Morgunblaðið - 28.07.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.07.1944, Blaðsíða 6
MORGCJNBLAÖIÐ Föstudagur 28. júlí 1944 6 imiillií Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmimdsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands f lausasöiu 40 aura eintakið, 50 aura með Leabók. „Samvirkt" eða „sund- urvirkt“ Þjóðfélag „Grundvöllur stjórnmálanna er fjárhags- og atvinnu- mál þjóðarinnar, meðan hann er ekki samvirkur, verður þjóðin ekki samvirk, meðan hagsmunirnir eru Ækki sam- eiginlegir, verða stjórnmálamennirnir ekki sammála um meginatriðin“, segir í forustugrein Þjóðviljans í gær. Og enn segir þar: „Leiðin til að sameina þjóðina er því að þurka út hagsmunaandstæðurnar, það er staðreynd, sem aldrei má gleymast!“ Nú verður sennilega flestum á að spyrja: Hvað hafa kommúnistar fyrr og síðar lagt til þeirra mála, „að þurka út hagsmunaandstæðurnar?“ Menn muna boðskap kom- múnistaflokksins, er hljóðaði á þá leið: „Byltingarhugur verkalýðsins magnast uns hámarki baráttunnar er náð með áhlaupi verkalýðsins undir forustu kommúnista- flokksins á höfuðvígi auðvaldsins í Reykjavík og valda- ráni hans“. Einnig þetta: „Það, sem úrslitum ræður, verð- ur meiri hluti handanna — handaflið“. Er það þessi að- ferð, sem á að viðhafa til þess að „þurka út“ hagsmuna- andstæðurnar?“ Sje svo, myndi margur hyggja, að ekki verði þjóðfjelagið ,,samvirkara“ með slíkum hætti. Það er gott að tala fagurlega, en betra er að meina vel. Kommúnistar segja að þjóðskipulag okkar sje sundur- virkt af því að það að stækka hluta verkamanna þýði að smækka hlút atvinnurekendanna og öfugt. Þetta er hin kommúnistiska kenning um stjettabaráttuna. Aðrir líta svo á að bættur hagur einnar stjettar sje öðrum stjettum til góðs og öfugt. Þess vegna boða þeir samstarf stjett- anna og vinna að því að efla gagnkvæman skilning þeirra og samhug. Þeir sjá nauðsyn þess, að stjettirnar sjeu sam- virkar en gína ekki við úreltum kenningum um óhjá- kvæmilega nauðsyn þess, að hljóta að vera sundurvirkar — í stöðugri baráttu, er enda muni með kollvörpun þjóð- skipulagsins. Farmgjöld og vísitala ÞAÐ HAFA verið meiri bollaleggingar um dýrtíðina hjer heldur en framkvæmdir til að ráða niðurlögum hennar. Má í þessu sambandi minnast, að um skeið var það eitt aðal árásarefni vissra blaða á þáverandi atvinnumálaráð- herra, Ólaf Thors, sumarið 1941, að með því að stjórnin hefði ekki haldið farmgjöldum niðri, helst í því sama og þau voru fyrir stríð, væri hún af þessum sökum ábvrg fyrir nær allri þeirri dýrtíðarhækkun, er orðið hafði, en hækkunin var þá um 70 vísitölustig. Atvinnumálaráðherra ljet þá hagstofustjóra reikna út áhrif farmgjaldanna á vísitöluna og komst þá hagstofu- stjóri að eftirfarandi niðurstöðu: „Farmgjöld allra þeirra vara, sem ganga beint inn á vísitölureikninginn (að með- töldum tolli af farmgjöldum og álagningu á þær) nema um 8 vísitölustigum“. Þar sem öll farmgjöldin námu, að áliti hagstofustjóra, aðeins 8 stigum, gat hækkun þeirra ein numið aðeins broti af því! Nú liggur það fyrir, að eftir að Viðskiftaráð fyrirskip- aði 45% lækkun farmgjalda hjá Eimskip þann 12. maí síðastliðinn — hefir þessi mikla lækkun farmgjaaldanna aðeins haft sára lítil áhrif á vísitöluna. Lækkun matvara, sem leiddi af lækkun farmgjaldanna nam í júní 2% vísi- tölustigs og síðan hefir áhrifa farmgjaldalækkunarinnar á vísitölunni ekki gætt. Ef stórfeld lækkun farmgjaldanna hefir lítil sem engin áhrif á vísitöluna, en snýr hinsvegar gróða Eimskipa- fjelagsins í tap, fer að verða tvísýnt um ávinninginn. Það verður því að meta, hvort má sín meir fyrir þjóð- arheildina, lítilfjörleg lækkun vísitölunnar eða stórkost- legir möguleikar Eimskipafjelagsins til þess að endurnýja og auka skipastól landsmanna við fyrsta tækifæri. Eftirmaður Churchills BRESKU blöðin birta við og við bollaleggingar um það hver verða muni eftirmaður Winston Churchills forsætisráðherraj er