Morgunblaðið - 27.07.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.07.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐiÐ Fimtudagur 27, júlí 1944 fHnrptöiMá' Utg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: tvar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með LesbÓk. Deilan um Eimskip í ÞAU TÆP 30 ÁR, sem Eimskipafjelag íslands hefir starfað og haldið uppi siglingum til annara landa og í kringum landið, hefir það verið „óskabarn þjóðarinnar". Þetta fjelag varð til fyrir átak þjóðarinnar í heild og það var forboði nýs áræðis og kjarks meðal þjóðarinnar, sem varð til þess að endurheimta sjálfstæði landsins og hefir reynst þess megnugur að varðveita sjálfstæðið. Á síðari árum hafa Níðhöggar lagst að rótum þessa þjóð þrifafyrirtækis. í blöðum þriggja pólitískra flokka, Fram- sóknarflokksins, Alþýðuflokksins og Sósíalistaflokksins, hafa af og til í vaxandi mæli skotið upp kollinum óþverra- skrif, full af dylgjum og ósæmandi getsökum í garð fje- lagsins. Það hefir m. a. verið kallað „okurfjelag“, sem rekið væri með hag „sárfárra stórgróðamanna" fyrir aug- um. ★ Eimskip hefir alltaf staðið af sjer allar þessar skítlegu árásir, sem við engin rök áttu að styðjast. Þjóðin þekti sitt „óskabarn“ of vel og gat alltaf vitað allt, sem hún vildi vita af opinberum skýrslum um allan rekstur fjelagsins, sem alltaf hafa verið birtar. Þannig vissu þeir, sem vildu vita, að hluthafar fjelagsins eru nú 13724 að tölu og eru þá lítið færri en þeir hafa flestir verið, þ. e. 14609 árið 1919. Einnig vissu þeir, sem vildu, að hluthafar hafa ekki frá stofnun fjelagsins fengið meira en 3%% á ári að meðaltali af hlutafje sínu. Það, sem þjóðin vill, það eru fleiri „Fossar“, og hún veit, að til þess, að þeim fjölgi þarf rekstur fjelagsins að bera sig, og það vel á þeim tímum, sem nú eru fram- undan. ★ En það hefir ekki við það setið, að þessi skítlegu blaða- skrif væru ein um hituna við að tortryggja Eimskip. Svo undarlega hefir við brugðið, að í sambandi við óvanalega mikinn hagnað fjelagsins á síðastliðnu ári, hefir opinber stofnun, Viðskiftaráðið, látið prenta skýrslu frá sjer í blöðunum, sem furðu gegnir. Þessi skýrsla er einskonar varnarskjal Viðskiftaráðs til afsökunar því, að því skuli hafa láðst með farmgjalda-ákvörðunum sínum að koma í veg fyrir að fjelagið hagnaðist, því að það sje „skoðun ráðsins,----að á slíkum tímum sem þessum, eigi flutn- ingsgjöldin ekki að ýera hærri en nauðsynlegt getur talist til þess að hægt sje að halda uppi flutningum til landsins, og þótt aukning skipaflotans sje vissulega mjög þýðing- armikil, verði að tryggja hana á annan hátt en með söfn- un stórkostlegs gróða, sem fengist með of háum farm- gjöldum“. Hefir áður verið vikið hjer að þessari nýstár- legu fjármálapólitík Viðskiftaráðs. ★ Erlent yfirlit: Hernaðarfyriræflun Þjóðverja ÞAÐ ER FYRST OG FREMST eitþ sem þýská herstjórnin hef- ir ávalt óttast; en það er; að andstæðingar Þjóðverja gætu neytt þýska herinn til að berj- ast í senn á tvennum eða fleiri vígstöðvum. Þýska herstjórnin hefir ávalt reynt að skipu- leggja hérferðir sínar þannig; að þýski herinn þyrfti ekki að snúa sjer nema að einum víg- stöðvum í einu; og þá hafa þýsku herforingjarnir talið sjer sigurinn vissan. t Vonleysi þýsku hershöfðingj- anna nú( sem greinilega kemur fram í uppreisn þeirra gegn Hitler; stafar fyrst og fremst af því; að þeir sjá að barátta þýska hersins á þrennum víg- stöðvum á landi er algerlega vonlaus. Raunverulega eiga Þjóðverjar nú í vök að verjast á fimm vígstöðvum; því auk landvígstöðvanna þriggja má telja sókn bandamanna í Þýska landi úr lofti og fimmtu víg- stöðvarnar er innanlandsóá- nægjan og sundrungin; sem komið hefir upp milli hersins og nasistaflokksins. ★ Hernaðarsjerfræðingum eru nú ljósar fyrir ætlanir Þjóð- verja og hvernig þeir ætluðu að haga hernaði sínum í sum- ar. Einn af merkari hernaðar- sjerfræðingum Breta; Cyril Falls; telur; að þýska