Morgunblaðið - 29.07.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.07.1944, Blaðsíða 6
K0EGÖNBLA8IÐ Laugardagur 29. júlí 1944 8 ionr0imírlal>i X Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábvrgðarm.) Frjettaritstjóri: fvar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjárn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Tákn friðarins ÞEGAR MENN SJÁ NÚ hilla undir lok ófriðarins við ófarir þýsku herjanna og uppreisnina gegn Hitler, vakn- ar hugsunin fyrir alvöru um það, hvað við taki, —- hvað friðurinn boði. Þá er það eitt, sem öðru fremur rifjast upp: Atlantshafs sáttmálinn. Þegar Churchill og Roosevelt hittust á Atlantshafi sum- arið 1941, gerðu þeir fyrir hönd þjóða sinna þennan sátt- mála. ; Þá var um þetta samið: 1) Bretland og Bandaríkin hafa engar landakröfur á hendur öðrum ríkjum. 2) Bretland og Bandaríkin óska engra breytinga á landamærum frá því, sem var fyrir styrjöldina. 3) Bretland og Bandaríkin viðurkenna rjett þjóðanna til að lifa undir þeirri stjórn, sem þær sjálfar kjósa sjer. 4) Allar þjóðir, stórar eða smáar, sigraðar eða sigur- vegarar, skulu njóta jafnrjettis í viðskiftum og í öflun hráefna. 5) Bretland og Bandaríkin vilja vinna að samvinnu og framförum á sviði fjármála og viðskifta, svo og þjóðfje- lagslegu öryggi. 6) Þegar bandamenn hafa unnið fullan sigur á nazist- um í þessu stríði, skal áhersla lögð á það, að allar þjóðir geti lifað í friði og öryggi innan sinna eigin landamæra, án þess að vera í sífeldri árásarhættu. 7) Öllum þjóðum skal vera frjálst að sigla á höfunum. 8) Koma verður í veg fyrir árásarhættuna með því að afvopna árásarþjóðirnar. Það verður að hætta að beita valdi í viðskiftum þjóða á milli. Frelsið í anda og athöfn- um sje undirstaða menningarinnar“. Þessi sáttmáli er nú tákn friðarins! Ófremd, sem þarf að hætta EITT AF ÞVÍ, sem áf og til ber á góma hjer í bænum og allir, undantekningarlaust, fárast út af og telja með öllu ósamboðið virðingu höfuðstaðarins, er það, að á stærsta hóteli og samkomustað bæjarins, Hótel Borg, skuli stöðugt sitja í sama farinu, að engin frambærileg músík sje á boðstólum. Stærstu veislur og viðhafnarsamkvæmi verða ekki annars staðar haldin en að Hótel Borg. Þá er enga músík að fá, aðra en af grammófónplötum. Eins er það ^lltaf endra nær. Við sjálfa lýðveldisstofnunina, í veislu ríkisstjórnarinn- ar að Hótel Borg, þurfti hvorki meira nje minna við en setja sjerstaka löggjöf til þess að losna við grammófón- inn. Þessum molbúahætti veldur deila hóteléigandans við hljóðfæraleikara. Hefir þetta ástand sjálfsagt haldist jafn lengi og raun ber vitni vegna þess, að enda þóttröll- um finnist jafn skömm að, hefir málefnið ef til vill ekki þótt það stórvægilegt, að aðrir Ijetu það virkilega til sín taka. Hjer skal ekki að sinni vikið að sjálfu deiluefninu, hvor aðilinn hafi í upphafi haft rjett eða rangt fyrir sjer. Úr því, sem komið er, skiftir það allan þorra manna minstu máli. Eitt er aðalatriðið, að bundinn sje endi á þann ó- sóma, sem hjer um ræðir. Það liggur næst bæjarfjelaginu að skerast í leikinn og koma því til leiðar, að sá leiði háttur loði ekki áfram við bæjarlífið í höfuðstað landsins, að mönnum sje stöðugt, við hvaða tækifæri sem er, boðið upp á þau ósköp á stærsta samkomustaðnum að hlusta á slitnar og argandi grammófónplötur og aðra tónleika ekki. Það er ekki bæjarfjelaginu óviðkomandi, hvernig skemtanalífinu í bænum er háttað. Bardagarnir í lormandi BANDARÍKJAHERSVEIT- i/erji ilripar: Ú l dcjlccjci fíjinu ♦J* »** ♦*♦ IRNAR í Noxmandí hafa brot- jst í gegnum varnarlínur Þjóð- verja fyrir vestan St. Lo. Þeg- ar þetta er ritað verður ekki um það sagt hvort nú er loks á ferð inni sú mikla sókn inn í land, sem menn hafa verið að búast við allt frá því fyrstu dagana eftir innrásina; eða hvort um staðbundna sókn er að ræða. — En það