telja það mjög miður far- ið, að forsetinn sje á þenna hátt dreginn inn í harðvítugar deil- ur. og munu hjer eigi verða teknar upp neinar umræður um það mál, að svo stöddu. En óheilindi Tímaritstjórans í þessu máli eru auðsæ, þegar vitað er, að því fór fjarri, að Framsóknarþingmenn allir kysu núverandi forseta. Efist Tíma- ritstjórinn um það getur hann leitað fræðslu í því efni hjá flokksbræðrum sínum. Bóklestur og fyrirmyndir, Fyrir nokkrum árum sagði einn mikilsvirtur Framsóknar- maður um annan áberandi flokksmann sinn, að hann iðk- aði bóklestur sjer til óbóta. Hann hefði þann sið að lesa um ýmsa valdamenn, einkum ein- valda, og ímyndaði sjer svo eftir lesturinn, að hann sjálfur væri lifandi eftirmynd einvalds herranna. Þessi saga rifjast upp við þrálát skrif Tímaritstjórans um það, hvílíkar fyrirmyndir ís- lendingar gætu sókt til Breta. Ritstjórinn hefir sennilega kom ist yfir bók um Breta, og vitnar í þenna fróðleik í tíma og ótíma. Vissulega eru Bretar fyrir- myndar þjóð, sem margt má af læra. En svo margt er ólíkt með þeim og okkur smáþjóð- inni, að ólíku er saman að jafna. Og þegar leita skal fyrirmynda, verður að taka tillit til þess, sem á milli ber. Með Bretum. Með Bretum hefir verið meiri stjettamunur en í flestum lönd- um hvítra manna. Munur ríkra og fátækra hefir verið þar gíf- urlegur. Löggjöf hefir í mörgu verið með forneskju blæ. Til dæmis kosningarfyrirkomulag til neðri málstofunnar. Að eigi sje minst á efri málstofuna, sem enn er skipuð arfgengum aðli. Bretar eru, þrátt fyrir þetta, en ekki vegna þessa, um margt fremstir allra þjóða, og frum- herjar menningarinnar. Styrj- öld sú, sem nú stendur yfir, hefir kent þeim, betur en áður, að þekkja í hverju þeim er á- bótavant. Þess vegna ríkir nú þar í landi einlægur ásetning- ur um að minka stjettamismun- inn, jafna efnahaginn, og koma á öðrum þjóðfjelagslegum um- bótum. Blöðum og tímaritum verður sífelt tíðræddara um nauðsyn þess að leiðrjetta kjördæmaskip unina og koma á jafnvel hlut- fallskosningum. Þetta, og margt annað, getum við haft okkur til hliðsjónar, þegar við leitum fyrirmynda frá öndvegisþjóðinni bresku. Við verðum líka að muna, að hvergi er stjettamunur minni og fjárhagur jafnari en hjer. Ríkustu menn á íslandi, myndu í Englandi taldir vera rjett bjargálna. Skattar og einka- rekstur. Jöfnuður stjetta og efnahags er prýði okkar íslendinga. Henni höldum við. Það er sjálf sagt og nauðsynlegt. Bretar halda inn á sömu braut, og eiga margt ógert í því efni. En fá- 22. júlí. víslegt tiltæki væri það, ef við færum að taka upp úrelt kosn- ingafyrirkomulag Breta, sem þeir loksins eru að hugsa um að hverfa frá. Við keyptum af Brelum skút urnar, þegar þeim þótti þær úr- eltar. En það var af því að þær komu hingað í staðinn fyr- ir árabáta, er fyrir voru. En þegar menn hafa togara og vjel knúin skip, þá snúa þeir ekki við blaðinu og taka upp eftir öðrum árabátana. Hitt er sjálfsagt að læra af Englendingum og öðrum, það, sem að gagni kann að koma um aukið öryggi almennings ör- yggi til vinnu og lífsframfæris. Aldrei mun standa á Sjálfstæð- ismönnum að sinna slíkum lær- dómum. Sjálfstæðismenn hafa t. d. þráfaldlega bent á, að skatta- byrðin, sem hjer er. dragi mjög úr atvinnuöryggi manna, Að skattar hjer á landi væru nægi- lega þungir, þó þeir gerðu ekki meira en jafnast á við skattana í Englandi, sem lagðir eru á borgara landsins í