Morgunblaðið - 29.07.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.07.1944, Blaðsíða 2
MOjsGUNBLADIÐ -Laugardagur 29. júlí 1944 Margt er hægt að gera til að auka kynninguna Samtal við Dr. Richard Beck L*r. RICHARD BECK er um þ að bil að fara af landi burt beimleiðis vestur um haf. Hann hefir nú verið hjer í h-itt í tvo mánuði í boði rík- isstjórnarinnar, farið víða um land og hitt margt nunna, sjeð mörg helstu'ný- vírki, sem hjer hafa verið -*reist á síðustu árum og kynt sjer, eftir því sem föng eru á, það sem hjer er að gerast í landinu. Enda var 'erindi Jians hingað m. a. það, að vera boðberi heimaþjóðar- -innar til íslendinga vestan 4'. afs. Þegar jeg hitti Richard Beck í gært og bað hann að segja <*njer eitthvað af því, er hann 4iefir í huga við brottförina; fe.omst hann m. a. að orði á þessa leið: í fám orðum sagt er jeg ákaf lega ánægður yfir komu minni b.iugað, ánægður með það. sem jeg hefi sjeð hjer og heyrt og glaSur yfir þeim framúrskar- andi góðu móttökum. sem jeg befi hvarvetna fengið. Móttök- urnar hafa verið mjer persónu- legt ánægjuefni. en ennþá meira vegna þess, að jeg finn. að hvarvetna hefir mjer verið tektð sem fulltrúa Vestur-ís- lendinga, sú vinátla, sá bróð- urhugur, sem jeg' hefi mætt. hefir ekki nema að litlu leyti verið beint til mín, heldur til allra Vestur-íslendinga, . Þegar jeg kom hingað, hafði jeg margar kveðjur að flylja til einstakra manna, frá ætt- ingjum og vinum vestan hafs. En þær verða þó ennþá fleiri kveðjurnar. sem jeg hef fengið í nestið aftur heim. þó líklegt sje. að ennþá erfiðara verði að skila þeim með hlýju handtaki, til allra eigendanna vestra, þar eð þeir munu vera alldreifðir um hina víðáttumiklu Vestur- álfu. Kyraiiiiigarstarfið, — Hvað telur þú vænlegast tii árangurs. til þess að tengsl- iri haldist framvegis milli helmaþjóðarinnar og Vestur- íslendinga? — Þar getur margt komið til greina. Jeg sagði ykkur blaða- monnunum frá því um daginn. hvað við störfuðum fyrir vest- an, og hvaða árangur það starf hefir borið. Eftir styrjöldina verða sam- göngur greiðari. Þá koma von- an.di fleiri að vestan í heim- sókn hingað. en áður iíðkaðist. Er mest um vert, að ungir Vest- n '-fslendingar komi hingað í kynnisferðir, Þó þetta fólk hafi heyrt talað um ísland frá barn- æsku. þá er altaf sjón sögu ríkari. Við vonumst líka eftir því. að til okkar komi ýmsir menn í þeimsókn, eins og oft áðurj ferðist um, þar sem íslending- ar éru fjölmennastir. haldi fyr- irleslsa, segi frá því. sem hjer er að gerast og hjer hefir gerst. *F.f?p]ötur, kvikmyndir. Nú höfum við líka nýja tækni sem lítlllega hefir verið notuð, þegar við höfum fengið hljámplötur sendar vestur með ræðum eftir merkustu menn þjóðarinnar. Hið lifandi orð er altaf viðfeldnara en hið rit- aða. þó það standi eins og staf- ur á bók. Þessar ræður hafa ver ið okkur mikið ánægjuefni. Nú dettur 'mjer í hug að enn megi fara lengra á þessari braut. Að við t. d. fengjum heilar , kvöld- vökur“ með ræðum og söng. ýmsu fróðlegu og skemtilegu tali á hljómplötum. Hægt væri að senda slíkar plötur um alt. þar sem íslendingar koma sam- an og fá þannig ágætar íslensk- ar samkomur. Svo eru það kvikmyndirnar. Við fengum eina kvikmynd vestur, þá sem Sambandið Ijet taka. Hún var t. d. sýnd 5 sinn- um í Winnipeg, Við þyrftum að fá mynd. sem sýndi meira af náttúru landsins. mynd sem sýndi t. d. söguslaðina. Slík mynd gerði mikla viðburði í sögu þjóðarinnar fneira lifandi fyrir hugskotssjónum manna. Komið hefir líka til mála. að íslenskur söngflokkur færi vest ur. Það væri ágætt. Og því þá ekki íþróttaflokkur. Forseti I- þróttasambancis Islands hefir minst á það við mig. Svo eru mannaskiftin. Að fá t. d. presta að vestan til að starfa hjer á. landi um tíma og