eru margar spurning- arnar sem menn velta fyrir sjer í sambandi við innrásina í Frakkland. — Skulu nokkrar þeirra athugaðar. * Hvernig stendur á því. spyrja mennf að bandamönnum geng- ur svona seint á Frakklands- ströndum; en Rússar flæða yfir varnir Þjóðverja á austurvíg- stöðvunum. Er það vegna þess; að bandamenn eru þetta ljelegri hermenn en t. d. Rússar? Neý segja herfræðingar. — Það liggur ekki í því. Það hefir sýnt sig í þessu stríði, að hægt er að halda einstökum vel víggirtum stöðum; sem eru þarínig í sveit settir, að ekki er hægt að sækja að þeim með hliðarsókn; eða umkringja þá. Nefna má mörg dæmi. Tobruk, Sevastopol eru kannske bestu dæmin og þau; sem menn muna best úr frjettunum. í Frakklandi hafa banda- menn tiltölulega lítið landsvæði á valdi sínu og geta ekki komið við vjelhergögnum sínum til hliðarsóknar; eða til að um- kringja. Þeir hafa orðið að berj ast um hverja þúfuf hvern ak- ur og hvern einasta kálgarð. — Um hraðsókn af hendi banda- manna er ekki að ræða fyrr en þeir komast á opið landsvæðý þar sem þeir geta beitt skrið- drekum og vjelahergögnum sínum og flugliði. ★ í Rússlandi er alt öðru máli að gegna. Þar þurfa Þjóðverjar að verja 1600—1800 km langar vígstöðvar. Rússar hafa notfært sjer þetta til hins ítrasta. Það dettur engum í hug. að gera lít- ið úr sókn Rússa í sumar; en það er ekki rjett að jafna sam- an sókn Rússa og bandamanna, til þess eru skilyrðin enn svo ólík. ★ En hvernig stendur á því; spyrja menn og; að aðra vik- una sækja Bandaríkjahersveit- ir á í Normandi, en hina vik- una Bretar og Kanadamenn. — Skýring herfræðinga er þessi: Þjóðverjar hafa ekki fjölmenn- ara liði, einkum vjelahersveit- um, á að skipa en það, að þeir geta ekki varið svo að gagni sje nema á einum vígstöðvum í einu á Normandi. Núna á dög- unum stöðvuðu þe.ir sókn bandamanna fyrir suðaustao Caen; me^ því að tefla fram öllu sinu varaliði og sínum bestu hersveitum á þeim víg- stöðvum. Bandaríkjamenn á St. Lo notuðu þá tækifærið til að hefja sókn og það heppnaðist. Nú er eftir að vita hvorl Rom- mel flytur hersveitir sínar frá Caen vígstöðvunum til Cou- tances-vígstöðvanná og sagan endurtekur sig. íslendingar á Norðurlöndum. VIÐ OG ,VIÐ berast ómar frá Islendingum á Norðurlöndum. Þeir ómar hafa nær undantekn- ingarlaust sama hljómgrunninn, þrána eftir að komast heim til gamla Fróns. Sumir hafa alið þá von í brjósti á fimta ár, að geta komist heim. Eftir þeim frjett- um sem hingað hafa borist af íslendingum á Norðurlöndum líð ur þeim yfirleitt vel, og upp á síðkastið hefir nokkrum tekist að komast frá Noregi, eða Dan- mörku til Svíþjóðar. I fregn, sem nýlega barst til Morgunblaðsins frá Stokkhólmi er sagt, að minsta kosti 20 íslendingar bíði eftir að komast til Islands. Þeir höfðu einhverjar vonir um að þeir fengju að ferðast um Bret- landseyjar eftir að bandamenn höfðu gert innrásina, en nú virð- ist sú von úti. En vonandi fer nú að styttast stríðið, og eðlilegar samgöngur að komast á milli Norðurlanda og Islands. Tilefnið til þessara hugleið- inga um íslendinga á Norður- löndum, er brjef, sem jeg fjekk á dögunum frá Birni Björnssyni blaðamanni í Stokkhólmi. Hann var að segja mjer dálítið frá Is- lendingum í Stokkhólmi og lýð- veldishátíðinni. • Útvarpið frá þjóðhátíðinni. „ÞAÐ VORU skemtilegar stundir", skrifar Björn, „þegar íslendingar söfnuðust saman í sendiráðinu íslenska til að hlusta á stuttbylgjuútvarp frá Þingvöll- um. Sænska útvarpið tók á móti útvarpssendingunni frá Islandi sjerstaklega fyrir sendiráðið og við heyrðum því útvarpið eink- ar vel. , „Við hlustuðum á hvert ein- asta orð af ræðunum, fylgdumst með í spenningi þegar verið var að telja atkvæðin í forsetakosn- ingunni og tókum undir húrra- hrópin og sungum með „O, guð vors lands“. Þetta var næst best því að vera á Þingvöllum sjálf- um“. Stuttbylgjuútvarp