Morgunblaðið - 28.07.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.07.1944, Blaðsíða 12
12 Föstuclagur 28. júlí 1944 ISiormandi-vígstö ðvarnar Á ÞESSUM uppdrætti sjást borgirnar, sem Bandaríkj amenn tóku í gær, Lessay og Periers og loks hin þýðingarmikla borg Coutances, sem Ameríkumenn sækja nú að. Golfmói Isiands: Gísli og ióhannos jafnir í mefstara- flckki Frá frjettaritara vorum. Varmahlíð, Skagafirði. GOLFMÓTI ÍSLANDS, sem staðið hefir yfir hjer undanfar- ið, er nú að verða lokið. — I fyrsta flokki var kept til úr- slita í dag og fóru leikar þann- ig, að Lárus Ársælsson frá Vest mannaeyjum vann Jörgen Kirkegaard frá Akureyri. í meistaraflokki keptu þeir í dag fyrri helming úrslitaleiks Gísli Ólafsson, núverandi golf- meistari íslands, og Jóhannes Helgason. Ljeku þeir 27 holur í dag og skildu jafnir í dag (föstudag) keppa þeir til úrslita, 27 holur. Golfmóti íslands lýkur svo í kvöld með samsæti í Varma- hlíð. Dauðaslys í barna- heimilinu Suður- borg ÞAÐ HÖRMULEGA SLYS vildi til í barnaheimilinu Suð- urborg; Eiríksgötu 37, síðastlið- inn þriðjudag, að stúlkubarn, rúmlega ársgamalt, var undir leikfangaskáp, sem fjell fram á gólfið. Barnið beið þegar bana. Litla stúlkan hjet Ágústa Kolbrún. Móðir telpunnar er Öuðbjörg Helgadóttir, Hring- braut 33. Slysið vildi til um hádegis- bilið. Átta börn voru að leika sjer í leikstofu á þriðju hæð. Umsjónarkona deildarinnar, er var inni í herberginu hjá börn- unum leit út um glugga og sá að börn frá heimilinu voru úti x garði, en hliðið var opið út á götuna, þar sem umferð er venjulega mikil, fór umsjónar- konan út til að loka hliðinu. Er hún kom aftur upp í herbergið til barnanna, var slysið skeð. Þessi sorglegi atburður hefir fengið mikið á allt starfsfólk barnaheimilisins. 1.935 manns iórusf í loftárásum á Eng- land íjónní LONDON: — Opinber til- kynning hefir verið gefin út í Englandi um manntjón í loft- ^árásum í júní. Hið aukna mann tjón stafar af svifsprengjuárás- unum. . 716 karlmenn, 983 lcven- menn og 231 barn innan 16 ára aldurs, samtals 1.935 manns, hafa farist eða eru álitin hafa farist í loftárásunum. 2.151 karlmaður, 3.262 kven- menn og 493 börn, samtals 5.908 hafa særst og verið ílutt í sjúkrahús. Svifsprengjuárásirnar hófust 13. júní. 6. júlí skýrði Churchill frá því í neðri málstofu breska þingsins, að til þess dags hefði farist 2.752 í svifsprengjuárás- um. Síðan stríðið hófst hafa 52.025 borgarar farist, en 70.576 særst í loftárásum. Þýskir hermenn í Danmörku neifa að fara iil vígsföðv- anna Frá danska blaða- fulltrúanum: EFTIR að Hitler var sýnt banatilræði, hafa margir þýsk- ir hermenn í Danmörku neitað að fara til vígstöðvanna. Þegar þeim var skipað upp í flutnings bíl, sýndu þeir mótþróa, og her lið með vjelbyssur varð að koma á vettvang til að knýja þá til hlýðni. í skærum á allmörgum járn- brautarstöðvum voru margir þýskir hermenn særðir og nokkrir drepnir. Þjóðverjar stálu 12 frægum listaverk- um í Neapel LONDON: — Það hefir ný- lega verið tiikynt í Róm, að Þjóðverjar hafi stolið 12 fræg- um listaverkum frá listasafninu í Neapel, þar á meðal málverki Rafaels, „Madonna de divino amore“ og málverki Peter Brughels, „Blindur leiðir blind an“. Það er álitið, að Þjóðverjum verði gert að greiða andvirði þessara málverka, sem er met- ið 750.000 sterlingspund, að stríðinu loknu. Meira penicillin. LONDON: — Sjúkrahús í Englandi hafa á undanförnum mánuðum getað fengið meira af penicillini, undralyfinu, sem svo mörgum mannslífum hefir bjargað á vígstöðvunum. I árs- skýrslu Middlesex sjúkrahúss- ins, sem nú er nýkomin út, seg- ir, að penicillin hafi haft alveg undraverð áhrif á suma heila- himnusjúklinga, sem ekkert annað hafði dugað við. Danskur vörður um konungshöllina Frá danska blaða- fulltrúanum. í SÆNSKUM blöðum er frá því skýrt, að danskir föðurlands vinir haldi öflugan vörð um Kristján konung. Flokkar þeirra, aldrei færri en 100 í einu, halda stöðugan vörð um Sprgenfri-höll, þar sem konung urinn hefir aðsetur sitt. Þjóðverjarnir vita auðvitað ekki, hverjir verðirnir eru, en þeir hafa umkringt höllina og athuga gaumgæfilega . hvern þann, sem kemur eða fer. Ef þeir fá grun um, að eitthvað það sje á seyði, sem öryggi kon- ungs gæti stafað hætta af, þá munu þeir skerast í leikinn, og láta líf sitt fyrir konunginn, ef þörf krefur. Skammaðist sín fyrir fimmburana LONDON: — Breska blaðið