ófriði, þegar heimsþjóðin berst fyrir tilveru sinni. Framsóknarmönnum, og öðr- um skattapostulum, hefir ekki þótt nægilega langt gengið, að taka hjer Breta til fyrirmynd- ar. Þeir hafa heimtað þyngri skattaklyfjar á hina fátæku ís- lensku þjóð, en Bretar hafa sjeð sjer færl að leggja á auð- menn sína. Stendur ekkert um þetta í bókinni, Þórarinn: Ekki myndu ríkisafskifti verða alvinnuvegunum til traf ala, ef ekki væri lengra gengið í ríkisrekstri, en gert er í Eng- landi. Þar eru jafnvel bank- arnir að mestu leyti í einkaeign. En hjer eru þeir með ríkis- rekslri. Svona mætti lengi telja og margt læra af Bretum, sem kemur ekki sjerlega vel heim við pólitík Framsóknarmanna. Og er jafngott fyrir það. Jafnir fyrir lögunum. Tíminn gæti margt lært af Bretum, án þess að seilast til þess, sem úreltast er og forn- eskjulegast. Eitt er það í menning Breta, sem alstaðar getur verið til fyrirmyndar: Þar eru allir jafn ir fyrir lögunum. Menn muna eftir enska ráð- herranum, sem varð að víkja úr sessi vegna þess að grunur ljek á, að vandamaður hans hefði sagt kunningja sínum frá skattalögum, sem voru' í vænd- um, og stjórnin ætlaði að bera fram. En kunninginn notaði vitneskjuna til fjárbralls. Enginn efast um, að Tíminn hefði ekki sparað ásakanir, ef slíkt hefði hent andstæðing hans. En skyldi Þórarinn hafa orðið fjölorður, ef Tímamaður hefði átt í hlut? Til að átta sig á þessu, geta menn m. a. rifjað upp hamfarir Tímans út af máli Jóns Ivars- sonar. Öll ritstjórnarhersingin ætlaði að rifna af vandlæting út af því, að kaupfjelagsstjóri skyldi sæta sömu meðferð dómsvaldsins og aðtlr óbreytt- ir landsmenn, sem'ekki eru í Framsóknarflokknum. Dóms- málaráðherra var víttur harð- lega fyrir að hann skyldi standc fyrir slíkum jöfnuði. Hann tæki ekki tillit til þess, að maðurinn var í friðhelgum hóp kaupfje- lagsstjóra. Og nú síðast innflutnings- verslunin, höftin á innflutningn um. Sambandið hefir ekki frjálsar hendur, eins og Tím- inn vill vera láta, meðan tekið er fram fyrir hendur annara. Þetta fanst Tímanum ótækt. Hann ætti að læra um jöfnuð- inn hjá Bretum. Þjóðviljinn og útvegurinn. Þjóðviljinn skrifar þessa daga mikið um efling sjávarútvegs- ins. Það er ekki nema gott að áhugi komi í ljós fyrir þeim málum úr þeirri átt. Alt það sem nýtilegt er i þeim skrifum, hafa Sjálfstæðismenn bent á fyrir löngu. Þjóðviljinn telur, að það sje einkum eitt, sem standi í vegi fyrir þvi, að veiðiskipaflotinn verði aukinn og almenn velmeg un trygð næstu ár. Þröskuldur í vegi framfara þessara sje nú- verandi ríkisstjórn. En, leyfist manni að spyrja: Voru það ekki kommúnistar. er fyrstir stungu upp á því, að mynduð yrði utanþingsrikis- stjórn. Og síðan hafa þeir altaf gert sitt til að halda henni við lýði. Kommúnistum tjáir ekki að skamma núverandi ráðherra persónulega. Núverandi stjórn- arástand er fyrst og fremst að kenna rangri skipun stjórnar- innar. Hjer á landi er það þing- ræðisstjórn, sem við á. Slík stjórn ein getur stjórnað með nokkurri röggsemi. Kommúnistar heimtuðu utan þingsstjórn. Þeir fengu hana. Þeir vildu ekki í vinstri stjórn fara. Enn hafa þeir ekki sýnt að þeir vildu í neina stjórn fara, nema sína eigin einræðisstjórn. Rjett er það, að ekki stendur á þeim einum. Hinir flokkarAir hafa atkvæðamagn í þingi til að mynda þingræðisstjórn. En á meðan kommúnistai: hafa ekk ert gert í þessu máli, annað en heimta þá utanþingsstjórn sem