Morgunblaðið - 28.07.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.07.1944, Blaðsíða 10
10 MOR GUNBLAÐIÐ Föstuclagur 28. júlí 1944 Ný framhaldssaga - Fylgist með frá hyrjun Gullhðllin, sem sveif í loftinu Æfintýr eftir P. Chr. Asbj'rnsen. 10. Piltur rýndi sem hann mest mátti, og sagði síðan: „Jeg sje eitthvað glitra í fjarska, eins og stjörnu á heiðskírri frostnótt“. ,,Já, það er demantshöllin, og hún er ekkert smásmíði“, sagði tryppið góða. Enn fóru þau langar leiðir, og loksins kom þar, að pilti sagðist svo frá, að það sem hann sæi nú, væri eins og fölur máni um vetrarnótt. Tryppið kvað þetta vera höll- ina, og eftir nokkurra daga ferð voru þau komin mjög nærri henni. En ekki sagði tryppið þar alt hindranalaust; úti fyrir höllinni lægju öll hin grimmustu villidýr á verði, og væru þau afar mannskæð, en lítið þyrfti til þess að vekja þau. Þá fór piltur að verða smeykur, eins og vana- lega, en tryppið bað hann vera hughraustan vel, því engin hætta væri á ferðum, ef hann hefði ekki langa dvöl í höllinni þeirri arna, heldur kæmi strax og hann væri búinn að fylla krúsir sínar af vatni, en það væri ekki hægt nema um hádegið á hverjum degi, og ef hann kæmi sjer þá ekki af stað aftur, myndu dýrin rífa hann í ótal parta. Piltur lofaði að gera eins og honum var sagt, enginn vissi betur en hann, að þetta var það vitrasta tryppi, sem nokkru sinni hafði farið með nokkurn mann á heims- enda og lengra þó. Að höllinni komu þau um hádegisbil óg þar lágu öll þessi vondu og villtu dýr, eins og girðing fyrir hliðunum, en þau sváfu fast, og það var ekki eitt einasta, sem saug hramminn, hvað þá meira. Piltur stiklaði nú yfir þau og á milli þeirra og gætti þess vel að stíga hvergi nofan á rófur eða tær. Svo fylti hann krúsir sínar með vatni lífs og dauða, og meðan hann var að því, varð honum tíðlitið til hallarinnar, sem sindraði öll og ljómaði af demönt- unum, sem hún var bygð úr. Aldrei hafði hann þvílíkt sjeð, og hann hugsaði með sjer að það hlyti að vera enn skrautlegra að innan. „O, ætli jeg hafi ekki nógan tíma“, sagði hann við sjálfan sig. „Jeg get þó altaf litast um svo sem eins og hálfa klukkustund“. Svo gekk hann inn í höllina og þar glampaði á móti honum af gimsteinum frá hverjum vegg, svo hann var steinhissa á annari eins dýrð. En menn voru ekki fyrir í þessari höll, fremur en hinum, og varð piltur stöðugt meira hissa á því, að þetta skyldu ekki vera mannabústaðir, heldur trölla og frekar þó eins trölls en margra. — En að lokum kom hann inn í sal einn lítinn, en Ó, svei! hugsaði Miranda ð- þolinmóðlega. Hvað gæti svo sem komið illt fyrir mig í húsi gamla, ríka mannsins við Hud- son? Pabbi gerir of mikið úr þessu. Hann er ekki — ekki. — Hún fann ekkert orð yfir til- finningar sínar, nje heldur var hún sjer þess meðvitandi,að þetta var í fyrsta sinn á ævinni, sem hún gagnrýndi föður sinn. Þeg- ar hún hafði lokið við sálminn, stökk hún á fætur, áður en Ep- hraim gat skipað henni að halda áfram. „Pabbi, jeg verð að laga mig dálítið til, áður en hr. Van Ryn kemur“, og hún var þotin inn í sitt herbergi. Klukkan fimm, hafði Mir- anda gert það sem hún gat til þess að lagfæra búning sinn. Hún hafði tekið kragann af kjólnum og sett hann innan undir og rauðu rósirnar hafði hún tekið af húfunni. Hún hafði einnig greitt hár sitt í litla lokka. Og ekki kom Van Ryn. „Jeg hygg“, sagði Ephraim, ' og horfði með vandlætingar- svip á lokkana“ að best sje fyr- ir okkur að fara niður, og spyrja unga uppskafninginn þarna við borðið hvort hann viti hvenær von sje á hans há- tign(!)“ Nú var enn fleira fólk í for- salnum en áður, og Miröndu fannst hávaðinn alveg ætla að æra sig. Loftið var þrungið tóbaksreik, ilmvötnum og rósa- angan. Þau tróðust að afgreiðslu- borðinu. Þar var mikil þröng. „Fyrirgefið ....