Morgunblaðið - 28.07.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.07.1944, Blaðsíða 4
4 MOKGUNBLAÐIÐ Föstudagur 28. júlí 1944 Minningarorð um ALDREI M inningarorð Frú Jóhanna Eyþórsdóttir í DAG verður jarðsunginn í Vestmannaeyjum frú Jóhanna Eyþórsdóttir kona Gunnars Ól- afssonar ræðismanns. Hún andaðist að heimili sínu Vík í Vestmannaeyjum þ. 19. þ. m. eftir langvinna vanheilsu. Jóhanná Eyþórsd.óttir fæddist í Reykjavík 18. október 1870. Foreldrar hennar voru þau Ey- þór Felixson kaupmaður og kona hans Kristín Ásgrímsdótt ir. Hún ólst upp í föðurhúsum og giftist þann 1. september 1898 eftirlifandi manni sínum Gunnari Ólafssyni, er síðar varð verslunarstjóri fyrir I. P. T. Brydes verslun í Vík í Mýr- dal, en þangað fóru þau hjónin skömmu eftir giftinguna og áttu þau þar heima í tíu ár sam fleytt. Að þeim tíma loknum ljet Gunnar af störfum fyrir Brydes verslun og fluttist bú- ferlum til Vestmannaeyja, þar sem hann sían hefir rekið út- gerð og verslun, sem kunnugt er. Þeim hjónum varð sex barna auðið. Þrjú þeirra eru látin, Kristín, sem dó á fyrsta ári, Ólafur, sem dó ókvæntur og Sigurður, kvæntur Sigríði Geirsdóttur frá Kanastöðum í Landeyjum, dóu þeir báðir á besta aldri. En á lífi eru, Nanna, gift í Danmörku, Guðlaug gift And- rjesi Þormar aðalgjaldkera Landsímans, og Eyþór læknir í Reykjavík, giftur Valgerði Vil- hjálmsdóttur. Auk barna þeirra Jóhönnu og Gunnars ólst upp hjá þeim Grjeta Kristjánsdóttir gift Gunnari Hannessyni verslun- armanni í Reykjavík. Frú Jóhanna og Gunnar Ól- afsson höfðu lengst af margt manna í heimili, og meðan þau bjuggu í Vík í Mýrdal, var auk þess mjög gestkvæmt á heim- ili þeirra einkum á kauptíðum. En þótt slíku fylgdi eðlilega mikið ónæði og umstang sam- fara öðru annríki á heimili verslunarstjórans, settu hús- bændurnir það eigi fyrir sig. Þau hjónin hafa jafna haft yndi og ánægju af því að taka á móti gestum, og ávalt þótt góð heim að sækja öllum er að garði bar, enda voru vinsæld- ir þeirra miklar í Skaftafells- sýslum, eins og raun hefir bor- ið vitni um. Sami rausnarbragur varð á búskap þeirra í Eyjum. Gest- risni og ljúfmenska við alla hefir auðkent húsráðend- urna á Víkurheimilinu. Hef- ir jafnan þótt gott þangað að koma ekki síst nauðleitar- mönnum, enda munu þau hjón hafa notið óskiftrar virðingar Vestmannaeyinga, auk hins mikla f jölda sjómanna og verka manna víðsvegar að af landinu, sem á undanförnum þrem síð- ustu áratugum hafa leitað sjer atvinnu í Eyjum á vertíðum á vegum Gunnars Ólafssonar. Raunir miklar og þungbærar hafa þau hjónin samt orðið að þola í Eyjum. Frú Jóhanna ár- um saman verið þungt haldin af sjúkdómum, og varð m.a. að fara utan til uppskurðar við þrálátum höfuðsjúkdómi, og er tæplega hægt að segja að hún hafi nokkurntíma náð sjer fylli lega eftir það, þótt hún væri sæmilega haldin á köflum. — Þrátt fyrir veila heilsu sá hún með prýði um heimili sitt, því það var hennar yndi, meðan nokkur tök voru á því heils- unnar vegna. Ástvinamissirinn var líka tii- finnanlegur. Fyrir utan elsku- lega litla dóttur, er þau mistu þar unga, urðu þau a sjá á bak tveim mikilhæfum uppkomn- um sonum sínum, er báðir hnigu fyrir sigð dauðans í blóma lífs síns. Frú Jóhanna var fríð kona sínum, hógvær og prúð í fram- göngu og sjerstaklega grand- vör. Hún var glaðvær að eðlis- fari, viðmótsþýð og vildi öllum gott eitt gera. Þegar þessi hugþekka og hjartahreina kona verður í dag kvödd í síðasta sinn að heim- ili sínu af ástvinum og vinum þeirra hjónanna, munu Vest- mannaeyingar og aðrir vinir þeirra Víkurhjóna minnast hennar*með virðingu og þakk- læti, og votta eftirlifandi eig- inmanni hennar og börnum innilega samúð sína. Jóhann Þ. Jósefsson.. Síróp í tunnum nýkomið. Eggert Kristjánsson & Co. h.f. vond hægðalyf ALTAF þessa ljúffengu eðlilegu fæðu Hið stökka ALL-BRAN bætir meltinguna. • Trúið því ekki, að þjer getið læknað harðlífi með stöðugum inntökum. Þau veita aðeins stundarhjálp, en eru óholl. Heilbrigt ráð til að bæta melt inguna er að borða Kellogg’s All-Bran reglulega. Nærandi, heilsusamleg fæða, sem hjálpar til að melta annan mat. Yður mun þykja gott steik- arbragðið af henni. Biðjið um hana í dag. (3936). Girnilegt! Bragðgott! 