þeir svo fordæma og kenna um alt ilt, þá tekur almenningur þá ekki alvarlega í þessu máli. Nema að því leyti, að núver- andi glundroði og óstjórn, sem þeir eru upphafsmenn að, er niðurrifi þeirra og allsherjar- upplausn til hins mesta fram- dráttar. Sjerkennilegir - umbótamenn. Kommúnistar segjast að vísu vera horfnir frá niðurrifinu. Einar Olgeirsson segir t. d. að þjóðinni geti vegnað vel, með núverandi skipulagi. Til að undirstrika fráhvarf frá alls- herjareyðingunni, kalla þeir sig nú sósíalista. Þeir eiga eftir að sýna það í verki. Um áhugann fyrir myndun þingræðisstjórn- ar tala þau verk, sem að fram- an er lýst. Um áhugann í verki fyrir aukning sjávarúlvegs, tala verk þeirra á þingi i vetur. Þá vildu þeir setja eignaaukaskattinn fræga. Hann átti að langrhestu leyti að lenda á útvegnum. En skatttekjum þessum átti að verja til alls annars en útvegs- ins. Sú frammistaða varð ekki skilinn á annan veg en þann, að þeir væru innilega sammála Framsóknarhöfðingjunum og Atþýðuflokksbroddunum um, að í útvegnum væri altof mikið fjármagn, sem „bjarga*, yrði þaðan áður en það lenti í ým- iskonar óspilunarsemi, t. d. í þvi, að gera út skipin, sem nú eru til, kaupa ný skip, reisa frystihús og verksmiðjur og annað, sem almenningi kærni að gagni. Þeir, sem vilja efla sjávar- útveginn í verki, þeir verða áð sýna viljann í öðru en orða- gjálfri í blöðum. Til þess þarf fyrst og fremst: Fje til að byggja skip og markað fyrir sjávarafurðirnar. Viðskiftin. Sjálfstæðismenn einir hafa sleitulaust unnið að því, að fjár- magn yrði fyrir hendi, til efl- ingar útveginum. En markaðirnir hljóta að fara eftir því, hvernig tekst með viðskiftasamninga. Slíkir samn ingar eru nú af stórþjóðunura gerðir langt fram í tímann. í breska þinginu var nýlega skýrt frá því, að samningar stæðu yfir um það, að Bretar keyptu nú þegar allar kjöt- og mjólk- urafurðir Ástralíumanna og Ný-Sjálendinga, sem þeir gætu við sig losað fram til miðs árs 1948. Svona er haldið á málunum þar. Hjer er ekkert aðhafst. Bara Jbeðið eftir einhverjura steiktum dúfum. Hið eina, sera dugir, er, að þingflokkarnir komi sjer saman um stjórn, er þegar í stað leiti eftir hagkværa ustu verslunarsamningum, sera unt er. Síðan verði verðlagi inn anlands komið í samræmi við það, sem fyrir útflutninginn fæst. Ef þannig verður farið að. eru 'líkur til, að hjer geti þróast heilbrigt athafnalíf, og þjóðin geti búið við framhaldandi vel- megun, og menning hennar þró ast á eðlilegan hátt. En aðgerðir í þeim efnurn mega ekki bíða. Þær eru á þingsins valdi, og þess eins. Eflir glæsilega forystu í lýðveht ismálinu ætti þingið ekki að bregðast í því að tryggja fram- líð hins nýstofnaða lýðveldis. Framkvæmdir Reykjavíkur. Allir skaplegir menn gleðjast, þegar nytsömu verki tekst að ljúka, eftir óteljandi örðug- leika. Þannig vakti frásögnin af viðbótarvirkjuninni við Ljósa foss gleði bæjarbúa, nema Al- þýðublaðsmanna. Þeir einir voru með illindi og höfðu alt á hornum sjer. Sem von var. Þeir sem ekkert geta sjálfir, íá oft meinfýsnina í ofanálag á ræfilskapinn, kunna ekki eða vilja ekki meta neitt , sem vel er hjá öðrum. Síðan hefir bæjarverkfræð- ingur skýrt blaðamönnum frá ýmsum verklegum framkvæmd um bæjarins á þessu ári, sera hann hefir undir höndum. Er gleðilegt að sjá, hve rösklega ganga ýmsar framkvæmdir bæj Ffamh. af bls. fimm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.