presta hjeðan vestur, eða kenn- ara til að skifta um stöður um skeið. Það verður ef til vill erf- itt að koma slíku í kring. En hver veit nema það mætti tak- ast. Það má margt gera, ef áhug- inn er vakandi. Og jeg fæ ekki betur sjeð en áhugi sje nægur, Fólkið er fljásmannlegra. — Hvað getur þú sagt mjer um það, sem fyrir augu þín hefir borið þenna tíma, sem þú hefir verið hjer á landi? Það gæti orðið langt mál, ef alt yrði til tínt. En ætli jeg láti það ekki bíða að miklu leyti, þangað til jeg kem vest- ur. Eitt get jeg þó sagt strax. Mjer finst yfirleitt furðu mikil breyting hafi orðið hjer á landi síðan jeg kom hingað síðast. fyrir 14 árum. Slækkun Reykjavíkur er á- berandi. Risið hafa margar. miklar og myndarlegar bygg- ingar og önnur mannvirki. En ekki nóg með hinar verklegu framkvæmdir sem blasa við augum. Fólkið í landinu er frjálsmannlegra í framgöngu og viðmóti öllu. Menn bera sig betur, eru djarflegri og glað- legri. Orsakir þessa vitið þið eins vel og jeg. Segi þetta til þess að þið vilið, að þessi breyt- ing er greinileg og áberandi. Mjer þótti vitanlega ákaflega vænt um að hafa lækifæri til þess að vera á lýðveldishátíð- inni. En mjer hefir þótt vænt um ýmislegt annað. sem jeg hefi sjeð og heyrt. T. d. sögu- sýninguna. Hún er vel til þess fallin að vekja athygli á menn- ingu og lífsbaráttu þjóðarinnar. Einnig þótt mjer mjög mikið varið í að sjá listsýninguna, er bar vott um mjög mikla þróun á sviði myndlistarinnar hjer á dandi. Gleðiefni er það lika mik ið, hve bókaútgáfa hefir auk- ist hjer hin síðari ár. Sannast hefir, að þegar íslensk alþýða fær aukin auraráð, þá gleymir hún því ekki, að nota fjeð m. a. til að afla sjer bóka. Verst hve erfitt er að koma íslensku bók- unum til okkar vestra, vegna hinna gífurlegu .tolla, sem eru á innfiuttum bókum. Islenskar bókmentir vestra. — Hvaða íslenskir nútíma rithöfundar eru kunnir amer- ískum lesendum? -- Bækur eftir Gunnar Gunn arsson, Kiljan, Kristmann og Kamban hafa komið út vestra. Og Fjalla Eyvindur Jóhanns Sigurjónssonar. Hann hefir ver ið leikinn á nokkrum stöðum, það jeg til veit, m. a. í Norður- Dakota. Þar er leikhússtjóri, sem hefir miklar mælur á verk um Jóhanns. Fyrir skömmu kom út úrvai íslenskra ljóða og smásagna eft ir. 28 íslenska höfunda, eins og þjer mun vera kunnugt. Jeg annaðist þá útgáfu. Ulgefandinn var American Scandinavian Foundation í New York. Bók þessi hefir vak- ið athygli og hefir hún fengið góða dóma 1 ýmsum merkustu blöðum' Bandaríkjanna. Hin vinsæla skáldkona Jakobína Johnsos hefir annast þýðing fleslra kvæðanna. En nokkur þeirra þýddi Mr. Watson Ker- connel. Hann var lengi pró- fessör við Winnipegháskóla. Hann er skáld gott og skilur ís- lensku vel. Hann hefir miklar mætur á skáldskap Stephans G. Stephanssonar, hefir þýtt 'tals- vert að kvæðum hans og ritað um skáldskap hans. ★ — Hvenær býst þú við að hverfa aftur vestur úm haf? — Um haf segir þú. Það er kanske orðið úrelt orðatiltæki. Því nú fer maður eins vel ,,efri leiðina“. Það getur orðið hvaða dag sem er úr þessu. Og því er kominn tími til að kveðja í þetta sinn. Annars hafa þessar vikur far ið fyrir mjer að miklu leyti í það að ,,heilsast og kveðjast“ eins og skáldið sagði. Jeg hefi hitt fjölda manna, gamla kunn- ingja og fólk sem jeg hefi ekki áður sjeð, skáld og listamenn, fræðimenn og prófessora. Það þýðir ekki að þylja nöfnin íóm. Jeg þakka þeim öljium fyrir skemtun, fróðleik og góðar við- tökur. Þó viðkynningin við þá flesta, sem jeg hefi eigi áður sjeð, og endurfundir með göml- um kunningjum hafi verið alt of stutt — mest svipfundir — líkt eins og ,,skip sem mælast á nóttu“. > Dr. Rich. Beck Ef Loftur getur fcað ekki — þá hver? Handknattleiksmótinu lýkur í dag. Hvor vinnur! SÍÐASTI dagur handknatt- í leiksmótsins í Hafnarfirði er í dag. Hefst kepni kl. 6 e. h. á Sýslumannstúninu. Fyrst keppa Hafnarfjarðar- fjelögin, Haukar og F. H., en síðan fer fram úrslitaleikurinn j milli ísfirsku stúlknanna og Armanns. Iþróttaráð Hafnarfjarðar mun svo í kvöld kl. 9 halda þátttak- endum í mótinu og starfsmönn um þess samsæti í Hótel Birn- inum. Verður sigurvegurunum afhent þar verðlaun sín. K. R.