herstjórn in hafi gert ráð fyrir að Þjóð- verjar þyrftu að hörfa allveru- lega á austurvígstöðvunum fyrst í stað í sumar. — Þeir hafi af ásettu ráði tekið sitt besta lið frá Rússlandi og flutt það til Vestur-Evrópu til þess að mæta innrás bandamanna. Ætlun Þjóðverja hafi verið; að hafa svo sterkt lið til að mæta innrásinnþ að þeir rækju bandamenn í sjóinn strax er þeir hefðu komið miklu liði á land í Frakklandi. Með þessu hugðust Þjóðverjar að bægja mestu hættunni frá. Hefði þeim tekist að reka inn rásarlið bandamanna af Frakk- landsströndum; væri ekki hætta á að bandamenn hefðu bolmagn til þess á þessu ári að gera aðra innrásartilraun og Þjóðverjar hefðu getað flutt úrvalslið sitt aftur til Rússlandsvígstöðv- anna; áður en það var um sein- an. En hjer við bætist, að þegar framkvæmdarstjóri Eim- skipafjelagsins nú svarar skýrslu Viðskiftaráðs opinber- lega, kemur í ljós, að hún er að meira eða minna leyti röng og óábyggileg að því, er snertir skifti Viðskiftaráðs við fjelagið. Kemur þetta óyggjandi fram í svari Eirrl- skipafjelagsins þar sem ótvírætt er vitnað til þeirra brjefaskifta, er milli þessara aðilja hafa farið, sbr. svar Eimskips hjer í blaðinu í gær. Og það eitt vekur ekki litla furðu, að rangar áætlanir Viðskiftaráðsins sjálfs á væntanlegu innflutningsmagni lágtaxtavöru annarsvegar og hátaxtavöru hinsvegar, eða stefnubreyting þess varð- andi þetta atriði, hafa orsakað 10 milj. kr. hækkun á ágóða fjelagsins síðastliðið ár, sem raunverulega telst í heild um 15 milj. króna! „Eins og öllum er kunnugt, er tilgangur fjelagsins sá einn, að geta betur sjeð fyrir siglingum landsmanna með því að eignast ný og betri skip“ — segir í skýrslu stjórn- ar, Eimskips til síðasta aðalfundar fjelagsins. Þessari stefnu hefir fjelagið alltaf fylgt dyggilega. Þess vegna á það auðvelt með að verjast órjettmætri tortryggni og ó- rökstuddu níði. ★ Hernaðarfyrirætlanir Þjóð- verja á þessu sumri hafa alger- lega mistekist. — Viðurkenna Þjóðverjar þetta sjálfir að nokkru leyti. í fyrirlestri; sem Dittmar hershöfðingi; fyrirles- ari þýska útvarpsins um hern- aðarmálefni; flutti í fyrrakvöld viðurkendi hann; að þýska hern um á öllum vígstöðvum væri mikil hætta búin. Hernaðaráætlun Þjóoverja var góð; segja hernaðarsjer- fræðingarnir; en hún dugði ekki og þessvegna er ósigur þýska hersins óumflýjanlegur. ;;Það hefir komist sandur í hernaðarvjelina þýsku“, eins og Ditimar rjettilega sagði, og hVorki Göring; Hitler eða Göbbels geta komið vjelinni af stað á ný. Ameríku-flugpóstur. ! UNDANFARIÐ hefi jeg verið að nudda útaf Ameríkupóstinum, því hjer er um mikið hagsmuna- mál margra að ræða. í gærmorg- un fjekk jeg brjef frá póst- og símamálastjóra, þar sem hann segir, að enn hafi ekki tekist að fá íslenskan póst sendan flug- leiðis til og frá Ameríku, en að vpnir standi ennn til um að svo megi verða. Brjef póst- og síma- málastjóra er á þessa leið: „I skrifum sínum „Úr daglega lífinu“ hefir Víkverji undanfar ið nokkrum sinnum gert að umtalsefni póstsamgöngurnar við Ameríku og þá sjerstak- lega, hversvegna póstur sje ekki sendur flugleiðis vestur. Út af þessu skal upplýst, að póststjórnin og utanríkisráðu- neytið hefir bæði fyrr og nú farið þess á leit, að almennur póstur fengist fluttur flugleið- is beint hjeðan til Ameríku, en þetta hefir ekki tekist.enn- þá, þótt vonir standi enn til. Frekari upplýsingar er ekki hægt að gefa um þetta mál að svo stöddu. G. J. HlíðdaT'. Gleðiefni. ÞAÐ MUN verða mörgum ís- lendingum gleðiefni að heyra, að íslensk yfirvöld skuli hafa látið sig þetta mál skifta og því verð- ur varla trúað fyr en tekið er á, að Islendingum verði neitað um flugpóst. Eftir því, sem best er vitað er haldið uppi reglulegum flugpóstsamgöngum milli Ev- rópu og Islands og Island mun vera eina landið af þeim ríkj- um, sem hefir vinsamlegt sam- band við hinar sameinuðu þjóð- ir, sem ekki nýtur flugpósts- rjettinda. Forystumenn hinna sameinuðu þjóða hafa *sýnt íslendingum sóma á ýmsan hátt. Okkur hefir verið boðið að senda fulltrúa á ráðstefnur og þegið það. Það er því engin ástæða til að halda að óreyndu, að Islendingar verði settir skör lægra en aðrar þjóð- ir, hvað snertir afnot af flug- póstsamgöngum. Setuliðsmenn og knattspyrna. „X—9“ skrifar á þessa leið: „í blöðunum fyrir nokkru var gefið í skyn, að ef Í.S.