3 mínútna hafraflögunar eru bakaðar í verksmiðjunni í 12 stundir. Þessvegna hafa þær hveitikeim! Þessvegna eru þær svo lystugar og heilnæmar! Hafið þær í matinn á morgun. Öllum þykja þær góðar. 3-MINUTE oat flakes Skipsferð vestur og norður 5.—8. ágúst n.k. Viðkomustaðir: Patreks- fjörður, ísafjörður, Siglufjörður og Akureyri. — Um flutning óskast tilkynt á skrifstofu vorri. Vigfús Einarsson, óðalsbóndi VIGFÚS EINARSSON, óð- alsbóndi að Önundarholti, and- aðist hinn 18. þ. m., og ‘ verða jarðneskar leifar hans til grafar bornar að Villinga- holti í dag. Fæddur var hann að Steinum undir Eyjafjöllum hinn 23. júní 1861, sonur Ein- ars hreppstjóra Einarssonar og konu hans Guðfinnu Vigfús- dóttur, er þar bjuggu. Árið 1889 kvæntist Vigfús eftirlifandi konu sinni, Þóru Jónsdóttur frá Hlíð undir Eyja- fjöllum, hinni ágætustu konu. Eignuðust þau 4 börn og andað ist eitt þeirra á æskuskeiði, en eftir lifa þrjú þeirra. Jón og Guðbjörg, er búa á föðurleifð sinni, Önundarholti, og Guð- finna kona Sigurjóns Jónsson- ar frá Ármóti, forstjóra versl- unar Geirs sál. Zoega og ekkju hans, Helgu systur Sigurjóns. Auk áðurnefndra barna sinna ólu þau Vigfús og Þóra upp mörg vandalaus börn, þ. á. m., fósturson okkar hjóna, Hjálmar Ragnar, sem búsettur hefir verið í Englandi nú um 12 ára skeið, hlotið þarlendan borgararjett og því orðið að inna þar af hendi herskyldu- þjónustu sína, m. a. við leit að kafbátum og hlotið virðingu mikla og viðurkenningu heims- veldisins breska, fyrir dáðrík störf sín, dugnað og reglusemi. Er hann nú nýlega farinn hjeð- an til framhalds herþjónustu sinnar ytra. Önundarholtsheim ilið og dvöl Hjálmars Ragnars þar, frá 7—12 ára aldurs var honum góður skóli: Þar var at- lætið svo gott, umhyggjan svo mikil, reglusemin svo rótgróin og rígbundin, að alt þetta og margt annað mótaði sál hins efnilega unga drengs til dáða og drengskapar, áhuga fyrir því, að láta sem mest gott af sjer"leiða og síðast en ekki síst til iðjusemi og trúmensku í störfum sínum, enda minnist hann heimilis þessa með gleði og þakklæti; hefir þetta eigi hvað síst stuðlað að því, hve mikils heiðurs hann hefir orðið aðnjótandi meðal samþegna sinna erlendis og áður er að vikið. Má af þessu m. a. sjá hversu héppilegt það er tápmiklum unglingum á hans aldri, að kom ast undir handleiðslu, sem þá er Hjálmar Ragnar hlaut á þessu fyrirmyndarheimili, og fáum við hjónin eigi, nje hann sjálfur, fullþakkað það. Sama máli var að gegna með börn þau öll, er þau Vigfús og Þóra í Önundarholti tóku að sjer og ólu önn fyrir. Við þau var gjört í öllu, sem væru þau þeirra eig- in börn, þau voru látin læra Guðs orð og góða siðu, reglu- semi og raunhæfa ástundun hollrar vinnu. Þannig hefir og þessu og framfarið hjá þeim systkinum Jóni og Guðbjörgu, börnum þessara ágætu hjóna. Er þetta bygt á margreynd okk ar hjónanna um mörg ár. Vigfús og Þóra byrjuðu bú- skap að Steinum og að Árbæ í Ölvesi bjuggu þau um 12 ára skeið og nú síðast að Önundar- holti, eftir að þau fengu þá jörð keypta; alls munu þau hafa búið saman um hálfan sjötta tug ára í ástríku hjóna- bandi. Vigfús var lagvirkur mjög og víkingur að allri vinnu til sjós og sveita. I viðskiptum við aðra var hann hreinskiftinn og vandaður maður, góðsamur og greiðvikinn. Hann var jafn- an glaður í viðmóti, ákveðinn í skoðunum og skildi betur en margur annar, hvers gæta ber og hvað að varast á þessum tímum ólgu og ójafnaðar í þjóð lífi manna, þegar svo mjög reynir á samheldni þeirra og sanngirni í hvers annars garð; áleit hann bændur landsins eigi fremur en aðra undanþegna þessari skyldu sinni og bar hann jafnan gott traust til þeirra samstjettarbræðra sinna og samverkamanna. Vigfús í Önundarholti var heilsteyptur maður og óskiptur, heimilisfað ir hinn besti og höfðinglega sinnaður, enda lánaðist honum alt vel, konu hans og börnum, búskapurinn og barnauppeldið, sem allt var til fyrirmyndar og furðu gott. Hjer verður því að þessu sinni mætur maður til moldar borinn og hans minst af rnörg- um góðum vandamönnum hans og vinum með virðingu og þakk læti. Blessuð sje minning hans. Reykjavík, 28. júlí 1944. Jón Pálsson. Höfum til sölu fyrsta flokks LOFTHITARA I til upphitunar á stórum sölum (samkomusöl- | um, leifimissölum, verksmiðjusolum o. þ. 1. I H.f. Hamar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.