Morgunblaðið - 28.07.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.07.1944, Blaðsíða 7
Föstudagur 28. júlí 1944 iíOEÖUN BLAÐIÐ I HRAKNINGAR í NORÐURHÖFUM VEÐURSPÁIN var hag- stæð — við myndum fá besta. veður alla leið til Grænlands. Við höfðum beð ið í þrjá daga á íslandi eftir þessari frjett. Veðurfarið á Norður-Atlantshafinu er ekki lambið að leika sjer við, sjerstaklega þó ekki á haust in og veturna, og ef þú ert hygginn, treystirðu því aldrei. Það er nauðsynlegt að vera varkár á þeim slóð- um, þegar veður og vindar eiga hlut að máli og því frem ur ef flugvjelin, sem á að fljúga yfir hafið, er gömul Hamden sprengjuflugvjel. Við vorum á heimleið frá Bretlandi og áttum að fara um ísland, Grænland og Labrador. Þetta var aðeins ein af mörgum ferðum, sem við höfðum tekið sameiginlega þátt í. Ted Greerlaway úr kanadíska flughernum, sem hafði stjórnina á hendi, Ron Snow, sem verið hafði í kaupskipaflotanum áður en hann gerðist loftskeytamað- ur í breska flughernum, og jeg. Jeg er fæddur og upp- alinn í Bataa Rouge í Lousi- ana, var flugmaður hjá flug fjelagi í Bandaríkjunum, en sagði upp starfi mínu ári fyr ir árásina á P-earl Harbour og gerðist ferjuflugmaður á sprengjuflugvjelum hjá Bretum, sem voru þá á helj- arþröminni. Það var varla hægt að segja að áhöfn vjel- arinnar væri viðvaningar. Við höfðum flogið saman til Algiers, Egyptalands, Palest ínu, Iraq, Iran, Indlands og víðar höfðum við svifið yfir löndum bandamanna. í þetta skiftið höfðum við flogið fjögurra hreyfla sprengju- flugvjel til Skotlands, í ein- um áfanga frá Kanada, og vorum nú á leiðinni til baka í þessari gömlu Hampden- vjel, sem ætluð var til æf- inga vestan hafs. í trausti veðurspárinnar lögðum við leið okkar vest- ur yfir hafið milli íslands og Grænlands og eftir þriggja stunda flug vorum við í ell- efu þúsund feta hæð og „gamla frúin“ gekk eins og klukka. Við sáum . græn- lensku fjallatindana, 130 míl ur í burtu, þegar annar hreyfillinn stöðvaðist skvndi lega. Einhver veigamikill hlutur vjelarinnar hlýtur að hafa brotnað, en hvað það var, mun jeg aldrei fá vitn- eskju um. Við vorum illa settir langt úti á hafi í flug- vjel, sem ekki getur haldið hæðinni ef aðeins annar hreyfillinn er í gangi. Hugs anlegt var, að okkur tækist að ná landi, þótt litlar líkur væri til þess. Til þess að ljetta á flug- vjelinni, kastaði Greenaway öllu lauslegu fyxir borð, með an Snow sendi út neyðar- merki og gaf upp stöðu okk- ar. Jeg reyndi eftir föngum að beita vjelinni þannig, að húnkæmist sem lengst, þótt aðeins annar hreyfillinn væri í gangi. Eftir því ,sem við lækkuðum flugið, mink- aði jeg hraðann. en niður á Eftir Robert E. Coffman höfuðsmann í breska flughernum Þremur breskum flugmönnum, sem urðu að nauð- lenda undan ströndum Grænlands og hrekjast þar í ííu daga, finst það ganga kraftaverki næst, að þeir skyldu komast lífs af. Lesandinn verður sjálfur að dæma um það eftir lestur þessarar greinar. við fórum við, niður í 8000 j fet, 6000 fet, 5000 — stöðugt neðar, neðar. Innan skamms voru ekki nema 1000 fet miili okkar og hafsins, og okkur varð Ijóst, að nú drægi að leikslokum. Það var ekki um annað að ræða en lenda flugvjelinni á úfið hafið, sem þar að auki úði og grúði af íshröngli,- Til alirar hamingju