Daily Telegraph hefir skýrt frá því, að nýlega hafi fæðst fimm- burar, fimm drengir, í Suðaust- ur-Tyrklandi. Faðirinn, Rifit Aga, skamm- aðist sín svo fyrir fimmburana, að hann gaf þrjá drengjanna með leynd og sagði svo yfir- völdunum, að kona hans hefði átt tvíbura. Þjóðverjar brendu 39.000 bækur Ander- sen Nexö. í TILEFNI 75 ára afmæliS Martin Andersen Nexö átti blaðamaður við „Dagens Ny- heter“ tal við hann og spurði hann meðal annars, hve mörg eintök af bók hans, „Das Herrenvolk", Þjóðverjar hefðu brent. Hann "vissi það. Því að þegar Þjóðverjar handtóku hann í júní 1941, var hann svo djarfur, að hann bað Gestapo um kvittun, og þar stóð, að Þjóðverjar hefðu brent 39.000 eintök af bók hans. Handknattleiksmótið: Ármann og ísfirðing- ar unnu LEIKAR fóru þannig á hand knattleiksmótinu í Hafnarfirði í gærkvöldi, að Ármanns-stúlk- urnar unnu Hauka með 1:0 eft- ir mjög jafnan og skemtilegan leik. Markið var sett í síðara hálfleik. Þá unnu ísfirsku stúlkurnar K. R. með 2:1, einnig eftir harða og jafna kepni. — K. R. stúlkurnar settu sitt mark í fyrra hálfleik, en þær ísfirsku bæði sín í seinni hálfleik. Urslitakepnin fer svo fram annað kvöld milli Ármanns- stúlknanna og Isfiringa. Ár- mann getur unnið mótið á jafn tefli, en Isfirðingarnir þurfa að sigra til þess að vinna mótið. —r Þá fer og fram leikur milli Hauka og F. H. Leynisprengjur í sælgæti. LONDON: — í Washington hefir verið frá því skýrt, að Þjóðverjar sjeu farnir að koma sprengiefni fyrir á mjög frum- legan hátt, innan í sælgæti. — Þegar ysta lagið af sælgætinu er bráðnað í munninum, verður sprenging í sprengiefni í sæl- gætismolanum. — Einnig er sprengiefni komið fyrir innan í sápu, og verður í henni spreng ing, þegar ysta lagið er eytt. Sprengingin er svo öflug, að menn geta mist báðar hendurn- ar. — Mörg leikhús í Londori stórskemmast í svif- spreng j uárásum. LONDON: — Svifsprengju- árásirnar síðustu vikur hafa valdið eins miklum skemdum á leikhúsum í West End í Lond on og loftárásirnar miklu 1940 —1941, ef ekki meiri. 20 leik- hús hafa orðið að loka, en 14 halda áfram starfsemi sinni, og er að^ókn að þeim mjög góð. Vinnunni við Þjéð- leikhhúsið miðar vel UM 30 MANNS vinna daglega við að fullgera Þjóðleikhúsið, og hefir þeim unnist mikið á. Vinnan hefir mest verið í þvx fólgin að brjóta ysta lag steyp- unnar á gólfi og loftum og veggjum, en svo sem kunnugt er; notaði setuliðið húsið og höfðu veggir, loft og gólf verið málað. Jafnóðum og búið var að brjóta veggina upp voru þeir húðaðir og eru nú allir gangar í syðri hluta kjallarans full- gerðir ennfremur gangar um- hverfis áhorfendasvæði, svo og hluti af útbyggingu og gangar á fyrstu^ annari og þriðju hæð, norðan og vestan við leiksviðið, sem eru um það bil að verða fullgerðir og loks er búið að grófhúða aðalinngang að norð- an. Við múrvinnuna hafa aðeins níu múrarar unnið; og er það mikið verk er liggur þeim að baki. Ekkert er enn hægt að gera néinar áætlanir í sambandi við verkið; því mikið af efni til hússins er enn ókomið til lands ins, efni í hitalögn og skolp- ræsi; er unnið verður áfram við að húða húsið. Úthljómleikar her- hljómsveilar á sunnudaginn 278. HERHLJÓMSVEIT am- eríska hersins; undir stjórn John D. Corley undirforingja, mun á sunnudaginn kemur halda hljómleika á knattleikja- vellinum við samkomustað Rauða Krossins við Hringbraut klukkan 20.30 til 21.30. Öllum er heimilt að hlýða á hljómleikana án aðgangseyris. Efnisskráin mun verða á þessa leið: Forleikur og dansar úr óper- unni );Oprichnik“ eftir Tschai- kowsky, Valse Triste eftir Si- belius. Inflammatus úr „Stabat Míúer“ eftir Rossini (cornet sóló: John D. Corley undirfor- ingi); Svíta úr ,(Pjetri Gaut“ eftir Grieg (Morgunn; Dauði Ásu; Dans Amitru og í höll Dofrans); Londonderry Air (útsett af Parcy Granger); Perpetual Motion eftir Johan Strauss; Lady of Spain; eftir Evans og Forleikur 1812 eftir Tschaikowsky. Verði veður óhagstætt, munu hljómleikarnir verða haldnir í Rauða Krossbyggingunni. Amerískur hers- höfðingi fellur London í gærkveldi s Það var tilkynnt í kvöld, að ameríski hershöfðinginn Les- lie McNair hafi fallið fyrit* vopnum óvinanna í Frakk- landi. ITann var 61 árs a'ð aldri.. McNair var yfirmaður allí? landhers Bandaríkjamanna til skarnms tíma, er honum var, falið leynilegt verkefni á er- lendum vettvatigi. Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.