Í. gæfi samþykki sitt, mættu menn eiga von á knattspyrtiukappleik milli liðs frá breska setuliðinu og úr- vali úr knattspyrnufjelögum bæjarins, " og voru menn farnir að vonast til að þetta yrði að veruleika á næstunni, er fregn kemur að Knattspyrnuráðið hafi synjað um leik þennan. Þessi synjun hefir valdið mörg um vonbrigðum, og eiga menn ekki gott með að skilja þessa neitun, þegar vitanlegt er, að fje- lögin hafa undanfarið verið að keppa æfingaleiki við setuliðs- menn, og hafa þeir leikir verið mjög jafnir og skemtilegir, því margir ágætir knattspyrnumenn eru meðal setuliðsmanna. Mjer er nú spurn, hafa íslensk- ir knattspyrnumenn ástæðu til að hafna góðum leikjum, á þeim tímum sem óniögulegt er að ná í þjálfara, og skilyrði til æfinga ■ mjög takmörkuð. Fyrir stríð virt' ust fjelögin ekki geta verið þjálf- aralaus, eins og sást best á því, að hjer voru þrír erlendir þjálf- arar 1939, sem kostuðu fjelög- in talsverða peninga. Vilt þú nú ekki, Víkverji góð- ur, reyna að upplýsa okkur knatt spyrnuunnendur, um, hvernig stendur á því, að ráðamenn þess- arar íþróttar, hafa hafnað og hafna enn slíkum tækifærum sem að ofan greinir, því leikir sem þessir eru til eflingar knatt- spyrnunni og gætu einnig verið tekjuliðir fyrir knattspyrnu- starfsemina“. • íþróttamenn æfa með setuliðsmönnum. • ÞAÐ mun hafa verið í upphafi hernáms Breta hjer á landi, vor- ið 1940, að íþróttamenn, eða sam tök þeirra gerðu með sjer sam- þykt um að þreyta ekki leiki við erlenda setuliðsmenn. Var þetta að sömu leyti eðlilegt, eins og þá stóð á. Síðan hefir viðhorfið ger- breyst. Island er í rauninni ekki lengur hernumið og sjálfsagt hef ir þótt, að hafa samvinnu við setuliðsmenn á mörgum sviðum og hefir enginn haft neitt við það að athuga. Reynslan hefir líka orðið sú, að íþróttamenn hafa haft gamlar samþyktir um, að leika ekki við setuliðsmenn að engu og að því er virðist átölulaust. Svo að segja á hverjum degi má sjá ís- lenska og erlenda íþróttamenn æfa sig saman hjer á íþróttavell inum, og ekki hreyfði neinn mót- mælum er hnefaleikamenn ís- lenskir sýndu og keptu við er- lenda hnefaleikamenn í þeirra eigin húsakynnum, enda engin óstæða til að amast við því. Það virðast því engin rök mæla með því, að K. R. R. skuli neita knattspyrnufjelögum að leika við erlenda knattspyrnumenn, sem hjer eru staddir, ef rjett er hermt, að ráðið hafi synjað slíkri beiðni. Góð regla. ÞULIR Ríkisútvarpsins hafa tekið upp góða reglu við lestur frjetta, sem vafalaust verður vin sæl meðal hlustenda og sem ekki má leggja niður aftur. Hafa út- varpsþulirnir nú 1 nokkra daga haft það fyrir sið, er þeir lesa hádegisfrjettir, að endurtaka að- alefni frjetta að loknum lestri. Þeir hlustendur, sem koma seint til hádegisverðar og hafa mist af upphafi frjettalesturs fá því að heyra það helsta,- sem frjettir höfðu að segja. Hjer í dálkunum var fyrir skömmu minst á, að heppilegf væri að taka upp þennan sið, sem algengur er hjá mörgum er- lendum útvarpsstöðvum — og nú hefir það verið gert. Straumar. GOLFMÓT ÍSLANDS hefir staðið yfir norður í Skagafirði. Veður hefir verið einstaklega blítt og gott norður þar og einu sinni er mönnum var tíðrætt um veðurblíðuna varð Sigurði Sig- urðssyni sýsumanni Skagfirð- inga að orði: „Það er .ekki að furða, þótt veðrið sje gott' þar sem allan golfstrauminn leggur nú hingað norður“. Enskir björgunarbátar bjarga 469 mönuunu LONDON: — Björgunarsveit ir Bretlands björguðu á síðast- liðnu ári 469 mönnum. Er sú tala mjög lág, aðeins 100 mönn um fleira en á friðartímum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.