brotnaði vjelin ekki í lendingunni, en það mátti engu muna að við kæmumst í björgunarbátinn áður en hún sykki. ,Við áttum nú fvrir höndum erfiða og hættulega ferð til strandarinnar, sem var í vf- ir 20 mílna fjarlægð. Við urðum að bræða vakirnar og forðast alla árekstra við ís- jakana, því að báturinn okk ar var úr gúmmíi og veik- bygður. Því nær sem við komumst ströndinni, því þjettari varð ísinn. Við munum aldrei gleyma nóttinni, sem nú fór í hönd. í næstum því tuttugu kist. gerðum við ekkert annað en verjast árekstrum við ísjak ana. Borgarjakarnir líktust töfrahöllum í tunglskininu og þegar þeir rákust sam- an, ætlaði alt um koll að keyra. í birtingu tókum við til óspiltra málanna og reynd- um að mjaka okkur nær ströndinni. Skamt undan sá um við nakinn höfða skjóta koílinum upp úr hafinu. Við hertum upp hugann og reyndum að róa í áttina til höfðans. Við skimuðum eft- ir lendingarstað, en sáum ekki annað en þverhnýpta hamrana. Þegar við höfðum náð landi, tókst okkur að klifra upp á sillu, sem var hjer um bil 100 fet yfir sjáv- armálinu og þangað komum við bátskríflinu við illan leik. En sillan var mjó og við afrjeðum að skilja bát- inn þarna eftir og halda hærra upp. Timmtíu fetum ofar fundum við hæfilega breiða sillu og tókum að búa þar um okkur. Hjer hófst baráttan við hungur og kulda, því að engan höfðum við eldinn, ekkert skjól og maturinn var mjög af skorn um skamti. í fvrstu vorum við von- góðir og reifir, Við fórum úr blautum fötunum og þurkuðum þau. Við bjugg- umst við að geta lagst fyrir og hvílt okkur. Svo ætluð- um við að sækja bátinn og búa til úr honum skýli. Síð- an gætum við rannsakaðj matarbirgðirnar og — ef til | vill á morgun — myndum við rannsaka nágrennið. Það hlutu að vera ber og egg á næstu grösum, og það var ekki óhugsandi að við fynd- um eldivið. Þar að auki hugðum við að neyðarkall okkar hefði heyrst og björg unarmennirnir væru á leið- inni. Þannig litum við á hlut ina fyrsta daginn, en það átti brátt eftir að koma ann að hljóð í strokkinn. Við rannsökuðum björg- unarbátinn. í honum var bvssa til þess að skjóta flug- eldum, og nokkrar tylftir skota, lítill spegill til þess að gefa merki með í sól- skini, 135 mjólkurflöskur, tylft svkurteninga, nokkrir lítrar vatns, fjörefnatöflur fáeinar og lítill meðalakassi. Þar að auki höfðum við dá- lítið súkkulaði í vösunum. Við komum þegar í stað á skipulagðri matarskömt- un og skiftumst á um að vera á verði ef einhver imerki sæjust björgunar. En það leið ekki á löngu þar til blákaldur veruleik- inn blasti við okkur. Við höfðum varla lokið við að ganga frá reitum okkar, þeg ar við heyrðum í flugvjel- um uppi yfir okkur. Það voru tvö fljúgandi virki þarna á ferðinni, og um leið og þau flugu yfir okkur, skaut jeg flugeldum, en Ron veifaði druslu. En það var eins og við hefðum kveikt á eldspýtu og veifað vasa- klút, því að áfram hjeldu virkin og innan skamms voru þau horfin í austurátt. Við horfðum hver á annan og þorðum ekki að mæla það sem okkur bjó í brjósti. Hafði neyðarkallið okkar ekki heyrst? Var ekki einu sinni verið að leita að okk- ur? Bitur og kaldur kvíðinn læsti sig um okkur. Það þýðir ekki að gráta — Já, það þýðir ekki að setja upp skeifu, þó að kisi steli mjólkinni, sem lítil börn þurfa að dreklta