hann lætur af embætti; eða fell ur frá. Hafa komið fram marg- ar getgátur um það síðustu ár- in, Flestir virðast sammála um að líklegastur eftirmaður Churc hills, sem leiðtogi íhaldsfiokks- ins sje Anthony Eden núver- andi utanríkisráðherra; en'Tleiri hafa þó verið tilnefndir. ★ í júlí hefti breska tímarits- ins „The National Review“, sem á stundum gagnrýnir Churchill allhart, er þetta mál tekið til meðferðar í ritstjórn- argrein. Segir í greininni að líkur sjeu til þess( að íhalds- flokkurinn muni þurfa að kjósa sjer leiðtoga í náinni framtíð og það ef til vill fyrr, en margan gruni. Telur tíma- ritið; að Churchill muni hafa hug á að snúa sjer að Kyrra- hafsmálum þegar stríðinu sje lokið í Evrópu og hafa hönd í bagga með sókninni gegn Jap- önumf sem hann muni treysta sjálfum sjer betur til að leiða þá sókn til farsælla lykta, en hershöfðingjum Breta. Ekki sje vitað hvernig Bandaríkja- menn muni líta á þetta mál en á hinn bóginn sje ólíklegt, að hægt verði að hafa á móti því að Churchill taki að sjer þetta hlutverk; þar sem Bretar hafi mikilla hagsmuna að gæta í Kyrrahafi. En farf svo að Churchill snúi sjer að Kyrrahafsmálun- um; þá verði hann að láta af embætti sem forsætisráðherra, þar sem óhjákvæmilegt sje, að forsætisráðherra Breta sitji ekki í London. ★ Kemur þá að aðalefni rit- stjórnargreinarinnar^ bollalegg ingunum um það, hver verða muni eftirmaður Churchills. •— Höfundur greinarinnar telur, að Churchill sjálfur myndi frek ast kjósa Sir John Anderson, núverandi fjármálaráðherra Breta, en hann hefir getið sjer góðan orðstýr í embættinu, sem hann tók við af Sir Kingsley Wood, er sá síðarnefndi ljest í fyrra. Sá galli er á, að Sir John Anderson er ekki meðlimur í- haldsflokksins breska, og er talið líklegt, að íhaldsþingmenn muni finna honum það til for- áttu. íhaldsþingmenn myndu held ur kjósa Eden, sem hefir gott orð á sjer fyrir röggasama stjórn. Ilann þykir góður nefnd armaður og er sagt að upp á síðkastið hafi hann bjargað mörgum vandamálum með skarpskyggni og röggsami fram komu á fundum. Því er ekki að neita, að Eden skjátlaðist eins og fleirum fyr- ir stríð. Hann sá ekki hvað var að gerast. En breskir stjórn- málamenn munu ekki telja honum það til lasts, þar sem það sama henti þá. Auk þess er talið, að Eden hafi nú lært af reynslunni og varla sje hælta á að sömu mistök hendi hann aftur. Það þarf að koma á kjötmati í Reykjavík. EITT af dagblöðunum í Reykja vík gerði nýlega að umtalsefni þá eífiðleika, sem blaðið taldi vera á því, að hjer í bænum feng ist góður kjötmatur. Næsta dag birti ein af aðalkjötverslunum landsins stærðar auglýsingu í sama blaði og sagði nóg kjöt til. Var í auglýsingunni birtur lang- ur listi yfir allskonar kjöt, sem hefði verið til, væri til við og við, eða væri stöðugt á boðstól- um hjer í bænum. Húsmæðurnar í Reykjavík þurfa ekki að láta segja sjer neitt í þessum efnum. Á hverjum ein- asta degi þurfa þær að ráða fram úr því vandamáli hvað þær eigi að hafa í matinn. Er reynsl- an þar öllum fullyrðingum ó- lýgnari og óþarfi að hafa um það fleiri orð. En hvað sem líður kjötbirgð- um og fjölbreytni kjötverslana hvað snertir kjöt, þá er eitt mál, sem verður að ná fram að ganga og það er strangt mat á kjöti, sem selt er hjer í bænum. Fyrirspurnir um heiðursmerki. ÞAÐ hefir nokkrum sinnum verið klifað á'því hje^ í dálkun- um, að hið opinbera þyrfti að koma upp verðlaunaveitingu til landsmanna, sem sýna af sjer einhver sjerstök afrek, t. d. við björgun mannslífa, eða eitthvað þess háttar. Hugmyndinni hefir verið vel tekið hjá öllum al- menningi, en frá stjórnarvöldum landsins hefir ekkert heyrst um málið. Nýlega fjekk jeg brjef um þetta mál utan af landsbygð- inni, og spyrst brjefritari fyrir um hvernig þessu máli líði. Því miður er jeg engu nær en aðrir. Það eina sem jeg veit, er, að það mun vera til heimild fyr- ir því, að stofnsetja heiðurspen- ing, en aldrei hefir úr orðið. Mun