Morgunblaðið - 28.07.1944, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.07.1944, Qupperneq 1
81. árg-angur, 167. tbl. — Föstudagur 28. júií 1944 IsafoldarprentsmiSja h.t RÚSSAR TAKA FIMM STÓRBORGIR AMERÍKUMENINI BRJÓTAS f GEGN Suður-vígstöðvarnar í Rússlandi. — Á uppdrættinum sjást borgirnar Lvov og Stanislov, sem Rússar tóku í gær. Verið að króa þýskt lið inni í Normandi 2400 þýskir fangar London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. BANDARÍKJAHERSVEITIR Omar Bradleys hershöfð- ingja hafa unnið mikinn sigur á Normandi-vígstöðvunum. Þær hafa brotist í gegnum varnir Þjóðverja fyrir sunnan og vestan St Lo og á vestanverðum Normandiskaga. — Hafa hersveitirnar tekið mörg þorp og handtekið 2400 þýska hermenn. Búist er við að fangatalan aukist mjög á næstunni, því enn hefir ekki unnist tími til að telja þá fanga, sem streyma inn í herbúðir Bandaríkjamanna. Dvinsk, Bialystock, Lvov og Shavli fallnar London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. STALIN marskálkur hef- ir tilkynt fimm stórsigra rússneska hersins í dag og er það í fyrsta sinni, sem Stalin birtir fimm dagskip- anir um sigra á einum degi. í dagskipunum sínum til- kynti Stalin fall borganna Dvinsk á landamærum Lett lands og Rússlands, Shavli, sem er um 150 km suður af Riga og álíka langt frá Eystrasaltsströndum. Bialy- stick á miðvígstöðvunum, Lvov á suðurvígstöðvunum og Stanislov við Karpata- fjöll. Auk þess tilkynti hann fall borgarinnar Resekne á landamærum Lettlands og Rússlands. Þýðingarmiklir sigrar. Allir eru þesstr sigrar hiríir þýðingarmestu fyrir Rússa, því allar borgirnar hafa verið ram girt virki Þjóðverja, sem þeir hafa bygt varnir stórra svæða á. Um borgirnar allar liggja mikilvægar járnbrautir. Dvinsk og Shavli. Dvinsk hefir verið nefnd „lykillinn að Riga“, höfuðborg Lettlands. Um þá borg liggjá járnbrautir til Riga og Eystra- saltslandanna. Rússar voru komnir að borginni fyrir nokkr um dögum og höfðu umkringt hana. Shavli, eða Schaulen, er þýðingarmikil borg í Lithauen, í þjóðbraut til Austur-Prúss- lands. Biaíystock. Bialystock var eitt aðalvarnar- virki Þjóðverja, sem varði leið- ina til Varsjá, höfuðborgar Pól lands. Hafa Rússar setið um þessa borg í nokkra daga og gerðu Þjððverjar alt, sem í þeirra valdi stóð til að halda þessari þýðingarmiklu borg. Frá Bialystock ,til Varsjá er innan við 160 km. lið. Rússar eru komnir ríær Varsjá við Demblin, en taka Bialystock Framh. á 2. síðu ' Loftárásir í þrumu veðri London í gærkveldi. Fluglið bandamanna gerði niiklar loftárásir í gærkveldi og í ríótt, þrátt fyrir mikið lanVii. — Mosquito-flugvjelar rjeðust á ITamborg og tundur- dufl voru lögð á skipaleiðum Þjóðverja. Bandamenn mistu 7 flugvjelar í öllum árásum í nótt. I björtu í dag gerðu amer- ískar flugvjelar árásir á ýmsa hernaðarstaði Þjóðverja í Belgíu, einkum nálægt Chent. Orustuflugvjelar, sem voru spren g j ufhf|;vj el unum til verndar, rjeðust á járnbraut- arlestir og liergagnaliirgða- stöðvar. Engar þýskar orustu- flugvjelar sáust. Bandaríkjamenn mistu eina sprengjuflugvjel og eina or_ ustuflugvjel í árásum þessum. — Reuter. Tveir þýskir sam- særishershöfðirigj- ar nefndir LONDON í gær: — Þýska frjettastofan skýrði frá nöfnum tveggja þýskra hershöfðingja, sem tóku þátt í samsærinu gegn Hitler í vikunni sem leið. Ann- ar þeirra, Olbrecht að nafni, hefir verið skotinn, en hinn, Höphner, bíður dóms. Þá skýrir þýska frjettastof- an frá því, að Beck hershöfð- ingi, sem var einn þeirra, er stóðu að samsærinu og átti að taka við stjórn í Þýskalandi, að sögn nasista, hafi framið sjálfs- morð, er samsærið mistókst. — Reuter. 