til þess að verða stór og sterk. Baráttan við náttúruöflín. Austur-Grænland er alt annað en heppilegur manna bústaður. Pólstraumurinn leggur leið sína að strönd- inni og loftslagið er kalt og hryssingslegt allan ársins hring. Við leituðum að helli eða einhverju öðru ómerki- legu skjóli, en fundum ekk- ert. Gróðurinn var enginn, engin egg og enginn eldivið- ur. Um nóttina skýldum við okkur með björgunarbátn- um og lágum á flugbúning- unum. Um miðnætti tók að hvessa og brátt urðum við gegndrepa af sjávarlöðrinu og slvddunni. Stormurinn stóð 'daíúnn eftir og næstu nótt. Ted Greenaway hafði kalið á fótunum og við Ron vissum að röðin kæmi brátt að okkur. Á þriðja degi sást til sól- ar, og við urðum aftur sem nýir menn. Við klifruðum upp á hamarinn og kom- umst að þeirri dapurlegu staðreynd, að við vorum staddir á snævi þöktum kletti þó nokkuð úti fjTÍr ströndinni. Á fjórða degi var þolan- legt veður, en seinni part fimmta dagsins tók aftur að hvessa. Um kvöldið var kom ið rok. Sjötta daginn hjeld- um við kyrru fyrir. Við gát- um ekki varist þeirri hugs- un, að venjulega er ekki leit að lengur en í fimm daga að flugvjelum, sem hlekkist á. Það var nú bersýnilegt, að neyðarkall okkar hafði ekki heyrst. Það sljákkaði heldur í veðrinu á sjöunda degi. Öðru hvoru héyrðum við í flugvjelum, þótt engar væru á ferli og þegar við litum út á sjóinn, þóttumst við sjá skip. Það var smám saman að draga 'af okkur. Greena- way var kalinn á fótum og við Snow vorum lítið betur farnir, þótt við að vísu enn- þá gætum farið ferða okk- ar. Baráttan varð nú aðal- lega við deyfðina og sinnu- levsið, sem ásótti okkur. Það var gott veður og glaða sólskin á áttunda degi. Við vissum vel að við áttum að hreinsa burtu snjóinn kringum okkur áður en hann bráðnaði, en við höfð- um ekki mátt í okkur til þess. Við hölluðum okkur upp að hamraveggnum og störðum út á sjóinn. Alt í einu hrópaði Greenaway: „Skip“, og við flýttum okk- ur út á klettabrúnina og horfðum út á hafið. í þetta skifti var áreiðanlega ekki um neina sjónhverfingu að ræða, við sáum skipið greini lega og það virtist vera á hægri ferð norður á bóginn. Það var þýðingarlaust að ætla sjer að nota spegilinn, því að sólin var horfin, en við skutum nokkrum dýr- mætum flugeldum. Alt kom fyrir ekki. Skipið hjelt leið- ar sinnar og við sátum von- sviknir á sama stað. Á níunda degi minkuðum við matarskamtinn, og áttu birgðirnar að endast okkur í viku enn. Verst var mátt- leysið. Stundum saman lág- um við milli svefns og vöku í nokkurskonar dvala. Það var sólskin tíunda morguninn. Við skreidd- umst út á snösina til þess að verða hitans sem best að- njótandi. Meðan við lágum þarna, flaug fjögurra hreyfla flugvjel yfir okkur og hvarf út í bláinn. Aftur vorum við einir úti á hjara veraldar. Jeg veit ekki hvernig fjelögum mín- um var innanbrjósts, en jeg fann að örvæntingin var al- veg að buga mig. Ron hafði farið til þess að ná í snjó. til að slökkva þorst ann, þegar hann kallaði til okkar af veikum mætti og sagðist sjá skip. Okkur er að mestu óljóst hvað gerðist eftir þetta. Við skutum flugeldum og send- um ljósmerki með. speglin- um. Okkur sýndist báti vera rennt niður og róið í áttina til okkar. Framh. á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.