frá fslandi. ÞESSI STUTTA frásögn Björns Björnssonar sýnir betur en nokkuð annað, að nauðsynlegt er að komið sje á stuttbylgjuútvarpi hjeðan frá íslandi fyrir íslend- inga erlendis og aðra, sem áhuga kunna að hafa fyrir íslenskum málefnum. Það er að vísu ekki þjóðhátíð eða lýðveldisstofnun í hverri viku og áhuginn fyrir út- varpi hjeðan að heiman yrði kanske ekki altaf jafnmikill og hann var við þetta sjerstaka tækifæri. En það er alveg víst, að hver og einn einasti Islending- ur, hvar sem hann er í heimin- um, myndi hlusta á útvarp hjeð an að heiman reglulega, ef hann ætti þess nokkurn kost. • Þegar Morgunblaðið kom til Svíþjóðar. ÞAÐ ER ENGINN hversdags- viðburður, að íslensk blöð komi til Norðurlanda. Um komu Morg unblaðsins til Svíþjóðar skrifar Björn Björnsson m. a.: „Jeg hefi komist yfir nokkur eintök af Morgunblaðinu, sem ekki voru nema sex vikna gömul, eða svo. > Það þarf ekki að skýra frá því, að jeg las hvert einasta blað með áfergju og hætti ekki fyr en jeg var búinn að lesa hverja einustu línu, þar á meðal allar auglýsing arnar“. Landkynning heima fyrir. ÞAÐ er ekki hægt að segja hvað margir erlendir menn hafa komið hingað til landsins síðustu 4 árin, en vitað er að þeir skifta tugum þúeunda. Hver og einn einasti þessara manna mun hafa eitthvað að segja þegar hann kemur heim til sín, um ísland. Þegar kunningjar hans í heima- högunum heyra að hann hafi ver ið á íslandi segja þeir: „Góði segðu okkur frá Islandi“. Og þá er það undir viðkynningu manns ins, sem spurður er hvernig hann svarar. Við höfum sjeð það í er- lendum blöðum, að erlendir menn, sem hingað koma, verða fyrir misjöfnum áhrifum og bera landi og þjóð misjafnlega sög- una. Þegar við sjáum í erlendu blaði, að einhver hefir misskilið okkur, og segir rangt frá, fyll- umst við vandlætingu og skömm- um viðkomandi hátt og í hljóði. En jeg held, að við ættum að athuga betur hvaða þátt við eig- um sjálf í þeim misskilningi sem gætir um okkur erlendis, og sem við vitum að skaðar landið. Það hefir lítið ver- ið gert. ÍSLENSK YFIRVÖLD hafa lítið gert til þess að upplýsa þá menn, sem hingað koma, um landið og þjóðina. Þeir, sem hafa haft áhuga fyrir að kynnast land inu hafa orðið að hafa fyrir því sjálfir og erfiðleikarnir eru svo margvíslegir, sem mæta þessum mönnum, að það er ekki að undra þótt margir gefist upp. Það er rjett, að haldið hefir verið uppi íslenskukenslu í háskólan- um í tvo vetur fyrir ameríska hermenn. En af vafasamri smekk vísi hefir verið látið í veðri vaka, að þetta væri gert til að „borga fyrir“ sóma, sem amerískir há- skólar hafa sýnt íslenskum náms mönnum með ríflegum náms- styrkjum. Það sem gert er, gerir herinn. ÞAÐ EINA, sem gert hefir verið til að kynna landið og þjóð ina fyrir erlendum mönnum, er hingað koma, hefir herstjórnin sjálf látið gera. Vill svo vel til, að Valdimar Björnsson sjóliðsforingi hefir flutt. fyrilestra um ísland og Is- lendinga fyrir hermenn á vegum herstjórnarinnar og okkar lán er það, að sá maður skyldi veljast í það starf, því færari mann til þess er ekki hægt að fá. Enda hefir brugðið svo við, eftir að Valdimar fór að flytja fyrirlestra sína, að árekstrar milli Islend- inga og hermannanna hafa mink- að, og er nú hrein undantekning, að árekstur verði milli íslend- inga og setuliðsmanna. Er það mikið því að þakka, hve margir setuliðsmenn hafa fengið rjettar upplýsingar um jpjóðina sem þeir gista. Það, sem íslensk yfirvöld hefðu átt að gera í samráði við herstjórnina, var að gefa út litla handbók um Island, með upplýs- i’ngum og myndum og gefá hverjum eihasta hermanni, sem hingað kemur. Slik bók, ef vel væri samin myndi í senn verða minjagripur fyrir hermanninn um dvöl hans á Islandi og fróð- leiksbrunnur fyrir hann um þjóð ina og landið, sem hann hefir dvalið hjá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.