“ byrjaði Ephraim, og teygði sig yfir öxl- ina á feitum fiáunga, sem stóð fyrir framan hann. En altrí einu var eins og allur hávaði í forsalnum þagnaði og allir sneru sjer við og litu til dyr- anna. Miranda sneri sjer einn- ig við. Hávaxinn maður kom inn um dyrnar, og við fyrstu sýn virtist henni hann því nær konunglegur. Hún var að furða sig á, hver þetta gæti verið, þegar hún heyrði einhvern hvísla fyrir aftan sig: „Þetta er Nikulás Van Ryn“. Og brátt heyrðist pískur og hvísl um allan for- salinn, þegar hver sagði þetta öðrum. Ungi maðurinn bak við af- greiðsluborðið hljóp nú á móti þeim nýkomna með bugti og beygingum. „Þetta er Van Ryn, ljens- greifi, Nellie“, heyrði Miranda einhverja konu segja fyrir aft- an sig. „Hann býr ins og ensk- ur lávarður á sveitasetri sínu við Hudson. Jeg skil ekki, hvað hann er að gera á gisti- húsi. Hann er sagður mjög drambsamur“. ,,Ó, Jesús minn, hvað hann er fallegur“, andvarpaði sú, sem kölluð var Nellie. Já hann er það, hugsaði Miranda rugluð. An þess að skeyta hið minsta um athygli þá, sem hann vakti, kom hann rakleiðis til Miröndu og Ephraims og heilsaði þeim hjartanlega. „Við skulum koma upp á dagstofu mína“, sagði hann síðan, „svo að við getum spjallað saman. Hjer er altof margt fólk“. Og hann brosti vingjarnlega til þeirra. Um leið og Miranda brosti á móti, varð hún gripin undar- legri, æsandi tilfinningu. Á leiðinni til herbergis hans, athugaði hún hann í laumi, í gegnum augnahárin. Hann var hár — rúmlega sex fet á hæð — og grannvaxinn. Hann hafði hrafnsvart, þykt, liðað hár. Föt hans voru glæsileg, og hann bar þau með kæruleysi þess manns, sem kaupir aðeins það bezta, hefir þjón til þess að klæða sig og hugsar síðan ekki meira um það. í hnappagatinu á jakkahorni hans var lítil, rauð rós, og átti Miranda eftir að komast að því seinna, að rós í hnappagatinu á jakkahorni hans var eins mikill hluti af honum og langar, grannar hend ur hans. Andlit hans var svo líkt því, sem hún hafði hugsað sjer and- lit uppáhalds söguhetja sinna, að við lá að hún yrði óttasleg- in. Hann hafði fremur þykkar, fagurlega lagaðar varir, arnar- nef, hátt gáfulegt enni og bein- ar, svartar auga-brúnir. Það var aðeins eitt, sem var öðru- vísi. Söguhetjurnar höfðu altaf stór, dökk, leiftrandi augu. En augu Nikulásar voru ekki stór, og þau voru blá — og kom þar í ljós hinn hollenski uppruni hans. Þau voru einkennilega sterkblá og var dálítið ruglandi að sjá þau á andliti, sem annars hefði getað tilheyrt spönskum aðalsmanni. Þegar þau höfðu fengið sjer sæti í dagstofu hans, sem var jafnvel enn skrautlegri en dag- stofa þeirra, sagði Nikulás: „Jeg verð að biðja ykkur að afsaka, að jeg skyldi ekki vera hjer til þess að taka á móti ykkur, þegar þið komuð, en „Svalan“ var að leggja upp að bryggjunni rjett í þessu. Jeg vona, að það hafi farið vel um ykkur hjer“. „Já, vissulega hr. Van Ryn!“ hrópaði Miranda, sem gleymdi sjer alveg í þakklæti sínu og tók fram í fyrir föður sínum. „Allt hefir verið dásamlegt". Nikulás tók eftir, að það var ekki alveg laust við, að hún talaði sveitamállýskuna og hann snjeri sjer við og leit snöggt á hana. En þótt hann liti aðeins snöggvast á hana, að því er virtist, tók hann eftir öllum smáatriðum: yndisþokka hins háa og granna líkama hennar undir klunnalegum fötunum, fíngerðu andliti hennar, sem hafði möguleika til þess að verðá mjög fagurt, þegar hún þroskaðist betur, og löngum, brúnum, sakleysislegum aug- unum. Hún sýnir uppruna sinn, hugsaði hann ánægjulega með sjer. Guði sje lof, að hún er ekki fyrirferðarmikil sveita- stúlka. Hann hafði verið