Morgunblaðið - 27.07.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.07.1944, Blaðsíða 8
 8 tóORGUNBLAÐIÐ Fímtudagur 27. júlí 1944 — Stormsveitir Þjóðverjar ónáða Framh. af bls. 7. einum fjórða af því sem þá var, en mestur hluti þessara órða fer nú í herinn og SS- foringjunum, sem hreppa þær, fer stöðugt fjölgandi. Himmler er voldugur maður. ÞAR EÐ SS-sveitirnar vaka vfir heimavígstöðvunum og SS-hersveitirnar eru með hernum, hefir Himmler flest ráð í hendi sjer. Sem innanríkisráðherra er hann einráður um alla innanrík- isstjórn og öll meiri háttar embætti í ráðuneytinu hefir hann fengið í hendur skó- sveina sinna. Sem yfirmaður loftvarnanna ræður hann ekki einungis yfir öllu loft- varnaliði landsins, heldur og dreifingu fólks, sem hefir orðið húsnæðislaust í loftár- ásum. Sem lögregluforingi ríkisins stjórnar Himmler Gestapo, öryggislögreglunni og hinu venjulega lögreglu- liði, sem algjörlega er stjórn að af SS. Þar að auki hefir eigi alls fyrir löngu verið gefin út skipun þess efnis að allir menn á herskyldu aldri, sem ekki em í hernum, megi vera við því búnir að vera kallaðir í varalögreglulið. Að lokum ræður Himmler yfir lífi og limum allra þeirra miljóna erlendra verkamanna, sem nú eru í nauðungarvinnu í Þýska- landi. Himmler er ekki vinasnauður. ÞÓTT frami Himmlers sje #ekkl í sem bestu samræmi við rótgrónar hernaðarvenj- ur, á hann þó vissa vini með al æðstu manna hersins. General Zeitzler, fyrverandi foringi herráðsins þýska, er álitinn eiga vini sínum Himmler að þakka hinn skjóta frama, sem hann hef- ir hlotið. Rommel marskálk ur hefir iðulega verið nefnd- ur sem náinn vinur hans. — Meðal foringja flughersins var vngsti marskálkurinn, Wolfang von Richthofen, sigurvegari Krítar, eindreg- inn stuðningsmaður Himml I ers og álitinn sennilegasti yf irmaður SS-flughersins, sem Himmler hefir mikið barist fyrir að yrði stofnaður.. Þannip' er fljótt á litið vald hans yfir þýsku þjóðinni og hernum gífurlegt. En það, sem alt veltur á, getur Himmler treyst SS-mönn- unum þegar á herðir? Síð- ustu atburðir í Þýskalandi benda eindregið í þá átt. Meðan nokkur baráttu- kjarkur er eftir í þýsku þjóð inni, munu SS-mennirnir 'hafa lag á því að hvetja þann kjark og viljann til þess að halda baráttunni áfram — þótt hrun og ófarir einar blasi við. sænska fiskimenn STOKKHÓLMUR: — Frá Málmey berast þær frjettir, að sænskir fiskimenn við vestur-' ströndina sjeu gramir út af því, að þýskir varðbátar eru sífelt að skifta sjer af ferðum þeirra. I fyrstunni voru sænskir fiski- menn, að því er virtist, grun- aðir um að koma í land í Sví- þjóð mönnum, sem Þjóðverjar hafa vanþóknun á. Nú eru Þjóðverjar hættir við þá aðferð að lei^a í fiskiskip- unum, en skipa hinsvegar fiski mönnunum að halda sjer inni við ströndina og traðka þann- ig á lagalegum rjetti fiskimann anna.' Tökum upp í dag og á morgun AMERÍSKA Dömurykfrakka Dömuregnkápur Herrarykfrakka margir fallegir litir — mjög smekklegt snið (einnig sportsnið). Dömustrandföt Barnaútiföt Sportbelti (Leður og gler) Sportjakkar GEYSIR H.F. Fatadeildin. Vatnobátnr f með nýjum utanborðsmótor, til sölu og sýnis Miklu- % baut 22. | IViinningarorð: Magnús Magnússon Sælir þeir; sem hógvært hjarta hafa; í líking frelsarans. Þeir, sem helst með hógværð skarta, hlutdeild fá í arfleifð hans. ÞEGAR menn hafa verið sam- an á ferðalagi, þá er það gam- all og góður siður; þegar að leið arenda dregur; að þakka ferða- fjelaganum fyrir samveruna og rifja upp það, sem við bar í ferðinni. Líkt er því varið, þeg- ar einhver af samferðamönnum á lífsleiðinni er kallaður burtu, og vjer lítum hið auða sæti, er oft er vandfylt. Þegar dyggur og góður sonur fósturjarðarinn ar hverfur úr hópnum, þá er margs að minnast og mikið að þakka. Einn slíkra manna, sem hjer verður með nokkrum línum minst, var Magnús Magnússon bóndi að Strandarhöfða í Vest- ur-Landeyjum, er ljest