það hafa verið í stjórnartíð Ás- geirs Ásgeirssonar sem sú heim- ild var veitt. Sami brjefritari spyr hvort í ráði sje að gefa út minnispening um lýðveldisstofnunina, líkt og gert var á Alþingishátíðinni 1930, ey þeir menn, er sjerstaklega unnu að þeirri hátíð voru sæmd- ir gullmerki Alþingishátíðarinn- Kjötsalar óska þess sjálfir. K J ÖTK AUPMENN bæjarins hafa sjálfir óskað eftir kjötmati. Fóru þeir þess á leit við bæjar- stjórnina einu sinni í fyrra, er mest var kvartað frá neytenda- hálfu um að kjöt væri slæmt á Reykjavíkurmarkaði. Kjötkaup- menn í Reykjavík, sem sjá um dreifinguna meðal almennings vilja ekkert frekar en hafa í verslunum sínum fyrsta flokks mat. En þeir eiga undir högg að sækja til þeirra fyrirtækja, sem hafa alla kjötsöluna í landinu í sínum höndum. Með öðrum orð- um, þeir verða að selja það, sem að þeim er rjett, og það sem er hægt að fá í það og það skiftið,. En neytendur kenna þeim svo um, ef varan er ekki góð. Það er ekki nema sanngirnis- krafa, að ströngu kjötmati sje komið á í bænum. Með því er neytendum trygt, að þeir fái flokkað það, sem á boðstólum er í það og það skiftið. Væri hjer strangt kjötmat ætti t. d. ekki að vera hægt að selja tveggja ára gamalt nautakjöt sem fyrsta flokks vöru, eða ærkjöt með myglublettum sem fyrsta flokks dilkakjöt á hæsta verði. Hvenær hefst slátrun í sumar? HIN SÍÐARI árin hefir verið dregið langt fram á sumar og jafnvel haust, að hefja slátrun og nýtt dilkakjöt kemur ekki á markað fyr en í september á haustin nú orðið. Áður var það orðin föst venja að byrja slátr- un í fyrrihluta ágústmánaðar og nýtt dilkakjöt var komið á markaðinn um líkt leyti. Nú eru það nefndir, sem ákveða hvenær slátrun megi hefjast. Sögur ganga um það í bænum, að í haust muni slátrun hefjast mun síðar en venja er til. Stafi það af því, að svo mikið sje til af gömlum kjötbirgðum í land- inu, að það þurfi að selja þær fyrst, áður en nýja kjötið komi á markað. Ekki hefir tekist að fá staðfestingu á þessum sögum, nje heldur hefir verið hægt að fá þær bornar til baka. Sje eitthvað hæft í þeim, þá er eitt víst, að það er ekki verið að hugsa um neytendur, frekar en svo oft áð- ur. ar. Ekki get jeg svarað þessari spurningu heldur. En líklegt má þó telja að það verði gert, og margir myndu telja það vel við eigandi. Frjettastofan á heiðurinn. FRÁ Axel Thorsteinsson, sett- um frjettastjóra Ríkisútvarpsins barst mjer í gærmorgun þetta brjef, sem tekur af allan vafa um, hver heiðurinn æ af þeirri ágætu ráðstöfun, að endurtaka aðalefni frjetta að loknum frjettalestri í útvarpinu, tilþæg- inda fyrir þá, sem ekki hafa get- að komist að útvarpinu í tæka tið. Brjefið er á þessa leið: „í dálkum yðar segir í dag, að þulir útvarpsins hafi tekið upp góða reglu við lestur frjetta, sem vafalaust verði vinsæl meðal hlustenda og ekki megi leggja niður aftur, þ. e. að endurtaka aðalefni frjetta að loknum frjettalestri, og hafi þessum sið verið fylgt við lestur hádegis- fregna í nokkra daga. í tilefni af þessum ummælum vill Frjettastofa ríkisútvarpsins taka fram: Þulir útvarpsins hafa ekki tek- ið upp þenna sið, sem hjer um ræðir. Þeir lesa frjettirnar, eins og frjettastofan býr þeim þær í hendur. Siður sá, sem hjer um ræðir, var upp tekinn, er byrjað var að útvarpa morgunfregnum kl. 8,30 daglega, en á því var byrjað dag- inn eftir innrásina í Frakkland, og hefir verið fylgt æ síðan. Hef- ir jafnan verið lesið stutt ágrip morgunfregnanna í upphafi frjettalesturs, og endurtekið í lok hans. Þessi siður var einnig upptekinn við lestur hádegis- fregna fyrir nokkruni dögum“. • Rússneskt máltæki. í SUMARSÓKN SINNI hefir rússneski herinn tekið einn þýsk an hershöfðingja höndum dag- lega að meðaltali. Er sagt, að Rússar hafi tekið upp nýtt mál- tæki í tilefni af þessu, sem hljóð ar eitthvað á þessa leið í þýð- ingu: Einn hershöfðfíigi á dag — kemur sókninni í lag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.