-ingar voru snarpari og unnu Fram 2—0 Framlína Fram brási gjörsamlega ÖÐRUM LLIK Reyk.javíkurmótsins, sem háður var í gærk\eldi milli K.R. og Bram, lauk þannig, að KR vann rjettmætan sigur með tveim mörkiun gegu engu. Framarar, höt'ðu mikla sókn í síðaeú liálfleik, en framherjum þeirra virtist ómögulegt að skora, þótt tækifæri vantaði ekki, síður en svo. Leikurinn var all-fjörugur og að mörgu leyti vel leikinn af hálfu KR-inga, sem sýndu rjett laglegan samleik á köfl- um og var meiri markvissa og áætlun yfir öllum leik þeirra, en andstæðinganna. Þeir byrj- uðu með snöggum og góðum upphlaupum undan nokkrum vindi og höfðu, er 10 mínútur voru liðnar af leiknum, skorað bæði mörk sín. Hið fyrra var sett þannig, að bakvörður Fram spyrnti frá marki, beint 1 fæt- urna á Herði Óskarssyni, mið- framherja K. R., sem aðdáan- lega fljótt náði sjer eftir undr- unina yfir þessu óvænta happi og skoraði fallega. Síðara markið setti svo vinstri útherji stuttu síðar með snörpum skalla, og um leið vildi það slys til, að Magnús, mark- maður Fram, meiddist á nefi. Rakst mótherji á hann. Varð hann að víkja af leikvangi um stund, en kom bráðlega aftur. Eftir þetta hjelt sókn K. R. að mestu áfram út hálfleikinn, en Framarar gerðu upphlaup við og við, sem aldrei urðu hættuleg vegna skorts á skot- fimi Framara og einnig vegna hraða KR-inga að knettinum, ’sem var mun meiri. í síðari hálfleik hafði Fram meiri sókn, en eins og jeg áður tók fram, var alt of lítil áætl- un í upphlaupunum og skotin fóru þar að auki annað hvort framhjá marki, eða beint í greip ar markmannsins: KR-ingar náðu og mörgum sæmilegum upphlaupum, en gekk illa að binda enda á þau með'góðum skotum. Ymsir nýliðar voru í báðum -liðum, þar á meðal mjög efni- legur unglingur á hægra kanti hjá K. R. í vörn K. R. vantaði Birgi, en staðgengill hans var góður. Guðmundur Sigurðsson dæmdi leikinn vel, en línuverðir voru sjóndaprir, og auk þess óverj- andi að hafa þá báða úr öðru fjelaginu, sem keppir, en svo er mjer.ljáð að þeir hafi verið, — úr K. R. ■—- Ætti að vera vandalaust að finna menn úr þeim fjelögum, er ekki keppa, til slíks starfa. Mótið heldur áfram næst- komandi mánudagskvöld með leik milli K. R. og Víkings. —• Guðmundur Sigurðsson dæmir. J J. Bn. Verkamenn í Svlss móimæla grimmd Þjóðverja - London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins , frá Reuter. Á TORGINU fyrir framan dómkirkjuna í Basel söfnuðust nokkur þúsund svissneskir verkamenn saman á fimtudags kvöldið til þess að mótmæla „kúgunaraðferðum og mann- drápum Þjóðverja á varnar- lausum borgurum, sem engin dæmi eru til í veraldarsög- unni“. Samþykkt var að senda svissnesku sambandsstjórninni áskorun um að gera allt, sem í hennar valdi stendur til þess að þessari ógna^pld ljetti, og að allir þeir fái landvist í Sviss, sem leita hælis fyrir grimmd Þjóðverja, en neita hinsvegar þeim um landvist, sem áhyrgir eru fyrir 'þessum „ruddalegu glæpum“. Samþykkt voru mótmæli gegn „svívirðilegum morð- um“ á mórg hundruð ung- verskum Gyðingum og gegw því, að heil þoorp sjeu brend til, ósku og gislar skotnir. Fordæmdur var hugsunarhátt urinn, sem liggur að baki slíkra hermdarverká og Gör- ing lýsti #3. máí 1933: „ÞaÖ er ekki mitt að halda uppi rjettlætinu, héldur að eyða og útrýma“. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.