á sjúkrahúsi íTteykjavík 30. maí s.l. Hann var fæddur að Strand arhöfða 6. ágúst 1871. Foreldr- ar hans voru Magnús Magnús- son bóndi þar, ættaður frá Núpi í Fljótshlíð og kona hans Arn- björg Jónsdóttir, ættuð úr Mýr- dal. Eignuðust þau hjón fjóra sonu og eina dóttur, eru syn- irnir allir dánir, en dóttirin er lifandi, 78 ára, er það Elín í Hallgeirsey, ekkja Jóns Guðna- sonar fyr bónda þar. Magnús ólst upp hjá foreldr- um sínum og var snemma starfs maður mikill, eins og t. d. stór tún á Strandarhöfða bera merki sem hann ungur sljettaði að mestu með handverkfærum, því hin fljótvirkari áhöld síð- ari tíma, voru þá óþekkt. Einn- ig stundaði hann um langt skeið á vetrum sjómensku í Þorlákshöfn og alltaf hjá sama formanni. Þótti hann jafnan traustur verkmaður, hvort held ur hann vann til lands eða sjávar. Árið 1912 giftist Magnús eft- irlifandi konu sinni, Halldóru Guðmundsdótlur, hinni' ágæt- ustu eiginkonu, af hinni þektu Teigsætt í Fljótshlíð. Hætti þá faðir hans búskap, en Magnús tók hálfa jörðina til ábúðar, en bróðir hans, sem Jón hjet og var ári yngri, tók helming- inn. Árið 1920 andaðist hann og tók þá Magnús alla jörðina og bjó þar síðan til dauðadags. Hjónaband þeirra var hið besta og'þau samhuga í starfi að heill og blessun heimilis síns í hví- vetna. Þau hjón eignuðust <sinn son, sem Jónas Magnús heitir, hinn mannvænlegasti maður, er dvelur með móður sinnj, einnig ólu þau upp stúlku, sem líka er heima. Að Strandarhöfða hefir jafn- an verið gott og ánægjulegt að koraa, Hinn gestrisni bóndi tók ætíð brosandi móti gestum og bauð í bæinn og viðdvölin varð oft löng, en liðin fyr en varði, Hann bar virðingu fyrir öllu því sem gott var og göfugt, trú- maður, igem unni kirkju Krists og lagði oft leið sína til hennar um æfina. Hann var sjerstak- lega vinsæll, hjálpsamur o.g greiðvikinn.Framkoma hans Qg skapgerð var öðrum til fyrir- myndar og mun hann ekki hafa skapað sjer óvild nokkurs manns sakir ljúfmensku sinnar, enda þótti öllum gott með hon- um að dvelja. Hann var íraust- ur og góður bóndi, en á síðari árum fór heilsa hans að bila og mun hann því oft hafa geng- íð vanheill til verka sinna, þó eigi væri ætíð hátt hrópað um slíkt. Á sólbjörtum sumardögum er frá Strandarhöfða, eins og ann- arstaðar úr Landeyjum, fagurt útsýni, fjallahringurinn víður og tilkomumikill og græn og fögur Fljótshlíðin, sem fyrr. Á einum slíkum degi 9. júní. s.l. var Magnús til hennar fluttur í sitt síðasta hvílurúm í graf- reitinn að Breiðabólstað. Sólin vermdi gröfina hans, og fjöld- ann, sem þar kominn til að kveðja og þakka með hljóðum huga samferðamanni, er vildi aLlrá vinur og bróðir vera. — Kveðjustundin var fögur. Svo mun jafnan minning hans og ævisaga geymast, björt og hlý í huga allra þeirra mörgu. sem einhver kynni höfðu af honum. 25. júní 1944. S. G. >»»»»»»»»»»»»»»<»»»»»»»»»»»0»»»»»»»»»»»»»»»'»»<HÞ»»»»»<t>»»»»»»»»<3>»<»»»^»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»S^»»»»»»»»»'3><S>»<»»»<S>»3*»»<»»»<»<MXi><$’< > X-9 5W 4/ Eftir Roberl Storm YODDON'T 1 "FLOOPöS" ÖENT r N /HE ... IT'Ö ABOUT / 7ELL HIM BLUE-JAW! J 70 TAKE «aá ÖO/VJETHIN& iwMá \ EOfZ /77 v /5 THAT WH Y TOUfZ (4AN0 /S &FAKIN1. ROX Y r CAN WE 60 SOMEVJHEPE an' TALK /n PRIVATE EVEN THROVJ ANN WARM-UP PlTCHEEj DO v YOUZ HEAPD OF E/THEP OF THOSE PUNKS.. HELLO...X THOU6HT J ALL THE HANDSOME YOUN6 CIVILIANE WERE IN THE APMY. ___________ i'caturcs Syndicatc, Inc., World righft rcserved. 1) Roxy: — Halló .... Jeg hjelt að allir mynd- saman í næði? — Roxy: — Þú gengur hreint til andi Blákjamma. — Roxy: — Jeg — jeg hefi aldrei arlégir ungir menn væru í hernum. — X-9: ■— Ekki verks. heyrt þessara drengja getið. — X-9: — Er það þess þessi, X-9: — „Floopsy“ sendi mig .... það er viðkom- vegna, sem hönd þín skelfur, Roxy? 2—4) X-9: — Getum við komið eitthvað og talað v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.