64:2 Flugvjelaheimsókn amerísku flugvjel- anna III Rússlands Róríi í gærkveldi: Amerísku orustuflugvjelarn ar, sem fóru í þriggja daga heimsókn til Rússlands eru nú komnar aftur til bækistöðva sinna í Italíu. 1 ferðinni skutu amerísku flugmennirnir niður 64 þýskar flugvjelar, en mistu tvær sjálfir. Á meðan þeir voru í Rúss- landi fóru amerísku flugmenn irnir með riissneska flughern- um till árása og skutu niður eða eyðilögðu á jörðu 34 þýskar flugvjelar. Á leiðinni til Italíu bættu þær við sig 3°.' _ Mikil flolaárás á Sabang — Reuter. Washington í gær: Motadeild bandamanna gerði mikla árás á flotastöð Japana í Sabang, seríi er yst á norð- austurskaga Sumatra, síðastl. þriðjudag. Orustuskip og beiti skip hófu skothríð á höfnina og stóð skothríðin í 45 mínút- ur. Flotaflugvjelar frá flug- vjelamóðurskipum gerðu um leið lofsárás á höfnina. Þegar floti bandamanna hvarf frá var allt í rústum í höfninni. 4 japanskar flug- vjelar voru eyðilagðar á jörðu og 3 flugvjelar af þeim sem reyndu að elta flota banda- manna voru skotnar niður. Ekkert tjón varð á herskip- um bandamanna og ekkert manntjón. Bretakonungur á Ítalíuvígsiöðvun- um Róm í gærkveldi: Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. GEORGE VI. Ilretakonung ur hefir verið á ferðalagi a sjálfum vígstöðvunum á Italíu og hefir sjeð bardaga milli hermanna úr 8. hernum og Þjóðverja. Fór konungur í fremstu víglínu og fylgdist með bardögunum af mikhmi áhuga. Áttundi herinn á nú eftir 10—12 km. til Florens og hef- ir unnið nokkuð á. Áttundi herinn' hefir og unnið nokkuð á í Tiberdalnum og á austur. ströndinni. Fimti herinn ameríski hefir mætt harðri mótspyrnu Þjóð- verja í Pisa. Loftbelgir III varnar gegn svifsprengjum London í gærkveldi: Flugmálaráðuneytið skýrir frá því, að í dag hafi Þjóð- verjar sent svifsprengjur til Suður-Englands. Voí’u margar þeirra skotnar niður með loft- varnabyssum, af orustuflug- vjelum og margar eyðilögð- ust á loftbelgjum. Er þetta í fyrsta sinn, sem talað er um loftbelgi til varnar svifsprengj um. Nokkrar sprengjur kom- líst í gegn um varnirnar og ollu tjóni á mannvirkjum og særðu menn og drápu. Reuter. Þjóðverjar innikróaðir. Bandaríkjamenn hafa sótt fram gegnum þorpið Marigny eftir aðalþjóðveginum ti'l borg- arinnar Coutance; sem er þýð- ingarmesta borgin á þessum slóðum. Eru Ameríkumenn inn an við 8 km frá borginni. Eins og er; lítur út fyrir að mikið þýskt lið verði króað inni fyrir norðaustan Coutances. Lessay og Periers falla. Bandaríkjahersveitir hafa og sótt fram meðfram vestur- strönd Normandiskaga og tekið bæina Lessay og Periers. Hraða hersveitirnar sókn sinni með- fram ströndinni til þess að króa inni lið Þjóðverja. Verða Þjóðverjar að hafa hraðann á, ef þeim á að takast að bjarga liði sínu frá innikróun á þessu svæði. Flótti í liði Þjóðverja. William Stringer frjettarit- ari Reuters með Bandaríkjaher sveitunum á Normandiskaga, símar seint í kvöld, að þýski herinn hörfi svo hratt úr geil- inni fyrir norðan og norðaust- an Coutances, að Bandaríkja- menn eigi fult í fangi með að fylgja þeim eftir og hafi raun- ar mist af þeim sumstaðar. Þýðingarmikill sigur. Þetta er mjög býoingarmikill sigur, segja frieitaritarar i Nor mandi og l.estu frjettir sem borist hs"a frá Normandi í margar vikur. A svæði þvi. sem barist er s fyrir sunnan og vestan S', Lo, hagar svo til að Þjiöverjar neyðast til að hörfa alllangt til nýrra varn- arstöðva Hlje á bardögurn hjá Caen. Hjá Caen hefir verið hlje á sjtórbardögum í dag. Flugliðið Framh. á 2. síðu I þrumu- og eldingaveður yfir Frakkíandi og Suður.Þýska-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.