áhyggju- fullur, eftir að hann hafði sent brjefið. Ókunnugir komu mjög sjaldan til Dragonwyck, og þrátt fyrir skyldleikann — sem var eina ástæðan til þess, að hann hafði látið að ósk konu sinnar um að fá einhvern fje- laga fyrir dóttur þeirra — hefði hann sent Miröndu beina leið til Greenwick aftur, ef hón um hefði ekki litist á hana. „Þú ert miklu yngri en jeg hjelt að þú værir“, sagði Ep- hraim allt í einu. Hann hafði verið að athuga Nikulás. Nikulás fór að hlæja. „Jeg er þrjátíu og eins árs“. „Þú lítur ekki út fyrir að vera það“, svaraði Ephraim með semingi. Honum leist eng- an veginn á manninn. Það voru einmitt svona menn sem gerðu stelpu-bjálfa eins og Miröndu ruglaðar í kollinum. Hann líkt- ist ekkert traustum og góðum heimilisföður. Hver fjárinn var þetta eiginlega, sem hann hafði látið konu sína hafa sig til að gera, hugsaði Ephraim gremju- lega. Nikulás, sem venjulega gat sjeð hvað mönnum leið, þegar hann kærði sig um, tók eftir gremju Ephraims og gat sjer til um ástæðuna. Honum var ná- kvæmlega sama um, hvaða álit menn höfðu á honum, en þessi maður var gestur hans og faðir frænku hans. Hann hafði því gaman af, að reka á brott efa Ephraims. Hann fór að tala um Jóhönnu, konu sína, og Katrínu litlu, og hve mjög þær hlökkuðu til þess að sjá Mir- öndu. Síðan spurði hann Ephraim um álit hans í stjórnmálum, og hlustaði með áhuga á svör hans. Nikulás var honum engan veginn sammála, en hann hafði lítinn áhuga á stjórnmálum, og samþykti því kurteislega allt sem hann sagði. Jafnvel, þegar Ephraim ljet í ljós, hvaða trúarskoðanir Mir- öndu hefðu verið innrættar, og reyndi að fá Nikulás til þess að lofa því ákveðið, að henni skyldi vera haldið að þeim, hjelt hann áfram að vera kurt- eis og viðfeldinn, þótt hann ekki beinlínis lofaði neinu. Þar sem Ephraim gat aldrei komið í hug, að það væri til virðingarverð fjölskylda, sem ekki hefði bænagjörð kvölds og morgna og færi í kirkju tvisv- ar á sunnudögum, var nú hinni raunverulegu hindrun, fyrir brottför Miröndif á morgun, rutt úr vegi. BÓNAÐIR OG SMURÐIR BÍLAR H.f. STILLIR- Laue:ave2! 168. — Sími 5347. Það er sagt að japanskir kaupsýslumenn sjeu mjög tor- trygnir í garð hvers annars, tortrygnari en í garð erlendra stjettarbræðra. Eitt sinn hittust tveir japanskir kaupmenn á járnbrautarstöðinni í Tokyo. „Hvert ert þú að fara?“ spurði annar þeirra. „Jeg ætla til Kobe“, svaraði hinn. „Ó, lygarinn þinn“, sagði sá fyrri reiðilega, „þú segir mjer, að þú sjert að fara til Kobe til þess að reyna að fá mig til þess að halda, að þú ætlir að fara til Osaka, en jeg hefi þegar sann- frjett, að þú ætlar til Kobe“. ★ Diderot kom eitt sinn í heim- sókn til Voltaires. Þá talaði hann svo mikið, að Voltaire gat ekki komið að einu einasta orði. Er Diderot var farinn, sagði Voltaire: „Þessi maður er mjög vitur, en samt hefir móðir nátt- úra neitað honum um eina gáfu — það er samtalshæfileika“. Það var eitt sinn fyrir rjetti að íri, sem hjelt varnarræðu, hafði talað óslitið í fjórar klukkustundir og ekkert benti til þess að hann ætlaði að hætta. Dómarinn stóð þá upp og sagði við hann: „Herra Murphy, jeg held að það verði best fyrir yður að fara að ljúka þessari ræðu. Allt sem þjer segið fer inn um ann- að eyrað á mjer og út um hitt“. „Hvernig á annað að vera“, svaraði írinn, þar sem ekkert er fyrir innan til þess að stöðva það“. ★ Mjög fögur kona, en leiðin- lega máli farin, kvartaði eitt sinn yfir því, við Madame de Sévigné, að hún hefði engan frið fyrir ágengni aðdáenda sinna og elskenda. „Ó, madame", sagði Mme de Sévigné og brosti, „það er mjög auðvelt fyrir yður að losna við þá, þjer þurfið aðeins að tala“. ★

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.